Morgunblaðið - 19.10.1989, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 1989
916 _______\_______
Þegar við vorum svo búin að
gera sundlaugina og koma
þessum húsgögnum fyrir átt-
um við ekki fyrir nýrri heim-
æð ...
Með
morgunkaffinu
Hvernig veistu að ég heiti
Eva?
Að búa til vandamál
Til Velvakanda.
Það eru mörg vandamálin sem
við er að glíma hjá okkar fámennu
þjóð og sum þeirra eru torleyst.
Þess vegna finnst mér það vera að
bera í bakkafullan lækinn að búa
til vandamál, fara í lúsaleit að ein-
hveijum hégóma og blása hann út
og gera að einu ógurlegu vanda-
máli.
Einmitt þetta hefur gerst nú
nýlega. Hæstvirtur menntamála-
ráðherra og allt hans lið ætlar að
fara í mikla herferð gegn meintu
Til Velvakanda.
í Morgunblaðinu hinn 1. október
birtist grein með fyrirsögninni
„Bretinn botnar ekkert í hringjun-
um“ og ásamt henni myndir af
hringjum í hveitiakri. Hér kemur í
ljós að fleiri jurtir en kaffijurtir
geta teiknað. Þessa mynd hefur
lífríkið gert af kjarnorkunni. Þetta
er svar lífríkisins við kjarnorkunni,
og sýnir hún rafeindir og annað sem
snýst í kring um kjarnann. Fleira
þessu líkt mun sjást á yfirborði jarð-
ar. Þetta er byijunin. Eg les í bolla.
misrétti í skólum landsins. Þetta
átak, því nú gerist allt í átökum,
heitir því rismikla nafni, Uppúr hjól-
förunum. Hvert er nú þetta mis-
rétti sem kennarar eru sakaðir um
að beita í skólunum? Jú, þeir ku
tala meira við stráka en stelpur,
að hugsa sér! Ég hef kynnst ijölda
nemenda í gegn um árin, allt frá
nemendum í barnaskóla upp í há-
skólanema og aldrei heyrt minnst
á þetta misrétti einu orði.
Og hvernig á svo að útrýma áður-
Gerlegt er að ná næstum hvaða
mynd sem er í kaffibolla. Hér ganga
jurtirnar sjálfar fram fyrir skjöldu
og teikna sjálfan kjarnann á akur-
inn ásamt rafeindum og öðru sem
telst til kjarnorku. Dauðinn byijaði
í jurtaríkinu er Eva rændi eplinu
undir valdi Satans. Þessi mynd er
af kjarnorkustríði Englendinga og
annarra kjarnorkuvelda sem jafnvel
ekkert mannlegt auga getur séð.
Valdimar Bjarnfreðsson
nefndu misrétti? Ég sé þar bara
eitt til ráða. Það verður að setja
eftirlitsmann með skeiðklukku í
hendi yfir hvern kennara til að sjá
um að hann tali ekki meira við
stráka en stelpur. Það eina jákvæða
við þetta brölt er að það gæti orðið
atvinnubótavinna á krepputímum,
og svo gæti það einnig verið ágæt-
ist hráefni í brandaraþætti gríniðju-
höfunda. 1
Þetta er eitt mesta deilumál sem
komið hefur upp lengi. Þetta er
móðgun við kennara og gæti jafn-
vel aukið á agavandamál í skólum.
Nemendur væru vísir til að gera
uppsteyt móti allri þessari vitleysu.
Nei, kennarar eru ekki fastir í nein-
um hjólförum sem þeir þurfa að
komast uppúr hvað jafnrétti nem-
enda snertir. Topparnir í Mennta-
málaráðuneytinu eru fastir í hjólför-
um lágkúru og hégóma og uppúr
þeim þyrftu þeir sem fyrst að kom-
ast.
Gestur Sturluson
Rjúpnaveiðimenn
Treystið öryggi ykkar sem
mest í hverri veiðiferð. Gætið
þess ávallt að skotvopn ykkar
séu í fullkomnu lagi og vel hirt.
Hafið meðferðist áttavita og
kort og búnað til ljós- og hljóð-
merkjagjafa. Hefjið veiðiferð-
ina árla dags og ljúkið henni
áður en náttmyrkur skellur yfir.
Verið ávallt stundvísir á
áfangastað.
Jurtirnar teikna
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
að er vandaverk fyrir þá sem
starfa á fjölmiðlum að fmna
myndir sem hæfa fréttum hveiju
sinni. Sérstaklega getur þetta verið
vandasamt á sjónvarpsstöðvunum,
eins og nýlegt, dapurlegt dæmi sann-
ar.
Á dögunum frétti Víkveiji af konu
nokkurri sem einn af fáum góðviðris-
dögum liðins sumars brá sér í bæ-
inn. Það væri ekki í frásögur fær-
andi ef konan hefði ekki orðið skot-
mark kvikmyndatökumanna annarr-
ar sjónvarpsstöðvarinnar. Þegar
myndin var fyrst notuð var ijallað
um sumar í borginni, ferðamenn og
fleira slíkt heldur huggulegt. Síðar
hefur myndin verið notuð tvisvar eða
þrisvar sinnum að sögn konunnar og
við alls óskyld fréttatileíni. Finnst
konunni orðið nóg um myndir af
þessu rápi hennar um miðbæinn og
allra verst þegar myndin var notuð
með frétt af fjárhagserfiðleikum ein-
staklinga og gjaldþrotum.
„Góðkunningi“ Víkveija sagði
honum af öðru dæmi, sem hann sagð-
ist vægt til_ orða tekiö, vera orðinn
þreyttur á. í fíugvél á leið til útlanda
fékk hann sér glas af góðu víni eins
og gengur og gerist. I vélinni voru
myndatökumenn og endilega þurftu
þeir að skjóta á manninn þar sem
hann fékk sér úr glasinu góða. Nú
hefur þessi myndbútur verið notaður
nokkrum sinnum, t.d. með fréttum
af ferðalögum íslendinga, og alltaf
er vinurinn með glasið á leið til út-
landa.
xxx
Ekki kom það skrifara svo mjög
á óvart er hann frétti að Banda-
ríkjaforseti hefði talað um Leif
Eiríksson sem norskan eins og kom
fram í ríkisútvarpinu um síðustu
helgi. Reyndar hefur sendiherra kom-
ið leiðréttingu á framfæri, en alls
óvíst er að það dugi og reyndar er
þetta ekki í fyrsta skipti sem Banda-
ríkjamenn láta glepjast af áróðri
Norðmanna.
Þeir hafa vérið iðnir við að koma
því á framfæri að Leifur heppni hafi
verið frá Noregi og alltaf annað slag-
ið kemur þessi misskilningur fram í
Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum árum
var Víkveiji staddur í Flórída er
Norðmenn greindu frá því að þeir
hygðust halda mikla hátíð er þúsund
ár verða liðin frá þvi að Leifur er
talinn hafa komið til Ameríku.
Norsku frændumir urðu vandræða-
legir er íslendingurinn í hópnum
spurði hvers vegna þeir væru að
minnast Ameríkufarar íslendingsins.
Spyija má hvort stjómvöld hér á landi
hafi fylgst með undirbúningi þessara
hátíðahalda og hyggist gera eitthvað
á þessum tímamótum er nær dregur
aldamótum til að heiðra minningu
íslendingsins Leifs og minna á sig.