Morgunblaðið - 19.10.1989, Page 20

Morgunblaðið - 19.10.1989, Page 20
Eini rétfcargeð- læknirinn á förum Viðtal við Láru Höllu Maack Að undanförnu hefur að ge&iu tilfelli orðið nokkur umræða hér á landi um geðsjúka af- brotamenn, og hvar og hvern- ig þeir skuli vistaðir. Þegar okkur barst til eyrna að hér á landi væri til sérmenntaður réttargeðlæknir, Lára Halla Maack, lá beint við að fá að ræða við hana um starf henn- ar, sem hlyti að tengjast slíkum málum. Lára Halla var treg til blaðaviðtals. Kvaðst ekki hafa fengið starf við rétt- argeðlækningar hér á landi og reyndar væru réttargeð- lækningar ekki til sem sér- grein á Islandi. En þegar svo kom í ljós að hún er að hverfa af landi brott til starfa í Lon- don, var ekki seinna vænna að beita þrýstingi til að fræð- ast um réttargeðlækningar hjá eina sérfræðingnum á staðnum. Og blaðamaðurinn næstum ruddist inn á hana í fallega gamla bárujárnshús- inu, sem hún hefiir eytt biðár- inu i að gera upp, meðan hún hafði ekki annað við að sýsla. „Ég hefí unnið 250% vinnu alla ævi og ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa það að ganga verklaus í heilt ár,“ sagði Halla Lára hressilega. „Nú get ég einfaldlega ekki beðið lengur, fyrst Bretar vilja endilega fá mig, þótt ég hafi aldrei ætlað að búa í Bretlandi til langframa. En hvað skal gera? Ekki get ég farið út á land, ég væri stórhættulegur héraðslæknir og ég nenni ekki að fara að sýsla bara í almenn- um geðlækningum og láta fresta mér í 50 ár.“ Lára Halla á langt nám að baki. Hún var við nám í sál- fræði í Bandaríkjunum í þijár annir eftir stúdentspróf, en ákvað þá að hún vildi heldur verða geðlæknir. Þá fór_ hún í læknisfræði við Háskóla íslands og síðan í sérnám í geðlækning- um í London. „Ég segi stundum í gamni að ég hafi farið í geð- lækningar af því að þær séu erf- iðasta sérgrein læknisfræðinnar og síðan ' í réttargeðlækningar af því að sú grein sé erfiðust í geðlækningunum," bætir hún við, þegar hún er búin að segja mér að það taki 3-4 ár að verða geðlæknir í Bretlandi, og síðan þurfi að bæta þar ofan á 3-4 árum til að verða réttargeðlækn- ir. „Réttargeðlækningar eru líka óvinsælasta sérgrein læknis- fræðinnar, og ég hélt að ég væri að taka að mér skítverkin, sem mér finnast þó svo óstjómlega skemmtileg, og einnig að koma til móts við þörf hér heima. Mér hafði verið sagt að þörfin fyrir réttargeðlækni væri mikil, en svo hvarf hún eins og dögg fyrir sólu þegar ég kom heim!“ — „En heldurðu að þörf sé fyrir réttargeðlækni í fullu starfi hér?“ „Nei, þjóðin er svo lítil og læknisfræðin svo stór að hún býr til alltof sérhæfða sérfræðinga til að þjóðin geti haft fullt gagn af þeim. Til dæmis er líklegt að bara sé hægt að nota 30-50% af réttargeðlækni hér á landi. Faglega er best fyrir sérfræð- inga að vera áfram í útlöndum, en maður kemur heim af öðrum ástæðum en faglegum. Þetta er alltaf val. Ég yrði til dæmis aðal- lega almennur geðlæknir hér og bara pínku, pínkulítill réttargeð- læknir. Það var það sem ég hélt að ég væri að velja.“ — „Réttargeðlæknir getur auðvitað ekki starfað á eigin vegum?“ „Nei, það kemur enginn búð- arþjófur til læknis á stofu úti í bæ og segir: „Mér er svo illt í búðarþjófnaðinum mínum.“ Réttargeðlæknir hlýtur að starfa á vegum rikisins, því skjólstæð- ingar hans koma til kasta lög- reglunnar og inn í fangelsin og fara síðan í mörgum tilfellum inn á spitala." Talið berst að störfum réttar- geðlækna í Bretlandi. „Þar starfa þeir bæði á vegum dóms- málaráðuneytisins og heilbrigð- isyfirvalda," segir Lára Halla. „Þeir vinna við geðrannsóknir og meðferð á afbrotamönnum og starf þeirra fer fram inni á spítulunum, á lögreglustöðvun- um, í fangelsunum, í réttarsölun- um, á skrifstofum lögfræðinga og skilorðseftirlitsmanna. Próf- essorinn minn sagði eitt sinn brandara, sem var svona: „Eina prófið, sem er algert skilyrði að réttargeðlæknir hafi, er bílpróf!“ Maður er alltaf á fartinni, jafn- vel út um land. Eitt árið ók ég rúmlega fimmtíu þúsund kíló- metra, fyrir utan allt annað sem ég gerði. Ef maður úr hverfinu mínu í London er t.d. gripinn við afbrot norður í landi og grunur leikur á að hann sé geðveikur, þá fer ég norður til að skoða hann og legg á ráðin um með- ferð ef þörf krefur. í Bretlandi eru þrjú til fjögur öryggisstig í meðferð geðveikra afbrotamanna og réttargeðlækn- ir fær þjálfun og vinnur við þau öll. Hættulegustu sjúklingamir eru til lækninga á svonefndum háöryggisspitulum. Þeir eru fimm í Bretlandi og hýsa fjögur til sex hundruð sjúklinga hver. Öryggi má skapa með ramm- gerðum byggingum, með fjöl- mennu starfsliði eða með því að hafa stofnunina á afskekktum stað. Við getum tekið Broadmo- or-spítalann, þar sem ég vann um tíma, sem dæmi. Þar eru allir hættulegustu geðsjúklingar Bretlands til meðferðar. Hann er 80 km fyrir utan London í glæsilegu húsi frá Viktoríu- tímanum og stendur á hæð þar sem sést yfir fallegan dal. Utan um spítalann er svo stórt heima- land í stöllum niður í dalinn að maður verður ekkert var við háu, sterklegu múrana utan um það. Guðdómlegur staður fyrir þá, sem geta komið og farið að eigin vild, eins og mig. En kannski ekki eins fyrir þá sem þurfa að vera þarna til lang- frama. Þarna .eru tveir til þrir starfsmenn á hvern sjúkling, þannig er séð fyrir hámarksör- yggi á mannúðlegasta hátt. A eftir þessum spítulum eru næstar að öryggi minni einingar, sem eru reknar í tengslum við venjuleg geðsjúkrahús, stundum í sama húsi eða á sömu lóð. Þær eru rammgerðari en venjulegar lokaðar geðdeildir. Næsta stig fyrir neðan eru lokaðar geðdeild- ir og lægsta öryggisstigið eru opnar deildir. Þeir sem leggjast inn á háöryggisspítala fara oft í gegnum öll þessi stig á leiðinni út í samfélagið aftur, því að flest- ir útskrifast fyrr eða síðar. Það er geðlæknir sem ræður því hve hratt sjúklingar fara í gegnum þessi stig, í samráði við dóms- málaráðuneytið. Þeir sem fara inn á háöryggisspítala hafa alltaf framið mjög alvarleg afbrot, bæði morð og kynferðisafbrot. Þeir sem fara til meðferðar á miðlungs öryggisstigið era oft mjög veikir ofbeldismenn, sem þó hafa ekki framið alvarleg af- brot. Á lægri öryggisstigunum er meira um drykkjusjúklinga og vímuefnaneytendur, sem geta líka verið meira og minna geð- veikir, en hafa framið minni hátt- ar afbrot, t.d. auðgunarbrot." í sambandi við störf réttargeð- lækna sér blaðamaður fyrir sér réttarsal, þar sem Matlock dreg- ur á skjánum fram álit réttar- læknisins og sannfærir þannig kviðdómendur. Lára Halla hlær að þessari hugmynd og segir: „Við vinnum mikið með iögfræð- ingum og dómurum. Eftir að við höfum gert geðrannsókn þurfum við að koma fram sem sérfræði- vitni, bæði við æðri og lægri dómsstig og hvort sem er af hálfu sækjanda eða veijanda. Þessu fylgja oft langar setur við réttarhöld, sem geta staðið í margar vikur. Því er ekki að neita að þetta getur verið mjög spennandi. Þetta er mikil karla- veröld, þótt þeir punti sig allir með hárkollum. Ég passaði kannski ekki alveg í kramið þar sem ég er kona, en þeir tóku samt ekki minna mark á mér en stéttarbræðrum mínum.“ — „Er meira um geðsjúklinga en almennt gerist meðai þeirra sem fremja glæpi í Bretlandi og eru teknir fastir?" „Hjá karlmönnum er hlutfallið líklega svipað og úti í samfélag- inu, en meðal kvenna sem fremja afbrot eru geðsjúkdómar, fíkni- efnaneysla og dryklq'uskapur al- gengari en hjá konum almennt." — „í hveiju er starfið inni í fangelsunum fólgið?“ „Ég vann við tvö stærstu gæsluvarðhaldsfangelsin í Lon- don, annað var fyrir karla, hitt fyrir konur. Þau voru ofsalega stór og streymið gegn um þau ótrtilega mikið, eins og á færi- bandi í verksmiðju. Ég vann líka á öryggisgæslustöðum fyrir unglinga, pilta og stúlkur, sem höfðu framið morð og önnur of- beldisverk. Þarna gerði ég kannski fimm til tíu geðrann- sóknir á viku. Mikið af starfinu var fólgið í því að koma fólkinu inn á spítala og að sjá um bráða geðlæknisþjónustu handa því, þangað til það komst á sjúkra- hús. Veikt fólk þarf að komast inn á spítala og í meðferð strax og ljóst er að það þarf á hjálp að halda, og í Bretlandi getur það verið heilu ári áður en dóm- ur er kveðinn upp í máli þess. Það er ekki forsvaranlegt að halda veiku fólki í gæsluvarð- haldi, jafnvel mánuðum saman, án þess að veita því læknisþjón- ustu. í þessum gæsluvarðhalds- fangelsum eyða fangarnir ekki miklum tíma í einangrun. Þeir sem eru í einangrun eru það venjulega að eigin ósk. Það eru oftast karlmenn, sem hafa fram- ið kynferðisbrot á bömum og vilja vera í einangrun sjálfum sér til vemdar, annars dræpu sam- fangarnir þá.“ — „En ertu aldrei hrædd í þessu starfi?" „Jú, jú, það kemur fyrir að ég verð hrædd. En það hefur aldrei verið ráðist á mig. Ég hef aldrei verið lamin á ævinni og það er kannski þessvegna sem ég á ekki von á að verða lamin. En hræðslan er mikilvæg, bæði í sambandi við mat á því hve sjúklingur er hættulegur og ekki síður í sambandi við meðferð, af því að hræðslan getur verið lamandi. Þess vegna verður mað- ur að taka hræðsluna hátíðlega. Einu sinni varð ég svo hrædd við sjúkling að ég lét arjnan lækni taka hann að sér. Þetta var heil- askaddaður unglingur, sem hat- aði móður sína og hafði framið ótal ofbeldisverk á henni — og hataði allar aðrar konur líka. Það skiptir miklu máli í starfinu að láta ekki hiyllinginn á afbrotinu ná tökum á sér. Eg held að mikil- vægast sé fyrir góðan réttargeð- lækni að koma auga á það sem gerir sjúklinginn að persónu og ná sambandi við hann sem mann- eskju. Og það sem hjálpar mér er hve botnlaust forvitin ég er um fólk, hve ég hefi gaman af því og þykir vænt um það. Það erfiðasta við réttargeð- lækningar er hve við fáum margt fólk til rannsóknar, sem ekki er hægt að Iækna. Margir, sem fara í læknisfræði vilja vera krafta- verkamenn og geta læknað alla. Ég er þar á meðal, og mér finnst erfiðast í þessu starfi að þurfa að segja „þennan mann er ekki hægt að gera neitt fyrir“. Því miður kemur það oftar fyrir i þessum fræðum en mörgum öðr- um.“ — „Nú er mikið rætt um hvað eigi að gera við þá einstaklinga, sem hlotið hafa dóm á þann veg að þeir eigi að vera í öruggri gæslu án þess að vera dæmdir í fangelsi. Hvernig telur þú af reynslu þinni að eigi að standa að þessu? „Þetta hugtak, öryggisgæsla, er mér í rauninni framandi, en hér er það notað um fólk sem ekki er sakhæft, vegna geðsjúk- dómar. Ég vil orða það þannig, að sjúklingar þurfi meðferð við örugg skilyrði, þangað til þeir eru ekki lengur hættulegir sjálf- um sér og öðrum. Þegar koma á upp sérfræðiþjónustu á ein- hveiju sviði, þá er byijað á því að ná sér í eitt skippund af sér- fræðiþekkingu til að rannsaka þörfína fyrir þjónústuna og síðan að skipuleggja þjónustuna út frá henni. Umræðan undanfarið hef- ur fyrst og fremst beinst að þeim örfáu, sem hafa framið alvarleg afbrot og hafa verið dæmdir í öryggisgæslu. En það þarf líka að hugsa um þá, sem eru lítið veikir og hafa framið minni hátt- ar afbrot, og öll afbrigði þar á milli. Það getur til dæmis vel verið að það þurfi stofnun hér fyrir geðveika afbrotamenn, en ég hef ekki séð neinar hugmynd- ir eða áætlanir byggðar á sér- þekkingu um hvernig stofnun það ætti að vera og fyrir hveija. Um það verður að hugsa fyrst af öllu. Það er tölfræðilega ólík- legt að það þurfi háöryggismeð- ferð fyrir fleiri sjúklinga en einn til þijá á hveijum tíma, einfald- Iega af því að við erum svo fá, þótt fleiri þyrftu kannski með- ferð á nokkuð öruggari deild en bara venjulegri lokaðri geðdeild um tíma. Það væru mikil mistök ef ríkisstjóminni dytti til dæmis í hug að láta nokkrar milljónir af hendi rakna „til réttargeðlækn- inga“ og síðan færi einhver skrif- finnur í ráðuneyti af stað til að eyða þeim. Kannski veit hann ekki frumatriði eins og það, að í stofnunum fyrir geðveika af- brotamenn eru stigar hættulegir. Flestar árásir á slíkum stöðum verða í eða við stiga og þarf sex til átta manns á sólarhring bara til að gæta eins stiga. Slíkt væri ekkert sniðug nýting á starfs- fólki á stofnun fyrir fimm til átta sjúklinga.“ — „Þegar Lára Halla Maack fer til starfa í London nú í vik- unni, höfum við þá misst alfarið eina sérmenntaða réttargeð- lækninn á íslandi?" „Ég ætla að leigja húsið mitt í vetur, en þegar ég sel það, þá verður ekki aftur snúið, hvort sem mér líkar betur eða verr.“ Viðtal: Elín Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.