Morgunblaðið - 19.10.1989, Page 2

Morgunblaðið - 19.10.1989, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkisreikninga 1988: 86 stofnanir fóru meira en 20 prósent fram úr fjárlögum RÍKISENDURSKOÐUN hefur skilað skýrslu sinni um ríkisreikning' fyrir árið 1988. Fram kemur í skýrslunni að alls hafa 86 sto&ianir ríkisins farið meira en 20% fram úr fjárlöguni þess árs. í athugasemd- um Ríkisendurskoðunar er lögð á það mikil áhersla að bætt verði úr þessu og eni orsakimar oftast raktar til vanáætlunar á Ijárlögum eða til óleyfilegra Qárveitinga og lántaka. Fá sumar sto&ianir harð- orðar athugasemdir og ábendingar um að stjórnendur þeirra hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Meðal þeirra stofnana sem fara meira en 20% fram úr fjárlögum eru embætti forseta íslands, Al- þingi, iðnnám almennt, Þjóðskjala- safn íslands, Náttúruvemdarráð, Þjóðleikhúsið, sendiráð, Skógrækt ríkisins, 17 bæjarfógetar og sýslu- menn, landlæknir, auk þess sem nefnd eru ýmis lán ríkissjóðs, út- flutningsuppbætur á landbúnaðar- afurðir og niðurgreiðslur á vöru- verði. Heildartekjur ríkissjóðs 1988 námu 71.287 milljónum króna og höfðu hækkað um 36,2% frá árinu áður. Mest hækkuðu beinir skattar, um 109% frá árinu áður. Þar af voru tekjuskattar einstaklinga 11.669 milljónir og hækkuðu úr 4.729 milljónum 1987, eða um 146,8%. Ríkisendurskoðun bendir á þær skýringar á hækkun tekju- skattanna, að árið 1988 var tekin upp staðgreiðsla sem hafði það í för með sér, að tekjur ríkisins 1988 af sköttum einstaklinga miðast við tekjur einstaklinga það ár, en hins vegar miðast tekjur ríkisins af tekjusköttum árið 1987 við tekjur einstaklinganna árið 1986. Heildargjöld ríkissjóðs árið 1988 voru 73.415 milljónir króna og höfðu hækkað um 37% frá árinu áður. Gjöld umfram tekjur voru 2.128 milljónir króna. Eignir A-hluta ríkissjóðs 1988 voru alls að virði 57.431 miUjónir króna og höfðu hækkað um 15.325 milljónir frá árinu áður. Skuldirnar námu alls 80.133 milljónum króna og höfðu hækkað um 23.071 milljón frá árinu áður. Aukning skulda umfram eigna- aukningu var því um 7.746 milijón- ir króna. Sjá ennfi-emur blaðsíðu 22. Spegill, spegUl... Morgu nblaðið/Þoricell íslendingum vísað frá fram- haldsnámi í löndum innan EB Áhersla lögð á að námsfólk frá EFTA-löndunum hafi sömu réttindi og náms- fólk í EB-löndunum segir utanríkisráðherra Jafiit á móti Norðmönnum ÍSLENDINGAR gerðu jaih- tefli við Norðmenn í gær í 5. umferð átta landa keppninnar í skák og fengu 2,5 vinninga gegn 2,5 vinningum Norð- manna, en ein skák fór í bið og þótti jafiiteflisleg. Islend- ingar mæta Dönum í dag. Vestur-Þjóðveijar eru ennþá efstir á mótinu með 17 vinninga, en þeir sigruðu Svía 4-2. Finnar sigruðu Færeyinga 5-1 og Danir Pólveija 3,5-2,5. Danir eru með 14.5 vinninga, Pólveijar 13,5, Svíar 13 og Islendingar eru með 11.5 vinninga og biðskák. FJÖLMÖRGUM íslenskum námsmönnum er sóttu um skólavist í dönsk- um framhaldsskólum í haust var vísað frá vegna nýrra ákvæða innan Evrópubandalagslandanna um að nemendur innan bandalagsins gangi fyrir í þeim skólum er veita atvinnuréttíndi. Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, segir að í viðræðum EFTA við EB sé lögð á það áhersla að námsfólk frá EFTA-löndunum hafi sömu réttíndi og námsfólk í EB-löndunum. Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneytinu, segir að leitað hafi verið til ráðuneytísins vegna nemenda sem átt hafa í erfiðleikum með að komast inn í framhalds- skóla í Danmörku en í gögnum þeirra hafi ekki verið getið um þessi ákvæði. Samkvæmt nýju ákvæðunum er gilda innan allra EB-landa ganga íbúar landa innan bandalagsins fyrir um skólavist, næst koma flóttamenn í viðkomandi landi og loks íbúar landa utan EB, þar með taldir íslend- ingar, sem skipta með sér milli 5 og 10% af fjölda nýnema. Gert er ráð fyrir að árið 1992 verði lokið þriggja ára áætlun sem miðar að samræmdri kennslu og lokaprófi frá framhaldsskólum er veita atvinnuréttindi innan EB- landanna en í ár virðist sem þessi regla bitni í fyrsta sinn á íslending- um. „Ég veit um íjöldann allan af íslendingum sem hafa fengið neitun um skólavist án þess að vita hvers vegna,“ sagði Guðjón Tómasson, formaður fræðsluráðs málmiðnaðar- ins, en dóttir hans sótti um skólavist við tækniskóla í Danmörku í haust og fékk neitun. „Eftir að hafa aflað enn frekari upplýsinga frá nokkrum tækniskólum, til dæmis Danmarks tekniske hojskole, Danmarks ingeni- arakademi og Aarhus teknikum, fékk ég þau svör frá þessum skólum að teknar hefðu verið upp nýjar regl- ur innan EB-landanna.“ I svari skólanna við umsókn um skólavist kemur fram að ekki sé líklegt að nemandi fái skólavist nema hann geti sannað tengsl sín við Danmörku. Það er hægt með þvi að búa og vinna í landinu í tvö ár eða giftast dönskum ríkisborgara en það styttir biðina um eitt ár. „Mál dóttur minnar leystist eftir að ég skrifaði skólanum á ný og benti á að foreldramir eru báðir fæddir í konungsríkinu Danmörk og þá fékk hún skólavist," sagði Guðjón. „Það nægði en það leysir ekki þennan Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings: pólitískan vanda, sem nær langt út fyrir öll viðskiptasambönd sem mest er fjallað um.“ Jón Baldvin sagði, að mikil áhersla væri á það lögð að náms- menn frá EFTA löndunum hefðu sömu réttindi til náms í EB-löndun- um og námsmenn þar. Meðal annars hefði verið sótt um aðild að svo- nefndu Erasmus verkefni innan EB, en samkvæmt því væru námsmenn hvattir til þess að mennta sig í öðr- um EB-löndum en heimalandinu. Þá sagði hann að í utanríkisráðherratíð sinni hefði hann ætíð tekið þetta mál upp þegar hann hefði átt viðræð- ur við ráðherra EB-landanna, enda skipti þetta íslendinga afar miklu máli, bæði þá sem hæfu háskólanám sitt erlendis og þá sem færu í fram- haldsnám. Segja mætti að þetta væri forgangsverkefni á meðan Is- lendingar hefðu með höndum for- mennsku í EFTA. Reglur um ferðakostnað á veg- um ríkísins verði endurskoðaðar YFIRSKOÐUNARMENN ríkisreiknings telja að hætta beri sölu áfeng- is og tóbaks á kostnaðarverði tíl æðstu stofnana rikisins. Þeir telja einnig að ráðning aðstoðarmanns tiltekins alþingismanns sem hafi verið á launaskrá í einu ráðaneytanna sé án heimilda i lögum og að taka beri reglur um greiðslu ferðakostnaðar á vegum ríkisins til endur- skoðunar. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu yfirskoðunar- manna, sem lögð var fram á Alþingi í gær. Yfirskoðunarmenn telja að tvöföld æðstu menn í opinberri þjónustu fái verðlagning á áfengi, eins og tíðkast hafi hérlendis um áratugaskeið, bjóði ævinlega heim möguleika á misnotk- un, ekki síst þegar lægra verðið sé svo lágt að mönnum finnist vörur á því verði tæpast vera verðmæti. Einnig torveldi þetta samanburð á risnu og kalli eflaust á meira sam- kvæmishald en ella væri. Yfirskoð- unarmenn telja og brýnt að öll ráðu- neyti og stofnanir ríkisins betrum- bæti bókhald um risnutilefni á þeirra vegum, þannig að enginn minnsti vafi geti leikið á réttmætinu. í athugasemd vegna greiðslu ferðakostnaðar erlendis, segir að það hafi tíðkast um nokkurt skeið sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar að greiddan hótelkostnað samkvæmt reikningi auk dagpeninga og ráð- herrum sé greitt 20% álag á dag- peninga, auk þess sem þeir fái greiddan hótelkostnað, risnu og ann- an tilfallandi kostnað. Margt bendi til þess að dagpeningagreiðslur í þessum tilfellum séu vel rúmar og kostnaður ríkisins óþarflega mikill. Er bent á þá aðferð að lækka hlut- fall dagpeninga niður í % þegar hót- elkostnaður sé einnig greiddur. Þá er bent á að einnig sýnist ástæða til að setja reglur um ferða- lög ráðherra á kostnað ráðuneyta sinna og að ekki sé eðlilegt að ferða- lög á vegum stjómmálaflokka, sam- taka innan lands eða utan, eða einkaaðila greiðist af almannafé. Ástæðulaust sé annað en um þessi efni gildi ákveðnar viðmiðunarreglur svo sem tíðkist í nálægum löndum. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði aðspurður um þessi gagnrýnisatriði yfirskoðunar- manna, að það væri einungis bók- haldslegt atriði hvort áfengi væri á kostnaðar- eða útsöluverði og gilti sig einu, hann hefði ekki haldið veisl- ur á kostnað ríkisins nema ástæða væri til. Um breytingar á greiðslum fyrir ferðakostnað sagði hann að í þeim efnum yrði fylgt ráðleggingum ríkis- endurskoðanda, en þessar reglur hefðu verið óbreyttar mjög lengi. Varðandi ferðir ráðherra á vegum stjómmálaflokka sinna, t,a.m. á al- þjóðleg þing þeirra, sagði Steingrím- ur að það hefði tíðkast um árabil. „Ég fyrir mitt leyti tel þetta að mörgu leyti mjög æskilegt. Menn hafa þar tækifæri til þess að hitta fjölmarga menn sem em oft í áhrifa- stöðum. Ég held að þetta eigi við alla flokka og ég hef fundið að ég get þá oft náð sambandi við menn sem ég myndi ekki ná eins vel að öðrum kosti.“ Sem dæmi nefndi hann að hann hefði verið erlendis nýverið á þingi fijálslyndra flokka, þar sem hann hefði rætt við ýmsa áhrifamenn í löndum Evrópubanda- lagsins. Steingrímur sagði að það væra ótal dæmi um það að menn hefðu verið ráðnir til sérstakra verkefna um styttri tíma og það talið heimilt. Verkefni aðstoðarmanns Stefáns Valgeirssonar hefði verið að tryggja samband hans og ríkisstjórnarinnar. Þessi maður hefði unnið mikið verk, en hann hefði ekki endurráðið hann tíl forsætisráðuneytisins 1. október síðastliðinn vegna þess að hann ætl- aði sér að flytja framvarp á AJþingi um breytingu á lögum um aðstoð við þingflokka. Það væri óeðlilegt að einn maður á þingi hefði ekki aðstoð. Handtekinn fyrir að gabba slökkviliðið SLÖKKVIUDINU í Reykjavík var tilkynnt um eldsvoða þrisvar sinnum með stuttu millibili klukkan rúm- lega átta í gærkvöldi, og reyndist vera um gabb að ræða, en sami maður var að verki í öll skiptin. Lögregl- unni tókst að rekja símtalið heim tíl mannsins, og var hann handtekinn. Að sögn lögreglunnar var maðurinn talsvert drukkin;, en undanfama daga mun hann hafa hringt oft í slökkviliðið og kvartað yfir hávaða úr hátalara á slökkvistöðinni, sem notaður er til að kalla út slökkviliðs- menn á vakt. Er talið að hann hafi viljað ná sér niðri á slökkvi- liðinu með gabbinu. Eldur kom upp í geymsluher- bergi í húsi við Snorrabraut laust fyrir klukkan níu í gær- kvöldi, en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Greið- lega gekk að slökkva eldinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.