Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 16
aaaöTMO;.£g íiudaoummub UMiHA Gil QAJ8.MIJ D5I0M MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK T.'Z. “OKTÓBEK ÞUMALPUTTAREGLAN ráðuneyti í bréfum sínum til lög- mannsins, að spuniingar hans um þetta efni hafi ekki þýðingu fyrir úrslit málsins. í bréfi dómsmálaráðu- neytisins frá 8. maí 1989 segir meira að segja: „í bréfi yðar segir að máls- sóknin sé á því byggð að Magnús hafi keypt meira áfengi á kostnaðar- verði en honum hafi verið heimlt. Þetta er vægast sagt ónákvæmt. í máiinu er á því byggt sem meginá- stæðu að Magnúsi hafi ekki verið heimilt að kaupa neitt áfengi á kostn- aðarverði til einkanota.“ Eins og fram kemur hér að ofan var það nið- urstaða dómaranna í bæjarþinginu, að Magnús hefði mátt kaupa vín ti! einkanota en ekki jafn mikið og hann gerði. Honum urðu á mistök og var iátinn víkja. Þegar Jón Baldvin hafði fengið athugasemdir yfirskoðunarmanna ríkisreiknings lét hann taka saman lista yfir alla opinbera áfengisneysiu i utanríkisráðuneytinu frá haustinm 1988. Hann sagðist á blaðamanna- fundi 28. september ekki geta upp- lýst um einstaka þætti málsins á meðan hann var í fjármálaráðuneyt- inu og gaf til kynna að þar hefði ekki verið haldin skrá yfir áfengis- kaup og veislur. Var það í samræmi við það sem sagði í orðsendingu, sem hann sendi fjölmiðium 1. júní 1989, þar sem sagði meðal annars: „Það er ekki á mínu færi að upplýsa í þágu hverra móttökur hafa verið haldnar þessa daga [þ.e. í kringum 19. júlí og 5. ágúst 1988] fyrir tæpu, ári, þar sem fjármálaráðuneytið kveðst ekki halda skrár yfir það, hversu oft og hveriær það sinnir gest- gjafahlutverki.“ Að kvöldi föstudags- ins 29. september sat Jón Baldvin hins vegar fyrir svörum á Stöð 2 og veifaði þar lista yfir veislur á vegum fjármáiaráðuneytisins á meðan hann var þar húsbóndi. Sagði hann við Pál Magnússon, fréttastjóra Stöðvar 2, og veifaði plagginu: „Ég get ekki afhent þér þetta af því að þetta er fjármálaráðuneytisplagg. Ég hefði afhent þér þetta ef ég hefði yfir því að segja.“ 1 máli Jóns Baldvins kom fram, að á þessari skrá væri getið um 78 veislur eða úttektir á áfengi á vegum fjármálaráðuneytisins en af þeim eru ekki skráð tilefni við 28. Ég ræddi við Sigurgeir Jónsson, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyti, og spurði hann, hvort ég gæti fengið að sjá þetta plagg. Hann vísaði mér á Ólaf Ragnar ljármálaráðherra, sem sagði, að þetta væri ekki „embættis- skjal“ ráðuneytisins og hann veitti mönnum úti í bæ ekki aðgang að upplýsingum um forvera sína í ráðu- neytinu. Ég gæti leitað fyrir mér hjá Ríkisendurskoðun og yfirsk.oðunar- mönnum ríkisreiknings. Geir Haarde, einn yfirskoðunarmanna, sagði að þeir hefðu ekki séð skjalið og Ríkis- endurskoðun sagði að þaðan yrði innan skamms send greinargerð um þessi mái, aðgangur að einstökum skjölum í vörslu hennar yrði ekki leyfður. Lokaorðið í málum sem þess- um hefur að sjálfsögðu viðkomandi ráðherra. Við þetta allt vaknar að- eins spurningin: Hvað er verið að fela? í fyrrgreindum sjónvarpsþætti upplýsti Jón Baldvin einnig, að á ríkisstjórnarfundi þar sem rætt var um áfengiskaup hans hefði því verið hafnað að skýra almennt frá opin- berum áfengiskaupum ráðuneyta, meðal annars vegna þess að almenn- ingi myndi blöskra magnið! í yfirheyrslunum í máli Magnúsar Thoroddsens reyndist lögmanni hans ógerlegt að fá sundurliðaðar upplýs- ingar um framkvæmd reglna um áfengiskaup. Ráðuneyti fóru undan í flæmingi, þegar þau svöruðu bréf- um lögmannsins. I svarbréfi utanrík- isráðuneytisins til Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá 10. mars 1989 segir meðal annars: „Fremur fátítt er að boð séu haldin á einkaheimilum ráðherra og yfirmanna ráðuneytis- ins. Helst er það þegar ráðherra og stöku sinnum ráðuneytisstjóri bjóða opinberum gesti, t.d. framkvæmda- stjóra alþjóðastofnunar eða erlendum utanríkisráðherra og fylgdarliði, í fámenn boð á heimilum sínum til að skapa persónuleg kynni. Áfengi sem keypt er á kostnaðarverði vegna slíkra boða á einkaheimilum greiðist þá af utanríkisráðuneytinu en ekki viðkomandi starfsmanni og er mag- nið áætlað eins nákvæmlega og unnt er hveiju sinni. Einungis ráðuneytis- stjóri eða staðgengill hans (skrif- stofustjóri) geta undirritað þar til gerða beiðni til ÁTVR þegar um slíkar veislur er að ræða.“ Fyrir rétti lagði Jón Steinar síðan fram bréflegar áfengispantanir frá utanríkisráðuneytinu, sem benda ekki til þess að áfengismagnið hafí alltaf verið nákvæmlega áætiað þeg- ar pantað var á heimili Steingríms Hermannssonar, þáverandi utanrík- isráðherra. Þá var einnig upplýst, að það var siðameistari utanríkis- ráðuneytisins en hvorki ráðuneytis- stjóri né skrifstofustjóri, sem pantaði áfengið á heimili utanríkisráðherra. Iðnaðarráðuneytið svaraði bréfum Jóns Steinars Gunnlaugssonar með skilmerkilegustum hætti og frá Áfengis- og tóbaksversluninni fékk hann heildaryfirlit yfir áfengiskaup á sérkjörum, en eins og Jón Baldvin vildi lögmaður Magnúsar Thorodd- sens að ráðuneyti gerðu skilmerki- legri grein fyrir framkvæmd regln- anna. Ráðuneytin urðu ekki við þeim óskum. Óljósar reglur Dómararnir í máli MagnúsarThor- oddsens telja, að reglurnar um sér- kjör í áfengiskaupum séu' stjórn- valdsákvörðun á valdsviði flármála- ráðherra. Reglumar má líklega rekja allt aftur tii fjórða áratugarins, þeg- ar áfengisbanni var aflétt og ríkið tók að sér að selja vín. Þegar áfengis- lögin voru til umræðu á Alþingi haustið 1934 var meðal annars rætt um að hafa í þeim ákvæði, þar sem mælt væri fyrir um skömmtun þann- ig að menn mættu aðeins kaupa ákveðið magn á viku eða mánuði. Þá komst Bernharð Stefánsson, framsögumaður nefndarinnar er fjallaði um málið í efri deild, þannig að orði: „Hvað þessa tillögu snertir, þá virðist mér þó, að það þyrfti að bæta við hana ákvæði, því að það er nú svo, að á meðan leyfð er sala á áfengi í landinu, þá eru það vissir menn, sem stöðu sinnar vegna geta ekki komist af með þann áfengis- skammt, sem allur almenningur ætti að geta komist af með. Það eru menn, sem þurfa vegna hins opin- bera að halda uppi risnu. Mér finnst, að þeir verði að vera undanþegnir a.m.k. þessari skömmtun. Þessir menn, sem ég á hér við, eru fulltrú- ar landsins, og ef til vill fulltrúar kaupstaða, eins og t.d. borgarstjór- inn í Reykjavík." Svipuð rök hafa vafalaust verið færð fyrir því, að forráðamenn ríkisins, forseti þegar hann kom til sögunnar, ráðherrar, forsetar Alþingis og handhafar for- setavalds þyrftu ekki að greiða fullt verð fyrir áfengi. Undanþágan hefur ekki náð til borgarstjórans í Reykjavík eða sveitarstjórna. Arið 1946 flytur Skúli Guðmunds- son þingmaður tiliögu til þingsálykt- unar, þar sem lagt er til „að afnum- in verði sú regla, sem gilt hefur und- anfarið, að einstakir valdamenn í þjóðfélaginu fái keypt áfengi í vínversluninni án verslunaráiagning- ar og tollfijálst“. Kom tillagan ekki til umræðu. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1949 var flutt tillaga um afnám sérréttindanna og naut hún stuðnings meirihluta fjárveitingar- nefndar. Þó var tillagan felld með eins atkvæðis mun. Ólafur Thors gerð þá grein fyrir atkvæði sínu með þessum orðum: „Ég geri ráð fyrir, að ég sé sá ráðherra, sem hafi notað mest þessa heimild, og ég tel, að með því hafi ég eins vel og aðrir eða betur haldið uppi þeirri skyldu ráðherra að koma fram fyrir hönd síns lands að hafa eðlilega risnu. Ég veit að vísu, að einn ráðherra úr minni stjórn [ný- sköpunarstjórninni 1944 til 1947], sem sat hjá við þessa atkvæða,- greiðslu [Áki Jakobsson fyrrum at- vinnumálaráðherra Sósíalistaflokks- ins sat hjá], hefði sennilega orðið gjaldþrota, ef þessi fríðindi hefðu ekki gilt þá og hann hefði haft þá risnu, sem hann hafði. Ég veit, að hann hefur kannske verið jafnveitull fyrir hönd ríkisins og ég var. Ég tel mikla nauðsyn fyrir ráðherra að halda uppi eðlilegri risnu, og með því verðlagi, sem nú er á áfengi, er útilokað að gera það. Ég hef hins vegar aldrei skiiið, að sparnaður gæti að þessu orðið, því að ef slík tillaga yrði samþykkt, yrði að hækka risnu þessara manna, og það kæmi þá fram á öðrum liðum. Ég segi því eindregið nei.“ Þegar þessi orð eru lesin er nauð- synlegt að minnast þess, að ráð- herrar greiddu á þessum ánjm sjálf- ir áfengið sem þeir keyptu á kostnað- arverði. Litið var á sérréttindin sem uppbót á laun. í framkvæmd var reglan þannig að ráðherrar pöntuðu það vín sem þeir þörfnuðust hjá ÁTVR og það var sent heim til þeirra. Ráðherrar notuðu áfengið að eigin vild. Er eins víst að þessar reglur hafi ýtt undir að ýmsum þótti sjálf- sagt áð ráðherrar opnuðu heimili sín til veisluhalda eða- stæðu fyrir sam- kvæmum sjálfir í miklu ríkari mæli en nú tíðkast. Eftir að vinstri flokkarnir komust til valda undir forystu Franisóknar- flokksins 1971 gekk ríkisstjórnin að tillögu Halldórs E. Sigurðssonar íjár- málaráðherra til þess verks að breyta reglunum og þrengja þær eins og áður er lýst. í framkvæmd sýnist breytingin helst hafa orðið sú, að ráðherrar hættu að bera áfengis- eða tóbakskostnað af veislum og létu ráðuneyti panta fyrir sig í stað þess að gera það sjálfir. Innan þessara reglna rúmast það að sjálfsögðu ekki að ráðherrar láti ríkið greiða áfengi í afmælisveislum manna úti í bæ. Hins vegar hafa þær verið túlkaðar þannig með samþykki ríkisendur- skoðanda, að ráðherrar geti látið ríkissjóð bera kostnað vegna eigin stórafmæla. í reglunum frá 1971 var ekki minnst á forseta eða handhafa forsetavalds og þess vegna voru fríðindi þeirra til að kaupa áfengi til einkanota ekki afnumin. Samkvæmt orðanna hljóðan giltu þannig aðrar og rýmri heimildir fyrir Magnús Thoroddsen en Jón Baldvin Hanni- balsson til áfengiskaupa á sérkjörum á árinu 1988, enda greiddi. Magnús fyrir sitt vín sjálfur en Jón Baldvin ekki. Ríkisstjórnin herti þessar reglur ekki fyrr en í janúar 1989 og virðist núverandi ijármálaráðherra ekki hafa haft frumkvæði að því að þessu sinni eins og forveri hans 1971, því að Ólafur Ragnar Grímsson lýsti yfir því eftir að áfengiskaup Jóns Bald- vins komust í hámæli að hann hefði viljað hafa nýju reglurnar strangari og er ekki unnt að skilja ráðherrann á annan veg en þann, að hann hafi framselt vald sitt til að setja þessar reglur til Ríkisendurskoðunar. „Vegna þess að ég ber mikla virð- ingu fyrir Ríkisendurskoðun sem stofnun fannst mér ekki rétt að ég sem fjármálaráðherra færi að gera athugasemdir við tillögur Ríkisend- urskoðunar um þessar reglur,“ sagði Ólafur Ragnar í útvarpsviðtali 27. september. Skýringar ráðherra Áður er lýst túlkun Jóns Baldvins Hannibalssonar á áfengiskauparegl- unum. Þeir Ölafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson voru beðnir að túlka reglurnar í yfirheyrsl- um vegna málsins gegn Magnúsi Thoroddsen. Ólafur Ragnar túlkar reglurnar frá 1971 með þessum orðum: „Ég tel að reglurnar eftir það hafi verið ótvíræðar í þeim efnum, að það var eingöngu um að ræða embætti og einstaklinga, sem þeim embættum gegna, að kaupa áfengi til þess að nota við opinber tækifæri, af einu eða öðru tagi, sem tengjast þeirra embættum og samskipti þeirra við einstaklinga, samtök eða aðra aðila í tengslum við embættisreksturinn." Og lögmaður Magnúsar vitnar í út- vaipsviðtal við Ólaf Ragnar frá 24. nóvember 1988, sama kvöldið og upplýst var um áfengiskaup Magnús- ar en þá sagði Óiafur Ragnar að „þetta kerfi“ við áfengiskaup hafi verið sett upp og notað „eingöngu til þess að greiða fyrir formlegum gestgjafaskyldum opinbeiTa aðila en ekki í neinum öðrum tilgangi, hvorki til einkanota eða annarra nota.“ Seg- ir Óiafur Ragnar að þessi staðhæfing sé byggð á sínum eigin skilningi á reglunum. Steingrímur Hermannsson segir að hann hafí kynnt sér þessar reglur sem ráðherra. Og hann segir fyrir réttinum: „Að vísu — ég hef yfirleitt haft þá reglu að ég hef beðið um að það verði kannað hjá Ríkisendur- skoðun hvort áfengiskaup í ákveðn- um tilgangi væru heimiluð og ég veit það að ráðherrar hafa haft boð fyrir flokksmenn iðulega og þá notið þessara áfengiskaupa í því skyni. En mér er ekki kunnugt um að sam- komur á vegum flokkanna hafi notið þessa, það held ég nú ekki, ekki svo mér sé kunnugt um ... Til dæmis veit ég að ráðherrar hafa stundum boðið þingmönnum síns flokks til kvöldverðar og þá hefur verið talið, skv. þeim reglum, eins og þær eru túlkaðar fyrir mér, eðlilegt að ráð- herrann gæti notað þennan rétt.“ Undir lok yfirheyrslunnar spyr dóm- arinn forsætisráðherra hvort leitað hafi verið túlkunar Ríkisendurskoð- unar á áfengiskaupareglunum og ráðherrann svarar: „Já, í þessum til- fellum, þar sem ég átti hlut að máli, þá — ef ég taldi vera eitthvað vafaat- riði, þá bað ég yfirleitt ráðuneytis- stjóra að kanna það hjá Ríkisendur- skoðun, hvort slíkt gæti talist eðli- Iegt.“ Halldór V. Sigurðsson ríkisendur- skoðandi segir við yfirheyrslu að hann hafi ekki fengið neinar fyrir- spurnir um það til sín, hvort stóraf- mæli ráðherra rúmuðust innan regln- anna en bætir við: „Fyrsta tilefnið sem varðar stórafmæli ráðherra það var, ég man nú ekki alveg nákvæm- lega árið, ætli það hafi ekki verið 1980 þegar Gunnar heitinn Thor- oddsen þá forsætisráðherra átti stór- afmæli og þá sá ég reikninga fyrir úttekt vegna þess afmælis, og spurði munnlega ráðuneytisstjóra í forsæt- isráðuneytinu, hvort að þetta væri vénjan, og hann sagði mér það vera, og síðan hef ég talið að það væri eðlilegt, og síðan veit ég að það eru fleiri sem hafa fengið áfengi og fleiri veislugögn, aðföng, greidd af við- komandi ráðuneyti í sambandi við stórafmæli. Ég lít á þessi stóraf- mæli eða þessar móttökur sem eru haldnar í sambandi við stórafmæli ráðherra, ekki vera afmælishátíðir sérstaklega fyrir ráðherrana, heldur sé þetta meira sem opinberar móttök- ur, enda telja sér skylt að mæta í þessar móttökur, má segja, allt sendiráðsfólk hérna í Reykjavík, full- trúar allra félagasamtaka sem til- heyra eða hafa samskipti við viðkom- andi ráðuneyti." Við yfirheyrslur fyrir bæjarþing- inu sagði Magnús Thoroddsen, að hann hefði hinn 19. nóvember 1988, fimm dögupi áður en fréttamaður skýrði honum frá athugunum Ríkis- endurskoðúnar á áfengiskaupum hans, rætt þau við Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra þegar þeir voru samferða á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur eftir að hafa tekið á móti Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands. Sagðist Magnús hafa greint Stein- grími frá þumalputtareglunni og uppruna hennar. Lögmaður spyr: Hreyfði forsætisráðherrann einhverj- um athugasemdum við þetta? Magn- ús Thoroddsen svarar: Nei. Þá segir Magnús, að forsætisráðherra hafi kallað sig til fundar, líklega föstu- daginn 2. desember. Segir Magnús, að Steingrímur hafi sagt sér „það allt í einu í óspurðum fréttum, að hann ætti eftir að gera upp sitt sex- tugsafmæli“. Lögmaður spyr: Hvem- ig skildir þú þessi ummæli? Magnús svarar: „Miðað við samhengið í um- ræðum okkar, þá skildi ég það þann- ig, að hann ætti eftir að gera upp áfengiskaup sín við ríkið. Ég spurði einskis í því efni.“ í yfirheyrslu stað- festir Steingrímur, að þeir Magnús Thoroddsen hafi rætt um áfengis- kaup á leið í bifreið frá Keflavíkur- flugvelli 19. nóvember og Magnús hafi skýrt sér frá því að hann noti þóknun fyrir störf sem handhafi for- setavalds til kaupa á afengi. Segir Steingrímur, að sér hafi ekki verið fyllilega ljóst, að réttur til áfengis- kaupa á sérkjörum fylgdi handhafa- starfinu. Um fund þeirra Magnúsar sem líklega var 2. desember og óupp- gerða afmælisveislu segir Steingrím- ur: „Hann kom á minn fund, ég bað hann að tala við mig og við ræddum þessi mál og þar í ýmislegt fleira. Hvort það væri einhver leið til að ná sáttum í þessu máli og fleira. Ég kannast nú ekki, satt að segja, við þetta. En eins og ég sagði áðan, þá fékk ég ekki áfengi í gegnum opin- bera aðila, ails ekki. Það er svo sem engin launung að Framsóknarflokk- urinn hjálpaði mér dálítið með af- mælið, en það var ekki eftir neinum svona leiðum. Ég er nú ennþá að borga það. Ég er ekki búinn að gera upp afmælið mitt enn. Svo það er nú kannski eitthvað svoleiðis lagað.“ Lokaorð Jón Steinar Gunnlaugsson vísar til þeirra ummæia forsætisráðherra fyrir réttinum að í vafa hafi hann látið leita álits Ríkisendurskoðunar og spyr ríkisendurskoðanda hvort hann kannist við slíkar fyrirspurnir sem ráðherrann nefndi. Ríkisendur- skoðandi svarar: „Nei, ég kannast ekkert við það.“ Og telur hugsanlegt en ólíklegt, að aðrir staifsmenn emb- ættis hans hafi verið btðnir að túlka reglur í slíkum tilvikum. Þá spyr lög- maðurinn að því eftir hveiju ríkisend- urskoðandi fari ef hann sé spurður um atriði sem þessi, hvort hann hafi einhveijar skráðar reglur eða hvort þetta sé meira bara tilfinning. Ríkis- endurskoðandi svarar: „Það eru eng- ar skráðar reglur til um þetta. Eg hef talið að það hafi skapast nokkur venja í sambandi við svona móttökur ráðherra. Ég hef nú talið það að bæði ráðherrar og aðrir sem er trúað fyrir þeim verkefnum sem þjóðin hefur tniað þessum mönnum fyrir, og þá á ég bæði við ráðherra og handhafa forsetavalds og aðra, að þeim eigi nú í flestum tilfellum að vera trúandi fyrir því að gæta hófs í þessum málum.“ Þessi orð ríkisendurskoðanda eru hæfileg lokaorð á þessari löngu sam- antekt. Kjarni málsins er sá, hvort menn hafi dómgreind til þess að nota fríðindi sín þannig að ekki þyki ámælisvert. Jón Baldvin Hannibals- son telur mistök og dómgreindar- skort sinn rúmast innan þeirra reglna sem hér. hafa verið til umræðu. Magnúsi Thoroddsen var hins vegar vísað úr embætti fyrir að hafa „rýrt svo mjög álit sitt siðferðislega". Þeir tveir háttsettu embættis- menn, sem hér hefur verið fjallað um til að bijóta þessi inál til mergj- ar, stóðu ólíkt að vígi, þegar upplýst var um áfengiskaup þeirra. Frétta- maður flutti forseta Hæstaréttar boðin um að hann væri undir rann- sókn. Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- ings sendu utanríkisráðherra at- hugasemd sína rétta boðleið um Ríkisendurskoðun. Utanríkisráð- herra gafst færi á að svara formlegu erindi. Dómsforsetanum gafst aldrei slíkt ráðrúm eftir að málið komst í hendur forseta sameinaðs þings og fj ármálaráðherra. Hæstiréttur hefur lokaorðið í máli Magnúsar Thoroddsens en kjósendur í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar. Besta leiðin til að útiloka að slík mistök eða misnotkun endurtaki sig vegna dómgreindarskorts er að herða eftirlit og láta eitt yfir alla ganga með samræmi í málsmeðferð og við- urlögum. Til þess þarf réttsýna stjórnendur. Virðing fyrir reglum fer að verulegu leyti eftir refsingunni sem liggur við að bijóta þær. Regl- urnar verða á hinn bóginn að vera skýrar og afdráttarlausar og birtar eins og almennar stjórnvaldsákvarð- anir, það hefur ekki átt við um sér- réttindi vegna áfengiskaupa. Pukur í opinberum áfengismálum lofar aldrei góðu. Þagnarmúrinn sem lögmaður Magnúsar Thoroddsens mætti bendir til þess að eitt örugg- asta ráðið til aðhalds að ráðherrum og embættismönnum sé að stórefla upplýsingaskyldu. Það er með ólík- indum að fara þurfi með áfengiskaup á sérkjörum fyrir skattfé almennings sem ríkisleyndarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.