Morgunblaðið - 19.10.1989, Qupperneq 16
16 ______________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989_
Gjöfin sem aldrei var gefin
eftir EinarJúlíusson
Ekki er hægt
að segja að Sjálfstæðisflokknum
hafi tekist að marka sína framtí-
ðarfiskveiðistefnu á nýafstöðnum
landsfundi og það eru góð tíðindi,
því miklu verr hefði getað farið.
Málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins
um sjávarútvegsmál hafði lagt
mikla vinnu í að koma saman drög-
um að stefnumótun. Kvótakerfinu
skyldi haldið áfram, sóknarkvótum
breytt í aflakvóta, lögin skyldu gilda
ótímabundið og stefnt að því að
útgerðinni yrðu gefnir kvótarnir til
varanlegrar eignar. Það leiðir til
mestu hagkvæmni sagði hags-
munaaðilinn Kristján Ragnarsson
(Mbl. 29/8). Það er lausnin á físk-
veiðavandanum sagði hugmynda-
fræðingurinn Hannes Hólmsteinn
(DV 2/10). Afstaða formannsins fór
vart milli mála og slegið var snagg-
aralega á vissar efasemdir varafor-
mannsins.
Höfðingjar erum vér sjálfstæðis-
menn og rausnarlegar vorar gjafir.
Einhveijir hefðu nú þakkað fyrir
sig, því mörgum hefur verið boðið
minna en heil auðlind gefins á silf-
urfati. En laun heimsins eru eins
og þau eru. Kraftaverkin geta enn
gerst, og drögin voru einfaldlega
felld, og átti útgerðin sjálf þar stór-
an þátt að máli ásamt ýmsum öðr-
um sem sáu að misrétti ætti ekki
að vera stefna Sjálfstæðisflokksins.
Hættunni á því að útgerðin fengi
kvótana til varanlegrar eignar virð-
ist endanlega hafa verið bægt frá.
Vissulega tókst að beija unga
sjálfstæðismenn og þá ólíku kvóta-
andstæðinga Matthías Bjarnason
og Markús Möller til hlýðni og beija
saman nýja tillögu svo Sjálfstæðis-
flokkurinn þyrfti ekki að ganga frá
sínum landsfundi með þá megin-
stefnu í mikilvægasta hagsmuna-
máli þjþðarinnar að „leita nýtTa
leiða“. í þeirri tillögu er minnst á
kvótaskömminat og talað um lengri
tíma, en þetta eru máttlaus orð og
í þessari tillögu felst engin hætta.
Einar Júlíusson
Þetta er engin framtíðarstefna, og
þó að vissulega gæti 13 tíma þóf
um fiskveiðistefnuna aðeins verið
til góðs, var engin sérstök ástæða
til að ganga frá nýrri stefnu í flýti,
Eitt stærsta vandamál
kvótakerfisins er
stækkun flotans. Hann
stækkar nú sem aldrei
fyrr, en fyrir stækkun
hans eru ekki lengur
nein rök, engin skyn-
semi, í raun varla nokk-
ur ástæða.
og þó, sennilega ekkert verra að
hafa eitthvað í bakhendinni meðan
leitað er að framtíðarstefnunni.
Stjórnlausar mega fiskveiðarnar
ekki vera.
Menn horfa ekki til Sjálfstæðis-
flokksins nú af því að þar ríki allt-
af einhugur um einn flokk, eina
stefnu og einn formann. Fremur-
vegna þess að þeir treysta því að
Sjálfstæðisflokkurinn muni verða
trúr sinni stefnu og leita allra leiða
til að leiða þjóðina út úr þeim
ógöngum sem hún' hefur ratað í.
Trúr sínum hugsjónum fremur en
hagsmunaaðilum. Það ríkir heldur
ekki alveg einhugur meðan einheiji
flokksins, Þorvaldur Garðar, hefur
enn ekki skilið hvernig hið nýja
kvótakerfi getur stuðlað að há-
marksafrakstri og hversvegna ætti
þá að leggja það niður þegar því
tekst einhvern tímann að ná há-
marksafrakstri. Þjóðin getur treyst
Sjálfstæðisflokknum meðan hann
hefur ennþá þor til að standa einn
móti öllum. Einn með jafnrétti
skrapsins móti misrétti kvótans.
Einn með rétti hins óborna móti
frelsi hins fædda. Hugsjónir flokks-
ins eru þá ekki alveg týndar. Þökk
sé honum og heiður. Drög málefna-
nefndarinnar máttu svo sannarlega
fjúka. Þar stóð m.a.
„getur reynst nauðsynlegt að
breyta þeirri viðmiðun sem skipt-
ingin upphaflega byggðist á.
Sömuleiðis þarf að athuga með
hvaða hætti fyrirtæki og ein-
staklingar í sjávarútvegi geta
tryggt atvinnuréttindi sín til
frambúðar, þó þannig að allir
sitji við sama borð.“
Eitt stærsta vandamál kvótakevf-
isins er stækkun flotans. Hann
stækkar nú sem aldrei fyrr, en fyr-
ir stækkun hans eru ekki lengur
nein rök, engin skynsemi, í raun
varla nokkur ástæða. Eina sem sjá
má er ákveðinn tilgangur og það
er sú tálsýn sem falin er í fyrrnefnd-
um orðum draganna. Menn hafa
búið sig undir að taka við gjöfinni
miklu, gullkálfinum sem slátra og
skipta átti. Það felst í þessum orð-
um draganna að það eigi að skipta
aftur og varanlega og að allir geti
enn fengið að vera með. En án
happdrættismiða fæst enginn vinn-
ingur. Þegar dregið verður aftur,
þá er vænlegra til vinnings að eiga
skip í hendi en fisk í sjó. Útgerðar-
menn hafa réttilega sagt að flotinn
minnki ekki því þeir vita ekki hvað
framundan er. En nú held ég að
flotinn sé hættur að stækka. Eftir
þá sögulegu atkvæðagreiðslu í Val-
höll á laugardaginn, þegar drögin
voru felld, rausnargjöfin afþökkuð
og kvótakefinu hafnað, má öllum
vera ljóst a.m.k. hvað ekki er fram-
undan, og að skip í hendi er ekki
lengur betra en fiskur í sjó. Gjöfin
stóra, hún verður aldrei gefin. Út-
gerðin mun aldrei eignast varanleg
veiðileyfi. Þau eigum við enn, þú
og ég, og við látum þau aldrei af
hendi. Útgerðarmenn hafa sjálfir
séð að gullkistan var aldrei annað
en eyðileggjandi tálsýn og þeir hafa
af skynsemi og réttsýni afþakkað
þessa gjöf, þessa tálsýn sem kostað
hefur útgerðina og þjóðina svo mik-
ið, eins og ég ætla að sýna betur
á línuriti í annarri grein.
Gullkistan verður áfram í hafinu
og auðlindina munu óbornar kyn-
slóðir eignast óskipta, því þótt þeir
ungu hafi flúið barðir undan merkj-
um, aftur til fortíðar og gleymsku,
hafði einheijinn gamli enn sem fyrr
þor til að standa fastur fyrir stefnu
síns flokks, fyrir rétti hinna óbornu
móti hagsmunum hinna. Fyrir
framtíðinni.
Höfundur er eðlisfræðingur.
y
fimmtud. föstud. oq LQ.uqa.rd.
Vatnsrúm m-
AÍeinS-
mx>/
SISSEL
Einstaklingsrúm „með
öllu“.Stærð 85x200
1Z900.
Stærð 140x200 „með öllu".
15200,
Svefnsófi, 120
cmbreiður Ábur-
Mú , rnSCOr
Baðmottusett,
BOX/« dýnur,stor.»’ÍM»
0.tí>/UH40- itour KM90i"
*, 6900;
HANDKLÆÐI
100% bómullar-frotté,
átok-
Tvibreið
Verð frá ;
ÚtUtiQÍXluX
Uminanrránt
3,m
SOKMRIOpor
Sertil
11
W>
TE
Opið er:
Man.-fim.kl. 09.30-18.00
Föstud. kl. 09.30-19.00
Laugard. kl. 10.00-16.00
Auðbrekka 3 Óseyr14
200Kópavogi GOOAkureyti
s. 40460og 40461 s. (96)26662