Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 30
30______________________ KARLflR gj£ Þegar strák- amir detta í það Það er ein af þessum venju- legu laugardagsnóttum á Vesturgötunni. Eftir miðnætti dettur allt í dúnalogn, nema hvað einstaka leigubíll flýgur hjá. Eftir lokun skemmtistaða kviknar lífið á ný. Þeir koma í hópum, oftst þrír eða fjórir saman. — Hvert skyldu þeir annars vera að fara? — Einn dregst aftur úr, þarf að kasta af sér vatni. Hann æpir á hina. Það er þá, sem íbúar götunnar vakna upp með andfælum. Ég lít á klukkuna. Hún er hálf fimm. Hafði lofað að vekja manninn minn klukkan sex. Ég halla mér á hina hliðina. Bill rennur hjá, bremsar einhvers staðar vestar i götunni. Hávaði. Hræðilegur hávaði. Greinilega heill her manns. — Óhljóðin færast nær. Strákar, hér býr Jón Baldvin. Hann hlýtur að eiga brennivín. — Jónsi, er ekki partý? — Nú standa þeir fyrir neðan gluggann minn. Jónsi minn, er ekki partý? Ha, ha,-ha . . . nema? Æ, ekki núna, hugsa ég, leyfið okkur að sofa. Það er vinnudagur á morg- un. En, nei, þeir halda áfram. — Jónsi, við erum alveg að þorna upp. Eigum ekki deigan dropa. — Það er slökkt, maður. Þau eru sofandi, komdu, billinn biður. — En, ónei, billinn má biða. Nú er einn kominn upp á tröppurnar, Vekur í hurðarhúninn. Sem bet- ur fer hafði ég læst í gærkvöldi. — Ég er komin fram úr og virði þessa næturgesti fyrir mér í gegnum gluggatjöldin. Þrír ungir menn standa flissandi neðan við tröppurnar. Frakkaklæddir, snyrtilegir, en ögn reikulir i spori. Gætu verið að koma úr vinnustaðarpartýi. — Hringdu á bjöllunni. maður. — Auðvitað langar þá alla i partý. Ég velti því fyrir mér, hvort ég eigi að hringja í lögregluna. En. æ, þeir hafa víst nóg á sinni könnu. Við skulum sjá til. Hæ, strákar, þessa leið. Nú er einn kominn inn í garð. — Drottinn minn dýri. Kjallarinn ér alltaf opinn. Þar komast þeir auðvitað inn. En ekki út aftur. Það er ekki hægt að opna innan frá. Þeir ganga beint í gildruna. Ég heyri hurðina skellast á eftir þeim. Svei mér þá. Hvað er nú til bragðs? Þeir eru engu nær í kjallaranum. Þar er bara geymsla, gamalt drasl. Nema þeir haidi, að éggeymi brennivín í kjallaranum. — Á ég að vekja manninn minn? Æ, nei, hann á erfiða fundi framundan. Auð- vitað vek ég krakkana. Og sem ég er að hrista son minn, er hringt á dyrabjöllunni. — Ekki eru þeir komnir út aftur, hugsa ég. Eg opna glugga og gægist út. í náttmyrkrinu stendur ódrukk- ínn maður í ljósum mittisjakka. — Eru ekki fjórir ungir menn hér í heimsókn? — Nei, svara ég. — Nú. hvað er þetta. Þeir sögðust ætla hingað inn. Þeir skulda mér stórfé. Ég er búinn að vera að aka þeim alla nóttina. Þeir hafa þó ekki stungið af. bölvaðir. — Þeir eru að vísu ekki langt undan, segi ég. Þú getur hirt þá í kjallaranum, ef þú kær- ir þig um. Þeir eru læstir þar inni. Maðurinn biðst innilega af- sökunar á ónæðinu og hverfur -inn í garð. Ég heyri hann opna kjallarahurðina. Fjórir ungir menn skjögruðu út úr köldum kjallaranum. Það hefur greini- lega snarrunnið af þeirn. — Mik- ið var, heyri ég. að einn segir. Ætlaðirðu að láta okkur dúsa hér til morguns, eða hvað? Nú færist aftur kyrrð yfir Vesturgötuna. Égget hallað mér i' nokkrar mínútur. eftír Bryndisi Schram lylCjRG.UiýBLAÐJÐj UR 22. 0KT0BER (í'" ~ l‘i" -i-r*""tr- JÓRDANIR Á ÍSLANDI Óvænt til fundar við konung sinn Ul\| enn geta leitað eftir lfl áheyrn konungsins alla ævi heima í Jórdaníu en aldrei fengið hana. En þegar Hussein konungur var hér á landi á dögun- um fórum við bræðurnir á hótelið, meira til að sjá og hitta landa okkar, en svo vildi Hussein hitta okkur! Hann frétti að það væru aðeins þrír Jórdanir á Islandi og. þeir væru á höttunum ið hótelið. Það var gaman að fá að hitta Hussein og hann spurði okkur margs um hvernig það væri til komið að við værum á íslandi,“ sagði Samir Daglas í samtali við Morgunblaðið, en Samir hefur verið á íslandi í 3 ár, rekur hér pizzastaðinn Pizza Rami á Hring- braut, og talar mjög góða íslensku. Bræður hans tveir búa hér einnig, Sami sem hefur dvalið hér tvö ár og er iðnaðarmaður, og Mohameð, yngstur, sem er í Háskólanum. Hvað forsetaheimsóknina varð- aði, sagði Samir að þetta hefði allt saman komið þeim í opna skjöldu. Á íslandi væri einfalt og auðvelt að hitta ráðamenn og leið- toga jafn vel fyrirhafnarlaust, en því væri ekki að heilsa heima fyr- ir. Þeir bræður hefðu fyrst og fremst vonast eftir því að sá til kóngs, en svo ræddu þeir málin við ýmsa í fylgdarliðinu. Daginn eftir óku þeir síðan um borgina með nokkra þeirra og sýndu þeim Reykjavík, en eftir það gaf tals- maður konungsins á tal við þá og taldi að hann vildi hitta þá. Það var ógleymanlegur fundur. Um framtíðina sagði Samir, að þeir bræður væru búnir að skjóta rótum á íslandi og hér liði þeim vel. Þeir væru ekki á förum. Tveir þeirra eru þegar giftir hérlendum stúlkum og þó sá þriðji hafi að- eins verið hérlendis nokkrar vik- ur, þá líkar honum prýðilega við land og þjóð.... Bræðurnir Samir, Sami og Mohameð Daglas. VÍNRÆKT Islendingur með vín- ekru í Frakklandi Vínrækt er ekki ný af nálinni í Frakklandi og það er heldur engin nýjung að veitingahús hér á landi bjóði upp á frönsk vín. Hins- vegar hafa nokkur af bestu veit- ingahúsum borgarinnar nýlega tek- ið upp á því að bjóða gestum upp á hvítvíns- og rauðvínstegundir frá suðvesturhluta Frakklands undir heitinu Chateau de Rions, en það er íslendingur að nafni Jón Ár- mannsson sem rekur samnefnt vínekrubú. Jón tók við búinu í Frakklandi í mars síðastliðnum af fullorðnum hjónum. Hann kom með sína fyrstu framleiðslu hingað til lands fyrir Vínviðurinn nær allt upp að íbúð- arhúsinu, en framleiðsla víngerð- arhússins, sem er áfast íbúðar- húsinu, er um 40 þúsund flöskur á ári. Guðlaug Bald- ursdóttir með sýnishorn af vínframleiðsl- Morgunblaðið/Bjami Guðlaug, eiginkona Jóns, við vinnu á Chateau de Rions. nokkrum vikum og hefur ásamt eiginkonu sinni, Guðlaugu Baldurs- dóttur, unnið við að koma því á markað hérlendis. Vínið fæst ekki enn sem komið er í verslunum ÁTVR, en þau eru komin inn á all nokkur veitingahús. Vínuppskera í Frakklandi hefur verið með ein- dæmum góð í sumar og muna elstu menn þar ekki eftir svo góðri upp- skeru á þessari öld, að sögn Guð- laugar. Chateau de Rions er í sveit sett efst í hlíðum þeim, er nefnast Premieres Cotes de Bordeaux, í þorpinu Villenave de Rions, sk'ammt frá bænum Cadillac. Vínræktar- hérað Premieres Cotes de Bordeaux er um 60 km að lengd og nær frá norðri til suðurs rétt austan við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.