Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 47
I
<!8Gt H3SÖT30 .61 HUOAQUTMMIr>I GIGAUÍJVHJOHOM
-------------MOROUNBtAÐÍÐ'í'MMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1H89------
-47
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8. SÍMI 84670
KARLMANNAFÖT
frá kr. 5.500,- til 9.990,-
Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,-
Nýkomnar yfirstærðir.
Mittismál mest 128 cm.
Gallabuxur kr. 1.420,- og 1.620,-
Flauelsbuxur kr. 1.420,- og 1.900,-
Regngallar nýkomnir kr. 2.650,-
Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt.
ANDRES, Skólavörðustíg 22, sími 18250.
VEL\AKANDI
SVARiR í SIMA
691282KL. 10-12
FRÁ NÁNUDEGI
TIL FCSTUDAGS
^-MUk
Þessir hringdu . .
Söluturninn á Lækjartórg
Kona hringdi:
„Ég var að lesa um það í Morg-
unblaðinu sl. þriðjudag að nú §é—
verið að flytja Söluturninn í
Mæðragarðinn við Lækjargötu. Ég
er komin á áttræðisaldur en þegar
fjölskylda mín flutti til Reykjavíkur
var ég fjögura ára. Þá stóð Sölut-
urninn á miðju Lækjartorgi og þar
var selt sælgæti og tók hann sig
vel út þar. Þetta var áður en klukk-
an var sett á torgið en mér hefur
alltaf þótt hún vera eins og illa
gerður hlutur. Svo var Söluturninn
fluttur á Arnarhólstúnið og þar var
hann í nokkur ár. Eftir það var
hann fluttur upp í Árbæ en svo í
Austurstræti. Mig hefur alltaf
dreymt um að hann verði aftur
settur á Lækjartorg þar sem klukk-
an er núna. Þar er hans rétti stað-
ur.“
stórminnka og síðast en ekki síst
verða stórsparnaður í viðhaldi. En
ef S.E. treystir sér ekki til að aka
á öðru en nagladekkjum þá á hann
að gera það. En hann og hans líkar
eiga þá líka að borga hærri gjöld
en þeir sem spara þjóðfélaginu með
því að aka á ónegldum snjódekkj-
um.“
Burt með fríðindin
Gunnar Hallgrímsson hringdi:
„Ég skora á ráðherrana að
leggja niður alla rjsnu og greiða
veislur úr eigin vasa ef þeir vilja
halda þær. Einnig að afsala sér
öllum bílastyrkjum. Þessir pening-
ar ættu svo að renna til fátækra
íjölskyidna í landinu."
Nagladekk ekki
nauðsynleg
Lesandi hringdi:
„Síðast liðinn laugardag skrifar
S.E. í Velvakanda og kvartar und-
an því að gatnamálastjóri sjái í
kostnað vegna skemmda eftir
nagladekk í götunum, svo og að
fólk sé farið að veigara sér við því
að nota nagladekk vegna áróðurs.
Mér langar aðeins að segja þetta,
vissulega eru slysin dýrust en ef
S.E. myndi prófa að setja gróf-
mynstruð snjódekk undir bílinn
sinn og æki svo auðvitað varlega
við erfiðar aðstæður, væri hann að
minnsta kosti jafn öruggur og á
nagladekkjum. Og hann myndi
stuðla að meira öryggi með því þar
sem merkingar myndu endast bet-
ur, Svo myndu tjöruslettur á bíla
Gleraugu
Karlmannsgjeraugu í blárri um-
gerð töpuðust í nágrenni Hlemms
10. október. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
678046.
Ullarslæða
Þunn ullarslæða, brúnleit með
frönskum myndsturbekk, svörtum
og hvítum, tapaðist í júlí eða ágúst
í Aðalstræti eða Austurstræti.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í Ragnheiði í síma
603600 eða 71790 á kvöldin.
Úr
Kvenúr af gerðinni Sloane
fannst við Tungötu sl. föstudag.
Upplýsingar í síma 29701.
Ur af gerðinni Pulsar með brúnni
leðuról tapaðist við Laugaveg hinn
12. október. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
685101.
Veski
Tapast hefur vínrautt Iðanaðar-
bankaveski með skilríkjum.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í Björgu í síma 82345.
Fundarlaun.
Hjól
18 gíra 26 tommu grásvart reið-
hjól var tekið við Kaupstað föstu-
daginn 13. október. Vinsamlegast
hringið í síma 74326 ef það hefur
fundist einhvers staðar.
Armband
Lítið barnaarmband merkt Signý
tapaðist á leiðinni frá Melaskóla
að Hjarðarhaga. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í síma
23072.
Hæpið
malfar
Til Velvakanda.
í nýkomnum bæklingi frá ríkis-
skattstjóra er reynt að fræða al-
menning um virðisaukaskatt, sem
verður tekinn upp í stað söluskatts.
Hvorki skortir glansinn né litinn á
pésann, en hins vegar er málið á
stundum skrautlegt og kemur
spánskt fyrir sjónir. Það má til
sanns vegar færa, að það getur
verið erfitt að skýra flóknar reglur
á einfaldan hátt, en hér þarf að
taka á málinu af festu. Vel má
vera, að flestir skilji hvað við er átt
með „endanlegum neytanda" en
ljótt þykir mér það engu að síður.
Hins vegar líkar mér alls ekki að
kalla bónda og útgerðarmann „hrá-
vöruframleiðendur". Fyrir því eru
margar ástæður, enda er fátt eða
ekkert þeim sameiginlegt.
Á einum stað (bls. 15) segir: „Ef
greitt er inn á verð vöru ...“ Alltaf
hef eg vanist því að greitt sé inn á
reikninga, bækur o.þ.h. en aldrei
heyrt þetta áður að greiða „inn á
verðið“. (Á hinn bóginn hef eg heyrt
að greiða „upp í verð“.) Nú spyr
eg, eins og íslenzkumönnum í út-
varpi er tamt, hvort einhver kannist
við þessa notkun.
Reyndar var það annað, sem
varð kveikjan að pistli þessum. Það
líkar mér sýnu verr og vil eg hvetja
gæzlumenn íslenzkrar tungu til
þess að kveða niður þann draug. í
leiðbeiningunum er sífellt klifað á
þú, þú, þú: Þú þarft, þú leggur,
færð þú, þótt þú, þú telst, þú inn-
heimtir o.s.frv. Hér hygg eg, að
enskan sé orðin æði áleitin, svo að
þarft er að spyrna á móti. Sjálfum
finnst mér, að ríkisskattstjóri eigi
að nota þéringar í opinberum skrif-
um, þar sem þær eiga við, hafi
hann þær á valdi sínu, en eg er þó
ekki viss um að allir vilji sam-
þykkja það. En „þú-stílnum“ verður
að útrýma, enda hægur vandi að
skipa orðum á annan veg.
Rekstraraðili
Þú svalar lestraiþörf dagsins
ájsíöum Moggans!
Teg: DONNA - Dýnumál 80x200Tmrí 10x200 cm
úr Ijósri furu meó
góðri dýnu og stórri
rúmfatageymslu.
REYKJAVÍK