Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989
41
um og öðrum gögnum sr. Jóns og
flytja þau heim til íslands. Þessar
ferðir urðu Haraldi heilladijúgar,
ekki einungis vegna þeirra minja,
sem hann flutti heim, heldur batzt
hann órofa vináttu við marga þá,
sem urðu til að greiða för hans,
m.a. Herder-ijölskylduna í Freiburg,
en forlag hennar hefur alla tíð gefið
út Nonnabækur í Þýzkalandi. Slík
kynni rækti Haraldur vel. Honum
var síðan falin varðveizla þess efnis,
sem hann hafði safnað, unz annað
yrði ráðið. Það var í raun eign Jes-
úítareglunnar, því að henni var sr.
Jón bundinn. Þessu safni bjó Harald-
ur fegurstu umgjörð á heimili sínu
og vann jafnt og stöðugt við að raða
efninu og skrá þáð, færa til bands
og auka við nýjum útgáfum Nonna-
bóka og heimildum um höfundinn
og verk hans. Loks beitti hann sér
fyrir því, að fengið var leyfi Jesúíta-
reglunnar til þess, að Nonnasafni
mætti búa framtíðarstað hér á landi,
og vorið 1987 var formlega frá því
gengið, að það yrði flutt í Þjóðarbók-
hlöðu, er hún verður fullgerð.
Að sjálfsögðu batt Haraldur mikla
tryggð við minjasafn Nonna á Akur-
eyri, sem er í umsjá Zóntasystra,
en það var opnað á aldarafmæli sr.
Jóns Sveinssonar haustið 1957. Á
þeim degi færði Haraldur safninu
koffort úr eigu Nonna, fullt af bók-
um eftir hann á ýmsum tungumál-
um. Af sama tilefni stuðlaði Harald-
ur að því, að sett var upp minningar-
sýning um Nonna í bogasal Þjóð-
minjasafns, en þá var líkneski hans
einnig komið fyrir í safninu.
Á árunum 1948-72 vann Haraldur
Hannesson ásamt Freysteini Gunn-
arssyni að heildarútgáfu á bókum
Nonna í tólf bindum, og þýddi hann
þá tvær þeirra. Voru flest bindin í
þessu ritsafni endurprentuð. Á síðari
árum sótti að Haraldi nokkur óvissa
um það, hvort bækur Nonna höfðuðu
enn til ungra lesenda á sama hátt
og áður, og því var það með dálitlu
hiki, að hann réðst á síðasta ári í
nýja útgáfu þeirra á vegum Almenna
bókafélagsins, sem gaf þá út bókina
Nonna. Það gladdi Harald verulega,
hversu vel þeirri bók var tekið, og
mér er kunnugt um, að daginn eftir
að hann lézt stóð til að færa honum
þá gleðifrétt frá forlaginu, að nú
væri Nonnabókin uppseld.
Meðal þeirra eigna úr fórum sr.
Jóns Sveinssonar, sem Haraldur
sótti til Þýzkalands árið 1948, voru
36 hinna þekktu íslandsmynda
brezka fornfræðingsins og málarans
W. G. Collingwood, sem hér var á
ferð árið 1897. Þessar einstæðu
myndir urðu Haraldi mjög hugleikn-
ar. Hann vann meðal annarra að því
árið 1962, að tvö söfn Collingwood-
mynda, sem til voru í erlendri eigu,
voru þá fengin hingað til lands til
sýningar. Sennilega hefur það stuðl-
að að því, að meginhluti þessara
gersema hefur nú komizt í eigu Þjóð-
minjasafns. Tvisvar gaf Haraldur
út bækur, með myndum Colling-
woods. Árið 1969 gaf hann út úrval
þessara fallegu mynda ásamt ritgerð
um málarann í bókinni Á söguslóð-
um, sem seldist upp á skömmum
tíma. Á síðasta ári gaf hann svo út
á forlagi Arnar og Örlygs mun
stærra safn Collingwood-mynda
ásamt bréfum málarans úr íslands-
ferð hans í afar vegjegri útgáfu, sem
ber heitið Fegurð íslands og fornir
sögustaðir.
Miklu fleiri ritstörfum sinnti Har-
aldur, og verður það ekki allt talið
hér. Einkum var það af tvennum
toga og tengdist annars vegar
Nonnafræðum og sögu katólska
starfsins hér á landi, hins vegar sögu
banka- og viðskiptamála. Af fyrra
taginu má minna á útgáfu hans og
þýðingu á Jóns sögu Jónssonar frá
Vogum við Mývatn (Rv. 1968), en
Voga-Jón var móðurbróðir sr. Jóns
Sveinssonar, enn fremur þýðingu á
endurminningum systur Clementíu
um komu katólsku nunnanna til ís-
lands 1896 (í Andvara 1981), þýð-
ingu á minningum sr. Max Oster-
hammel um katólska starfið á Fá-
skrúðsfirði (í Múlaþingi 1984) og
loks huganir sr. Jóns Sveinssonar
úr klausturskólanum Stella Matutina
í Feldkirch, sem Haraldur lét prenta
1986 tii styrktar Nonnahúsi á Akur-
eyri. Af síðara taginu má nefna útg-
áfu Haralds á minningum Sighvats
Bjarnasonar bankastjóra um verzl-
unarlífið í Reykjavík um 1870 (í
Landnámi Ingólfs 1983) og ritgerð
um upphaf sparisjóðsstarfsemi á ís-
landi (í Afmælisriti Sparisjóðs Svarf-
dæla 1984). Þá var Haraldur ágætur
útvarpsmaður, og munu margir t.d.
minnast vinsælla þátta hans um
spiladósir á íslandi.
Það lét Haraldi einstaklega vel í
safnstarfi að búa um svokölluð pers-
onalia, eftirlátin gögn úr fórum ein-
staklinga. Á heimili hans eru auk
Nonnasafns gögn Jóns Pálssonar
bankaféhirðis og rithöfundar, sem
Haraldur tók að sér að búa um,
áður en afhent yrði Landsbókasafni.
í bankasafninu er sérstaklega að
nefna umfangsmikið bréfa- og
skjalasafn Tryggva Gunnarssonár
bankastjóra, sem Haraldur raðaði,
bjó um og skrásetti afar vandlega
ásamt Bergsteini Jónssyni sagn-
fræðingi, og enn fremur safn Jóns
Árnasonar bankastjóra, þótt minna
sé. Loks vann Haraldur að því ásamt
öðrUm að skrásetja mikið bókasafn
sr. Friðriks Friðrikssonar og búa um
handrit hans og bréf í félagsheimili
KFUM.
Það má ljóst vera af því, sem nú
hefur verið rakið, að Haraldur Hann-
esson kom rniklu í verk, sem horfði
til heimildavörzlu og minjaverndar.
Hitt bar þó ef til vill af, hversu vand-
virkur og nákvæmur hann var í öllu,
sem hann fékkst við, og kröfuharður
við sjálfan sig. Þessa sér rækilega
stað í söfnum Seðlabankans, ekki
aðeins í vönduðum skrám, sem hann
lætur _þar eftir sig, heldur einnig í
frágangi öllum og umgengni, slíkur
fagurkeri sem hann var. Þau verk
hans má hiklaust leggja í dóm framt-
íðar, og verði ummerkjum ekki spillt,
verður sá dómur því traustari og
betri sem lengri tímar líða. Haraldur
Hannesson er að mínu viti meðal
allra merkustu safnamanna
íslenzkra á síðustu áratugum. Hann
var sæmdur riddarakrossi hinnar
íslenzku fálkaorðu fyrir varðveizlu
menningarverðmæta.
Haraldur Hannesson unni fagurri
tónlist, var ákaflega vel að sér í
þeim efnum og vandlátui-. Á yngri
árum stundaði hann söngnám. Rödd
hans hafði bjartan hljóm, sem gætti
einnig í tali. Hann söng í ýmsum
kórum, lengst í karlakórnum Fóst-
bræðrum, og í þeim félagsskap undi
hann sér vel, safnaði m.a. um eitt
skeið efni í Fóstbræðratal og vann
að því af. smekkvísi sinni að koma
minjasafni kórsins fyrir í félags-
heimili hans.
Haraldur brá jafnan miklum glað-
værðarsvip á umhverfi sitt, lífgaði
hveija orðræðu með einlægri frá-
sagnargleði og heilbrigðri gaman-
semi og hlífðist þá sízt af öllu við
að varpa skoplegu ljósi á sjálfan sig
öðrum til skemmtunar.
Árið 1942 kvæntist Haraldur eft-
irlifandi konu sinni, Ragnheiði
Hannesdóttur frá Vestmannaeyjum.
Þau eignuðust einn son, Hannes
Gunnar bankaféhirði, og ólu upp
sonarson sinn, Harald verzlunar-
mann. Hannes er kvæntur Rósu
Ármannsdóttur bankastarfsmanni,
og eiga þau tvo syni. Unnusta Har-
alds yngra er Sigurlaug Jónsdóttir.
Um 1940 byggði Haraldur með föð-
ur sínum myndarlegt íbúðarhús við
Hávallagötu og bjó þar alla tíð síðan.
Þar bjuggu þau Ragnheiður sér
ákaflega fagurt heimili, sem ber ein-
dreginn svip af menningarlegum
hugðarefnum þeirra beggja. Þaðan
á ég kærar minningar, sem munu
fylgja mér, meðan ég man liðnar
stundir.
Við hjónin sendum fjölskyldu
Haralds einlægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Ólaíur Pálmason
Fyrir 47 árum hóf ég störf í
Landsbanka íslands. Einn þeirra
manna sem ég kynntist þá var
Haraldur Hannesson hagfræðingur,
sem í dag er borinn til hinstu hvíldar
frá Kristskirkju í Landakoti. Hann
hafði stundað hagfræðinám í
Þýskalandi og lagt um leið stund á
söngnám enda hafði hann fallega
tenórrödd.
Fyrstu árin hafði ég ekki náin
kynni af Haraldi en vissi þó að
hann var vandfýsinn safnari úrvals-
bóka og átti besta safn Nonna-bóka
í heiminum, enda hélt hann til haga
hveiju bréfi, hverri tilkynningu og
frétt sem stóð í einhveijum tengsl-
um við hinn heimskunna barna-
bókahöfund. Haraldur hafði kynnst
Nonna á æskuárum sínum og hafði
á fáum mönnum jafnmiklar mætur.
Haraldur hafði verið kaþólskur
frá bernsku og þegar ég gekk í
kaþólsku kirkjuna 1953, leiddi af
sjálfu sér að kynni okkar jukust.
Hann bauð mér heim til sín og sýndi
mér bókasafn sitt. Þar sá ég ávöxt
þeirrar frábæru snyrtimennsku og
vandvirkni sem einkenndi Harald,
allar bækurnar vandlega innbundn-
ar og stóðu í svo jöfnum röðum í
hillunum að engin var millimetra
framar en sú næsta.
Hann sýndi mér líka ýmislegt
sem hann hafði skrifað og þýtt,
minnisgreinar um kaþósku kirkjuna
og fleiri, vélritað af hinni mestu
hákvæmni á heldur litlar pappírs-
arkir og spássíurnar strikaðar af á
tvo vegu. Ég dáðist að þessari ein-
stöku vandvirkni hans og spurði
hann hvort það tæki ekki alltof
langan tíma að vanda svona til
vinnubragðanna. Svar hans man ég
ekki orðrétt en innihald þess var
hliðstætt því sem Bernadetta Devlin
hefur eftir móður sinni: „Hlutur sem
er þess virði að gera hann, er þess
virði að gera hann vel.“
Síðar las ég með Haraldi prófark-
ir af tveim eða þrem bókum. Það
tók svo langan tíma að þolinmæði
mín var stundum alveg á þrotum.
Hvert einasta vafaatriði í stafsetn-
ingu þurfti að þrautkanna og jafn-
vel hringja til sérfræðings út af
málinu. Þá var tíminn ekki lengur
til, hið eina nauðsynlega var að
vanda svo til verksins að betur yrði
ekki gert.
Sama gilti um hús hans og heim-
ili, þar átti allt að vera vandað,
hreint og vel umgengið og naut
hann í því öllu ómetanlegrar lið-
veislu hinnar ágætu konu sinnar,
Ragnheiðar Hannesdóttur, sem lifir
mann sinn. Hún hefur þolinmæði
og umburðarlyndi engla, enda sagði
Haraldur eitt sinn við mig að betri
konu hefði hann ekki getað fengið,
„ekki auðveldari en ég er í um-
gengni,“ bætti hann við. Ég varð
þess oft var hin síðari ár, þegar ég
kom til þeirra hjóna, að hann spurði
hana hvar hann hefði lagt hitt eða
þetta blaðið eða myndina sem hann
þurfti að nota og gat hún oftast
leyst úr því.
Haraldur var að verulegu leyti
alinn upp og menntaður í skjóli
kaþólsku kirkjunnar og vann
feiknamikið starf í þágu hennar,
bæði við bókmenntastörf og bók-
hald. Hann barðist á sínum tíma
fyrir því að hið vandaða orgel
Kristskirkju væri keypt, hafði for-
göngu um fjársöfnun til kaupanna
og var gjaldkeri orgelsjóðs, enda
var góð tónlist honum ævinlega
kær. Hann var - stálminnugur og
með honum fer nú í gröfina ómetan-
legur fjársjóður minninga um sögu
kaþólsku kirkjunnar hér á landi,
minningar og fróðleikur sem nú er
hvergi lengur að finna.
Haraldur hafði fastar og óhvikul-
ar skoðanir þegar deilt var um
málefni sem honum voru hjartfólg-
in. Hann var þó engu að síður sann-
gjarn og fann þeim málstað, sem
hann deildi á, oft ýmsar máls-
bætur, eins og þegar hann sagði
um rússnesku byltinguna 1917 að
menn skyldu ekki ætla að hún hefði
aðeins stafað af illsku vondra
manna, heldur hefði ástandið í
landinu verið það slæmt að eitthvað
slikt hefði hlotið að gerast. Var það
sanngjarnlega mælt af manni sem
annars leit á kommúnismann sem
einhveija ógeðfelldustu stjórnmála-
stefnu mannkynssögunnar.
Ég hirði ekki um að rekja lífsfer-
il Haraldar að öðru leyti en þessu,
það munu aðrir gera. Þessum
kveðjuorðum mínum er aðeins ætl-
að að lýsa kynnum mínum af þess-
um vandaða og vandvirka manni
og tjá þakklæti mitt fyrir þær
stundir sem ég átti sameiginlegar
með honum, bæði á heimili hans
og utan þess. Um leið votta ég,
fyrir hönd kaþólska safnaðarins á
íslandi, eftirlifandi konu hans, syni,
sonarsonum og tengdadóttur inni-
legustu samúðarkveðjur okkar.
Hann hvíli í friði.
Torfi Ólafsson
Fleiri greinar um Harald Hann-
esson munu birtast í blaðinu
næstu daga
Kvikmyndahátíð Listahátíðar 1989
Ben Kingsley í hlutverki sínu í bresku myndinni Vitnisburðurinn.
Vitnisburðurinn
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
„Testimony". Leikstjóri: Tony
Palmer. Handrit: Palmer og
David Rudkin eftir sjálfsævi-
sögu Dmitri Shostakovitsj. Að-
alhlutverk: Ben Kingsley, Ter-
ence Rigby. Bretland, 1987.
Rúsínan í pylsuenda Kvik-
myndahátíðar var eftir allt ekki
Terence Stamp heldur hin magn-
aða og áleitna mynd Tóny Pal-
mers um rússneska tónskáldið
Dmitri Shostakovitsj, Vitnisburð-
urinn, kannski eini raunverulegi
kvikmyndaviðburðurinn á hátíð-
inni í þetta sinn. Hún er rúmir
tveir og hálfur tími á lengd og
frábærlega tekin í svart/hvítu af
Nic Knowland.
Palmer, áður aðstoðarmaður
Kens Russells og sá sem gerði
hina frekar óaðgengilegu sjón-
varpsmynd um Richard Wagner,
er ekki maður sem byijar sögu á
„Einu sinni var.. .“, hefðbundinn
frásagnarmáti er ekki hans te-
bolli eins og Bretinn mundi segja
heldur er hann snillingur í að
bijóta frásögnina upp og klippa
saman aftur eftir eigin höfði á
bæði hraðan, óvæntan og áhrifa-
mikinn hátt. Látið það ekki koma
á óvart þótt Stalín eigi heima í
risastórri vöruskemmu, að blóð
leki niður eftir hvíta tjaldinu yfir
myndina, að Fílharmóníuhljóm-
sveit Lundúna birtist þar sem hún
leikur tónlist Shostakovitsj undir
myndinni, jafnvel að tónskáldið
skipti sér af tónlistarvali myndar-
innar í eigin jarðarför - allt er
það óijúfanlegur hluti af þessari
impressjónísku sinfóníu Palmers
um Shostakovitsj og Stalin.
Stalín gnæfir yfir myndinni
eins og hann gnæfði yfir lífi
Shostakovitsj. Vitnisburðurinn er
um listamanninn og kúgarann,
hinn valdalausa og alvaldinn, hún
er að hluta beitt satíra á einræði
og persónuofsóknir Stalíns (tón-
skáldið er beiskur og kaldhæðnis-
legur sögumaður myndarinnar),
að hluta hrollköld lýsing á lífi sem
býr við stöðuga kúgun, lýsing á
morðóðu einræðisríki, svo hrylli-
lega afkáralegu að það verður
fyndið: Stalín gerir ekki annað en
fletta skýrslum um menn og kon-
ur og strika nöfn út af listum.
Eina stundina eru tilraunir
Shostakovitsj til að semja frá
hjartanu tættar í sundur og hann
er opinberlega settur út af sakra-
mentinu, lýst í mögnuðu atriði á
ráðstefnu tónskálda þar sem kol-
legar hans standa upp frá honum,
en hina stundina er hann fremsta
tónskáld þjóðarinnar, klaþpað af
Stalín. Upp og niður, upp, niður.
Inní allt þetta klippir Palmer listi-
lega saman svipmyndir úr sögu
Rússlands á 20. öldinni og tónlist
Shostakovitsj.
Niðurstaða Palmers er sú að
Stalín hafi skapað Shostakovitsj,
að tónskáldið hafi gert sín bestu,
fegurstu verk í andstöðu við hann,
þegar mest ógnin stafaði af ein-
ræðisseggnum. „Ég er óvinurinn
sem þú elskaðir að hata,“ segir
einræðisseggurinn við tónskáldið
þegar hann vitjar þess á dánar-
beði.
Ben Kingsley, sem orðinn er
talsverður sérfræðingur í að leika
frægðarmenni sögunnar, er fá-
dæma góður í hlutverki tónskálds-
ins og Terence Rigby ekki síður
í hlutverki Stalíns.
Billy Budd
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Leikstjóri Peter Ustinov. Hand-
rit Ustinov og Robert Rossen,
eftir skáldsögu Hermans Mel-
ville. Aðalleikendur Peter Ust-
inov, Robert Ryan, Terence
Stamp, Melvyn Douglas. Bret-
land 1962.
Það á ekki illa við að sýna Billy
Budd til heiðurs Terence Stamp,
síðasta gesti Kvikmyndahátíðar í
ár. Því hvort tveggja var hún
fyrsta mynd leikarans og fyrir
titilhlutverkið hlaut hann sína
einu Óskarsverðlaunatilnefningu
hingað til. En það er ekki sopið
kálið þó í ausuna sé komið, ’62
var samkeppnin hörð sem endra-
nær og reyndist Ed Begley hlut-
skai-pastur, hlaut Óskarinn fyrir
Sweet Bird of Youth. Margir töldu
þó Bretann unga líklegan til verð-
launa og víst er að það setti stórt
strik í reikninginn að Billy Budd
var framleidd af fátæku smáfyrir-
tæki - Allied Artists - sem hafði
lítil ráð á að kynna og auglýsa
sinn mann.
Billy Budd Ijallar öðru fremur
um eilífa baráttu góðs og ills. Um
borð í bresku herskipi á ofan-
verðri 18. öld er hásetinn Stamp
ljúfmennskan og gæðin uppmáluð
en agameistarinn Ryan illmennsk-
an holdi klædd. Endar myndin á
herréttarhöldum yfir Stamp eftir
morð kvalara skipshafnarinnar.
Billy Budd er byggð á leikriti
sem aftur var ieikgerð skáldsögu
eftir Melville. Umræðan um lög
og réttlæti og margslungið inn-
ræti mannsins er sígild. Myndin
hefur hinsvegar elst frekar iila,
einkum ýktir leikhústaktar Ust-
inovs í herréttaratriðinu, eins ber
kvikmyndin alltof mikinn keim af
leikhúsi. Að öðru leyti er sönn
ánægja að fylgjast með klækjar-
efnum Ustinov, Ryan er engu
síðri, Stamp gengur upp og ofan
við erfitt hlutverk og frumraun
sína á hvíta tjaldinu. Melvyn Do-
uglas er traustur að venju í hlut-
verki Danskers og í stórum hópi
aukaleikara má kenna fjölda
kunnra andlita.
Myndir
sýndar í dag
Aðskildir heimar, Salaam
Bombay!, Píslarganga Jud-
ith Hearne, Geggjuð ást,
Fjölskyldan, Sögur af Giml-
ispítala, Ashik Kerib, Föls-
unin, Liðsforinginn, Blóð-
akrar.