Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 35
22.30 Samantekt um kommúnismann i Austur-Evrópu. Umsjón: Páll HeiðarJóns- son. Síðari hluti. (Einnig útvarpað á mið- vikudag kl. 15.03.) 23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergljót Har- aldsdóttir. (Endurtekinn frá morgn'i.) 1.00 Veöurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins! Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir- Bibba ímálhreinsun. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Alberts- dóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Stóra spurningin kl. 9.30, hvunndagsbetjan kl. 9.50, neytendahorn kl. 10.03 og af- mæliskveðjur kl. 10.30 Bibba í málhreinsun kl. 10.55. (End- urtekinn úr morgunútvarpi.) Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akureyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjölmiðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurninga- keppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Flosi Eiriksson kl. 15.03. _ 16.03 Dagskrá. Dægurrnálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir, Sig- urður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Sigurður G. Tómasson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stór- mál dagsins á sjötta tímanum. . 18.03 Þjóðarsálin og málið. Ólína Þorvarð- ardóttir fær þjóðarsálina til liðsinnis í málrækt. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Blítt og létt. Gyða Dröfn Tryggvadótt- ir rabbar við sjómenn og leikur óskalög. (Einnig útvarpað kl. 3.00 næstu nótt á nýrri vakt.) 20.30 Útvarp unga fólksins. Við hljóðnem- ann eru: Sigrún Sigurðardóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir. 21.30 Fræðsluvarp: Lyt og lær. Annar þátt- ur dönskukennslu á vegum Bréfaskólans (Einnig útvarpað nk. fimmtudagskvöld á sama tíma.) 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. (Úrvali útvarpað aðfgra- nótt laugardags að loknum fréttum kl. 5.00.) 00.10 i háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00,19.00,22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram ísland. Dægurlög flutt af íslenskum tónlistarmönnum. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobs- dóttir spjallar við Jóhann Pétur Sveinsson sem velur eftirlætislögin sín. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudegi á Rás 1.) 3.00 Blítt og létt. Endurtekinn sjómanna- þáttur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur frá liðnu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánu- dagsins. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endur- tekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5,01 Lisa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur i tónlist. (Endurtekið úr- val frá miðvikudagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmfskóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. LANDSHLUT AÚTVARP ÁRÁS2 8.10-8.30 og 18.03-19.00 Útvarp Noröur- land. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Páll Þorsteinsson með morgunþátt. Fréttir og ýmsar upplýsingar fyrir hlust- endur, í bland við tónlist. Fréttir kl. 8.00, 9.00 og 10.00. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Bibba i heims- reisu kl. 10.30. Fréttir kl. 10.00, 12.00 og 13.00 og 14.00. 14.00 Bjarni Olafur Guðmundsson. Gömlu lögin, nýju lögin og allt þar. á milli. Óska- lög og afmæliskveðjur. Fréttir 16.00 og 18.00. Bibba í beimsreisu kl. 17.30. 18.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrimur Thor- steinsson. 20.00 Þorsteinn Ásgeirsson. íþróttadeildin kemur við sögu, talsmálsliðir og tónlist. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. RÓT FM 106,8 9.00 Rótartónar. 10.00 Plötusafnið mitt. Tónlistarþáttur. E. 13.00 Sagan. 13.30 Af vettvangi baráttunnar. E. 15.30 Um rómönsku Ameriku. 16.30 Umrót. Tónlist, fréttir og upplýsingar um félagslíf. 17.00 Búseti. 18.00 Á mannlegu nótunum. Flokkur mannsins. Möá'G’LÍliI ÉÍLÍÐIÐ- Rás 1: Haust í Skírisskógi þorsteinn f rá Hamri Hoost l SKJrf$sKé$l CK<t-Q-»>CK«0^HXK«-0^>CK- ■■I^H í kvöld byijar Þor- 91 30 steinn frá Hamri að lesa sögu sína Haust í Skírisskógi á Rás 1. Eins og nafnið bendir til er hér höfðað til Hróa hattar og kappa Hans, Litla Jóns og Vilhjálms skarlats. En sagan er ekki öll þar sem hún er séð því að Þorsteinn notar forn sagnaminni í frásögn af íslensku nútímalí/i. Hann nýtir þannig íslenskar þjóðsögur og erlent efni eftir vild. í fyrsta lestri kemur við sögu Alo Eddin sem er ættaður úr ferðasögu Marco Polos. Haust í Skírisskógi kom út árið 1980 og verður hún lesin í átta lestrum á tímum Útvarpssögunnar sunnudags-, mánudags- og þriðju- dagskvöld kl. 21.30. Rás 2; Fræðsluvarp ■■■■ „Lyt og lær“, útvarpskennsla í dönsku fyrir fólk á öllum 90 30 aldri sem vill rifja upp dönskukunnáttu sína og bæta við ■“ sig. Þættirnir verða alls átta, og verða þeir frumfluttir á mánudagskvöldum kl. 20.30 og endurfluttir á fimmtudögum á sama tíma. Kennslan tengist nýju béfanámskeiði Bréfaskólans í dönsku og er hugsuð sem viðbót við það. Hlustendur fá æfingu í framburði og skilningi á mæltu máli. Auk þess verður ívaf af hljómlist og fróð- leik um menningu Dana og annarra norðurlandaþjóða. Umsjón með þáttunum hefur Sigurlína Sveinbjarnardóttir. Námsgögn fást keypt í Bréfaskólanum, Nóatúni 17, og eru send þaðan í póstkröfu um allt land. Stöð 2: Djassgeggjarar ■■■■ Fjalakötturinn sýnir sovétska gamansöngleikinn Djass- 99 50 gegjarana í kvöld. Söngleikurinn fjallar um hjarðsvein sem — fær óvænt tækifæri og kemst inn í leiklistarhringiðu Moskvuborgar. Myndin Jassgeggjarar, sem var gerð 1934, þótti góð tilbreyting frá hinum hefðbundnu stjórnmálatengdu myndum sem Sovétmönnum var tamt að gera. Leikstjóri myndarinnar, Grogori Alexandrov, var' samstarfsmaður Sergei Eisenstein um langt skeið og aðstoðaði hann við helstu myndir hans t.d. Strike og Battleship. í aðalhlutverki myndarinnar er Lyubov Orlova sem var fyrsta kvik- myndastjarna Rússa. 19.00 Unglingaþáttur. 20.00 FÉS — unglingaþáttur. Umsjón Bragi og Þorgeir. 22.00 5 mín. Nútimatónlist i umsjá Gunn- ars Grimssonar. 23.30 Rótardraugar. Lesnar draugasögur fyrir háttinn. 24.00 Næturvakt. EFFEMM FM 95,7 7.00 Hörður Arnarson. 9.00 Sigurður Gröndal og Richard Scobie. 11.00 Steingrímur Ólafsson. 13.00 Hörður Arnarson. 15.00 Sigurður Gröndal og Richard Scobie. 17.00 Steingrímur Ólafsson. 19.00 Anna Þorláks. 22.00 Þorsteinn Högni Gunnarsson. Útrás 16.00 MS 18.00 FB 20.00 MH 22.00 MR STJARNAN FM 102,2 7.00 Bjarni Haukur Þórsson. Ungir íslend- ingar i morgunspjalli. 11.00 Snorri Sturluson. Vinsældarpoppið og lögin á B-hliðinni. Fréttayfirlit kl. 11.00, fréttir kl. 12.00 og 14.00. 15.00 Sigurður Helgí Hlöðversson. Nýjasta tónlistin. 19.00 Stanslaus tónlist. Ekkert kjaftæði. 20.00 Kristófer Helgason. 1.00 Björn Þórir Sigurðsson. Siminn á Stjörnunni er 622939. Útvarp Hafnarfjörður 18.00-19.00 Menning á mánudegi. Rætt við listafólk o.fl. SVÆÐISUTVARP A RAS 2 8.10— 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Æ, éggleymdi þindinni minni Æ, ég gleymdi þindinni minni“, segir unga stúlkan á hvíta tjald- inu, þegar hún er komin út að bílnurn, á leið út að skemmta sér með elskunni sinni. Og svo sér áhorfandinn hana snúa við til að sækja þindina sína. Heila- sellumar taka á sprett. Spuming truflar sinnið? Af hvetju ætli þýðand- inn hafi, þegar hann fletti upp í orðabók- inni sinni enska orð- inu ' „diaphragm“, einmitt valið íslenska orðið þind en ekki t.d. getnaðarvarnar- hett.a, sem er sama orðið á ensku. Raun- ar úr fleiri merking- um að velja. Eitthvað hlýtur að liggja að baki, þegar stúlku- kindin verður að hafa þindina með sér út að skemmta sér. Til skilning verður að reyna að setja sig í spor þýðandans á úrslitastundu. Með því að gleyma hettunni fyrr en þau eru komin heim og gæti að vísu farið illa. Stúlkan set- pilturinn getur haft að yfirskyni GÁRUR eftir E/ínu Pálmadóttur ið uppi með óvelkomna þungun með afdrifaríkum afleiðingum. Eða jafnvel náð sér í alnæmi, eins og margir af framámönnum íslensku þjóðarinnar hafa með ábúðarmiklu augnaráði varað við í myndaaug- lýsingu, og dáið af því einu að hafa gleymt hettunni sinni. Að gleyma þindinni hlýtur þó eftir þessu að vera ennþá afdrifaríkai'a. Hveijar ætli að gætu orðið afleið- ingar þindarleysis á stefnumóti úti í bæ? Hvað gerir þindin? Þessi vöðvi, sem liggur milli brjósthols og kvið- arhols inni í manni, þ.e. ef hún ligg- ur ekki eftir heima? Ég fletti því upp. Við útöndun slaknar á þind- inni og millirifjavöðvunum, sem veldur því að brjóstgrindin og lung- un dragast saman og loftið þrýstist út. Þegar kyngt er opnast vélindað og efsti hluti barkans lokast, þann- ig að fæðan fer ekki niður í öndun- arveginn. Já, einmitt! Hugsið ykkur parið sitjandi á fínum veitingastað og herrann búinn að velja ein- hverja gómsæta sérrétti handa elskunni sinni, og svo villist matur- inn bara ofan í lungun og stúlkan stendur á öndinni. Ef á að bjarga henni frá köfnun á staðnum verður hann að ganga í skrokk á henni og berja hana í bakið. Þetta hefur þýðandinn eflaust séð fýrir sér. Þótt ekki sé það jafn lífshættu- legt, væri ekkert skemmtilegt að fá óstöðvandi hiksta þegar verst gegnir. Þar er þindin að verki. Þegar pilturinn er búinn að segja eitthvað afskaplega fallegt við hana og hún hefur dregið andann djúpt, þá getur fjárans þindin tekið snöggan kipp og meira loft sogast inn. Um leið lokar raddglufan í barkakýlinu fyrir loftstrauminn og heyrist þetta sérkennilega hiksta- hljóð. Gerist einmitt þegar búið er að erta magann með einhveiju. Kannski búið að krydda fína mat- inn meira en maginn á að venjast. Eða þá að maturinn er of heitur eða of kaldur. Kannski hafa þau til hátíðabrigða verið búin að fá sér ríflegan fordrykk og eftirdrykk. Þá á þindin það til að taka til sinna ráða. Hikk! Hikk! Varla hefur stúlk- unni í bíóinu verið í mun að hafa slíka þindarskömm með sér á stefnumótið. Kannski hefur forsjáll þýðandi hugsað málið lengra. Séð fyrir sér að hikstinn kæmi ekki að hræða stúlkuna skyndilega og rækilega, svo að hún falli örmagna í fangið á honum. Mjög rómantískt og eitthvað á 'sig leggjandi fyrir slík málalok. Nú eða nýta annað gott og gamalt húsráð við hiksta. Stúlkan stendur allt í einu á höfði og drekkur vatn, sýnir með því hve stælt hún er og að hún stundar vel sjna heilsurækt. Meira kannski í stíl við nútímatísku. Ekki gefast alltaf tækifæri til þess að sýna sínum heittelskaða afraksturinn af öllu þessu puði í heilsuræktinni. Sé þýðandinn ungur á besta aldri, hefur hann kannski fremut' séð þetta fyrir sér. E.t.v. hafa þau hjúin alls ekki verið að fara út að borða og drekka. Þau hafa kannski bara ætiað að skokka saman, sem mjög er í tisku. Og þá getur þindarvöðvinn eftir langt og rösklegt hlaup tekið upp á því að herpast saman og kemur stingur í síðuna, hlaupastingur. En það gerist ekki ef maður er þindar- laus, sem ætla mætti að væri æski legra við slíkar aðstæður. Svo varla hefur þýðandinn haft þessa skýr- ingu í huga, eða hvað? Þó má við hlaupasting nýta annað húsráð til að sýna hvað maður er liðugur. Ku hrekja verkinn á brott að beygja sig áfram og snerta gólfið með fingurgómunum. Þindin er semsagt hið nierkileg- asta líffæri. Engin furða þótt þýðj, andanum þyki ófæit að fara þind- arlaus út með elskunni sinni. Sagt er afleitt að vera þindarlaus, með slappa þind eða með gat á þessu líffæri. Þá á fullur magi það til að ýtast upp um opið og jafnvel þrengja að hjartanu. Og manneskj- an getur fengið bijóstsviða, einmitt þegar hún legst út af. Þá er súr magasafinn að renna upp í vélind- að. Það er.slæmt, því þá geta þess- ar sterku sýmr í meltingarvökv- anuni hægt og sígandi verið að vinna á tönnum og tannholdi og endað með fólskum tönnum. Gat á þind geta menn gengið með í ára- tugi án þess að nokkur læknir viti af og unnið sitt skemmdarverk. Það er því ekki að furða þótt ofar- nefndur þýðandi kvikmyndar hefði fullan skilning á að unga stúlkan prúðbúna með piltinum mætti ekki án þindar sinnar vera. Það er sann- arlega dýrmætt þegar þýðandi hef- ur líflegt ímyndunarafl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.