Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTOBER 13 nr Malgorzata Niezabitowska rósum og vafalaust verður það stundum erfitt fyrir hana að ákveða hvar hollusta hennar á heima, hjá Samstöðu eða samsteypustjóminni, almenningi eða ríkinu. Niezabitowska segist hafa verið á báðum áttum þegar henni bauðst starfið og tók ser nokkum tíma til umhugsunar. „Ég vil starfa í þágu þjóðarinnar, ekki vera aðeins málpípa stjómarinnar," segir hún en í nýja starfinu verður hún að setja sig í stellingar, sem hún er heldur óvön. Henni finnst skemmti- legra að spyrja aðra en vera spurð sjálf. „Fyrst og fremst er ég fjöiskyldu- manneskja,“ segir Niezabitowska, „og ég kvíði því að geta ekki sinnt nægilega dóttur minni og eigin- manni og föður mínum.“ Hún seg- ist hafa þegið starfíð að nokkm vegna hollustu við Mazowiecki og ekki síður vegna þess, að „hefði ég ■jreitað,' hefði* ég" verifr að" bregðast ■ öllu, sem ég hef verið að beijast fyrir“. Niezabitowska og raunar öll hennar kynslóð hefur augljóslega sótt kraftinn í starfið fyrir Sam- stöðu og þar með pólsku þjóðina. Hún vitnar í ráðgjafa Jóhannesar Páls páfa II, Samstöðuprestinn Jos- zef Tischner: „Ég trúi og treysti á visku þjóðarmnar,“ en um sjálfa sig segir hún: „Ég veit einfaldlega ekki neitt.“ Niezabitowsku finnst augljóslega mikið um að vera allt í einu stödd í miðju valdakerfinu, sem kommún- istar áttu með húð og hári fyrir aðeins nokkmm vikum. Nú er svo komið, að á Vesturlöndum láta menn sér annara um pólsku komm- únistana en Pólveijar sjálfír. Lög- reglumennirnir, sem gættu „Hvíta hússins“, aðseturs miðstjómar kommúnistaflokksins, em horfnir og flokkurinn svo illa staddur, að hann hefur leigt út skrifstofurnar. Samstöðuráðherramir berast held- ur ekki á. Mazöwiecki býr í lítilli þriggja herbergja íbúð ásamt syni sínum og Lech Walesa státar ekki af neinu stórhýsi. Almenningur er að sjálfsögðu ánægður með þetta en Pólveijar eiga margt eftir ólært í lýðræðis- legri uppfræðslu. Malgorzata Ni- ezabitowska er líklega ekki dæmi- gerð fyrir venjulegan Pólveija en hún hefur fengið tækifæri til að vinna þjóð sinni mikið gagn. Hún virðist líka viss um að ráða við það. „Okkur bíða erfiðir tímar,“ segir hún, „og vandasamar ákvarðanir, sem nauðsynlegt er að skýra vel frá. Ég held, að ég sé starfinu vax- in.“ -DANIEL JOHNSON I 7 ' i man stýrði hvítu mönnunum og hafði frumkvæðið framan af. Þá varð honum á slæm yfirsjón, ekki í fyrsta sinn í einvíginu og engum vörnum var við komið. Eftir rúm- lega fimmtíu leiki gaf Speelman taflið. Þrátt fyrir að einvígin hafi verið stórskemmtileg og baráttan í skák- unum til eftirbreytni er ekki hægt að loka augum fyrir því að tafl- mennskan var æði misjöfn. Slæmir afleikir voru tíðir og ef dæma má af taflmennskunni nú hafa kepp- endurnir ekkert erindi í einvígistafl- mennsku gegn heimsmeistaranum Garrí Kasparov. Hvítt: Arthur Jusupov. - Svart: Anatoly Karpov. Drottningarpeðsbyijun. 1. d4 - RfB, 2. Rf3 - e6, 3. Bg5 - c5, 4. e3 - b6? Óná- kvæmni sem fyrrum heimsmeistari, Tigran Petrosjan, sýndi fram á árið 1960! Betra er að leika 4.... Be7 fyrst eða 4. . . .Db6. Það er hreint ótrúlegt að Karpov skuli verða á slík alkunn ónákvæmni og hlut- skipti hans í áframhaldinu er að veijast. 5. d5! — exd5, 6. Rc3 — Be7. í skákinni Petrosjan-Kozma á Ólympíuskákmótinu í Leipzig 1960 varðist syartur af minni hugvits- semi. Áframhaldið þar varð 6. ...Bb7?, 7. Rxd5 - Bxd5, 8. Bxf6 - Dxf6, 9. Dxd5 - Dxb2?, 10. Hdl! og hvítur hefur vinnings- stöðu. 7. Rxd5 — Bb7, 8. Bxf6 — BxfB, 9. c3 - 0-0, 10. Bc4 - a6, 11. 0-0 - b5, 12. Bb3 - d6, 13. Dd2 - Rd7, 14. Hfdl — Bxd5, 15. Bxd5 - Hb8, 16. Dc2 - Rb6, 17. Hd2 - g6, 18. Hadl - Dc7, 19. De4?! Hér var sterkara að leika 19. h4!. Bakstæða peðið á d6 gerir svörtum erfitt um vik í vörninni og mislitu biskuparnir virkja sóknarmöguleika hvíts gegn vanmáttugri kóngsstöð- unni. Ekki væri ráðlegt að ráðast í uppskipti á hvíta biskupnum fyrir riddarann því lélega biskupnum væri þá haldið á borðinu í von- . lausri baráttu gegn riddaranum. í áframhaldinu tekst Karpov að létta á stöðu sinni þrátt fyrir að mögu- leikar Jusupovs séu ætíð aðeins betri. 19... .Kg7, 20. h4 - De7, 21. Df4 — Be5, 22. Rxe5 — dxe5, 23. Dg3 - Hbd8, 24. h5 - Hd7, 25. b3 - Hfd8, 26. e4 - g5, 27. De3 - h6, 28. c4 - Hc7, 29. Hd3 - Rd7?! Báðir keppendur voru komn- ir í tímahrak er hér var komið sögu. Karpov hefur í huga að staðsetja riddarann á f6 þaðan sem kant- peðið hvíta er í uppnámi auk þess sem riddarinn hefur gætur á bisk- upnum á d5. Óvæntur leikur setur strik í þessa ráðagerð. 30. Bxf7!! Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Jusupov er jafnan kenndur við þunglamalega tafl- mennsku frekar en djarfar fórnir. Biskupsfórnin er byggð á slæmri staðsetningu svörtu liðsmannanna og vegna leppunar riddarans ,á Karpov óhægt um vik í áframhald- inu. Nú væri 30.... Dxf7? mjög slæmt vegna 31. Dh3. 30.... Kxf7, 31. Dd2 - Ke8, 32. Da5!- — bxc4?! Taflmennska Karpovs í tímahrakinu er ótrúlega slök. Nauðsynlegt var að vernda 6-reitaröðina og 32.... Hc6, 33. cxb5 — axb5, 34. Dxb5 — De6 var nákvæmast í því skyni. Staðan þá er heldur óvenjuleg. Svartur hefur riddara meira en á óhægt um vik. Nú var 33. Hd6! möguleiki strax með vinningsstöðu á hvítt. 33. bxc4? — Hcc8?, 34. Da4 — Hc7, 35. Dxa6 - Hb8, 36. Dg6+ — Kf8?? Jafnvel byijanda á skák- sviðinu mætti vera ljóst að þessi leikur tapar samstundis. 36... . Kd8 hefur framlengt baráttuna þótt úrslitin hefðu vafalaust orðið hin sömu eftir 37. Hd6! með hótun- inni 38. He6. 37. Hf3+ og Karpov gafst upp. fældi frúna frá krásunum KONA nokkur, sem var haldin svo óstjórnlegri matarást, að hún gekk í sveíini og át allt úr ísskápn- um, jafnt hrátt kjöt sem smjör og grænmeti, hefur nú loksins fengið bót „meina“ sinna. Það var eitt af leikfóngum sonar hennar, sem læknaði hana — slanga eða snákur úr gúmmíi. Dr. Peter Roper, sem starfar við sálfræðideild McGill-háskólans í Montreal í Kanada, skýrði nýlega frá þessu í breska læknisfræðiritinu The Lancet og segir þar, að yfirleitt hafí konunni tekist að hafa hemil á sér á daginn. „Á nóttunni gekk hún hins vegar í svefni að ísskápnum og át þar allt, sem tönn á festi. Ef hún vaknaði upp fylltist hún viðbjóði á sjálfri sér og flýtti sér aftur í rúmið en oftast vissi hún ekki fyrr en að morgni hvað gerst hafði um nóttina, aðkoman í eldhúsinu var slík og þvílík,“ segir Roper. Konan tók fyrst upp á þessu fyrir þremur árum og stóð í ísskápnum fjórar eða fímm nætur í hverri viku og stundum tvisvar á nóttú. Fjöl- skyldan hennar hafði að vonum mikl- ar áhyggjur af þessu en þótt hún leitaði til sálfræðings og væri dáleidd kom það að engu haldi. Sálfræðing- urinn komst þó að því, að konan hafði allt frá bamsaldri verið óskap- lega hrædd við slöngur. Hann fékk því manninn hennar til að setja gervi- slöngu, sem sonur þeirra átti, á eld- húsborðið á hveiju kvöldi og taka hana svo aftur á morgnana. „Þetta gerði hann í hálft þriðja ár að undanskildum sex dögum, sem eiginmaðurinn gleymdi,“ segir dr. Roper og bætir því við, að konan hafi látið ísskápinn alveg í friði nema þessa sex nætur. Segir dr. Roper, að þessi gleymska eiginmannsins hafi staðfest með óvæntum hætti, að jafnvel í svefni taki hugurinn við og vinni úr upplýsingum. Þetta mál getur hugsanlega verið gott innlegg í rannsóknir á svefn- genglum en þeir taka sér margt skrý- tið fyrir hendur. Sumir hafa ekið bílnum sínum sofandi, skotið af byssu, klifrað upp eða niður bratta stiga ... og jafnvel framið morð. -PETER PALLOT /' JÖNLISTARHÁTIÐ '29 2 2.QKTOBE R á HOTELISLANDI í kvöld 22. október Hátíðin hefst kl. 19 fyrir matargesti. Lúðrasveitin Svanur leikur við móttöku. Hinn kunni píanisti og myndlistarmaður, Árni Elvar, leikur Ijúfa tónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 21 Þessir listamenn koma fram: Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari, 1 Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperusöngkona og i Jón Stefánsson, organisti. • Jazzsveit F.Í.H.V undir stjórn Jukka Linkola. • Sálin hans Jóns míns Bachmann, Möller, Bernburg. • Félagarúr Félagi harmonikuunnenda, • Bubbi Morthens. • Hljómsveitin Strax. • Bjartmar Guðlaugsson. • Tregasveitin. Veislustjórar: Ríó tríó Dregið verður úr hlutafjárloforðum sem safnast meðan á tónleikunum stendur. 1. vinningur: Vikuferð til Mallorka með Ferðaskrifst. Atlantik. 2.-6. vinningur: Málsverður fyrir tvo á Mongolian Barbecue. Sala miða í happdrætti F.T. ferfram á hátíðinni. Dregið 23. október. 1. vinningur: Skoda Favorit frá Jöfur. m m Fónéttur: Grágæsasúpa. Aðalréttur: Ainerísk nautasteik með bakaðri kartöflu. Eftirréttur: Kaffí og konfekt. Verð aðgöngumiða á tónleikana með kvöldverði aðeins kr. 2.450,- Verð aðgöngumiða á tónleikana frá kl. 21 kr. 1.000,- Miðasala og borðapantanir daglega á Hótel íslandi ísíma 687111. Forsala aðgöngumiða á tónleikana sjálfa verður í hljómplötuverslunum. F.T. Félagsheim ili tónlistarmanna HorT LiLI '&m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.