Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 10
10 ----- ................MÖEGÍJÍJBLAÐIÐ SÍINkÚDÁGUJÍ 22,.OKTQBER MALLEYSIHGJUM MISBOBIDM Af illri meóferb landsmanna á dyrum Morgunblaðið/Arni Sæberg Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýraverndunarfélaga íslands. eftir Bergljótu Fríðriksdóttur / mynd Þorkell Þorkelsson Það er sorglegt en satt að margir íslendingar níðast á dýrum sínum. Þótt stór hluti dýraeigenda sé til fyrirmynd- ar, er að finna ótrúlega marga sem virðast líta á dýr sem tilfinningalausar verur og veigra sér ekki við að með- höndla þau á ómannúðlegan hátt. Ofit vill gleymast að dýr finna til, rétt eins og við menn- irnir. Ef við erum beitt ranglæti á einhvern hátt, hreyfúm við ofitast mótmælum. Dýrin eru afitur á móti öllu óheppn- ari, þau geta ekki varið sig og ekki segja þau firá. Og þetta virðast sumir notfæra sér. Síðastliðið vor var frá því sagt í fiölmiðlum að tík hefði fundist innilokuð með hvolpum sínum í hesthúsi í Víðidal. Hafði hún verið þar um langt skeið og virtist aðeins notuð til undaneldis. Fyrir stuttu skýrðu fjöl- miðlar frá því að hundur hefði fund- isý einn og yfirgefinn í bifreið hér í borginni og hafði hann þá verið innilokaður og matarlaus í tvo daga. Það er ekki oft sem fjölmiðlar fá vitneskju um slíka vanrækslu á dýrum og þarafleiðandi fréttir al- menningur ekki af því heldur. Því rak marga í rogastans þegar skýrt var frá ofangreindu. Menn hafa kannski hugsað sem svo að eitthvað hlyti að vera bogið við eigendurna, fyrst þeir gátu farið svona með blessuð dýrin. En um leið ef til vill huggað sig við að sem betur fer væri lítið um slíkt fólk hér. En stað- reyndin er önnur. Jórunn Sörensen hefur verið for- maður Sambands dýraverndunarfé- laga íslands í 16 ár. Hún hefur orðið vitni að ýmsu og þekkir mörg ófögur dæmi um illa meðferð lands- manna, á gæludýrum sínum og búfénaði. Það væri efni í margar greinar að taka á þessu öllu en hér verður nær eingöngu íjallað um illa meðferð á gæludýrum. Er yfirleitt um að ræða vanrækslu og svelti, en einnig eru dæmi þess að dýrum sé bókstaflega misþyrmt. Fjórir hundar sveltir í hel Jórunn Sörensen kveðst hafa orð- ið vitni að átakanlegum atburði fyrir nokkrum árum. „Það var um hávetur að ég frétti af því að ekki væri allt með felldu í sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur," segir hún. „Fórum við tvær konur að kanna málið og blasti þá við okkur ömur- leg sjón. Fjórir hundar voru lokaðir inni í bústaðnum og höfðu greini-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.