Morgunblaðið - 19.10.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.10.1989, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 21 Styðjum geðsjúka til sjálfshjálpar eftirBraga Guðbrandsson Málefni geðsjúkra .eru í brenni- depii um þessar mundir. Senn líður að K-deginum 21. okt., en svo nefn- ist sá dagur sem Kiwanismenn hafa valið til sölu á K-lyklinum til styrkt- ar geðsjúkum. Vert er að minnast þess að mikl- ar framfarir hafa orðið í geðlækn- ingum á liðnum árum. Ný viðhorf hafa valdið straumhvörfum í með- ferð ýmissa geðsjúkdóma. Hér á landi hefur sérmenntuðu fólki á sviði geðheilbrigðismála fjölgað verulega svo nú er unnt að veita geðsjúkum - heilbrigðisþjónustu á borð við það sem best gerist í heim- inum. Þessi þróun hefur leitt til mikilla breytinga í meðferð geð- sjúkra. í stað sjúkrahúsdvalar er áhersla nú lögð á göngudeildar- þjónustu í því skyni að gera geð- sjúkum það kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra. Þessi breyting hefur skipt sköpum fyrir ijölmarga geðsjúka. Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi orðið í meðferð geðsjúkra verð- ur því tæplega haldið fram að mál- um þeirra hafi verið komið í viðun- andi horf. Því veldur einkum að framfarir á sviði félagsþjónustu fyrir geðsjúka hafa alls ekki verið sambærilegar við þær sem orðið hafa í heilbrigðisþjónustunni. Hér er um mjög þýðingarmikið mál að ræða þar sem færa má að því gild rök að árangur geðlækninga sé af þessum sökum til muna slakari en annars væri. Þannig hafa erfiðar félagslegar aðstæður. margra geð- sjúkra og aðstandenda þeirra valdið því að oft líður skammur tíini á milli innlagna á sjúkrahús. Raunar hafa verið stigin mikil- væg spor í áttina að því að íjúfa þann vítahring er að ofan greinir. Hérlendis eru reknir tveir áfanga- staðir fyrir geðsjúka, en markmið þeirra er að þjálfa félagslega færni sjúklinganna og undirbúá þá til þátttöku í daglegu lífi samfélags- ins. Þannig er áfangastöðunum ætlað að veita íbúum sínum tæki- færi til að aðlagast samfélaginu á nýjan leik að aflokinni sjúkrahús- dvöl. Rétt er að geta þess að annar áfangastaðanna sem rekinn er af Geðverndarfélaginu í Álfalandi var að stærstum hluta byggður fyrir fé sem Kiwanisfélagar höfðu aflað með sölu K-lykilsins. Hinn áfanga- staðurinn er rekinn af Reykjavíkur- borg við Norðurbrún. Reynslan af endurhæfingarstarfi þessara áfangastaða er afar góð. Auk áfangastaða hefur verið leit- ast við að koma á fót sambýlum fyrir geðsjúka. Sambýlin eru frá- brugðin áfangastöðum að því leyti að um minni einingar er að ræða auk þess sem sambýlin eru oft var- anlegt heimili íbúanna. Reykjavík- urborg, Geðverndarfélagið o.fl. Pennavinir Frá Austur-Þýskalandi skrifar 26 ára verkfræðingur sem safnar póstkortum og frímerkjum og á mörg önnur áhugamál: Alexander Baum, Rockenddorfer Weg 3, Halle, DDR-4070, East Germany. Sautján ára sænsk stúlka með áhuga á dýrum, útivist, bréfaskrift- um, tónlist o.fl.: Rose-Marie Nilsson, Jungmansvágen 5, S-231 32 Trelleborg, Sweden. Gleymum ekki_ geðsjúkum ■ 21 hafa rekið sambýli af þessu tagi, en mjög langt er í land með að þörfinni fyrir þau sé fullnægt. Það er því ánægjuefni að Kiwanismenn hafa ákveðið að veija því fé sem safnast mun á K-daginn til þess að festa kaup á íbúðum sem notað- ar verða fyrir sambýli. Sjúkrahúsdvalir eru dýrar og fæstum kemur til hugar að dvöl á stofnunum sé til mikillar ánægju fyrir þá sem hennar þurfa. Það er því til mikils að vinna ef unnt er að draga úr innlögnum. Á það ekki síst við þegar það er unnt er að skapa valkosti sem bæði eru sam- félaginu hagkvæmari í kostnaði og gefa hinum sjúka kost á innihalds- ríkara og betra lífi. Þó sambýli og verndað húsnæði sé nauðsynleg for- senda þessa þarf fleira að koma til. Með sama hætti og þeir heilsu- hraustu fá þjónustu við sitt hæfi þurfa geðsjúkir að eiga kost á margháttaðri þjónustu sem kemur til móts við ólíkar þarfir þeirra. Margir geðsjúkir eiga erfitt 'með heimilishald og þarfnast stuðnings og eftirlits. Því verður að búa svo að þeim að þeir fái notið heimaþjón- ustu. Aðrir þarfnast persónulegs stuðnings og félagsskapar svo þeir einangrist ekki frá öðru fólki. Því má mæta með liðveislu svonefndra „tilsjónarmanna" sem þarf að verða vaxandi þáttur í aðstoð við geðsjúka í framtíðinni. Margir geðsjúkir dvelja hjá foreldrum eða eiga maka og börn. Aðstandendur geðsjúkra eru oft í mikilli þörf fyrir hjálp og stuðning. Ekki síst á þetta við um böm þeirra sem ekki mega gleym- ast. Þennan stuðning þarf að efla samhliða því að geðsjúkir dvelji í auknum mæli utan stofnana. Loks skal hér getið atvinnumála geð- sjúkra sem þannig þarf að sinna að framboð á verndaðri vinnu sé Bragi Guðbrandsson „Geðsjúkir eru ekki í stakk búnir til að gera kröfur til samfélagsins eða að standa vörð um hag sinn og réttindi. Því ber okkur sem njót- um góðrar heilsu sið- ferðileg skylda til að láta okkur velferð þeirra varða.“ nægjanlegt. Verði misbrestur á þeirri margháttuðu þjónustu sem hér hefur verið nefnd má reikna með að innlagnir á sjúkrahús verði mun tíðari en ella þyrfti að vera. Fyrst var efnt til K-dags árið 1974 og síðan hefur hann verið helgaður málefnum geðsjúkra á þriggja ára fresti. Því fé sem safn- ast hefur var fyrst varið til stofnun- ar verndaða vinnustaðarins Bergiðj- unnar, þá til áfangastaðarins í Álfa- landi og síðast til unglingageðdeild- arinnar við Dalbraut. Nú er verk- efnið uppbygging sambýla á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri. Má af þessu ráða að áherslan hefur verið lögð á úrræði sem létta geð- sjúkum róðurinn í lífi sínu utan stofnana. Það má hveijum manni vera ljóst að þeir sem eiga við alvarlega geð- sjúkdóma að stríða eiga ekki mikla möguleika á að eignast eigið heim- ili án stuðnings. Húsnæðisöflun er fullfrísku fólki erfiður hjalli að kljúfa svo óþarft er að fjölyrða um möguleika þeirra sem ekki ganga heilir til skógar. Geðsjúkir eru ekki í stakk búnir til að gera kröfur til samfélagsins eða að standa vörð um hag sinn og réttindi. Því ber okkur sem njótum góðrar heilsu siðferðileg skylda til að láta okkur velferð þeirra varða. Höfundur er félagsmálastjóri Kópavogsbæjar. ■GAR AÐEINS 4 DAGAR 19., 20., 21 og 22. okt. POTTAPLÖNTUR 5 frábær tilboð! Dæmi um verð: Veró Verð áður nú Drekatré 440 220 Drekatré 770 499 Burknar 649 324 Burknar 451 225 Fíkus 1 metri 1.260 995 Nílarsef 580 380 Blómstrandi begónía 396 298 Ihaustlaukar Ikeramikpohar GRÆNA TORGIÐ Nú er um að gera að drífa haustlaukana niður fyrir veturinn. Allir haustlaukar með 25% afslætti tilboðsdagana. í tilefni tilboðsdaga bjóðum við mikið úrval af keramik- pottahlífum. Mikill afsláitur. Frá Græna torginu koma tvö stórkostleg tilboð: 1) Nýjar, steinlausar appelsínur ó aðeins 99 kr./kg 2) Kiwi 1. flokkur 5 stk. í pk. ó aðeins kr. 99,- sísass Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.