Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 37

Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 37 Guðmundur Ingvi Helgason — Minnmg Fæddur 10. nóvember 1919 Dáinn 10. október 1989 í dag fer fram í Fossvogskirkju bálför Guðmundar Helgasonar, Ljósheimum 6, en hann andaðist 10. þ.m. á krabbameinsdeild Land- spítalans eftir þungbær veikindi. Skipst hafa á skin og skúrir frá því þessa banvæna sjúkdóms varð vart fyrir þrem árum. Stundum vöknuðu jafnvel vonir um að óþreyt- andi tilraunir lækna og hjúkrunar- liðs, ásamt lífslöngun og dugnaði Guðmundar myndu bera sigurorð af þessu alvarlega innvortis meini. Því miður reyndust það tálvonir og Guðmundi hrakaði skyndilega í lok september og var rænulaus síðustu dagana áður en yfir lauk. Guðmundur var eitt af sex börn- um hjónanna Helga Guðmundsson- ar, trésmíðameistara frá Gerðakoti í Flóa, og Sigríðar Hjartardóttur frá Krossi í Ölfusi. Systkinin voru fimm, Loftur aðalbókari hjá Sjóvá, nú látinn, Sigríður Christiensen, sem einnig er látin og búsett var í Kaupmannahöfn, Guðrún Olsen, búsett í Kaupmannahöfn, og Gróa Svava, sem býr í Reykjavík. Guðmundur starfaði lengst af hjá tollstjóraskrifstofunni eða frá 1944-1979. Síðar starfaði hann hjá Alþingi fram á mitt ár 1987, er hann varð að hætta störfum vegna veikinda. Guðmundur átti einn son, Hafliða, búsettan í Reykjavík, og fjögur barnabörn. Guðmundur var alla tíð mikill stuðningsmaður Vals og spilaði í meistaraflokki þess félags í knatt- spyrnu. Hann var einnig mlkill skíðamaður á sínum tíma. Leiðir okkar Guðmundar lágu fyrst saman, þegar hann sem starfsmaður tollstjóra veitti mér góða afgreiðslu og greiddi götu mína eftir bestu getu. Löngu síðar lágu leiðir okkar aftur saman er mágkona mín, Ólöf Anna Sigurðardóttir, jafnan kölluð Stella, kynntist Guðmundi og hóf sambúð með honum, sem entist æ síðan. Frá 1974 hafa þau búið í Ljósheimum 6 ásamt dóttur Stellu, Rannveigu. Enda þótt samskipti okkar hjónanna við Guðmund og Stellu hafi ekki verið náin eða stöð- ug áttum við þó í gegnum árin þó nokkrar ánægjulegar samveru- stundir með þeim ásamt fjölskyldu okkar. Stella og Guðmundur voru ákaf- lega samrýnd og góðir félagar. Þau ferðuðust oft á liðnum árum utan- lands sem innan og virtust njóta sín best tvö saman. Engu að síður kunnu þau vel að gleðjast með öðr- um og það var gott að heimsækja þau og njóta gestrisni þeirra. Maður fann glöggt að maður var velkom- inn og veitingar voru ekki skornar við nögl. Það fengum við vinir þeirra glöggt að finna, m.a. þegar Guðmundur hélt upp á 60 ára af- mæli sitt. Guðmundur hafði góða kímni- gáfu og gat verið hrókur alls fagn- aðar í góðra vina hópi. í hinum þungbæru veikindum síðustu árin gafst sjaldnar en áður tækifæri til gleðskapar en Guðmundur hélt góðu skapi sínu og gerði að gamni sínu allt til þess síðasta. Hjúkrunar- fólk lauk lofsyrði á hann fyrir dugn- að hans og þrek. Sjálfur hrósaði hann læknum og hjúkrunarfólki óspart og er ég þess fullviss að hann vildi gjarnan að ég skilaði kveðju hans og þakklæti til alls þess góða fólks, sem stundaði hann í veikindum hans og er það gert hér með. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki St. Jósefsspítal- ans í Hafnarfirði, starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans og heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Ég lýk þessum fátæklegu orðum með því að votta Stellu og Hafliða og ástvinum öllum einlægar samúð- arkveðjur okkar hjónanna, barna okkar og tengdabarna. Blessuð sé minning Guðmundar Helgasonar. Ásbjörn Björnsson Föðurbróðir minn, Guðmundur Ingvi Helgason, er látinn. Mig lang- ar til að minnast Guðmundar, eða Mumma eins og hann var oftast kallaður, nokkrum orðum. Hann fæddist í Reykjavík, nánar tiltekið á Frakkastígnum, þann 10. nóvem- ber 1919,. og hefði því orðið sjötug- ur í næsta mánuði. Foreldrar Mumma voru þau Helgi Guðmunds- son trésmiður frá Gerðakoti í Flóa og Ólafía Sigríður Hjartardóttir frá Krossi í Ölfusi, og var hann yngst- ur fimm barna þeirra. Það var allt- af gaman að hitta og ræða við Mumma. Hann var mikill húmoristi og gat nánast breytt öllu á gaman- saman hátt. Það fór ekki mikið fyrir honum, en hann kom þó öllu til skila sem hann vildi segja. Ég á margar góðar minningar frá fjöl- skylduboðum heima hjá foreldrum mínum, þar sem Mummi skemmti fólkinu með sínum smellnu athuga- semdum. Margar skemmtilegar sögur sagði hann mér af fólkinu í Reykjavík hér áður fyrr, þegar flestir höfðu viðurnefni eða voru kenndir við eitt eða annað. Það var auðheyrt að Mumma þótti vænt um „gamla daga“ eins og hann orðaði það alitaf. Eitt var það sem samein- aði okkur, en það var knattspyrnan, en Mummi hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og lék með Vai í „gamla daga“. Þótti mér einkar skemmtilegt að heyra hann segja sögur frá þeim tíma. Mummi veikt- ist fyrir nokkrum árum og bar þá fundum okkar sjaldnar saman, en þó gafst okkur tækifæri á að hitt- ast síðastliðið sumar og spjalla. Við slógum á létta strengi og riljuðum upp gamlar minningar. Þeim tæp- lega þijátíu ára aldursmun á okkur fann ég aldrei fyrir, því það var alltaf svo stutt í strákinn Mumma. Ég vil að lokum votta fjölskyldu hans samúð mína og bið Guð að styrkja þau í sorg sinni. Lárus Loftsson WordPerfect 5,0 Byrjendanámskeið í notkun ritvinnslu- forritsins WordPerfect 5,0 (Orðsnilld). Tími: 23., 25., 30. okt. og 1. nóv., kl. 13 - 17. WP 5,0 uppfærsla Framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja Örn'chlðinu'ndsson læra ítarlegri aðgerðir í WordPerfecl. viðskipta- og Tími: 20. Og 27. okt. kl. 13_l7>rfisfræðingur. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgadúni 28 sími 687590 ___________Brids_____________ Amór Ragnarsson Tafl- og bridsklúbburinn Sl. fimmtudag spiluðu 6 sveitir sveitakeppni. Sveit Birgis Þoivalds- sonar sigraði, hlaut 90 stig. Með Birgi spiluðu Þorvaldur Valdimars- son, Bernharður Guðmundsson og Tryggvi Eiríksson. Sveit Reynis A. Eiríkssonar varð önnur með 85 stig. í kvöld verður keppni á léttu nótunum en annan fimmtudag hefst barometer-tvímenningur. Nánar verður sagt frá því síðar í þættin- um. Spilað er í Skipholti 70 á fimmtudögum kl. 19.30. Mjólkursamsalan Hafinn er fjögurra kvölda tvímenningur með þátttöku 12 para. Staðan eftir fyrsta kvöldið: Ingólfur Jónsson -- Guðmundur Ásgeirsson 134 Sævar Arngrímsson — Ólafur Júlíusson 129 Arnar— Margrét 121 Guðrún Möller — JónaMöller 121 Spilað er á mánudögum í húsi Mjólkursamsölunnar uppi á Höfða. Þ.ÞORGRlMSSON &C0 ABETE1™3* HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 GUARANTfED PESfECTIN 3 MINUTES rLs*c.'ni Lprj Gri n R;,y vilh Löng hrísgjrón með ristuðu heilvheitiklíði, núðlum og bragðgóðu grænmeti. Ljúf- fengur fjölskylduréttur. Fyrir 4 - suðutími 8 mín. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSONxCO. Skúlatúni 4, Rcykjavík, sími 62 32 32 STERKIR OG NOTALEGIR Stærðir 30-41 Útsölustaðir: Bikarinn - Sparta - Útilíf - Steinar Waage - Toppskór- inn - Smáskór - Skóverslun Kópavogs - Músík & sport - Sportbúð Óskars, Keflavík - Staðarfell, Akranesi - Skókompan, Ólafsvík - Litlibær, Stykkishólmi - Fell, Grundarfirði - Sporthlaðan, ísafirði - Einar Guðfinns- son, Bolungarvík - Krakkakotið, Sauðárkróki - Sport- húsið - Skótískan, Akureyri - Sportvík, Dalvík - Rafbær, Siglufirði - Orkuver, Höfn - Axel Ó, Vestmannaeyjum. m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.