Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D 241. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sovétríkin: Mikki Mús geririnnrás Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR lesend- ur geta innan skamms lesið um Mikka Mús á niss- ncsku. Utgáfúfyrir- tækið Fizkúltúra í Sport hefur í sam- vinnu við Guten- berghus ákveðið að gefa út myndablöð með ævintýrum Walt Disney-hetj- unnar sem líklega verður þá nefhd Fé- lagi Músskíj. Að sögn Trúd, málgagns verkalýðshreyfingarinnar, mun blaðið koma út Qórum sinnum á ári í 200 þús- und eintökum í hvert sinn. Grænland: Rækjutogur- immn fækkað Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Grænlenska Iandsþingið telur nauð- synlegt að fækka rækjutogurunum um 14 til að saman fari sóknargeta og kvóti. Er um það einhugur meðal lands- þingsmanna en ekki um hitt hvort fækka skuli landsstjórnartogurunum eða togurum í einkaeigu. Steftit er að því, að með vorinu verði sett lög um fækkunina. Látum tíma- ritin tala! Daily Telegraph. LESENDUR nýj- ustu útgáfu banda- ríska vikublaðsins Business Week ættu ekki að láta Mí ^ sér bregða þótt . '• upphæfist skræk- “ r ' róma tal þegai’ blaðinu er flett. Um ~ _ , er að ræða fyrstu blaðaauglýsingu heims sem talar til lesandans á manna- máli. í hluta upplagsins er neftiilega tölvukubbur, á stærð við kramda baun, sem í er örgjörvi með minni. Auglýsing- in varir í 15 sekúndur og er endurtekin 650 sinnum nema blaðinu sé flett á næstu opnu! ,* * • " t* * ^ COMPUTERS JAPfiN ÍOMtS ON STRONG Hrun fiskstoftianna í Barentshafi: Morgunblaðið/Þorkell HA USTMYND AF LÖNGUHLÍÐ Öttast fólksflótta frá N-Noregi vegna ástandsins í sjávarútvegi SÍÐUSTU upplýsingar um ástand fisk- stofnanna í Barentshafi og tillögur fiski- fræðinga um, að þorskkvóti Norðmanna verði aðeins 100.000 tonn á næsta ári hafa komið eins og reiðarslag yfír norska sjómenn. Reynist útreikningar fiskifræð- inganna réttir eins og flest bendir til munu 15.000 manns í Norður-Noregi missa vinnuna með tilheyrandi fólks- flutningum suður á bóginn. Er mikið fjallað um þessi mál í norskum fjölmiðl- umi, meðal annars í Aítenposten og Fisk- aren. Neyðarástandið í norskum sjávarútvegi segir raunar víðar til sín en í Norður- Noregi því að bæir og þorp suður með allri ströndinni verða einnig fyrir barðinu á því. Þar er raunar búist við algeru þorskveiði- banni ofan á nýlegt bann við laxveiðum í reknet og stórum minni krabbaafla. Verst er þó ástandið í Norður-Noregi þar sem allt snýst um fiskinn. Er búist við, að þar verði landað á þessu ári um 310.000 tonnum af fiski ogþar af 178.000 tonnum af þorski. Reiknað hefur verið út, að minnki þorsk- aflinn í Norður-Noregi um 100.000 tonn muni 15.000 manns missa vinnuna. Þar af eru sjómennirnir tæplega 4.000 en almennt er talið, að fyrir hvern sjómann vinni þrír menn í landi við vinnsluna. Byggðin í Norð- ur-Noregi, Norðlandi, Troms og Finnmörku, hefur lengi átt undir högg að sækja en nú segja sumir, að hún muni leggjast af að öllu óbreyttu. Fyrir nokkrum árum töldu norskir fiski- fræðingar þorskstofninn í Barentshafi vera á mikilli uppleið en þær vonir hafa alveg brugðist. Sömu sögu er að segja af loðn- unni og verða engar veiðar leyfðar á henni fyrr en 1992 í fyrsta lagi. Deilt er um ástæð- ur fyrir hruni fiskstofnanna en fáir efast um, að ofveiði sé um að kenna, jafnt á þorski sem loðnu. Þegar loðnan hvarf missti þorskurinn verulegan hluta af æti sínu. Norskir sjómenn halda því raunar fram, að Sovétmenn, sem mega veiða 134.000 tonn af þorski á þessu ári, hafi nú þegar veitt hátt í 500.000 tonn en norska hafrann- sóknastofnunin segist ekki hafa aðrar upp- lýsingar í höndunum en þær, sem hún fær frá Sovétmönnum sjálfum. Komið hefur fram, að norskir fiskifræð- ingar hafi lagt til, að heildarþorskkvótinn í Barentshafi á þessu ári yrði aðeins 170.000 tonn. Bjarne Mörk Eidem þáverandi sjávar- útvegsráðherra tók hins vegar ekkert mark á þessum tillögum og í viðræðunum við Sovétmenn lagði norska nefndin til, að kvót- inn yrði 340.000 tonn. Sovéska nefndin taldi, að hann ætti að vera 200.000 tonn en loksins var sæst á 300.000 tonn. FJÖLLUNUM /Dr. Haraldur Sigurdsson 20 MÁLLEYSINGJUM MISBOÐIÐ 10 ÞUMALPUTTTAREGLAN 14 _ SPÁMAÐUR ^ EgyptalandS BLAÐ c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.