Morgunblaðið - 22.10.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.10.1989, Qupperneq 14
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTQBER ÞUMALPUTTARE Björn Bjarnason skrifar um þau sérréttindi að geta keypt áfengi á kostnaðarverði ið yfirheyrslu fyrir bæjarþingi Reykjavíkur sagðist Magnús Thor- oddsen hafa fylgt þeirri þumalputta- reglu á meðan hann var forseti Hæstaréttar að kaupa áfengi á sér- kjörum fyrir þau skattfrjálsu laun, sem hann fékk fyrir að gegna störf- um handhafa forsetavalds í Qarveru Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands. Á tæpum tveimur ánim keypti hann 2.160 flöskur af áfengi á kostnaðarverði og fyrir það var honum vikið úr embætti hæstaréttardómara 2. desember 1988. Þrír dómarar í bæjarþingi Reykjavíkur komust að þeirri niðurstöðu, að Halldór Ásgrímsson, þáverandi dómsmála- ráðherra, hefði brotið gegn stjórnarskránni með því að reka Magnús með þeim hætti sem það var gert. Hins vegar töldu dómararnir að með þessum áfengiskaupum hefði Magnús „rýrt svo mjög álit sitt siðferðislega að hann megi ekki lengur gegna dómaraembætti", eins og þeir orðuðu það. Þumalputtareglan var ekki talin rúmast innan reglnanna um kaup á áfengi á sérkjörum. Á þessar reglur reyndi aftur nýlega, þegar athygli beindist að því, að Jón Baldvin Hannibalsson þáver- andi fjármálaráðherra hafði látið ríkissjóð greiða áfengi á sérkjörum vegna afmælis Ingólfs Margeirssonar, ritsljóra Alþýðublaðs- ins, fyrri hluta árs 1988. Hvaða reglur giltu um áfengiskaup á sérkjörum á þessum tíma? Eitt er víst, að önnur regla og rýmri gilti um Magnús Thoroddsen en Jón Baldvin Hannibalsson og hitt er einnig víst, að engar reglur heimila áfengiskaup á kostnað ríkisins fyrir mcnn úti í bæ. Skúli Guðmundsson, þing- maður Framsóknar- flokksins, barðist á árum áður hart fyrir því með öðrum þingmönnum, með- al annarra Pétri Ottesen, þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, og Hannibal Valdimarssyni, þingmanni Alþýðu- flokksins, að sérréttindi til áfengis- kaupa yrðu afriumin. Voru fluttar tillögur til þingsályktana um málið og gerðar tillögur til breytinga á fjár- lögum. Meirihluti þingmanna var alltaf andvígur afnámi sérréttind- anna. Athugun á þingtíðindum hefur ekki leitt í ljós, að þar komi fram, hveijir nutu þessara réttinda. Hinn 23. janúar 1964 rita tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Skúli Guð- mundsson og Björn Fr. Björnsson, bréf til Afengis- dg tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) og spyija, hveijir geti fengið áfengi á „kostnaðar- verði“. ATVR svarar 12. febrúar 1964 í samráði við fjármálaráðuneyt- ið og í bréfinu segir meðal annars: „Þeir íslenskir aðilar búsettir hér á landi er fá áfengi keypt hjá oss á kostnaðarverði eru þessir: Forseti íslands, handhafar for- setavalds, ríkisstjóm, ráðherrar, ráðuneytin, Alþingi, Forseti Samein- aðs Alþingis, Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, Eimskipa- félag íslands, Ríkisskip [einungis selt í siglingum milli landa], Fríhöfn- in á Keflavíkurflugvelli... Tekið skal fram, að handhafar forsetavalds hafa aðeins rétt til slíkra áfengiskaupa þann tíma, sem for- setavaldið er í þeirra höndurn." Á fundi ríkisstjórnar 14. október 1971 var samþykkt að tillögu fjár- málaráðherra að þrengja skipan þessa á þennan veg: „1. Fríðindi þau j/ið innkaup áfengis og tóbaks, til einkanota, er ráðherrar og forsetar Alþingis hafa notið skulu afnumin. 2. Við innkaup áfengis og tóbaks vegna boða, sem ráðherra heldur í embættisnafni, skulu þó haldast sömu reglur og verið hafa, enda annist hlutaðeigandi ráðuneyti um- rædd innkaup." Þessar reglur giltu um þá Magnús Thoroddsen og Jón Baldvin Hanni- balsson á árinu 1988, þar til ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar breytti reglunum eftir að umræður urðu um áfengiskaup Magnúsar. Hinar nýju reglur snerta ekki við- fangsefni þessarar greinar. Vandmeðfarin forréttindi íslendingar hafa löngum verið við- kvæmir fyrir öllu er lýtur að sérrétt- indum. I stjórnarskránni segir, að sérréttindi bundin við aðal, nafn- bætur og lögtign megi eigi taka í lög. Þegar rætt er um rétt háttsettra embættismanna til að kaupa áfengi á sérkjörum finnst kannski ýmsum, að þessi grein stjórnarskrárinnar eigi við. Reglurnar um áfengiskaup eru af öðrúm toga og nægir þar að vitna til orða sem Skúli Guðmundsson lét falla í umræðum um þær á Alþingi 1964, þegar hann minntist þess, að fyrr á árum hefði reglan verið rök- studd með því að íslenskir ráðherrar höfðu lengi fremur lág laun miðað við ýmsa aðra menn í þjóðfélaginu. Hefur þetta einnig átt við aðra er nutu fríðindanna samkvæmt bréfinu frá 1964. Þetta var launauppbót og kom í stað risnufjár, sem forseti Hæstaréttar fær ekki greitt enn þann dag í dag. Ekki hefur verið litið á það sem brot á stjórnarskránni, að forseti íslands er undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum eða þingmenn fái farsíma í bílana sína á kostnað ríksins, svo að óskyld dæmi séu tekin. Viðkvæmni manna fyrir sérrétt- indum kemur glöggt fram þegar yfir- heyrslurnar í málinu gegn Magnúsi Thoroddsen eru lesnar. Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Magnúsar, reynir að fá það upplýst, hvernig framkvæmd á reglunum um áfengiskaup á kostnaðarverði hefur verið háttað, fara stjórnmálamenn og embættismenn undan í flæmingi. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra segir í yfirheyrslu ráðu- neyti sitt „reiðubúið til að vinna að upplýsingaöflun í samræmi við það sem rétturinn teldi nauðsynlegt, ekki eingöngu lögmaður Magnúsar Thor- oddsen, heldur rétturinn sem heild“. Hann vildi sem sagt ekki leggja fram annað en það sem dómarar teldu nauðsynlegt. Þrátt fyrir áskorun til dómsmálaráðherra um að upplýsa um framkvæmd reglnanna gat lög- maður Magnúsar ekki rofið þagnar- og embættismúrinn fyrr en hann lagði fram gögn um úttektir áfengis, er hann hafði fengið eftir krókaleið- um. í dómi bæjarþings segir meðal annars um reglurnar: „Óupplýst er með hvaða hætti þær reglur um áfengiskaup á sérverði sem um er deilt í málinu voru sett- ar. Ekki er upplýst að þær hafi ver- ið settar á grundvelli sérstakra laga- heimilda, en helst að sjá að þær hafi komið til fyrir ákvarðanir fjár- málaráðuneytisins og séu því stjórn- valdsákvörðun. Þá verður ekki séð að reglurnar hafi verið birtar eða kynntar á annan hátt. Engu að síður verður að telja að reglurnar hafi haft það gildi að þeir sem fengu keypt áfengi á sérkjörum í skjóli þeirra hafi haft til þess heimild enda væri áfengiskaupunum haldið innan réttra marka. Telja verður í ljós leitt af gögnum málsins, þ. á m. fram- burði vitna, að framangreindar regl- ur hafi verið þess efnis og þannig framkvæmdar um langt árabil, að þeim sem þær náðu til hafi verið heimil kaup áfengis til einkanota, þ. á m. handhöfum forsetavalds. Hér ber þess sérstaklega að geta að ríkis- stjórn íslands ákvað árið 1971 að heimild ráðherra og forseta Alþingis til kaupa áfengis á sérkjörum til einkanota skyldi afnumin, en engin breyting var gerð á reglunum að því er varðaði handhafa forsetavalds og aðra þá- er þær tóku til. í reglunum var ekki að finna ákveðin takmörk á því magni sem samkvæmt þeim var heimilt að kaupa, en þrátt fyrir það verður að líta svo á að þeir sem reglurnar náðu til hafi ekki getað nýtt heimildir þess- ar takmarkalaust. Hér er um forréttindi að ræða sem fáir njóta og slík forréttindi hljóta ætíð að vera vandmeðfarin. Þeim sem þeirra nutu bar að gæta hófsemi og velsæmis og hafa í huga virðingu þeirra stofnana ríkisins sem þeir voru í forsvari fyrir. Ekki verður talið að við nákvæmarí viðmiðunar- mörk hafi verið að styðjast og ekki var þess að vænta að starfsmenn Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins gætu leiðbeint í þessu efni, eins og stefndi [þ.e. Magnús Thoroddsen] virðist hafa reitt sig á. Stefndi keypti 720 flöskur af áfengi árið 1987 og 1.440 flöskur árið 1988 eða samtals 2.160 flöskur. Fyrir það greiddi hann kr. 357.438,-, en verð á sama magni í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins var kr. 2.934.780,- og erþví mismun- urinn kr. 2.577.342,- eða kr. 112.058,- fyrir hvern mánuð er stefridi var forseti Hæstaréttar. í ljósi þess sem að framan er rak- ið verður að telja að áfengiskaup stefnda hafi farið langt fram úr því sem hæfilegt gat talist og samboðið virðingu hans sem forseta Hæsta- réttar og eins af handhöfum forseta- valds. Telja verður að stefndi hafi með þessum áfengiskaupum rýrt svo mjög álit sitt siðferðilega að hann megi ekki lengur gegna dómaraemb- ætti. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að víkja stefnda úr embætti dómara við Hæstarétt Islands." Dómararnir þrír: Friðgeir Björns- son, Eggert Óskarsson og Steingrím- ur Gautur Kristjánsson telja sem sé að Magnús Thoroddsen hafi haft heimild til að kaupa vín á sérkjörum en ekki jafn margar flöskur og raun ber vitni. Þeir segja hins vegar ekki við hvað margar flöskur eigi að setja mörkin með tilliti til hófsemi, vel- sæmis og virðingar stofnana ríkisins. Dómurinn byggist á siðferðislegú mati. Vegna orðalagsins í dóminum um leiðbeiningar frá starfsmönnum ÁTVIÍ er rétt að minnast þess, að það var einmitt innan ÁTVR sem starfsmenn töldu ástæðu til að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.