Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 44
Dagskrárstjórinn Kl. 16:30 , SVAVAR GESTSSON___j 1Q útvarpÍð rás i Q\ ÆWÆFÆrÆA/ÆZ Efstir á blaði FLUGLEIDIRJ0B? LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Sakadómur: 6 mánaða fansrelsis- vist fyrir hórmang KARLMAÐUR um fimmtugt var í gær dæmdur í 6 mánaða fang- elsi í Sakadómi Reykjavíkur fyrir að liafa haft milligöngu um sam- ræði fólks gegn greiðslu. Helm- ingur refsingarinnar er skilorðs- bundinn til þriggja ára. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem maður er dæmd- ur hérlendis fyrir hórmang. , Maðurinn var ákærður fyrir þessa starfsemi á árinu 1988 og fram til 2. febrúar í ár, þegar hann var hand- tekinn. Hann var fundinn sekur um að hafa haft fimm stúlkur á sínum snærum og haft milligöngu um að koma þeim í samband við menn, sém þær höfðu mök við gegn greiðslu. Hann hafði stundum frumkvæði að þessu, en í önnur skipti báðu stúlk- urnar hann um að útvega sér við- skiptavini. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 20-35 ára, fengu allt frá 500 krónum tii 10 þúsund króna - -fyrir hvert skipti. Sjálfur tók maður- inn 2000 krönur fyrir milligönguna og ieigði að auki út herbergi, fyrir 1000 krónur á sóiarhring. Fyrir rétti neitaði maðurinn hór- manginu og héit því fram, að hann hefði stundað hjúskaparmiðlun. Við yfirheyrslur kannaðist enginn við þá starfsemi hans, a.m.k. ekki stúlkurn- ar. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa leigt út herbergi, þar sem fólk- ið gat hist. Með framburði stúlkn- anna taldi dómari fullsannað, að herbergin voru ekki tekin á leigu með það að markmiði að undirbúa hjúskap. Arngrímur ísberg, sakadómari, kvað upp dóminn. Maðurinn hefur tekið sér fjórtán daga frest til að ^akveða hvort hann áfrýjar til Hæsta- réttar. Hann hefur ekki hlotið dóm áður. v -•< I MATARLEIT Morgunblaðið/Rúnar Þór Þessi selur leit við á Höpfnersbryggju á Akui’eyri fyrir skömmu og gægðist í nokkra báta. Selurinn var.mjög gæfur og hefur líklega ætlað að ná sér í auðfenginn bita úr bátunum. Rafíðnaðarmenn samþykkja nýjan kjarasamning: Fá 8,2% kauphækkun strax og nýjan launaflokk eftir námskeið RAFIÐNAÐARMENN staðfestu síðdegis í gær kjarasamning um 8,2% launahækkun frá 1. septem- ber og þar með lauk um hálfs mánaðar verkfalli. Símviðgerðir hófust seinni partinn í gær, sýning Þjóðleikhússins var með eðlileg- um hætti og útsendingar Ríkisút- Fyrsta hugsunin var að komast upp úr lestinni - segir Sigfus Sveinsson skipverji á Arnþóri EA „ÉG var niðri í lest ásamt öðrum skipveija og okkar fyrsta hugsun var að komast upp,“ sagði Sigfús Sveinsson háseti á Arnþóri EA-16 frá Árskógströnd, sem sökk austur af Hvalsnesi í fyrradag. Sigfús, sem er 18 ára gamall, sagðist aldrei áður hafa lent í neinu sem þessu, en hann hóf sjósókn 15 ára gamall. Sjópróf fóru fram á Eskifirði í gær og þykir Ijóst að skilrúm eða uppistöð- _ Morgunbiaðið/Björn Sveinsson ur í lest hafi gefið sig með þeim afleiðingum Skipverjar á Sigurfara bera í land flotgalla úr Arnþóri að skipið fékk á sig mikla slagsíðu og sökk. á Reyðarfyrði í fyrrakvöld. „Menn urðu auðvitað hræddir þegar þetta gerðist, en það komst engin önnur hugsun að en að reyna að rétta skipið við,“ sagði Sigfús. „Skipið hallaðist það mikið að það hefði getað oltið yfir hvenær sem er.“ Arnór fékk á sig mikla slagsíðu er verið var að dæla síld um borð úr nótinni, en þegar reynt var að keyra hann upp lenti nótin í skrúf- unni og aðalvélin stöðvaðist. Sigfús sagði að strax hefði verið kallað á Sigurfara frá Ólafsfirði sem var við veiðar á svipuðum slóðum. Sigfús var niðri í lest er þetta átti sér stað og annar skipveiji var staddur í framlestinni. Hann sagði að sjór hefði verið kominn í lestina þegar hann var á leið upp. Sigfús sagði að allir hefðu lagst á eitt um að reyna að bjarga bátn- um, en það því miður ekki tekist. „Það var erfitt að horfa á eftir honurn," sagði hann. Sigfús sagði að honum hefði ekki tekist að bjarga neinu af fötum sínurn eða öðrum persónulegum munum. „Þetta fór allt saman niður með bátnum." Sjópróf fóru fram á Eskifirði í gær og sagði Sigurður Eiríksson, sýslumaður um ástæður þess að báturinn sökk, að líklega hefðu uppistöður eða skilrúm látið undan. „Það voru um 60 til 80 tonn í lest- inni og farmurinn fór af stað,“ sagði Sigurður. „Það kom ekki fram neinn galli á skipinu og við- hald skipsins virðist hafa verið mjög gott,“ sagði Sigurður. Sjóprófum er að mestu lokið en eftir er að ræða við tvo skipverja sem komnir voru til Akureyrar. varpsins komust í samt lag. Deilu- aðilar skrifuðu í gærmorgun und- ir sáttatillögu sem ríkissáttasemj- ari lagði fram eftir margra stunda samningafúnd. Á Qölmennum fundi Rafiðnaðarsambands ís- lands eftir hádegið greiddu 123 atkvæði með samningnum en 24 voru mótfallnir honum. Samkvæmt samningnum fá raf- iðnaðarmenn 8,2% launahækkun frá 1. september sl. og áfangahækkun um 2% 1. janúar. Þá var samið um 6.500 króna orlofsuppbót og 21.500 króna desemberuppbót eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Nýr launaflokkur bætist við þá þtjá sem fyrit' voru. Til að ná honum þurfa rafiðnaðarmenn 200 námskeiðs- stundir ofan á þær 160 sem þarf til að komast í þriðja flokkinn. Samn- ingurinn gildir tii marsloka. Helgi Gunnarsson, sem sat í samninganefnd RSÍ, segir að mark- miðið hafi verið að ná sömu kjörum og aðrir ríkisstarfsmenn á sérkjara- samningum njóta. Þetta markmið h'afi ekki náðst að fullu nú, en í lok samningstímans verði rafiðnaðar- menn þó á svipuðum nótum og starfsmenn Landsvirkjunar, Raf- magnsveitna ríkisins og ríkisverk- smiðjanna. „Menn höfðu skiptar skoðanir á samkomulaginu, en.töldu ekki raun- hæft að taka hugsanlega hálfan mánuð tii viðbótar í þessa baráttu. Niðurstaðan varð þess vegna býsna afgerandi eftir hálfs annars tíma fund í gær. Við reyndum að gefa sem flestum félagsmönnum kost á að taka afstöðu til samningsins, vor- um í símasambandi við Akureyri, Sauðárkrók og loranstöðina á Gufu- skálum," segir Helgi. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, segir samninginn hliðstæðan hækkunum sem almennt hefur verið samið um. í 8,2% upphafshækkuninni sé slegið saman hækkun sem flestir hafi þeg- ar hlotið og nóvembet'hækkun launa. í yfirlýsingu sem fylgdi samn- ingnum. deildu rafiðnaðarmem^ á ríkisstarfsmenn sem reyndu 'áð hindra verkfallsaðgerðir. Terence Stamp kemur á kvik- myndahátíðina HINN kunni breski kvikmynda- leikari Terence Stamp keniur hingað til lands á sunnudagskvöld í boði Kvikniyndahátíðar Lista- hátíðar í Reykjavík og verður hann síðasti gestur hátíðarinnar sem nú stendur yfir í Regnbogan- um. í tilefni af komu Terence Stamp verða sýndar á hát- íðinni tvær af þekktustu mynd- um hans, sú fyrsta, Billy Budd frá ár- inu 1962 en fyrir leik sinn í henni undir stjórn Peters Ustinovs var Stamp tilnefndur til Óskarsverðlauna, og sú mynd sem markaði endurkomu lians til kvik- myndaleiks, breska spennumyndin Uppgjörið (The Hit) frá 1984 undir stjórn Stephen Frears. Terence Stamp U

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.