Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 31
:4i' ’■1 ; ú •. i tr MORCUNBLAÐIÐ hULK jÚR 22.-ÓKTÓBER $ BRÚÐHJÓN VIKUNNAR Vörpuðu áletruðum g’ullpeningum í Peningagjá Brúðhjón vikunnar að þessu sinni eru Kristín Ingibjörg Stefánsdóttir og Halldór Kristj- ánsson . Hún er 25 ára gamall snyrti- og förðunarsérfræðingur, en hann er þrítugur markaðs- fræðingur. Þau leituðu ekki langt yfír skammt þegar til kastana kom, því hann var til heimilis að Einimel 7, en hún að Einimel 1. Heimili þejrra er nú Ásvallagata 77 sem þau hafa gert upp síðustu mánuði. En þrátt fyrir að þau væru nán- ast næstu nágrannar, þá þekktust þau ekkert fyrr en í janúar 1986. Hún vissi svo sem hver hann var og hann vissi af henni. Hann þekkti meira að segja bræður hennar tvo vel, en leiðir þeirra lágu ekkert saman, þau voru bæði í sínu námi, hann m. a. marga vetur í Bandaríkjunum. En hvernig brotnaði ísinn? Halldór svarar símleiðis frá Amsterdam: “Við kynntumst í gegn um fræncla minn. Hann bauð mér og þeim systkynum öllum í vetrarferð til Þingvalla. Þegar við komum að sækja þau og hún kom labbandi að bílnum sá ég strax að þetta væri mín stelpa." En var hún jafn viss um þig? “Ég er nú ekki alveg viss um það, en við héldum sam- bandi um veturinn og um sumarið small þetta saman, það má segja það,“ segir Halldór Það var síðan 25. desember síðast liðin að þau opinberuðu trúlofun sína og 25.mai bað Halldór Kristínar. “Ég ók með Kristínu austur á Þingvöll og gekk með henni út á brúna á Peningagjá. Kraup þar á kné og bað hennar. Þegar hún jánkaði, mér til mikill- ar gleði, dró ég úr fórum mínum tvo gullpeninga með stöfum okkar á. Við köstuðum þeim síðan. í gjána og hugsuðum og óskuðum okkur um leið hvernig við vildum að okkar samband og hjónaband yrði,“ segir Halldór. Um haustið fór Kristín í vikuferð með foreldrum sínum til Lundúna, keypti þar kjólinn og fleira til brúðkaupsins. Að morgni stóra dagsins mætti flokkur séfræðinga heim til Kristínar þar sem hún var greidd, snyrt og strokin, en Halldór stússaði í hinu og þessu, lét snyrta hár sitt, sótti blóm- vöndinn og fleira. Svo sat hann í foreldrahúsum og ræddi um heima og geima við föður sinn uns stundin rann upp. Var þá haldið í Neskrikju þar sem sr.Guð- mundur Óskar Ólafsson tók á móti þeim. Halldór telur sig hafa staðið sig vel fram að þessu, en þegar hann sá Kristínu ganga inn kirkjugólfið, var honum öllum lok- ið, taugarnar brustu og það tók hann fimmtán fyrstu mínútur at- hafnarinnar að róa sig niður, “enda var hún falleg“ segir Hall- dór. 0g athöfnin var falleg segja þau bæði. Leikinn var Ástardraumur eftir Lizt, Brúðarljóð og loks söng Bjarni Arason gamla Presleylagið Falling in love again með slíkum tilþrifum að flesta langaði til að klappa, en það er ekki lenska í brúðkaupum og sat því fólk á sér. Að athöfninni lokinni var haldið í Hallargarðinn í Húsi Verslunarinnar þar sem haldin var “stórkostleg“ veisla brúðhjónun- um til heiðurs. Alls vöru gestir um 190 talsins og voru allir leyst- ir út með gjöf frá brúðhjónunum. Að veislunni lokinni var haldið í myndatöku sem tók á aðra klukkustund vegna þess hve Halldóri gekk illa að slaka á og brosa framan í linsuna. Að myndatöku lokinni var haldið upp á 14. hæð í Húsi Verslunar- innar þar sem haldin var mikil matarveisla fyrir brúnhjónin og 23 nána vini og fjölskyldu. 6 rétta rnáltíð með meiru. Síðan var að bera brúðina yfir þröskluldinn á Ásvallagötunni. Kom þá í ljós að búið var að bera allar gjafimar inn í stofu og skreyta hurðir og stigan upp að svefnherberginu með blómum og borðum. Einnig hjónarúmið og bakkar með kældu kampavíni, bjór og öðru meðlæti voru á báða bóga. “Það væsti ekki um okkur,“ segja þau hjón. Næstu daga var m. a. haldið “hænuboð" fyrir vinkonur Kristín- ar og brúðkaupsferðin skipulögð. Er það þriggja vikna ferð sem hófst í Amsterdam en einnig verð- ur dvalist í Sviss, frönsku Rivier- unni, Mónakó, Þýskalandi og Belgíu. borgina Bordeaux í suðvesturhluta Frakklands. Vínrækt og víngerð hefur verið stunduð á þessum slóð- um í áraraðir og er vínviðurinn á Chateau de Rions-býlinu til dæmis aldagamall. Á býlinu eru klassískar berjateg- undir ræktaðar í samræmi við hefð- ir. Til rauðvínsgerðar eru ræktaðar Merlot, Cabernet Sauvignon, Ca- bernet Franc og Malbec, en Semilli- o.n og Sauvignon Blanc þrúgurnar eru hins vegar notaðar í hvítvínsgerðina. Land Chateau de Rions er um tíu hektarar að stærð, þar af eru um það bil sex hektarar nú undir vínviði. í víngörðunum eru alls um 35.000 plöntur, sem þurfa stöðuga umönnun. Meðalaldur vínviðarins er hár og rætur hans ná djúpt í jörðu. Reynt er því eftir fremsta megni að ná fram sem mestum gæðum beijanna svo vínin megi verða sem best. Ætlunin er að gróðursetja frekar í náinni framtíð. Framleiðsla víngerðarhússins er um það bil 40 þúsund flöskur á ári. Á miðanum á flöskunni stendur „Mise eri' Bouteille au Chateau“, sem merkir að vínið sé átappað á staðnum og er trygging fyrir upp- runa þess. „Jón hefur lengi haft áhuga á vínum og hefur verið með annan fótinn úti í Bordeaux í fleiri ár. Þegar svo þetta tækifæri bauðst, fannst honum tilvalið að taka því, ekki sístvegna þess hve þetta svæði er vel fallið til vínræktar. Ég var lengi úti í sumar við beijatýnsluna, en hef ákveðið að vera á íslandi að minnsta kosti í vetur þar sem börnin eru á skólaaldri,“ sagði Guð- laug. J1 Börn þeirra Jóns og Guðlaugar, Ármann 6 ára og Dagbjört 7 ára, kunnu vel við sig í Frakkl- andi í sumar. Hér eru þau innan um vínviðinn og hjálpuðu vissu- lega lil við berjatínsluna. ÆVISÖGUR Fjallað um meint framhjáhald Martins Luthers Kings Blökkumannaleiðtoginn Martin Luther King var í félagsskap tveggja kvenna og lenti í átökum við þriðju konuna, nóttina áður en hann var myrtur, að því er segir í væntan- legri ævisögu um blökkumannaleið- togann, Og múrarnir hrundu, And the Walls came tumbling down. Höf- undurinn, séra Ralph Abernathy, sem var einn nánasti samstarfsmað- ur Kings, lýsir í bókinni atburðum sem áttu sér stað kvöldið áður en King var myrtur í Memphis-borg 4. apríl 1968. Abernathy segir meðal annars að hann, King og félagi þeirra beggja hafí að kvöldlagi farið í heimsókn til vinkonu þeirra. King og konan hafi ekki komið út úr svefnherbergi kon- unnar fyrr en klukkan var að ganga tvö að nóttu. Skömmu síðar hafi blökkumannaleiðtoginn hitt vinkonu sína, þingkonu frá Kentucky-ríki, á Lorraine-gistihúsinu, þar sem King var seinna myrtur. Abernathy segir í bók sinni að King hafi ekki komið út úr herbergjum þeim sem þeir deildu með sér á gistihúsinu fyrr en eftir klukkan sjö um morguninn. Nokkru síðar var Abernathy beð- inn um að miðla málum í deilu sem reis á milli Kings og ungrar konu er hann þekkti náið. King hrópaði að konunni og „barði hana svo hún kastaðist eftir rúminu“, segir Abem- athy. í bók sinni. % . Abernathy segir að markmið sitt með bókinni sé að lýsa „veikleika vinar míns fyrir konum“ í þeim til- gangi að „veita hinum látna uppreisn æru án þess að valda eftirlifendum of miklum þjáningum". Hann sagði að King hefði verið fylgjandi „banni biblíunnar við kynlífi utan hjóna- bands. En hann átti í erfiðleikum með að standast freistingarnar." „... Hann gekk í augun á konum, jafnvel þótt það væri honum þvert um geð. Hann var hetja — mesta hetja vorra tíma — og konur hafa alltaf laðast að hetjum.“ Benjamin Hooks, leiðtogi Fram- farasamtaka blökkumanna, NAACP, hefur fordæmt rit Abemathys. Haf^ segir að bókin sé „glæpsamlega óábyrgt rit“ og að innihald þess hafi komið ekkju Kings, Corettu, í mikið uppnám. „Ég held að hún eigi erfið- ara með að sætta sig við þessa bók [en aðrar bækur um meint fram- hjáhald Kings], vegna þess að höf- undur hennar er Ralph Abernathy, sem hefur verið kær vinur fjölskyld- unnar og trúnaðarmaður hennar allt sitt líf,“ sagði Hooks. Til greinahöfunda Aldrei hefúr meira aðsent efhi borizt Morgunblaðinu-en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt er, að greinar verði að jafn- aði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að styttaþær. Ef greinaliöfundar- telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birt- ingu. Minningar- og afmælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira máí berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.