Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 2
 2 FRÉTTIR/INNLENT • íiaaöTHO se RUOAciumua aiGAjaviuoaoM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR U2U0KTÓBER Verzlunarráð skrifar fiármálaráðherra: Kvartanir vegna við- skiptasiðferðis stoftiana Verzlunarráð íslands hefur sent Ólafi Ragnari Grímssyni Qármála- ráðherra bréf, þar sem farið er fram á að ráðherra gefi út skýr fyrirmæli til opinberra stofnana og ráðuneyta um að samningar um greiðslufrest á vörum og þjónustu séu virtir og fúllir lögmætir drátt- arvextir greiddir fortakslaust ef ekki sé staðið við samninga. I bréf- inu segir að VÍ hafi borizt kvartanir vegna slæms viðskiptasiðferðis opinberra stofnana. Greiðslur dragist úr hömlu og í meira mæli en áður sé neitað að greiða lögmæta dráttarvexti. Viðskipti við opinbera aðila eru í mörgum tilfellum afar þýð- ingarmikil fyrir einstaka seljendur vöru og þjónustu, enda er þeim óspart hótað með sliti viðskipta ef þeir voga sér að kvarta eða gera athugasemdir um tafir á greiðsl- um,“ segir í bréfinu. „Auknar tafir á greiðslum og kröfur um sjálftek- inn vaxtalausan greiðslufrest koma hins vegar mjög illa við seljendur SALTAÐ hafði verið í samtals 39.500 tunnur af síld í gærmorg- un, að sögn Kristjáns Jóhannes- sonar birgða- og söltunarstjóra Síldarútvegsnefndar. Sjö bátar veiddu síld við Hvalbak á föstudagskvöld og aðfaranótt vöru og þjónustu þar sem þeir verða að standa skil á greiðslum' vegna aðfanga, launa og síðast en ekki sízt skatta." I bréfinu segir að það skjóti skökku við að á sama tíma og átak hafi verið gert í innheimtu skatta skuli ríkisvaldið temja sér verri við- skiptahætti vegna þeirra greiðslna, sem því beri að inna af hendi við seljendur vöru og þjónustu. Þar laugardags, að sögn Kristjáns. A laugardagsmorgun var búið að salta í 5.900 tunnur í Grindavík, 5.700 tunnur á Fáskrúðsfirði, 5.400 á Höfn í Hornafirði, 5.100 á Eski- firði og 3.800 á Reyðarfirði. segir jafnframt að eðlilegt sé að sams konar útreikningar verði hafð- ir á dráttarvöxtum og hjá inn- heimtuaðilum ríkissjóðs, til dæmis Gjaldheimtunni í Reykjavík. Eðli- legt sé að dráttarvextir, sem ríkið greiði, séu ekki reiknaðir með óhag- stæðari hætti en seljendur vöru og þjónustu sæta þegar þeir standa ekki í skilum við ríkið með skatt- greiðslur. Verzlunarráðið vekur jafnframt athygli á því að í mörgum tilvikum sé ekki ósenriilegt. að auknar tafir á greiðslum og meiri harká í að komast hjá greiðslu dráttarvaxta tengist eyðslu ríkisstofnana um- fram fjárlagaheimildir. Það gangi að sjálfsögðú þvert á tilgang að- halds og ráðdeiidar í gerð fjárlaga ef opinberir aðilar bregðist við ákvörðunum um slíkt með því að halda áfram að kaupa inn eins og ekkert hafi í skorizt, en neita svo að greiða reikninga. Er haft var samband við Olaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagðist hann ekki hafa fengið bréf- ið í hendur ennþá í ráðuneytinu, og hann gæti því ekki tjáð sig um efni þess. Húnáflói: Rækjan er smærri í ár RÆKJUKVÓTI í Húnaflóa verð- ur 1.300 tonn í vetur, eða 500 tonnum minni en í fyrravetur, þar sem rækjan í flóanum er smærri en í fyrra og afli á togtíma minni, að sögn Jónbjörns Pálssonar leiðangursstjóra í rækjuleiðangri sem farinn var í Húnaflóa fyrir skömmu. Jónbjöm Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið að reiknað væri með að farið yrði í annan rækjuleiðangur í Húnaflóa eftir ára- mótin og þá yrði kvótinn í vetur endurskoðaður. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, var mokafli strax á fyrsta veiðidegi sl. föstudag hjá rækjubátum í ísafjarðardjúpi. Heimilaðar hafa verið veiðar á 1500 tonnum af rækju þar í vetur, sem er um þriðjungi meira en veiddist á síðustu vertíð. Frá síldarsöltun á Seyðisfirði. Morgunblaðiö/Garðar Rúnar Saltað í 39.500 tunnur Morgunbladið/Bjami Grímur Björn Grímsson er eins og hálfs árs, en hann er fyrsta islenska glasabamið. Hann býr með foreldrum sínum í Kaup- mannahöfii. Grímur er nú í heimsókn á íslandi ásamt foreldmm sínum, Halldóm Björnsdóttur og Grími Friðgeirssyni, sem hér sést með syni sínum. 106 pör utan til glasaftj ó vgunar Glasafrj ó vganir heljast hér á vormánuðum ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa 106 íslensk pör farið utan til glasafrjóvgunar, en siglinganefind Tryggingastoftiunar ríkisins hefur samþykkt 123 umsóknir á árinu. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mörg glasabörn hafa fæðst á þessu ári hérlendis, en í fyrra fæddust hér tólf glasabörn. Árið 1988 voru 92 umsóknir samþykktar af siglinganefhd. Af þeim fjölda fór 81 par utan til glasaftjóvgunar og tókst frjóvgun í 21 tilviki. Islensk heilbrigðisyfii'völd gerðu þriggja ára samning við Born Hall Clinic í Englandi, skammt við Cambridge, og tók sá samningur gildi þann 1. jan- úar 1987. Bom Hall Clinic stend- ur hvað fremst sjúkrastöðva á sviði glasafijóvgana, að sögn Kristjáns Guðjónssonar, ritara í siglinganefnd, en af þeim kon- um, sem gangast undir glasa- frjóvgun þar, eignast 15% lifandi böm. Tryggingastofnun greiðir sjúkrakostnaðinn vegna glasa- fijóvgana érlendis, en hann er talinn nema hátt. í tvö þúsund pundum í hveiju tilviki, eða tæp- um 200 þúsund krónum, að sögn Guðjóns. Annar kostnaður er al- farið á ábyrgð viðkomandi ein- staklinga. Fósturlát eru mun tíðari við glasafrjóvganir en við náttúrulegar fijóvganir. Trygg- ingastofnun hefur hingað til ekki samþykkt fleiri en þijár utan- ferðir sömu einstaklinga. Það sem af er þessu ári nemur kostnaður vegna glasafijóvgana erlendis rúmum þrettán milljón- um króna. Á næsta ári er gert ráð fyrir fjárveitingu til að hefja megi glasafijóvganir hérlendis og í því sambandi hefur verð stefnt á vormánuði. Talið er að það megi spara umtalsverðar upphæðir miðað við að fólk fari utan. Árlegur rekstrarkostnður er talinn nema um 11,5 milljón- um króna. Ef miðað er við 100 aðgerðir á ári er kostnaðurinn því um 115 þúsund á meðferð. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjárveitingu til 3,75 stöðugilda vegna glasafijóvg ana. „Jörðin skalf ok pipraði af ótta“ Búist við Suðurlandsskjálfta fyrir aldamót Jarðskjálfitinn í San Francisco hefur enn einu sinni fengið íslend- inga til að velta fyrir sér hugsanlegum Suðurlandsskjálfta. Sam- kvæmt hefðinni ætti hann að koma á næstu árum en undirlendi Suðurlands hefur nötrað reglulega, eða á um hundrað ára fresti. Nú, þegar liðin eru 93 ár firá þeim síðasta, hafa menn velt fyrir sér hvort búast megi við stórum skjálfta og hvernig færi ef hann kæmi á næstu árum. Fyrstu rituðu heimildir um jarðskjálfta segja frá miklum skjálfta í Grímsnesi árið 1164 sem varð 19 mönn: um að bana. í Páls sögu bisk- ups segir um árið 1211 „... margr kvíð- bjóðr hefir farit fyrir fráfalli þessa hins dýrliga höfðingja Páls biskups: jörðin skalf ok pipraði af ótta ...“ Að þessu sinni munu 18 menn hafa látist en á næstu öldum var minna um mannskaða, enda Islendingar líklega Iært að búa við skjálfta. I grein sem Páll Einarsson og Sveinbjörn Björnsson skrifuðu árið 1981, og birtist í bókinni Náttúra ís- lands, 5'alla þeir um jarð- skjálfta og gera grein fyrir helstu skjálftabeltum íslands. Jarðskjálftar hafa yfirleitt orðið á tveimur afmörkuðum svæðum. Annarsvegar á austanverðum Reykjanesskaga og Suðurland- sundiriendi og hinsvegar með ströndinni og á landgrunninu við Norðurland. Á þessum svæðum getur stærð skjálfta orðið meiri en 6 stig á Riehters-kvarða. Landskjálftarnir 1784 eru líklega þeir mestu sem komið hafa síðan land byggðist. Sá fyrsti kom 14. ágúst og var áætlaður um 7,5 stig á Richter. Þess má geta að orkan í slíkum skjálfta samsvarar ársframleiðslu Búr- fellsvirkjunar. Mörg_ hús féllu í Rangárvalla- og Árnessýslu í þessum skjálfta en þótt ótrúlegt megi virðast létust aðeins þrír. Svipaður skjálfti kom rúmri öld síðar, árið 1896, og hefur verið áætlaður um 7-7,5 stig. í kjölfar- ið fylgdi mikil skjálftahrina og hristist allt Suðurland. Fjöldi bæja féll til grunna, stórar sprungur opnuðust og fólk steyptist niður og veltist um jörðina, segir í lýs- ingu Þorvaldar Thoroddsen árið 1899. Einnig segir að Skarðsfjall í Landi hafi klofnað allt og hrist sig eins og hundur nýkominn af sundi. Páll Einarsson, jarðeðlisfræð- ingur, segir að líklega megi búast við skjálfta á næstu árum. „Það hafa komið stórir skjálftar á að meðaltali 80 ára fresti. Suður- landsundirlendið er úr sterku bergi og þar getur þrýstingur magnast í áratugi. Þegar loks brestur verða miklir skjálftar, mun meiri en til dæmis á gos- svæðunum þar sem bergið er veik- ara og skjálftar mun algengari. Skjálfti á Suðurlandsundirlendi gæti því orðið mjög sterkur," sagði Páll. „Hætta er minni á Norðurlandi því þar eru upptökin yfirleitt út í sjó en þrátt fyrir það má búast við stórum skjálfta eins og á Dalvík og Húsavík," sagði Páll. í jarðskjálftum fyrr á öldinni varð mikið eignatjón, enda hús ekki jafn sterk og nú. Eftir skjálftann 1896 var farið að huga að skjálftavörnum og sagt er að Miðbæjarskólinn sé byggður úr timbri því ekki hafi verið hætt á að byggja steinhús. Nú er hins- vegar farið eftir stöðluðum regl- um um skjálftaþol. Dr. Óttar Halldórsson, verk- fræðingur, segir að íslensk hús ættu að standast 7 stiga skjálfta. „Vissulega myndu einhver hús hrynja en þau yrðu líklega mjög fá. Virkjanirnar eru flestar á skjálftasvæðum en ættu þó að geta staðið af sér mjög stóra skjálfta,“ sagði Óttar. „Við höfum séð myndir frá Kákasus og Kína, en þar hafa heilu þorpin hrunið til grunna. A íslandi eru hús hinsvegar byggð með öðrum hætti og eiga að þola skjálfta. En við vitum í raun af- skaplega lítið og sjáum ekki hvernig fer fyrr en eftir skjálft- ann,“ sagði Ottar. BAKSVIÐ eftirLoga Bergmann Eidsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.