Morgunblaðið - 14.10.1989, Side 34
(M0R9HNÖEAÐIÖ iLaBÖAfiaAfilfJ&IlfiiaKTSBSBíWSP
<$4
fclk í
fréttum
M M\í rm í
aaB \ f'
Jj
Huxtable-fjölskyldan, nýliðarnir eru í sófanum lengst til
hægri.
FYRIRMYNDARFJÖLSKYLDA
Fjölgar
hjá Huxtable
Nýjasta þáttaröðin um fyrirmyndarfjölskyldu
Bills Cosbys hefur vakið mikla hrifningu
og ekki er að sjá að Cosby gefi þumlung eftir,
en þættirnir um Huxtable-fjölsskylduna hafa
verið valdir vinsælasta skemmþiefnið í bandarísku
sjónvarpi fjögur síðustu árin. í nýju röðinni hefur
orðið fjölgun í fjölskyldunni. Lisa Bonet sem lék
dótturina Denise er nú komin í náðina á ný eftir
að hafa leikið allt annað en fyrirmyndardóttur í
kvikmyndinni Angel Heait á móti Robert DeNiro
og Mieky Rourke. Hún er nú komin heim, þræl-
gift fráskyldum karii sem leikinn er af Joseph
H. Phillips. En rúsínan í pylsuendanum erþriggja
ára leikkona, Raven Symone, sem leikur dóttur
ektamannsins frá fyrra hjónabandinu. Raven litla
hefur heillað alla upp úr skónum og fyllt skarðið
sem Rudy skildi eftir sig er hún óx úr grasi.
LANGHOLTSSKÓLI
Skólabörn styrkja
heyrnarskertan dreng
6bekkur KJ í Langholtsskóla
■ afhenti fyrir skömmu Hall-
birni Hjartarsyni 25.000 krónur til
styrktar dóttursyni hans, Hallbirni
Frey Omarssyni, sem er heyrnar-
skertur og þarf að gangast undir
læknisaðgerð erlendis.
Fjárins öfluðu börnin með útgáfu
blaðs, Silfurljóssins, sem kom út
fyrir jólin í fyrra. Féð ætluðu þau
að nota til vorferðar bekkjarins á
vori komandi, þegar börnin ljúka
við barnadeild skólans.
Voru þau öll á einu máli um að
gefa ferðasjóðinn og betur yrði hon-
um ekki varið. Þrír drengir, Helgi
Guðlaugsson og Hákon og Stur-
laugur Omarssynir, bættu þá krón-
um 800 við með því að selja muni,
sem þeir höfðu ætlað að nota á
hlutaveltu.
6. bekkur KJ í Langholtsskóla, Hallbjörn Freyr og afi hans Hall-
björn Hjartarson.
KEPPNI
Besta „sumar-
brosið 1989“
Nýlega valdi dómnefnd bestu
myndina í Ijósmyndakeppni
Kodak Express-gæðafi’amköllunar
og Vikunnar, „Sumarbrosið 1989“.
Þátttakendur skiluðu inn mynd-
um af sumarbrosi eða broslegri
mynd. Mikill fjöldi mynda barst í
keppnina og var myndefnið ákaf-
lega fjölbreytt.
Fyrsti vinningui' var helgarfei'ð
til Hamborgar með Ferðaskrifstof-
unni Sögu og hann hlaut Herdís
Þorsteinsdóttir, ísafirði. Á mynd-
inni er Gunnlaugur Jónasson hjá
Bókaverslun Jónasar Tómassonar
að afhenda Herdísi vinninginn.
Morgunblaðið/Hordís Þoi’steinsdóttir
Verðlaunamyndin í ljósmyndakeppni Kodak Express-gæðaframköll-
unar og Vikunnar.
ARFLEIFÐ
Mussólíni leikur gyðing!
Tímamir breytast og mennirnir
með segir máltækið og 25 ára
gömul leikkona Alexandra Mussol-
ini getur tekið undir það að heilum
hug.
Nafnið er engin tilviljun, afi
hennar var hinn eini og sanni Ben-
ito Mussolini sem var einræðisherra
á Ítalíu og gerði bandalag við Adólf
Hitler á árum síðari heimsstyijald-
arinnar. Nú reynir Alexandra fyrir
sér sem leikkona og þykir bæði
hafa hæfileíka og útlitið með sér.
Þá finnst mörgum hún hugrökk að
skipta ekki um nafn, en sumir segja
það tvíeggjað, stúlkan veki meiri
athygli og eftirtekt með gamla Ijöl-
skyldunafninu, því flestir muna enn
vel eftir Benító gamla.
í Ijósi þess að gyðingar voru of-
sóttir og myrtir svo milljónum skipti
af nasistum með dyggum stuðningi
fasista Mussolinis skýtur það
kannski skökku við að Alexandra
skuli vera í ísrael um þessar mund-
ir að leika í þarlendri kvikmynd.
Sérstaklega þar sem hún varð að
sjá af stóru hlutverki í kvikmynd-
inni The Assisi Undevground fyrir
fimm árum vegna þess að gyðinga-
samtök hótuðu öllu illu ef hún kæmi
þar eitthvað nærri. Hún átti að leika
táningsdóttur auðugrar gyðinga-
fjölskyldu. Hún segir að sér hefði
auðvitað vegnað betur ef hún héti
Rossi eða Pasolini eða eitthvað ann-
að, en það hefði aldrei hvarflað að
sér að breyta nafni sínu. En nú leik-
ur hún annað aðalhlutverkið í kvik-
myndinni The Rond to Ein Harod,
fer þar með hlutverk hennanns í
ísraelska hernum sem verður ást-
fanginn af samlendum blaðamann.
Snýst myndin að verulegu leyti um
þann samskiptavanda sem upp
kemur vegna þeii'ra skyldna sem á
herðum þeirra hvíla.
Fyrir skömmu var Alexandra að
sóla sig á strönd í ísrael og heyrði
þá kallað hátt og hvellt, „Mús-
sólíni!“. „Ég hugsaði þá með mér,
Guð minn góður, nú fæ ég að heyra
það eina ferðina enn, en er ég leit
til mannsins sem kallaði, brosti
hann og bætti við, „þú er stórfín".
Alexandra í hlutverki sínu sem ísraelskur hermaður.
KOTASÆLA
Donna Mills
æf vegna
aldarfjórð-
ungs gamalla
nektarmynda
Bandaríska sjónvarpsleikkon-
an Donna Mills nær ekki upp
í nefið á sér af reiði þessa dag-
anna, eða eftir að karlatímaritið
Playboy gróf upp 25 ára gamlar
nektarmyndir af henni og birti
þær umyrðalaust. Donna er nú
48 ára gömul og hin glæsilegasta,
en myndirnar eru frá harkdögum
hennar, þegar hún reyndi að troða
sér áfram í skemmtibransanum
og lét hafa sig í allt mögulegt og
ómögulegt í þeirri von að frægð
og frami sigldu í kjölfarið.
Ungfrú Mills er ekki fyrsta
fræga konan sem lendir í svipuð-
um erfiðleikum, furðu margar
frægar konur hafa einhvern
tímann á ferlinum látið hafa sig
í nektarmyndatökur og karlaritin
eru glúrin að grafa upp slíka hval-
reka. Yfirleitt eru viðbrögð kvenn-
anna á einn veg. Þær verða æfar.
Donna Mills er öskuill þessa
dagana
En Donna er ekki æf á sömu for-
sendum og stallsystur hennar sem
áður hafa lent í viðlíka. Nei, hún
er æf vegna þess að hún segist
vera margfalt glæsilegri og kyn-
þokkafyllri nú heldur en í þá
gömlu (góðu) daga. „Fólk gæti
haldið að rassinn á mér væri eins
og kotasæla, en það er alger mis-
skilningur," segir ungfrúin.
COSPER
- Er eitthvað fyrir aftan? Nei, pabbi.