Morgunblaðið - 19.10.1989, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.10.1989, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 1989 Þing Ungverjalands: Stj órnarskrárbreyting'ar sem miða að vestrænu stjómarfari Sovéskt tímarit kallar uppreisnina 1956 gagnbyltingu Búdapest. Reuter. ~ UNGVERSKA þingið samþykkti í gær hátt í 100 breytingar á stjórnar- skrá landsins með 333 atkvæðum gegn 5. Breytingarnar færa stjórnar- skrá landsins nær sljórnarskrám vestrænna lýðræðisþjóða og leggja grunn að fjölflokkakerfi í landinu. Auk þess voru samþykkt breytingaá- kvæði er snerta mannréttindamál og aðskilnað löggjafar- og fram- kvæmdavaldsins. Samkvæmt nýju stjórnarskránni verður Ungveijaland sjálfstætt lýð- ræðisríki sem hefur í heiðri „gildi borgaralegs lýðræðis og lýðræðislegs sósíalisma". Kalman Kulcsar, dómsmálaráð- herra landsins, sagði að með breyt- ingarákvæðunum yrði til nokkurs konar „umskipta-stjórnarskrá" sem ryðja myndi brautina að stjórnarfars- legri umbyltingu. Fyrstu fjölflokka- kosningamar í Ungveijalandi frá því 1947 eru ráðgerðar á miðju næsta ári og að þeim loknum mun nýkjörið þing semja nýja stjórnarskrá. Þá er forsætisráð landsins, undir forystu Bruno Straub, lagt niður og stofnað til embættis forseta sem fer með framkvæmdavald. Fullvíst er talið að Matyas Szuros, forseti ung- verska þingsins, verði settur forseti landsins fram að forsetakosningum sem eiga að fara fram 26. nóvember næstkomandi. Ungveijalandi er því leiðtogalaust þar sem Szuros verður ekki útnefndur forseti fyrr en sérstök lög um forsetaembættið hafa verið samþykkt á þinginu ,í dag eða á morgun. Atkvæðagreiðsla um stjórnar- skrárbreytingamar tafðist í gær er ríkisstjóm landsins kom saman til skyndifundar til að fjalla um deilur sem risið höfðu á þingi landsins og snemst um hvort fresti beri forseta- kosningum. Samtök fijálsra lýðræð- issinna og æskulýðshreyfingin FI- DESZ stóðu fyrir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um forseta landsins og skrifuðu 200.000 manns undir listann. Samkvæmt lög- um sem samþykkt voru á þessu ári er ungverska þingið skylt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu ef 100.000 manns eða fleiri krefjast þess. Fijálsir lýðræðissinnar og tals- menn FIDESZ segja að ekki komi til greina að halda forsetakosningar fyrr en að þingkosningum afloknum. Þeir telja að ella kunni svo að fara að stjórnarflokkurinn tilnefni mann úr sínum röðum í forsetaembættið til að tryggja sér völd sem flokkurinn gæti hæglega misst í næstu þing- kosningum. í grein í sovésku hernaðartímariti segir að uppreisnin í Ungveijalandi 1956 hefði verið „gagnbylting" og er Imre Nagy, þáverandi forsætisráð- herra sem galt með lífi sínu árið 1958 fyrir þátt sinn í uppreisninni, kailaður svikari. í greininni, sem rit- uð var af Pjotr Latsjenko hershöfð- ingja og birtist í tímaritinu Military Historical Journal, segir að vestræn ríki hafi stutt uppreisnina en hvergi er minnst á að ungversk stjómvöld hafi veitt Nagy uppreisn. Erich Honecker og eftirmaður hans, Egon Krenz, takast í hendur. Myndin er ekki ný, var tekin meðan Krenz gegndi enn formennsku í æskulýðssamtökum kommúnistaflokksins. Egon Krenz, nýr leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins: Eftimiaðiir Honeckers hefiir aldrei verið orðaður við umbótaáhuga Austur-Berlín. Iteuter. EGON Krenz, sem tekið hefúr við af Erich Honecker sem formaður austur-þýska kommúnistaflokks- ins, er yngstur þeirra, sem sæti eiga í stjórnmálaráðinu, en hefur þó lengi verið talinn líklegasti „krónprinsinn“. í stjórnmálaráð- inu hefúr Krenz haft öryggismálin á sinni könnu og ferill hans allur í flokki og stjórnkerfi er sá sami og Honeckers. Krenz, sem er 52 ára að aldri, þykir fremur óþýður við fyrstu kynni og kemur kannski ekki á óvart með „Gorbatsjov vill aftra mér frá stj órnmálaþátttöku ‘ ‘ Segir Boris Jeltsín fiilltrúaþingmaður Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, leiðtogi róttækra umbótasinna í Sovétríkjunum, sakaði í gær Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga um að reyna að aftra sér frá stjórnmálaþáttöku í Sovétríkjunum. I yfirlýsingu sem Jeltsín sendi firá sér segir að staðhæfingar um að hann hafi logið upp sögu um að sér hafi verið sýnt banatilræði væru sambland af lygum og sannleika. Hann sakaði Gorbatsjov um að setja á svið „pólitískan farsa“ með því að leyfa umræður um málið á þingi landsins. að bola mér frá þátttöku í stjóm- Jeltsín kvartaði undan því að and- stæðingar hans hefðu lekið sögum í sovéska fjölmiðla og flekkað með því mannorð hans og dreift óhróðri um einkalíf hans. „Þessar aðgerðir eru liður í því málum og fyrir þeim stendur Gorb- atsjov," sagði í yfirlýsingu Jeltsíns. Jeltsín sagði að ef þessum ofsókn- um héldi áfram myndi hann grípa til aðgerða gegn þeim sem bera brigður á virðingu hans og heiðar- leika sem borgara og þingmanns. 35 umbótasinnar á fulltrúaþinginu gerðu Gorbatsjov fyrirspurn þess efnis hvers vegna hann hefði sett harkalega ofan í við aðra rótttæka umbótasinna á fulltrúaþinginu síðastliðinn föstudag, þá Júri Afan- asjev og Vladislav Starkov, ritstjóra Argumenty i Fakty, vinsælasta dag- blaðs landsins. „Við stöndum frammi fyrir því að afturhaldsöflin reyna að hefna ófaranna í þingkosningunum í vor,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Jevgeníj Ambartsumov í grein sem birtist í gær í hinum fijálslynda viku- riti Moskvufréttum. mann, sem ber ábyrgð á innra ör- yggi ríkis og hers í kommúnistaríki, og hann hefur aldrei verið grunaður um að vera umbótasinni undir niðri. Vestrænir stjórnarerindrekar og fé- lagar hans í austur-þýska kommúni- staflokknum Iíta á hann sem harðlínumann en þeir, sem hafa hitt hann að máli, segja þó, að hann geti verið hinn Ijúfmannlegasti og hreinskilinn í svörum. Krenz var áður formaður í æsku- lýðssamtökum kommúnistaflokksins, „Freie Deutsche Jugend“, og lét ekki af því starfi fyrr en hann var kominn yfir hálffimmtugt. Gerðu margir ós- pait grín að því og meðal almenn- ings var oft talað um hann sem „at- vinnuunglinginn". 1983, þegar Krenz klæddi sig loks úr einkennis- búningi æskumannanna, fékk hann sæti í stjórnmálaráðinu sem fullgild- ur félagi með ábyrgð á öryggis-, æskulýðs- og íþróttamálum. Egon Krenz er kennari að mennt, fæddur 19. mars 1937 í bænum Kohlberg í norðanverðu Austur- Þýskalandi. Hann var 12 ára gamall þegar Austur-þýska alþýðuveldið var stofnað og gerðist strax starfsamur í æskulýðssamtökunum. 1964 hóf hann þriggja ára nám í þjóðfélagsvís- indum í skóla sovéska kommúnista- flokksins í Moskvu og 1974 varð hann formaður æskulýðssamtak- anna. Honecker gegndi því embætti einnig á sínum tíma og honum voru falin öryggismálin í stjómmálaráðinu áður en hann tók við sem flokksleið- togi 1971. Krenz er kvæntur og á tvö börn og býr eins og aðrir ráða- menn í Austur-Þýskalandi í Wandlitz fyrir norðan Berlín, í hverfi, sem al- menningur fær ekki að valsa um að vild. ( Bandaríkin: Atlantis skotið á loft Canaveral-höföa. Reuter. GEIMFERJUNNI Atlantis var skotið á loft rétt fyrir kl. 17 í gær írá Canaveral-höfða í Banda- ríkjunum með fimm manns innan- borðs. Markmið ferðarinnar er að koma könnunarfarinu Galileo á braut áleið- is til Júpíter og er áætlað að könnun- arfarið verði sex ár á leið til pláne- tunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.