Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 20
 --MÖkétífMMöiö ÍL'ÁiiföÁ'áMGiik !i4! Noregur: Stórbankar sameinast Ósló. Frá Kune Timberlid, fréllaiitara Morgunblaósins. TVEIR af stærstu bönkum í Nor- egi, Den norske Creditbank (DnC) og Bergen Bank, hafa ákveðið að sameinast 1. janúar á næsta ári. Ársvelta nýja bankans verður um 210 milljarðar n.kr. (nær tvær billjónir isl.kr.) og verður hann hinn sjöundi stærsti á Norðurlöndum. Talsmenn bankanna segja að sameiningin sé gerð til að reyna að styrkja stöðuna í aukinni sam- keppni við aðra banka á Norður- löndum og víðar í Evrópu. Nýi bankinn á að heita Den Norske Bank og verða starfsmenn 7.000 en búist er við því að smám saman verði 1.000 - 1.500 manns sagt upp. Væntanlegur aðalbanka- stjóri segir að samruninn gei-i kleift að spara sem svarar 6.600 milljón- um ísl.kr. á ári í rekstrinum. Grænland: Tollgæsla talin of dýr Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRATT fyrir að vörum sé í vaxandi mæli smyglað til Grænlands hefúr grænlenska Iandsþingið tekið ákvörðun um að ekki verði komið á fót tollgæslu í landinu. Annar stjórnarflokkanna, Atassut, lagði fram tillögu um stofnun tollgæslu en hún var felld á landsþinginu með þeim rökum að það yrði Grænlend- ingum of kostnaðarsamt. Hins vegar verður tekið upp nýtt fyrirkomulag við grænlenskar hafnir sem felst í því að skip- stjórar verða að framvegis að tilkynna um komu skipu sinna. Við komu í höfn á að leggja fram lista yfir tollskyldan varn- ing skipveijanna. Reuter Stikað á fund Noregskonungs Gro Hariem Brundtland, forsætisráðhen-a Noregs, gekk í gær á fund Ólafs Noregskonungs og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Mynd- in var tekin er hún kom til konungshallarinnar í miðborg Ósló þar sem fréttamenn freistuðu þess að ná af henni tali. Skömmu síðar hélt Jan P. Syse, formaður Hægriflokksins, til hallarinnar þar sem konungur fól honum að mynda ríkisstjórn. Gert er ráð fyrir því að nýja stjórnin, minni- hlutastjórn Hæginflokksins, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins taki við á mánudag. Ráðherralistinn hefur enn ekki verið birtur og heim- ildir herma að enn sé deilt um skiptingu embætta. Þó liggur fyrir að Ján P. Syse verður næsti forsætisráðherra Noregs en stjómin mun þurfa að reiða sig á stuðning Framfaraflokksins á þingi. Ungverskir harðlínumenn: Bandaríkin: Skipstjórinn á Fly- ing Enterprise látimi Henrick Carlsen varð heimsfrægur 1952 fyrir að neita að yfirgefa sökkvandi skip sitt HENRICK Kurt Carlsen skipstjóri, sem varð heimsfrægur í árs- byrjun 1952 fyrir að neita að yfirgefa sökkvandi skip sitt, Flying Enterprise, lést í Bandaríkjunum í síðustu viku, 75 ára að áldri. Skipstjórinn var danskfæddur en fluttist til Bandaríkjanna 1938. Gat rifhaði á búk Flying Enterprise í ofsaveðri á Ermarsundi í lok desem- ber 1951 og skipaði Carlsen 40 skipveijum og 10 farþegum að fara frá borði. Carlsen var sjálfur áfram um borð en varð að gefast upp eftir 14 daga vosbúð og horfði á fley sitt sökkva í sæ en bandariska þingið sæmdi hann síðar orðu fyrir hreystina. Carlsen vildi ekki sætta sig við að skipið væri dauðadæmt. Það var um 7.000 tonn og í eigu skipafé- lagsins Export-Isbrandtsen er bað skipstjóra árangurslaust að yfirgefa skipið. Er aftur skall á stormur varð Carlsen loks að gefast upp ásamt öðmm manni, Dency stýri- manni af dráttarbátnum Turmoil, sem komið hafði um borð og stukku þeir útbyrðis en var bjargað af áhöfn Turmoils. Hreysti Carlsens vakti heimsat- hygli og var skýrt frá baráttu hans við náttúruöflin á forsíðum dag- blaða., þ. á m. Morgunblaðsins sem sagði bardaganum hafa lokið með „sigri beggja." Um hríð var óttast um líf mannanna tveggja þar sem þeir sáust ekki á flakinu. Aðfara- nótt 9. janúar slitnaði taug milli skipsins og Turmoils og tókst Carls- en og Dency ekki að festa nýja taug þótt henni væri komið um borð til þeirra. Mennirnir reyndu að þurrka föt sín við kertaljós og Telja aðeins lítinn hluta gamla flokksins ganga í þann nýja Jusupov vann sigur á Karpov London. Reutor. ARTÚR Júsúpov vann óvæntan sigur á Anatólíj Karpov í sjöttu einvígisskák þeirra á fimmtudag og tókst þar með að jafna metin í áskorendaeinvíginu i London. Karpov hafði aðeins tapað fyrir Kasparov og Kortsjnoj í einvígis- skákum frá 1973 þar til nú. Jon- athan Speelman fékk sjöundu ein- vígisskákinni frestað í einvíginu við Jan Timman. Timman hefur nú for- ystu í einvíginu með 3!ó vinning gegn 254. Askorendaeinvígin eru átta skákir en haldið verður áfram ef jafnt er að þeim loknum. Búdapest. Reuter. Harðlínumenn í Ungveijalandi, sem eru reiðir leiðtogum landsins fyrir að leggja kommúnistaflokk- inn niður, segja að flokkurinn sé enn til og að sósíalistaflokkurinn, sem stoftiaður var í hans stað, verði aðeins skugginn af gamla flokknum. Samþykkt var með miklum meiri- hluta á sögulegu flokksþingi um .-fðustu helgi að leggja niður komm- únistaflokk landsins sem hafði farið með völdin í landinu í fjóra áratugi. í hans stað var stofnaður sósíalista- flokkur að vestrænni fyrirmynd, sem stefnir að því að koma á fjölflokka- lýðræði og fijálsu hagkerfi í landinu. Félagar í kommúnistaflokknum verða að skrá sig fyrir lok mánaðar- ins vilji þeir ganga í nýja flokkinn. Robert Ribanszki - fyrrum sendi- herra í Kína og ritari Janos Kadars, sem fór með völdin í landinu frá 1956 til 1988 - sagðist telja að að- eins lítill hluti 725.000 félaga í gamla flokknum myndi ganga í sósíalista- flokkinn. „Leiðtogar sósíalistaflokks- ins gætu gert sig ánægða með að fá 100.000 félaga," sagði Ribanszki. Hann er leiðtogi hreyfingar, sem harðlínumenn hafa stofnað og heitir Marxíski einingarflokkurinn. „Leið- togar sósíalistaflokksins erú ekki endilega arftakar gamla flokksins. Kommúnistaflokkurinn er enn til,“ sagði Ribanszki. „Margir hafa fengið nóg. Ég tel að nokkur hundruð þús- und manna verði áfram í gamla flokknum," bætti hann við. Harðlínumenn hafa stofnað aðra hreyfingu, Janos Kadar-félagið, sem nefnd er eftir leiðtoganum fyrrver- andi er lést í júlí. Talsmenn hennar segja að hún sé eini hugmyndafræði- legi arftaki gamla flokksins og taki við hlutverki hans. „Við teljum að 600-700.000 kommúnistar séu í Ungveijalandi," sagði leiðtogi hreyf- ingarinnar, Roland Antoniewicz. Þriðja hreyfing harðlínumanna heitir Marxísk-leníniski verkamannaflokk- urinn. Grænland: Þörf á nýrri rafstöð við Syðri-Straumfjörð Kaupmannahöfu. Frá Nils Jörgen Bruun, GRÆNLENSKA ríkissímafélagið þarfiiast sex miljóna danskra króna, um 50 miljóna ísl. kr., til að byggja nýja rafstöð við Syðri- Straurnfjörð. * Bandaríkjaher hefur lagt til raf- orku á svæðinu vegna ratsjárstöðv- ar þeirra við Holsteinsborg, sem fyrirhugað er að leggja niður í vet- ur, en í tengslum við hana hefur fréttaritara Morgunblaúsins. verið starfrækt rafveita. Ratsjárstöðin hefur fram til þessa séð um að veita rafmagni í byggð- ina við Syðri-Straumfjörð en nú verður ríkissímafélagið að byggja nýja rafstöð til að ieysa hana af hólmi. Það er nú í höndum fulltrúa á grænlenska landsþinginu að útvega fjármuni til verkefnisins. Leiftursókn í Póllandi: Uppbygging kapítalísks hag- kerfis og erfiðleikar boðaðir London. Daily Telegraph. PÓLSKA ríkisstjórnin hefur birt áætlun um miklar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Með þeim ætla stjórnvöld að koma böndum á óða- verðbólguna í landinu, auka greiðslugetu ríkisins og vinna bráðan bug á alvarlegum vöruskorti í Póllandi innan tveggja árá. I áætlun- inni, sem á að hrinda í framkvæmd í tveimur áfóngum, er gert ráð fyrir að gripið verði til róttækra aðgerða fram að jólum til að stöðva verðbólgu sem nú nálgast að vera 1.000% á árL Aðhaldsaðgerðir stjómvalda til má nefna niðurskurð á ijárveit- byggjast á ráðleggingum banda- rísku hagfræðinganna Jeffreys Sachs og Davids Liptons. Prófessor Sachs hefur meðal annars unnið það til afreka að kveða niður óða- verðbólgu í Bólivíu á ótrúlega skömmum tíma. Grunnhugmynd Sachs að efnahagsbata í Póllandi er að jafnvægi verði náð í ríkis- búskapnum og strangt aðhald haft með lántökum. Gjaldþrot leyfð Meðal skammtímaaðgerða sem pólska ríkisstjómin hyggst grípa ingum til þeirra tveggja ráðuneyta sem kommúnistar fara með, varn- armála- og innanríkisráðuneytis, og lækkun niðurgreiðslna á fram- leiðsluvörum ríkisrekinna iðnfyrir- tækja. Þá er ráðgert að leyfa illa reknum fyrirtækjum að verða gjaldþrota og að aðhalds verði gætt í lánveitingum stjórnvalda. Ríkisstjómin ætlar að haga vísi- tölubindingu launa þannig launa- hækkanir verði minni en verðbólg- an. Sú hliðarráðstöfun er óumflýjan- leg, að mati pólskra stjómvalda, Reutcr Verkalýðssamtök pólskra kommúnista efndu nú I vikunni til mót- mæla gegn stjórn landsins. Á myndinni strengja tvær konur borða á milli sín sem á er letrað: „Mamma og pabbi vinna en börnin svelta." að leitað verði eftir vestrænu láns- fjármagni til kaupa á nauðsynleg- um hráefnum, Iyfjum og tækjabún- aði. Kauphöll og einkabankar Stjómvöld gera ráð fyrir því að innlendur fjármagnsmarkaður og einkabankar muni að lokum sann- færa Pólveija um að skynsamlegra sé að láta peningastofnanir ávaxta gjaldeyrinn sem þeir hafa safnað og talinn er nema nokkmm miljörð- um Bandaríkjadala en geyma hann undir koddanum. Mikil efnahagsleg umskipti í Póllandi eiga að hefjast á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir aukinni einkavæðingu og að komið verði á fót sjálfstæðu bankakerfi og kaup- höll. Loks eru uppi áform um að gera pólska slotíið að skiptanlegum gjaldmiðli árið 1991. Rikisstjórnin hyggst koma á skattakerfi með nútímalegu sniði og innheimta bæði tekju- og söluskatt. Eignar- réttur verður lögvemdaður með afdráttarlausum hætti. Ríkisstjórnin ætlar að leggja nið- ur skriffinnskubáknið sem hefur átt að sjá um dreifingu á matvælum en hefur kallað fæðuskort yfir þjóð- ina alla. Hugmyndir um afnám verðlagsákvæða til að ýta undir landbúnaðarframleiðslu munu einnig hafa í för með sér gjörbylt- ingu á afkomu til sveita. Ef neyðarráðstafanir pólsku ríkisstjórnarinnar verða fram- kvæmdar að fullu auka þær at- vinnuleysi í landinu. Leszek Bal- cerowicz fjármálaráðherra hefur sagt að atvinnuleysi til skamms tíma kunni að aukast um 10-20%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.