Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER --------1 VT'i—r - 11 —;—rT~~T'—! < / ■ 'TT'—; /; . r- Sveinbjörg Ormsdóttir hundrað ára á morgim Föðursystir mín, Sveinbjörg Ormsdóttir, verður hundrað ára á morgun, 23. október. Af því tilefni finnst mér hlýða að setja fáein orð á blað um þessa mætu konu, enda þótt ég viti vel, að henni ‘sé lítt um slíkt gefið. Hún hefur runnið sitt æviskeið á hógværan hátt, eins og. flest það fólk, sem kennt er við aldamótakynslóðina svokölluðu. Ekki er einmitt síður fyrir það ástæða til að minnast hennar á þessum merku tímamótum á langri ævi. Sveinbjörg er komin af mjög sterkum skaftfellskum stofni og það svo, að flestir forfeður hennar hafa náð mjög háum aldri. Þó hefur hún ein náð hundrað árum, að því er ég bezt veit. Vilborg Stígsdóttir, föðuramma hennar, komst næst því. Hún varð nærri 99 ára, þegar hún lézt 23. febrúar 1912, og mun þá hafa verið elzt íslendinga. Þar á eftir kom svo Eiríkur, bróðir Sveinbjargar, en hann var 96 ára, þegar hann féll frá 1983. Sveinbjörg fæddist í Efri-Ey í Meðallandi 23. október 1889 og varð áttunda barn hjónanna Guð- rúnar Ólafsdóttur frá Eystri-Lyng- um í Meðallandi og Orms Sverris- sonar frá Grímsstöðum í sömu sveit. Alls urðu börnin tíu, en átta þeirra komust til fullorðinsára og nær öll á mjög háan aldur sem og foreldrar þeirra. Voru það fimm BISN: Tvö ný að- ildarfélög BANDALAG islenskra sérskóla- nema, BÍSN, hélt aðalfund sinn 14. október sl. í menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Bandalag- ið á 10 ára afinæli þann 10. nóvember nk. A aðalfundinum voru tekin inn tvö ný aðildarfé- lög, annars vegnar Nemendafé- lag Tölvuháskóla Verslunar- skóla Islands og hins vegar Nemendafélag Samvinnuskól- ans á Bifröst, sem koma inn sem áheyrnarfulltrúar fyrsta árið. Félagið samanstendur því af sextán aðildarfélögum hinna ýmsu sérskóla. drengir og þrjár stúlkur. Öll urðu þau nýtir þegnar í því íslenzka þjóð- félagi, sem myndaðist um og upp úr síðustu aldamótum úr því bænda- samfélagi, sem staðið hafði lítt breytt frá landnámsöld. Ástæðu- laust er að rekja það nánar hér í stuttri afmæliskveðju til Svein- bjargar frænku minnar. Já, frænka mín má svo sannar- lega muna tímana tvenna eins og flestir þeir af hennar kynslóð, sem enn eru ofar moldu. Margt í lífi hennar hefur verið svo ótrúlegt, að tæplega getur ungt fólk í alls- nægtaþjóðfélagi nútímans gert sér það í hugarlund, hvað þá í raun lagt trúnað á. En er það ekki ein- mitt þetta, sem hefur hert þessa kynslóð svo í afli þess lífs, sem hún hefur lifað, að hún hefur bæði sýnt nægjusemi í öllum hlutum og um leið lifað langa ævi? Sveinbjörg giftist rúmlega tvítug sveitunga sínum, Eiríki Jónssyni frá Auðnum og ól honum tólf mann- vænleg börn. Tvö þeirra dóu í frum- bernsku, en upp komust tíu. Eiríkur var mikill dugnaðar- og myndar- maður, sem margir muna enn, bæði austur í átthögum þeirra og ekki síður um Suðurnes, en þangað fluttust þau hjón árið 1915. Fyrst man ég eftir þeim í Sandgerði með fallega barnahópinn sinn, en síðast áttu þau heima í Norðurkoti á Mið- nesi, þar sem Eiríkur lézt árið 1940, aðeins 56 ára að aldri, og öllum harmdauði, sem honum kynntust. Sveinbjörg bjó svo áfram um hríð í Norðurkoti með börnum sínum. Árið 1950 fluttist hún til Keflavíkur að Garðavegi 6, þar sem hún hefur síðan átt heimili og notið góðrar elli í skjóli barna sinna, Nokkur síðustu árin hafa orðið frænku minni þung í skauti og hún orðið að dveljast á Sjúkrahúsi Keflavíkur, þar sem allir hafa ásamt börnum hennar létt henni byrði ell- innar af einstakri prýði. Þegar ég flyt Sveinbjörgu og skylduliði hennar öllu beztu kveðjur og árnaðaróskir á hundrað ára af- mæli hennar, finnst mér sérstök ástæða til að geta þess hér, að for- eldrar hennar dvöldust hjá henni í Norðurkoti síðustu ár þeirra og luku þar ævi sinni á tíræðisaldri. Annað- ist hún þau af einstakri alúð ásamt börnum sínum. Verður þeim í Norð- urkoti aldrei fullþakkað það af öðru frændfólki. Enn eru níu börn þeirra Svein- bjargar og Eiríks á lífi og öll bú- andi hér í Reykjavík og um Suður- nes. Á morgun, sjálfan afmælis- daginn, fagna þau þessum merka degi með móður sinni og öðrum vinum og vandamönnum í félags- heimilinu Stapa í Njarðvíkum milli kl. 3 og 6. Þar verður svo sem jafn- an áður heitt á könnunni hjá þess- ari öldnu frænku minni. Er ekki að efa, að margur vill nú taka í hönd- ina á Sveinbjörgu Ormsdóttur og þakka henni langa og trygga sam- fylgd um heila öld. Jón Aðalsteinn Jónsson Fundurinn lýsti áhyggjum sínum vegna sýnilegrar vönt- unar á fé til Lánasjóðsins, en sam- kvæmt ij'árlagafrumvarpinu fyrir 1990 er ekki gert ráð fyrir 6,7% hækkun námslána þann 1. janúar en full leiðrétting námslána var ein aðalforsenda breytts tekjutil- lits á sínum tíma. Fyrir fundinum lágu lög ný- stofnaðs Byggingafélags náms- manna. Lögin hafa hlotið' sam- þykki félagsmálaráðuneytisins. Fundurinn samþykkti ályktun varðandi Byggingafélag náms- manna þess efnis, að stjórn BISN beiti sér af alefli fyrir framgangi þess félags í samráði við stjórn byggingafélagsins. Meginmark- mið BÍSN í vetur er að sjá til þess að byggingafélaginu verði úthlut- að lóð svo bygging leiguhúsnæðis fyrir sérskólafólk geti hafist hið fyrsta. Ný stjórn var kjörin og tók Olafur Loftsson úr Kennarahá- skóla íslands við formennsku. (Úr frcttatilkynningu.) XJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! tilefni 35 ára afmælis okkar 6. nóvember næstkomandi bjóðum við okkar ágætu viðskiptavinum úrvals rétti, eins og okkur er ávallt lagið, bæði í hádeginu og á kvöldin. 11954- Í989I IÞRJATIU OG FIMM ÁRA| Og verðið geta fáir staðist: Frá kr. 520, - í hádeginu fyrir súpu og fisk og á kvöldinfrá kr. 1.490,- fyrir Qórréttaðan mat Fró 8.-12. október P'ónnusteiktur smokkfiskur í hvitlaukssósu Sítrónusorbet Lambalundir á sveþpamauki Jaróarberjais meó heitri i súkkulaóisósu Kr. 1490,- t ------------------ Frá 16.-19. október Léttreyktur Eyjalundi á piparrót Melónusorbet Grisahnetusteik meó camembert- og portvinssósu Súkkulaóifrauó Kr. 1490,- Frá 22.-26. október Rjómabœtt humarsúpa Vinberjasorbet Léttsteikt gæsabringa með rjómasósu ogeplasalati Vanilluis meóferskum ávöxtum Kr. 1490,- Frá 29. oktáber- 2. nóvember Pónnusteikt gœsalifur i hunangssósu Rabarbarasorbet Tumbauti með madeir- asósu ogfurusveppum Afmœliskaka „Naustsins“ Kr. 1490,- Borðapantanir ísíma 17759 daglega Hægt er aðfá einkasai f allt að 30-40 manns í mat Fagnið með ökkur og njótið lífsins íNausti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.