Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT T C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTOBER ERLEIMT INNLENT 6% gengis- sig til 1. desember STEFNT er að því að gengi íslenzku krónunnar sígi um 6% á næstu fimm vikum eðatil 1. desem- ber. Eftir viðræður stjórnvalda og fulltrúa útflutningsgreinanna varð samkomulag um að nauðsyn væri á því að ná niður raungengi um að minnsta kosti 6%. Borgarleikhús vígl Nýtt Borgarleikhús var vígt með viðhöfn á föstudagskvöld. Fyrstu sýningamar í húsinu eru Ljós heimsins á litla sviðinu og Höll sumarlandsins. Bæði verkin eru unnin upp úr Heimsljósi Halldórs Laxness af Kjartani Ragnarssyni. Byggingarkostnaður hússins er orðinn um 1,5 milljarðar króna. Forsetinn ræðir við Svisslendinga Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, ræddi við Jean-Pascal Delamuraz, forseta Sviss, um þró- un EFTA og EB. Einnig ræddu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og René Felber utanríkisráð- herra Sviss saman í Bern. Jón Baldvin átti í vikunni einnig fundi með utanríkisráðherrum Noregs og Irlands og forystumönnum jafnað- armannaflokka á Norðurlöndum. Reglur um ferðakostnað verði endurskoðaðar Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- ings vilja að reglur um ferðakostn- að opinberra starfsmanna verði endurskoðaðar, þar sem dagpen- ingar þeirra séu hreinar auka- greiðslur. Einnig segja þeir að óeðliiegt sé að almenningur greiði ferðalög ráðherra á vegum flokka eða samtaka. Heimildarlausir aðstoðarmenn víki Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, hefur lagt til að þeim aðstoðarmönnum ráðherra, sem ráðnir hefðu verið í heimildarleysi, yrði sagt upp. Nær það til aðstoðar- manns Stefáns Valgeirssonar, sem segist hafa í nógu að snúast og veiti sér ekki af aðstoðarmanni. Islendingum vísað frá námi í EB . Islenzkum námsmönnum, sem sótt hafa um skólavist í dönskum háskólum, hefur verið synjað um skólavist vegna þess að ísland sé ekki í EB. Einnig hefur íslending- um verið synjað um skólavist í Svíþjóð, jafnvel á þeim forsendum að Island tilheyri ekki Norðurlönd- unum. Kirkjuþing ræðir dauðaskilgreiningu Kirkjuþing var sett í vikunni. Þar er meðal annars tíl umræðu skilgreining á dauða, með tilliti til möguleika á líffæraflutningum. ERLENT Mannskæð- urjarð- skjálfti í San Francisco Jarðskjálfti, sem mældist 6,9 stig á Richter-kvarða, reið yfir San Francisco og norðurhluta Kal- iforníu síðdegis á þriðjudag að staðartíma. Ottast var í fyrstu að um 270 manns hefðu farist í skjálftanum en á föstudag var talið að tala látinna yrði mun lægri, eða innan við 120. Þetta var næst mesti jarðskjálfti í sögu Bandaríkjanna. Skjálftamiðjan var um 80 km suður af San Fran- eisco. Hálfur annar kílómetri af efri hæð átta akreina hraðbrautar frá Flóabrúnni á leið til borgarinn- ar Oakland hrundi og 253 menn sem leið áttu um hraðbrautina fórust. Rafmagnslaust varð í hluta San Francisco og bílar lágu eins og hráviði um borgina og byggingar hrundu. Rafmagns- laust varð einnig í Santa Cruz og eldar brutust út víða um borgina. Eftirskjálftar hafa mælst allt að 4 stig á Richter-kvarða en þeir hafa ekki valdið frekara tjóni. Að mati tryggingfélaga gæti tjónið af völdum skjálftans numið fjór- um miljörðum dala, 240 miljörð- um ísl. kr. Fjölmargir Islendingar búa á svæðinu en þeir munu allir vera heilir á húfi. Þó ók einn þeirra, Ægir Jens Guðmundsson, um hraðbrautina sem hrundi mínútu áður en skjálftinn varð. Verðbréfahrun í Bandaríkjunum Mikið verðhrun varð í Wall Street á föstudag í síðustu viku og er helsta ástæða verðfallsins talin vera aukin útgáfa á áhættubréf- um sem hafa mikið verið notuð þegar risafyrirtæki hafa verið keypt. Dow Jones-verðbréfavísit- alan féll um 190 stig sem er þriðja mesta verðhrun sögunnar. Verð- bréf hækkuðu í verði strax eftir helgina. Nýr leiðtogi í Austur-Þýskalandi Egon Krenz i hefur tekið við | af Erich Honec- ker sem leiðtogi | austur-þýska kommúnista- flokksins. Honecker lýsti I því yfir á mið- stjórnarfundi á' miðvikudag að hann ætlaði að draga sig í hlé sem leiðtogi flokks- ins. Krenz, sem var yfirmaður öryggismála í Austur-Þýskalandi í sex ár, hét því að beita sér fyrir breytingum á samfélaginu í sjón- varpsávarpi á miðvikudag, en sagði jafnframt að skilyrði fyrir viðræðum við ýmsa þjóðfélags- hópa væri að sósíalisminn yrði ekki dreginn í efa. Austur-þýskir andófsmenn segjast hafa litla trú á Krenz sem boðbera breyttra tíma. Nóbel til Camilo Jose Cela Spænski rithöf- undurinn Cam- ilo Jose Cela hlaut Nóbels- verðlaunin í bók- menntum árið 1989. Hann er fimmti Spánveij- inn sem hlýtur verðlaunin. Cela fékk verðlaunin „fyrir magnþrungna frásagnarlist og þá nýju mynd sem hann gefur af manninum í öllu sínu umkomu- leysi.“ Ein bóka hans, „Pakval Dvarte og hyski hans“ hefur kom- ið út í íslenskri þýðingu. Jarðskjálftarnir í San Francisco: Manntjónið minna en talið var San Francisco. Reuter. Björgunarmenn í San Franciseo hafa fundið lík 32 manna í rústum tveggja hæða hraðbrautarinnar, sem hrundi í landskjálftanum síðastliðinn þriðjudag. Upphaf- lega var talið, að um 250 manns hefðu farist alls en líklega eru þeir miklu færri. George Bush Bandaríkjaforseti kom til San Francisco á fostudag og hét borg- arbúum stuðningi alríkisstjórnar- innar við uppbygginguna. * Aföstudag fundust lík 13 manna í rústum hraðbrautarinnar og er þá vitað um alls 32, sem létust þegar hún hrundi saman. Leitinni hefur hins vegar verið frestað að sinni af ótta við, að það, sem enn stendur uppi, geti fallið saman. í fyrstu var áætlað, að 250-300 manns samtals hefðu farist i jarðskjálftan- um en á föstudagskvöld höfðu aðeins fundist lík 55 manna. Sennilegt er, að sú tala eigi þó eftir að hækka eitthvað. Bush Bandaríkjaforseti var í San .Francisco á föstudag og virti fyrir sér verksummerkin, meðal annars rústir hraðbrautarinnar. Lýsti hann samúð sinni með borgarbúum og um leið aðdáun á fumlausum viðbrögðum þeirra. Hét hann þeim stuðningi alríkisstjórnarinnar við endurreisnar- starfið. Hópur japanskra vísindamanna telur sig hafa fundið nákvæm upptök jarðskjálftans á þriðjudag og segir, að þau séu á San Andreas-mis- Reuter Öldungurinn Albert Prevost bíður níeð Biblíuna í hendi eftir að fá leyfi til að huga að eigum sínum inni í stórskemmdu húsinu. genginu um 120 km fyrir sunnan I menn telja þó of snemmt að slá San Francisco. Bandarískir vísinda- | nokkru föstu um þetta. Slj ómarandstaða að fæð- ast í Austur-Þýskalandi VÍSIR að stjómarandstöðu hefúr á undanfömum mánuðum verið að fæðast í Austur-Þýskalandi. Vissulega hafa alltaf verið til ein- staklingar og hópar sem andmælt hafa stefnu stjóravalda en þær raddir hafa oftast verið þaggaðar niður af lögregluríkinu. Ein besta leiðin til að sýna óánægju sína í verki hefúr verið að flýja yfir til Vestur-Þýskalauds. Hafa fjölmargir Austur-Þjóðveijar lagt líf sitt að veði í slíkum flóttatilraunum í gegnum árin. Þegar stjórnvöld annars staðar í Austur-Evrópu slökuðu aðeins á klónni sættu tugþúsundir Austur-Þjóðveija lagi og kusu frelsið með fót- unum. Þær raddir gerast nú hins vegar æ háværari að í stað þess að flýja land eigi fólk að reyna að breyta kerfinu innan frá. „Við verðum hér áfram,“ hrópuðu þannig þær tugþúsundir sem gengu um götur austur-þýskra borga fyrr í þessum mánuði. Neu- es Forum eða Nýr vettvangur heitir hreyfingin sem er í forystu austur-þýsku sfjómarandstöðunnar og stofnuð var í september af þrjátíu einstaklingum. Tveim vikum eftir stofnun hreyfingarinn- ar voru félagar orðnir um 4.500. ó að Nýr vettvangur sé vissu- lega vel til hægri við komm- únistaflokkinn yrði hreyfingin eflaust sögð til „vinstri" á Vesturl- öndum. Hefur henni verið lýst sem blöndu af Vorinu í Prag árið 1968, Míkhaíl Gorbatsjov, „byltingunni að ofan“ í Ung- verjalandi og hugsunarhætti græningja vestanmegin. En þrátt fyrir að hér sé sem sagt engin kapítalísk hreyfing á ferðinni voru viðbrögð austur- þýska innanríkisráðuneytisins þau að lýsa því yfir að Nýr vettvangur væri „óvinveittur ríkinu“. I flokks- blöðunum var talað um „fimmtu herdeildina" og sagt að engin þjóðfélagsleg nauðsyn vaeri fyrir hreyfingu af þessu tagi. í grein í vestur-þýsku tímariti lýsir Rein- hardt Schult, einn af stofnendum Nýs vettvangs, viðbrögðum margra borgara við stofnun hreyfingarinnar: „Margir komu að máli við okkur og lýstu tilraun- um sínum innan stofnana og flokks til að koma á breytingum. Sumir komu jafnvel með handrit sem höfðu árum saman verið falin ofan í skúffum. Nokkrir gengu úr kommúnistaflokknum og til liðs við Nýjan vettvang." Hugmyndir um sameiningu þýsku ríkjanna tveggja virðast hvorki eiga upp á pallborðið hjá Nýjum vettvangi né öðrum hópum í Austur-Þýskalandi sem gagn- rýna stjórn- völd. Aðalá- herslan er á orð eins og „rétt- Iæti“, „lýð- ræði“, „frið“ og „náttúru- vemd“. Umhverfisvemdarsjónar- mið eiga að hafa forgang þegar efnahagskerfi landsins verður breytt. Fjöldaflótti yfir til Vestur- Þýskalands er ekki á stefnu- skránni og hafa sum ummæli for- svarsmanna austur-þýsku andófs- hópanna, þar sem fram kom gagnrýni á flóttamennina sem höfðust við í sendiráðum Vestur- Þýskalands í Varsjá og Prag, vak- ið furðu á Vesturlöndum. Var Barbel Bohley, konan sem komið hefur fram sem forystumaður Nýs vettvangs, spurð um þessi um- mæli af fréttamanni vestur-þýsku rík i ssjón varpsstöðvari n narA RI). Bohley sagði þá að hreyfingin vildi ekki fordæma þá sem flýðu yfir til vesturs heldur einungis benda Barbel Bohley, forystumaður Nýs vettvangs. á að það væri ekki pólitísk lausn á vandamálum þjóðarinnar" held- ur neyðarúrræði vegna þeirra að- stæðna sem uppi væru. Aðspurð hvort hún væri samþykk fjölda- flóttanum vestur yfir sagði Bo- hley: „Já, vissulega." Stóra spurningin er hins vegar hversu mikinn áhuga hin almenni borgari hefur á þessari hreyfingu eða öðrum svipuðum. Fjöldinn er upp til hópa búinn að fá nóg af pólitísku tali og umræðum um mismunandi þjóðfélagslíkön. Þrátt fyrir að nú virðist loksins vera komin á laggirnar stjórnar- andstaða sem talar hálfopinber- Iega um breytingar á kerfinu að innan og breytingar séu að verða á æðstu stöðu flokksins virðist sú hugsun vera efst í huga almenn- ings að koma sér á brott frá landinu. Austur-þýsk stjórnvöld hafa líklega beðið einum of lengi með að taka skref 'í umbótaátt. Á hveiju er líka von þegar svar stjórnvalda við hrópum almenn- ings, „Við verðum hér áfram,“ hefur veríð að siga á hann sér- sveitum lögreglunnar? BAKSVID eftir Steingrim Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.