Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 43
L
MORGCNBIADÍf) WMÍITUDAGUR 19. OKTÓBtó
'áÍ! U
AÚ
Morgunblaðið/ Karl Sigurgeirsson
Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir, uppstillt „með stæl“.
AST
Gekk að eiga dæmdan
fj öldamor ðingj a
Kenneth Bianchi er betur þekkt-
ur í Bandaríkjunum sem the
“Hillside Strangler", eða Hlíða-
Lukkuleg brúðhjón, Hlíðarmorð-
inginp og Shirlee Bock
morðinginn, en síðustu 11 árin hef-
ur hann setið á bak við lás og slá
í fangelsi í Washington eftir að
hafa verið dæmdur í tvöfalt
lífstíðarfangelsi fyrir að hafa
nauðgað og myrt ÍO ungar konur
í Los Angeles.
Bianchi segist vera breyttur mað-
ur og það til hins betra og til að
leggja áherslu á það hefur hann
gengið að eiga Shirlee Bock. Þau
voru gefin saman í fangelsiskapell-
unni og eyddu hveitibrauðsdögun-
um í hjólhýsi á fangelsislóðinni.
Ekki hefur hjónabandið alls staðar
mælst vel fyrir, því margir álíta
Bianchi vera geðsjúkan ofbeldis-
mann. Shirlee er á annarri skoðun,
segir bónda sinn vera ljúfmenni hið
mesta og allar sögur um bresti
hans séu uppspuni frá rótum. Hið
sanna eðli hans komi brátt í ljós
og karli verði sleppt úr prísundinni.
Bianchi segist aftur á móti ekki
ræða fortíðina heldur horfi fram
veginn, árið 2005 verði mál hans
athugað og þá ákveðið hvort til
greina komi að sleppa honum skil-
orðsbundið. Hann segist bjartsýnn
að geta þá orðið Shirlee sá eigin-
maður sem hún vissulega eigi skilið.
Annars bar kynni þeirra skringi-
lega að. Shirlee las sig til um morð-
in og réttarhöldin og þegar Bianchi
var kominn í svartholið ritaði hún
honum bréf. Þau skrifuðust síðan
á all lengi, en hittust aldrei. Bónorð-
ið bar Bianchi upp bréfleiðis og já-
ið kom einnig bréfleiðis. Þau höfðu
aldrei sést fyrr en í betrunarhúsinu,
daginn fyrir brúðkaupið.
HVAMMSTANGI
Dansað af
lífi og sál
Dansskóli Jóns Péturs og Köru
hefur síðastliðnar íjóra'r vikur
staðið fyrir námskeiði sem haldið
var í samvinnu við leikskólann og
Grunnskólann á Hvammstanga.
Um eitt hundrað börn og unglingar
tóku þátt í námskeiðinu sem lauk
með danssýningu. Kom þar fjöldi
foreldra og annarra fullorðinna til
að gleðjast með þessum ungu borg-
urum.
Kennararnir, Jón Pétur Úlfljóts-
son og Kara Arngrímsdóttir, eru
Húnvetningum vel kunn, þvi þau
hafa kennt hér í allmörg skipti. Þau
luku kennaraprófi frá dansskóla
Sigurðar Hákonarsonar, Jón Pétur
árið 1988 og Kara á þessu' ári.
Stofnuðu þau eigin skóla nú í haust.
Segja þau að áhugi fólks fyrir dans-
listinni sé mikill og hefðu m.a.
starfsmannahópar pantað tíma hjá
þeim.
í lok danssýningarinnar á
Hvammstanga gáfu kennararnir
nemendum og gestum smáinnsýn í
fullkomnun danslistarinnar. Voru
þau óspart hvött með hrópum nem-
endanna „meira, meira“. Sannar-
lega ríkti gleði í Félagsheimilinu.
Karl
BARNASKOR
Jólaskórnir komnir.
Stærðir: 28-37. Svart lakk, hvítt leður.
Ennfremur: Kvenskór - karlmannaskór - stígvél.
Skóverslun Kópavogs,
Hamraborg 3, sími 41754.
Hraðlestrarnámskeið
Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn?
Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum?
Vilt þú auðvelda þér námið með auknum
lestrarhraða og bættri námstækni?
Svarir þú játandi, skaltu skrá þig á síðasta
hraðlestrarnámskeið ársins, sem hefst
miðvikudaginn 25. október nk.
Skráning öll kvöld kl. 20-22 í síma 641091.
Hraðlestrarskólinn E
NYTT OG GLÆSILEGT ÆFINGASVÆÐI
EKTA TEX-MEX MATUR
STUB OG MEXIKÖNSK STEMNING