Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 20
2P: ÍSLENSKI PRÓFESSORINN HARALDUR SIGURBSSON ER EINN HELSTI SÉRFRÆÐINGUR HEIMS í SPRENGIGOSUM OG RÝNIR í JARÐRÚNIR FORTÍÐAR TIL AÐ META ELDGOS FRAMTÍÐAR eftír Árna Johnsen HANN VINNUR við að rannsaka eld- fjallaklukku jarðarinnar. Sérsvið hans eru sprengigos í öllum útgáfum, stórum og smáum. Hann hefur flett upp í jarð- hræringum sögunnar með rannsóknum sínum og um árabil hefur hann mætt til leiks þegar náttúruhamfarir á hans sviði hafa dunið yfír. Markmiðið er að kort- leggja áhrif eldgosa í fortíð og framtíð á veðurfar, mannlíf og fleiri þætti í dag- legu lífi ájörðinni. Kenningar hans hafa verið steftiumarkandi og þær hafa hnekkt aldagömlum kenningum eins og til dæmis varðandi eldgosið í Vesúvíusi sem eyddi Pompei 79 f. Krist. Mft.RGfthjgLAÐIft Sp.NNUDAGUR 22. OKTÓBEU FJÖLLUNUM Eitt af rannsóknarefnum prófess- ors Haralds Sigurðssonar er eld- Qallið Tambora í Indónesíu, en þar varð eitt af mestu sprengi- gosum í heimi árið 1815. Dýpt gígsins er 1200 metrar og rann- sóknarleiðangur í hann var mjög erfíður. Doktor Haraldur Sigurðs- son prófessor við haf- fræðideild Rhode Island- háskólans í Bandaríkjun- um er núna einn kunnasti vísindamaður heims í þeim þáttum eldfjallafræði er lúta að Sprengigosum bæði néðan sjávar og ofan, en dr. Haraldur fæst eingöngu við eldfjallafræði. í Rhode Island-háskó- lanum, þar sem hann hefur starfað H 15 ár, eru um 170 nemendur í haffræðideildinni. Nemendurnir stefna ýmist að doktorsgráðu eða mastersgráðu. Dr. Haraldur notar að jafnaði 3 mánuði á ári í rannsókn- ir utan háskólans. Rannsóknir sem hann hefur m.a. stundað í Banda- ríkjunum, Afríku, á Ítalíu og í Indó- nesíu. Auk þess hefur hann alloft komið við sögu í heimsfréttum á undanförnum árum þegar ákveðin náttúruslys hafa komið upp eins og til dæmis í Kamerún 1984 þegar sprenging varð þar í Monaun-vatni og 37 manns fórust. Hvernig vötnin hvolfa sér „Ég gerði rannsóknir á Monaun- vatni og kom með skýringu á spreng- ingunni sem er almennt viðurkennd. Hún byggist á því að í vatninu hafi safnast fyrir kolsýra eins og víða á sér stað í djúpum vötnum þar sem kolsýra úr iðrum jarðar á ekki greiða leið upp í andrúmsloftið. í þannig tilvikum safnast kolsýran fyrir vegna þrýstings á miklu dýpi og vatnið mettast af hans völdum eins og á sér stað í gosflösku. Ef vatnið rís upp á yfirborðið opnast kolsýrunni Indónesia 1883 Nýja Sjáland 130 f.Kr. J Italia ___TSJUKr^ Mwunt Safiil Htlinoí Bandaríkin j 1980 Indonesia 1815 leið og ef um kyrrt vatn er að ræða er hætta á miklu magni af kolsýru ef eitthvað óvænt kemur hreyfingu af stað í vatninu. I Monaun-vatn féll skriða í fyrra þannig að djúp- vatnið kom upp. Ekki er vitað hvað ýtti við gassprengingunni í Monaun- vatni, skriðuföll, stormur eða vind- alda, en vindaldan getur hlaðið vatn- inu upp í annan endann og gert það óstöðugt þannig að á ákveðnu augna- bliki hvolfist það, veltur hreinlega um. Ég vann að þessu verkefni á vegum bandaríska utanríkisráðu- neytisins sem hefur margs konar Fimm frægustu sprengigosfjöll jarðar. Myndin sýnir hæð gos- strókanna í mílum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.