Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SITNM'DÁGUR 22. OKTÓBER sem hann varð fyrir ungur stúdent í óperuhúsum og tónleikasölum stórborganna. Sjálfur var hann gæddur allmikilli og blæfagurri söngrödd. Nokkurrar tónlistar- kennslu mun hann hafa notið í bernsku, en á háskólaárum sínum í Köln sótti hann jafnframt söngtíma hjá virtum kennara, sem starfaði við óperuna þar. Aldrei ætlaði Haraldur sér frama á því sviði og hafði engan metnað í þá átt, heldur vildi hann læra, svo sjálf- ur mætti hann sem bezt njóta söngs og meta fagra tónlist. Heimkominn frá námi skipaði Haraldur sér fljótlega í lið með Karlakórnum Fóstbræðrum, og var virkur félagi þar árin 1940-1945. Einsöngvari var hann með kórnum vorið 1941. Um svipað ieyti eða síðar starfaði hann einnig með öðr- um söngfélögum, þ. á m. Útvarps- kórnum undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar og samkór Tónlistar- félagsins, er dr. Viktor Urbancic stýrði. En þótt söngferill Haralds með Fóstbræðrum yrði ekki lengri, rofnuðu aldrei tengsl hans við félag- ana þar, og hann tók þátt í félags- skap Gamalla Fóstrbræðra. Eftir að Fóstbræður eignuðust félags- heimili, fékk Haraldur brennandi áhuga á að koma nótna- og bóka- eign kórsins í skipulegt og aðgengi- legt horf. Vann hann með öðrum að því að flokka og skrásetja nótna- safnið, eftir höfunduin og lagboð- um. Nokkru fyrr hafði Haraldur, mest fyrir áeggjan Jóns Halldórs- sonar, söngstjóra Karlakórs KFUM og síðar Fóstbræðra, tekið að viða að sér drögum til sögu kórsins eft- ir tiltækum skráðum heimildum, en einnig viðtölum við fáeina stofnend- ur og aðra, sem lengi höfðu starfað í félaginu. Þá samdi Haraldur tæm- andi skrá með æviatriðum allra þeirra, sem verið höfðu í kórnum frá öndverðu og framyfir 1970, mikið verk og seinunnið. Skyldi fé- lagatalið verða hluti þeirrar Fóst- bræðrasögu, sem áformað var að gefa út en ekki varð af að því sinni, af ýmsum ástæðum. Að því hlýtur þó að koma, og víst er að þá mun verða byggt á þeirri víðtæku og vönduðu heimildasöfnun, sem Har- aldur Hannesson lét eftir sig. Alla þessa miklu þjónustu í þágu Fóst- bræðra innti Haraldur af höndum í sjálfboðavinnu, endurgjaldslaust með öllu, og varði til talsverðum hluta frístunda sinna misserum saman. Þeir sem með fylgdust hlutu að dást að því, hve strangar kröfur hann gerði um ýtrustu nákvæmni í öflun og meðferð heimilda, jafnvel þar sem slíkt virtist ekki geta skipt höfuðmáli. Kynni þarna að vera skýring þess, að minna liggur eftir Harald Hannesson af fullfrágengnu rituðu efni en ætla mætti, miðað við þrotlausa eljusemi hans alla tíð. Þess var áður getið að Jón Hall- dórsson, leiðtogi Fóstbræðra um áratugi, fékk því til leiðar komið að Haraldur hóf að safna heimildum um sögu kórsins. Milli þeirra var rótgróið vinfengi og Haraldur reyndist Jóni mikil hjálparhella á efri árum hans, en Jón Halldórsson andaðist árið 1984 í hárri elli. Ættmenni hans og erfingjar sýndu Fóstbræðrum það veglyndi, að ánafna kórnum ýmsum fögrum munum úr eigu Jóns, sem urðu dýrmætur stofn að minjasafni kórs- ins. Haraldur tók að sér að koma fyrir í félagsheimili Fóstbræðra þessum og fleiri góðum gripum, sem kómum áskotnuðust um svipað leyti, og var umgerð safnsins gefið heitið „Jónsstofa“. Var umbúnaður þar og frágangur allur með því vandaða og smekkvíslega yfir- bragði, sem svo mjög einkenndi vinnubrögð Haralds Hannessonar, og hann var þá þegar orðinn þjóð- kunnur fyrir. Fyrir allt þetta mikia og fórnfúsa starf eru honum að ieiðarlokum færðar innilegustu þakkir Karla- kórsins Fóstbræðra og gamalla Fóstbræðra. Mætti ég bæta þar við persónulegri þökk fyrir áratuga vin- áttu, margháttaðar leiðbeiningar og liðsemd, sem stundum hafa skipt mig verulega miklu máli. Ekkju hans, einkasyni og fjöl- skyldu allri er vottuð djúp og einlæg samúð. Magnús Guðmundsson Haraldur Hannesson er látinn, þar með er dáinn góður og gegn maður úr okkar hópi er stúdentar vom 1933. Haraldur var hæfileika- maður er kom fram á hans lífsgöngu. Hann var dulur maður í dagfari sínu og sló ekki um sig. Haraldur fæddist 24. ágúst 1912 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hannes Magnússon Ormssonar lóðs á Skúmsstöðum á Eyrarbakka og konu hans, Gróu Einarsdóttur. Kona Hannesar, móðir Ilaraldar, var Helga Snæbjörnsdóttir Ey- steinssonar beykis frá Hlíð í Grafn- ingi og Borghildar Einarsdóttur frá Þurá í Olfusi. Hannes Magnússon var hagleiksmaður og var vélstjóri á togurum. Haraldur fór í Landa- kotsskóla er hann hafði aldur til: sá skóli var rekinn af kaþólska trú- boðinu og var í góðum metum. Haraldi féll þessi skóli vel í geð og hafði skólagangan þau áhrif á hann að hann tók kaþólska trú 13 ára. Hann var um tíma kórdrengur meðal jafnaldra sinna. Biskupinn Meulenberg í Landakoti var barn- góður og á förnum vegi heilsaði hann ungdómnum með þessum orð- um: „Blessaður vinur.“ Haraldur settist í skóla Gúðbrandar Jónsson- ar í Landakoti og tók síðan gagn- fræðapróf við Menntaskólann í Reykjavík, en þá settist hann við lærdómsdeild skólans. Að loknu fimmta bekkjar prófi sigldi Harald- ur til Lúxemborgar og dvaldi þar sumarlangi til að læra málið. Fimm okkar lásum utan skóla í 6. bekk. Að loknu stúdentsprófi, fór hann til Þýskalands til þess að lesa hag- fræði og rekstrarfræði í Bonn og Köln, 1933-39. Meðal þeirra verkefna skrifaði hann ntgerð um starfsemi Lands- banka Islands, er þótti vel takast, en hann hafði starfað í Lands- bankanum í skólafríum sínum 1934—38. Þegar að hann kom heim starfaði hann í Landsbankanum 1939 til 1946 og síðan var hann starfsmaður bæjarverkfræðings frá 1947 til 1962. ' Haraldur var kirkjurækinn og lengi í söngkór kaþólsku kirkjunnar því hann var söngmaður góður. Þá gekkst hann fyrir því að safna fé meðal safnarins og vina kirkjunnar til að kaupa orgel er hæfði þessu guðshúsi á Landakotshæð. Hann var jafnan í góðu vinfengi við biskupana Martein Meulenberg, Jóhannes Gunnarsson og Alfred Jolson og presta kirkjunnar. For- eldrar Haraldar bjuggu alla sína tíð í Vesturbænum og það gerði Har- aldur einnig. Þau höfðu byggt sér hús á Brunnstíg nálægt höfninni og síðan hús á Hávallagötunni á lóð úr Landakotstúninu; er Haraldur fékk keypta í grennd við kirkjuna. Haraldur Hannesson kvæntist sjöunda maí 1942. Ragnheiði Hann- esdóttur frá Brunnhól í Vestmanna- eyjum. Hún var dóttir Hannesar Sigurðssonar, frá Seljalandi undir Eyjafjöllum, er var bóndi þar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá Seljalandi, en þar var tvíbýli. Þeim hjónum Haraldi og Ragnheiði hefur búnast vel. Haraldur var mikið snyrtimenni og mikill starfsmaður um sína daga. Ragnheiður hefur búið honum gott heimiii. Sonur þeirra hjóna er Hannes Gunnar bankamaður kvæntur Rósu Ármannsdóttur frá Vopnafirði. Haraldur var bóka og skjalavörður við Landsbanka íslands og Seðla- bankans frá 1962 til 1984, auk þess forstöðumaður fyrir myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns- ins. Var byggt hús yfir þessi söfn af tilheyrandi bönkum. Haraldi féll vel í geð að starfa við þessar stofn- anir er hann veitti forstöðu. Þar komu í ljós hæfileikar hans og snyrtimennska. Haraldur hafði líka farið utan til að kynna sér svipaðar stofnanir og hafði mikið gagn af. Söfnun þessum er ætlað að varð- veita þá dýrmætu gripi sem þjóðin á. Haraldur hafði jafnan góð sam- skipti við trúbræður sína á verald- arvísu, og hafði um árabil bókhald fyrir Landakotsspítala og einnig kaþólska spítalann í Stykkishólmi fram á efri ár. Þá ritaði hann grein- ar í Múlaþing um störf kaþólskra á Fáskrúðsfirði er ráku þar spítala fyrir franska sjómenn og íslend- inga. Er við Haraldur vorum á æsku- skeiði, en nú aldnir orðnir, voru Nonnabækurnar góðar og gildar og mikið lesnar, en þær voru þá komn- ar á móðurmálið, þýddar af Frey- steini Gunnarssyni skólastjóra. Á seinni áram vann Haraldur með Freysteini og þýddi bækurnar. Yfir holt og hæðir og Eldeyjan í Norður- hafi. Haraldur kynntist Jóni Sveins- syni er hann var erlendis og tókst vinátta með þeim. Fór Haraldur þá að safna bókum Nonna á framandi tungum. En handrit af bókum hans voru geymd á öruggum stað meðan stríðið geysaði, því mörgum fannst þau vera helgidómur. Þegar stríðinu lauk gerði Haraldur ferð sína á þær slóðir, er handritin voru geymd, og mun hafa verið á vegum Jóhannes- ar biskups. Haraldur kom síðan heim með handritin til íslands byggða. Þetta safn er nú geymt í húsi Haraldar er bjó um það og flokkaði áður en það færi í þjóðar- bókhlöðuna ásamt safni hans. Haraldur Hannesson hafði unnið mikið um dagana, enda heilsugóð- ur. En ellin sækir á okkur marga og svo var hér. Þá var kona hans Ragnheiður Hannesdóttir honum stoð og stytta. Á skólaárum okkar Haraldar kynntist ég móður Haraldar, Helgu Snæbjörnsdóttur, og voru kynni ______________________________#7 okkar löng og góð. Á síðastliðnum aðfangadegi birt- ist Haraldur og var með 4. útgáf- una af Nonna, sem hann hafði séð um útgáfu á. Þótti okkur hjónum vænt um þennan vinarvott. Blessuð sé minning hans. Pétur Þ. Ingjaldsson Haraldur Hannesson, hagfræð- ingur, Hávallagötu 18, lést á heim- ili sínu 9. október sl. Hann hafði um árabil sinnt safnamálum Lands- banka og Seðlabanka og lauk starfsferli sínum sem forstöðumað- ur í Safnadeild Seðlabanka íslands í árslok 1983. Hann byijaði 1962 í kjallara Neskirkju við niðurröðun elstu bókhaldsgagna Landsbankans og undi hag sínum vel. Landsbankinn flutti 1967 þessa starfsemi í Höfðatún 6-8. Þar var og til húsa fjölritunarstofa og birgðageymsla sem þjónaði Lands- bankanum og einnig var þar sam- eiginlegt bókasafn Landsbanka og Seðlabanka. Haraldur var forstöðu- maður þessara beggja stofnana. Árið 1980 flutti Seðlabankinn safnastarfsemi sína í Einholt 4 ásamt sameiginlegu bókasafni Landsbankans og Seðlabankans. Haraldur átti ásamt dr. Kristjáni Eldjárn frumkvæði að stofnun Myntsafns Seðlabanka og Þjóð- minjasafns og vann þar mikið undir- búningsstarf. Hann var ljúfur yfirmaður. Hafði ákveðnar skoðanir, en hlustaði fús- lega á önnur sjónarmið og líkaði vel ef menn voru ekki á sama máli og hann. Fitjaði gjarnan upp á málefnum í kaffitímum, sem hann vissi að ekki var einhugur um og af gátu spunnist fjörugar umræður og var sjálfur hrókur alls fagnaðar. Lognmolla var honum ekki að skapi. Vandvirkur var hann með afbrigð- um og krafðist þess sama af starfs- fólki sínu og lét í sér heyra um það sem honum þótti miður fara. Hann gekk sinna verka á vit með miklum eldmóði og ósérhlífni, sem smitaði frá sér og dró aðra með. Sannfær- ingarkraftur hans var með ólíkind- um. Listræn smekkvísi einkennir verk hans og mun hún auðga íslenskan menningararf um ókomna tíð. Margt gott mátti því af honum læra og var til eftirbreytni. Að leiðarlokum viljum við sam- Starfsfólk Haraldar þakka honum samfylgdina og vottum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Starfsfólkið í Safriadeild Seðlabanka Islands Guðjón Marteins son - Minning‘ Vítt heyrist héraðsbrestur. Full- hugi hniginn að velli. Afreksmaður- inn Guðjón Marteinsson, verkstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og nú landskunnur fyrir aðild sína að Verkstjórasambandi íslands, er horfinn af sjónarsviðinu. Það er orðinn stór hópurinn af fólki sem unnið hefur hjá Guðjóni og því eru þeir margir sem í dag rifja upp endurminningar sínar frá þeim kynnum. Alla jafna var Guðjón mildur í þessu starfi því hann hafði hæfileika til að beita lagni. En dygði það ekki og harka þyrfti að koma til, þyngdist brúnin því skapið var mikið. Á sjófnannamáli mætti líkja við það þegar bætir í sjóinn. Mikið var um unglinga í þessum vinnuhópi Guðjóns. Þá var hann kennari jafnframt því að vera verk- stjóri. Það var ekki einungis að hann kenndi handbrögðin, allt frá þvi að fletja fisk til þess að hrista af honum salt við umstöflun. Hann kenndi háttvísi jafnframt því sem hann brýndi djarfa framgöngu. í starfs- námi því sem fram fer í 9. bekk grunnskólans var Guðjón leiðbein- andi á sínum vinnustað. Það starf innti hann af hendi með þeim hætti að aðdáunarvert þótti öllum er því kynntust. Nemendur þessir fóru af hans fundi fróðari um landgrunn ís- lands, fiskistofnana, veiðiaðferðir, meðferð sjávarfangs, vinnslu, sölu og markaðsmál. Samhliða því að vera verkstjóri var Guðjón áhrifamaður um stjórn Síldarvinnslunnar öll árin. Ekki háði þetta samband mönnum Guðjóns nema síður væri. Hann hafði snemma komið auga á það að atvinnufyrir- tæki yrðu að vera til fyrir fólkið og það mættu stjórnendur aldrei mis- skilja. Þá tileinkaði Guðjón sér ein- kunnarorð góðs verkstjóra: Að vera beggja þjónn og báðum trúr. Guðjón var alinn upp í Neskaup- stað hjá foreldrum sínum Maríu Steindórsdóttur og Marteini Magnús- syni og fram eftir aldri kenndur við hús þeirra, Sjónarhól, svo sem önnur systkini hans. Hann byrjaði að vinna strax innan við fermingu, þá sem mjólkurpóstur hjá Jóni Björnssyni bónda í Miðbæ í Norðijarðarsveit og átti um það skemmtilegar endur- minningar. Alla tíð átti sveitafólkið hauk í horni þar sem Guðjón var, og sveitin einn sinn mesta aðdáanda. Sjómennsku byijaði Guðjón sjálf- sagt ekki seinna en um fermingu og líklega á útvegi þeirra bræðra, föður síns og Ármanns. Á sjónum fékk hann viðfangsefni við hæfi. Áræði, handflýtir og miklir líkamsburðir nýtast hvergi betur en á sjó og ekki síst við óvæntar þrekraunir sem Guðjóns biðu á sjómannsferlinum. Sá kafli verður ekki sagður hér til hlítar enda efni í þykka bók. Aðeins verða dregnar fram nokkrar yfir- skriftir sem gætu verið í slíku verki. Ekki hefi ég dagsetningar, varla ártöl, svo óyggjandi sé. Þó er sumt staðfest af skipsfélögum Guðjóns um margra ára skeið svo sem Sófusi Sófussyni, Neskaupstað, og Óskari Sigfinnssyni, nú búsettum í Reykjavík. Hjá þeim síðarnefna var Guðjón háseti í þijú ár. Það mun hafa verið árið 1940 að bátur Ármanns Magnússonar, Mun- inn, var keyrður niður út af Aust- fjörðum en mannbjörg varð. Ekki kann ég að nefna aðra úr áhöfn Munins en Guðjón Marteinsson. Þá skeði það á Djúpavogi að kraft- ar Guðjóns voru taldir ráða úrslitum um björgun manna úr sjávarháska. Um þann atburð las ég fyrir nokkrum árum en man ekki að greina frekar. 1942 á vetrarvertíð hvolfir vél- bátnum Bi-ynjari í hinni illræmdu slysagildru utan við Sandgerði. Þá var þar næstur báta Þráinn frá Nes- kaupstað. Þeim af Þráni tekst að bjarga tveim af áhöfn Brynjars en þrír fórast. Formaður á Þráni var Óskar Sigfinnsson, vélstjóri Jón Pét- ursson og hásetar Guðjón Marteins- son, Páll Tómasson og Þorsteinn Jónsson. Árið 1948 er Guðjón á mótorbátn- um Valþór á síldveiðum fyrir Norður- landi. Þá skeður það að einn skips- manna fellur fyrir borð. Guðjón stakk sér þegar í sjóinn og hugðist bjarga félaga sínum en beið lægri hlut og var hinu mikla þreki hans þá svo komið að björgun hans um borð í Valþór þótti yfirnáttúruleg. Hinn 27. janúar 1955 strandar skip Guðjóns vestur í ísafjarðar- djúpi. Um það segir svo í annálum: „Togarinn Egill rauði strandar í blindhríð og brimi við Grænuhlíð. Mikil óvissa ríkir um björgun skip- veija.“ Síðar í sömu frásögn segir að tekist hafi að bjarga 29 mönnum af áhöfinni en fimm hafi farist. Guðjón gekk í Stýrimannaskólann og brautskráðist með skipstjórnar- réttindi. Hann var ýmist stýrimaður eða skipstjóri á nýsköpunartogurun- um, Agli rauða og Goðanesi. Þó við þekktumst vel við Guðjón og ræddum margt þá voru aldrei til umræðu af- reksverk hans eða mannraunir. Ekki má ljúka þessu án þess að minnast á fjölskyldu Guðjóns og heimili. Á heimili sínu leið honum vel og dró ekki dul á hamingju sína. Heimilið mátti kalla fagurt, hvernig sem til þess orðs er leitað. Aldrei hefði Guðjón viðurkennt annað en að öll þau handbrögð, sem fólk hreifst að er þau hjón voru sótt heim. væru konunnar. Konan og dæturnar fjórar vora honum svo mikið að því er ekki hægt að lýsa frekar. Dæturn- ar hafa nú allar myndað sín heimili og þannig var háttað sambandi Guð- jóns við tengdasynina að varla var þar nokkurn aldursmun að greina. Þá hafa blessuð afabörnin mikils að sakna. Fleiri þætti úr lífi Guðjóns er freistandi að nefna. Hann hafði mjög gaman af laxveiðum og eyddi mörg- um frístundum sínum við laxveiðiár. Guðjón var mikill gleðimaður og naut þess að skemmta sér á manna- mótum og sérstakur höfðingi þegar hann stóð fyrir slikum hátíðum. Er skemmst að minnast aðalfundar Verkstjórarfélags Austurlands frá liðnum vetri. Þar vakti sérsaka at- hygli sköruleg stjórnun hans og góð framkoma í ræðustóli. Skemmtanir hans enduðu aldrei fyrr en heima á Hlíðargötu 18. Það var ógleyman- legt, ekki síst konu minni að söngur- inn var alls ráðandi. Vísurnar og lög- in af því tagi að alla gladdi. Þessara stunda með Guðjóni og Gunnu minn- umst við Jóna með söknuði. Svo veit ég að er einnig um hinn stóra vina- hóp sem þar var tíðum. Sjómannadagurinn var stórhá- tíðisdagur fjölskyldunnar og í seinni tíð Iagðist yngra fólkið á sveif til að gera þennan dag sem eftirminnileg- astan hveiju sinni. Þáttur Guðjóns i undirbúningi þessara aðalhátíðar- halda bæjarins verður lengi minnst. Guðjón Marteinsson var háttvís maður. Hann var fljótur að greina á milli þess hvað sæmdi honum og sæmdi honum ekki. Að sjá hann ganga með konu sinni á mannamót vakti almenna athygli. Blessuð sé minning drengskaparmanns. Júlíus Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.