Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 3
EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 3 Málleysingjum mis- boðið ►Um illa meðferð íslendinga á dýrum/10 Þumalputtareglan ► Björn Bjarnason skrifar um þau forréttindi að kaupa áfengi á kostnaðarverði/14 Undir eldfjöllunum ►íslenski prófessorinn Haraldur Sigurðsson er einn af helstu sér- fræðingum heims í sprengigosar- annsóknum/20 B HEIMILI/ FASTEIGNIR ► 1-20 Byggingastarfsemi áhættusöm og sveiplukennd atvinnu- grein ► Rætt við Óskar Valdimars- son, framkvæmdastjóra Byggða- verks/10-11 Spámaður Egypta- lands ►Blaðamaður Morgunblaðsins ræðir við egypska nóbelsskáldið Naguib Mahfouz/1 Vegirtil valda ► Rætt við Helga Þorláksson sagnfræðing/6 Kvikmyndir ►Um hátæknihasar á hvíta tjald- inu/12 Erlend hringsjá ►Böðullinn frá Lyon/14 Hetjulegt klúður ►Um listina að gera eftirminnileg mistök/16 í nuddi ►Ýmsar hliðar á lækningarmætti nuddsins/20 D ATVINNA/ RAÐ/SMÁ 1-8 ►Vinnumarkaður/Kaup/Sala/Fé- lagsmál/Fréttir af landsbyggð- inni/1-8 FASTIR ÞÆTTIR Frettir 2/4/bak Minningar 29 Dagbók 8 Fólk í fréttum 30 Afmæli 17 Útvarp/sjónvarp 32 Leiðari 18 Gárur 35 Helgispjall 18 Mannlífsstr. 8c Reykjavíkurbréf 19 Fjölmiðlar 18c Veröld 22 Menningarstr. 24c Minningar 24 Bíó/dans 26c Myndasögur 28 Velvakandi 28c Brids 28 Samsafnið 30c Stjörnuspeki 28 Bakþankar 32c Skák 28 INNLENDAR FRETTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 Borgarleikhúsið vígt: Sjóður stoftiaður til efl- ingar íslenskri leikritun Minningarsj óður Stefaníu Guðmundsdóttur styrkir flóra unga leikara LEIKFÉLAGI Reykjavíkur bár- ust margar gjafir og heillaóskir við vígslu Borgarleikhússins. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra tilkynnti um 500 þús- und króna stoftiframlag í sjóð til eflingar ísienskri leikritun og að auki loforð um 500 þúsund króna framlag í sjóðinn á næsta ári. Þorsteinn Ö. Stephensen leikari afhenti fjórum ungum leikurum, Eddu Heiðrúnu Backman, Helga Björnssyni, Valdimar Erni Flyg- enring og Þór H. Tulinius, 250 þúsund króna ferðastyrk úr minningarsjóði frú Stefaníu Guð- mundsdóttur. Þá færði Geir Borg, sonur frú Stefaníu, Leik- félaginu að gjöf málverk af móð- ur sinni í einu af uppáhaldshlut- verkum hennar, Mögdu í leikrit- inu Heimilið, en það hlutverk lék hún í fiinm uppfærslum á árunum 1902 til 1920. Myndina málaði Ragnar Páll. Guðlaugur Hjör- leifsson afhenti Leikfélaginu minningarsjóð Soffiu Guðlaugs- dóttur ásamt styttu af Skálholts- sveininum, sem virðingarvott um afreksverk á leiksviði. Heimir Pálsson forseti bæjar- stjórnar Kópavogs ávarpaði gesti fyrir hönd sveitarfélaga frá Kjalarnesi að Hafnarfírði og færði Leikfélaginu píanó að gjöf. Fulltrúi norrænu dans- og leiklistarnefndar- innar var Halldis Hoas og færði hún leikhúsinu keramiklistaverk að gjöf. Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri samfagnaði leikfélagsmönnum og minntist þess að það voru félagar í Leikfélagi Reykjavíkur sem börð- ust fyrir byggingu Þjóðleikhússins og nú aftur fyrir byggingu Borgar- leikhússins. Færði hann félaginu að gjöf myndir af leikurum, sem húsin hafa átt saman eftir Halldór Pétursson. Sigurður Hróarsson leik- hússtjóri Leikfélags Akureyrar árn- aði félaginu allra heilla og Jón Við- ar Jónsson leiklistarstjóri ríkisút- varpsins færði félaginu að gjöf upp- tökur ríkisútvarpsins á þremur leik- ritum, Galdra-Lofti með Lárusi Pálssyni, Skálholti með Þorsteini Ö. Stephensen og Manni og konu með Brynjólfi Jóhannessyni. Guðrún Alfreðsdóttir formaður Félags íslenskra leikara afhenti fé- laginu veggklukku að gjöf og María Kristjánsdóttir formaður Félags leikstjóra afhenti félaginu nokkrar orðabækur. Ólafur H. Símonarson formaður Leikskáldafélags íslands ávarpaði gesti fyrir hönd félagsins Meðal gesta voru þau Kristjana Brynjólfsdóttir, Valdimar Lárusson leikari, Guðný Helgadóttir ekkja Brynjólfs Jóhannessonar leikara, Laufey Árnadóttir og Valur Gíslason leikari. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og fyrrverandi leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur skálar við Davíð Oddsson borgarstjóra og fyrrverandi leikhúsritara félagsins við vígslu Borgarleikhússins. og sagði _ meðal annars að leik- húsáhugi íslendinga væri einstakur. Varla væri sá maður til sem ekki hefði annaðhvort leikið eða naum- lega sloppið undan að leika. Islend- ingum fyndist skemmtilegt og hressandi að sækja leikhús og horfa á ógæfu fólksins á sviðinu og jafn- vel gleði og hamingju. Leikhúsi mætti því líkja við heilsuhæli og sþurning hvort sjúkrasamlagið ætti ekki að greiða með húsunum. Guðbjörg Árnadóttir formaður Bandalags íslenskra leikara árnaði Leikfélaginu allra heilla og Helga Hjörvar skólastjóri Leiklistarskóla íslands afhenti möppu með ljós- myndum af öllum árgöngum braut- skráðum úr skólanum frá 1976. Sveinn Einarsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar Sjón- varps og fyrsti leikhússtjóri Leik- félags Reykjavíkur færði félaginu að gjöf myndbandsupptökur Leik- félagsins fyrir Sjónvarpið og að auki gamlar leikhússkrár sem hann hefur safnað saman. Sigurður Karlsson formaður Leikfélags Reykjavíkur þakkaði góðar gjafir og kveðjur, sem bárust félaginu á þessum tímamótum. Morgunbl.aöid/Bjarni Valgerður Dan leikkona, Þorsteinn Gunnarsson leikari og einn af arkitektum Borgarleikhússins ræða við Helgu Hjörvar skólasljóra Leiklistarskóla Islands. Morgunblaðið/Bjami Guðrún Vilmundardóttir, Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra, Ingibjörg Rafnar lögfræðingur og Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.