Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 23 Umræður á kirkjuþingi Heiladauðakenningin eykur svigrúm til líffæraflutninga KIRKJUNNAR menn hafa í hyggju að láta fara fram athugun á sið- fræðilegum sjónarmiðum hér á landi varðandi líffæraflutninga og skil- greiningu dauðans. Alyktun þessa efnis var rædd á Kirkjuþingi í gær og voru flutningsmenn hennar biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, og dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. Gert er ráð fyrir að biskup fái sérfróða menn á sviði læknisfræði og siðfræði til að fjalla um þessi mál og skal álit nefndarinnar lagt fyrir næsta Kirkjuþing. Dánarskilgreiningar Gunnar Kristjánsson hafði fram- sögu um málið á Kirkjuþingi í gær, en hann ásamt séra Ólafi Oddi Jóns- syni og séra Braga Skúlasyni, sjúkra- húspresti, sat í nefnd, sem ekki sá sér unnt að gera efninu nægjanleg skil. í máli Gunnars kom fram að nútíma læknisfræði ætti það á hættu að grípa inn í á mörkum lífs og dauða á þann hátt að hlutverk læknisins yrði að ómannlegri ógn. Það bæri þó ekki að viðhalda lífi hvað sem það kostaði þegar möguleikar mannlegs lífs og meðvitundar væru ekki lengur fyrir hendi. Rangt væri að gera lífið sem slíkt algilt þar sem dauðinn væri hluti af lífinu. „Þróun læknavís- indanna hefur gert það óljóst hvað bannið að deyða merkir. Hugtakið dauði er orðið tvírætt. í gamla daga var maður látinn ef hjartað hætti að slá og menn önduðu ekki lengur. Nú er þörf á víðtækari skilgreiningu á dauðanum. Sú skilgreining kann að liggja fyrir innan tíðar. En á meðan svo er ekki þurfa læknar og aðstandendur sjúklinga að taka á sig ábyrgð á skilgreiningunni heila- dauði. Umræðan um þá skilgreiningu hefur nær eingöngu tengst umræð- unni um líffæraflutninga,“ sagði Gunnar. Hann sagði að erfitt væri að sjá hvaða merkingu lífið hefði þegar heilinn starfaði ekki lengur. Líf þeirra sjúklinga væri oft mikil byrði fyrir ástvini og auk þess væri miklu til kostað. Starfi heilinn ekki lengur, Tilraunanámsskrá fermingarstarfsins: Hver prestur annist ekki fleiri en 80 ferm- ingarböm hverju sinni í NÝRRI tilraunanámsskrá fermingarstarfsins kemur fram að stefiia beri að því að hver sóknarprestur annist ekki fleiri en ijóra hópa í hvert sinn, eða 80 ungmenni. Að öðrum kosti fái hann sér aðstoðarfólk, sem starfí á ábyrgð hans. Þcss eru hinsvegar dæmi að prestar í fjöl- mennustu prestaköllunum ann- ist yfir 200 fermingarbörn hverju sinni. Námsskráin var samþykkt á Prestastefhu í sum- ar og lögð fram á Kirkjuþingi í gær. Námsskráin er bindandi um markmið, kjarna námsefnis og námsgögn. Aftur á móti er hún aðeins leiðbeinandi um fermingar- aldur, lengd og skipan fræðsl- utímabils, iágmarks stundafjölda, stærð hópa og fjölda hópa á hvern fræðara og um fermingarathöfn- ina. „Meginbreytingin er sú að nú er lögð áhersla á að fermingar- börnin tileinki sér boðskapinn per- sónulega og að tekið verði fullt tiilit til ungmennana, reynslu þeirra of upplifunar. Fyrri náms- skrá, sem samþykkt var á Presta- stefnu 1967, fólst meira í því hvað börnin ættu að læra utanbókar og talin upp fjöldi sálma og ritningar- greina í því sambandi,“ sagði Sol- veig Lára Guðmundsdóttir, sóknar- prestur á Seltjarnarnesi, sem vann meðal annarra að nýju náms- skránni. Tímabil fermingarundjrbúnings- ins hefur verið lengt, stundafjöld- inn aukin og miðar allt fermingar- starf, samkvæmt tilraunanáms- skránni, í auknum mæli að þátt- töku ungmenna í safnaðarstarfinu og aukinni kirkjusókn þeirra. Auk þess er lögð rík áhersla á samvinnu við heimilin. Jón Ragnarsson, deildarstjóri í fræðslu- og þjónustudeild Biskups- stofu, sagði að nokkur gagnrýni hefði komið fram á tillögurnar. „Sumir prestar álíta að einhveiju sé verið að kasta fyrir róða í ferm- ingarundirbúningnum fyrir nýj- ungagirni, en ég tel enga ástæðu til að óttast það. Það er einstakt í veröldinni að um 97% ungmenna komi til fermingar hér á ári hvetju. Við verðum að nálgast fermingar- starfið í ljósi þeirra staðreynda,“ sagði Jón. er siðferðislega réttmætt að hætta meðferð og taka öndunarvél úr sam- bandi, að sögn Gunnars. Líffæraflutningar Gunnar sagði ljóst að breyta þyrfti skilgreiningu dauðahugtaksins til að efla svigrúm til líffæraflutninga. Hérlendis eru hornhimnuflutningar eina tegund líffæraflutninga, en síðustu misseri hafa íslendingar fengið líffæri erlendis frá og notið góðs af erlendri tækni. „Þegar hjart- að hættir að slá og öndun hættir þá höfum við í gegnum tíðina ályktað að lífið væri á enda. En með nýrri og endurbættri tækni er nú mögulegt að viðhalda lífi lengur og út frá breyttum forsendum. Því er nú farið að ræða um breytingu á skilgrein- ingu dauðahugtaksins, sérstaklega með tilliti tii heiladauða. Erlendis hefur umræðan um líffæraflutninga óhjákvæmilega tengst umræðu um breyttan skilning á dauðanum, því ef „heiladauðakenn- ingin" verður ríkjandi, þá skapast svigrúm til líffæraflutninga. Samt er ekki víst að heiladauðakenningin leiði óhjákvæmilega til líffæraflutn- inga. Sé löggjafinn á móti líffæra- flutningum, þá getur hann samt ver- ið fylgjandi því að notkun á „vélurn" til að viðhalda „lífi“ séu takmörkum sett og þar skuli vinnureglum um „heiladauða" beitt,“ sagði Gunnar. Þá ættu íslendingar að spyija sjálfa sig að því hvort við höfum fjár- hagslegt b'olmagn til að framkvæma líffæraflutninga í stórum stíl hér á landi miðað við höfðatölu og enn- fremur hvort við væmm nógu mörg til að það borgi sig út frá efnahags- legum forsendum. Flugleiðir munu nota nýjar Boeing 757-200 vélar í Washington- fluginu. Flugleiðir: W ashington-flug- ið hefst í lok mars „EF SAS finnst svo vænlegur kostur að fljúga til Washington, þá bend- ir það til þess að þetta flug eigi framtíð fyrir sér,“ sagði Einar Sigurðs- son, blaðafulltrúi Flugleiða. í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær kom fram, að forsvarsmenn SAS hafa reynt í 20 ár að fá heimild til að fljúga til Washington, en verið neitað, þar sem hlutur flugfélagsins í flugi milli Norðurlandanna og Bandaríkjanna er það stór. Flugleiðir hafa fengið hcimild til að hefja flug til Baltimore-Washington International flugvallarins þann 31. mars á næsta ári. Til Washington-flugáins verða slík flug daglega. Viðskiptalíf er notaðar nýjar vélar, Boeing 757-200, sem flugfélagið fær afhentar á næsta ári. Líklega verður flogið þrisvar í viku til að byija með, en ferðum síðar fjölgað í 4-5. Flogið verður milli Stokkhólms og Washington, með millilendingu í Keflavík. Baltimore- Washington flugvöllurinn er f svip- aðri fjarlægð frá Washington-borg og Heathrow-flugvöllur frá London. Einar Sigurðsson sagði að ekki væri mikið um alþjóðlegt flug til Washington. „Innaniandsflug er hins vegar mikið," sagði hann. „Þannig eru um 70 tengiflug frá vellinum til annarra áfangastaða innan Banda- ríkjanna, en til samanbúrðar má nefna að á Kennedy-flugvelli eru 19 sífelit að aukast í Washington og við eigum von á að meðal farþega okkar verði margir í viðskiptaerindum, þó flestir verði almennir ferðamenn. Við áætlum iíka að fá farþega frá Lúx- emborg, London og fleiri stöðum, sem kæmu þá fyrst hingað til lands. Við höfum góðan tíma til að und- irbúa þetta nánar, þar sem flugið hefst ekki fyrr en í lok mars.“ Fiugleiðir fljúga nú til tveggja áfangastaða í Bandaríkjunum, New York og Orlando. Þá hafa þeir heirii- ild til að fljúga til Boston, Chicago og Cleveland eða Detroit. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort af áætlunarflugi til þessara staða verð- ur. Enska er okkar mál NÁMSKEIÐIN HEFJAST 1. NÓVEMBER INNRITUN STENDUR YFIR FYRIR NYTT STEVE ALLISON ENSKUKENNARI JACQUI FOSKETT ENSKUKENNARI HELEN EVERETT ENSKUKENNARI FULLORDNA 7 VIKNA ENSKUNÁMSKEIÐ TVISVAR í VIKU, EINN OG HÁLFAN TÍMA ÍSENN 6 VIKNA VIÐSKIPTAENSKA í HÁDEGINU EÐA Á KVÖLDIN 7 VIKNA FRAMHALDS- NÁMSKEIÐ SAMTALSTÍMAR 7 VIKNA SKRIFLEG ENSKA 6 VIKNA ÍSLENSKUNÁMSKEID FYRIR ÚTLENDINGA FYRIR BORN 6-8 ÁRA NÁMOG LEIKIR 8-12ÁRA ENSKUNÁMSKEIÐ 13-15ÁRA UNGLINGANÁMSSKEIÐ UNDIRBÚNINGUR FYRIR SAMRÆMD PRÓF UNDIRBUNINGUR FYRIR T.O.E.F.L. PRÓF UNDIRBÚNINGUR FYRIR P.E.T. PRÓF METIN í CAMBRIDGE OG ALÞJÓÐLEG VIÐURKENNING VEITT BÓKMENNTANÁMSKEIÐ UMRÆÐUTÍMAR - LESTUR LEIKSKÓLI FYRIR 3-5 ÁRA BÖRN FÖSTUDAGAE.H. EINKATÍMAR SÉRKENNSLA EFTIR ÓSKUM NEMENDA Ensku Skólinn TÚNGATA 5, 101 REYKJAVÍK HRINGDU Í SÍMA 25330/25900 OG KANNAÐU MÁLIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.