Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLÁÐIÐ MIIMIMIIMGAR SÚnNUBÁGUR 22. OKTÓBER Minning: Haraldur Hannes- son, hagfræðingur Ekki neita ég því, að mér varð hverft við, þegar ég spurði lát Har- aldar Hannessonar og hafði þá rætt við hann_hressan og glaðan fáeinum dægrum áður. Það er þó haft fyrir satt, að naumast sæti tíðindum, þegar aldurhnigið fólk, sem að lokinni langri starfsævi er sezt í helgan stein, fær lausnina miklu. Þeir sem þekktu Harald Hannesson vissu að fáir höfðu kom- ið málefnum sínum og sinna í betri röð og reglu, og væri hönum því sízt að vanbúnaði að kveðja með skömmum fyrirvara. Mér hefur skilizt að margt trúað fólk vilji fá nokkurt ráðrúm til þess að búa sig undir andlátið. En marg- ir óska þess heitast að fá að kveðja eins og Haraldur hefur nú gert, og í þeim hópi var hann sjálfur. Reynd- ar vissi hann lengi, að kallið kynni að koma á hverri stundu, og af þeim sökum má segja að hann hafi verið við öllu búinn. En hann eyddi ekki síðustu ævidögunum í grufl um eilífðarmálin eða hversu hann kynni bezt að búa í haginn fyrir sig handan grafar. Náðardagana notaði hann m.a. til þess að undirbúa nýja útgáfu á ritum Nonna og einnig til þess að skrásetja Nonna-safnið og bjarga um leið ýmiss konar vitn- eskju og fróðleik, sem nú er hætt við að háfi farið veg allrar veraldar með honum. Frá blautu bamsbeini var Har- aldur hugfanginn af þeim mann- anna verkum, sem honum fundust falleg eða vel af hendi leyst. Hins vegar varð ég þess aldrei var, að hann félli í stafi fyrir náttúrufeg- urð. Ef til vill var hann of mikið borgarbarn til þess. Fljótlega varð fegurðardýrkun Haralds til þess að hann fór að safna ýmsu, sem áhuga hans vakti. Ekki varð söfnunin hon- um þó óviðráðanleg ástríða, og henni fylgdi líka þorsti í hvers kon- ar vitneskju og fróðleik um þá muni, sem hann komst höndum undir. Þannig varð söfnunin honum uppspretta fróðleiksöflunar og þekkingar. Haraldur var einkabam og auga- steinn velstæðra foreldra, og lofaði hann oft þá forsjón, sem veitti hon- um það öfundsverða hlutskipti. Þau voru bæði austan úr Árnessýslu, og var faðir hans lengi vélstjóri á togurum og var gæddur ýmsum þeim eiginleikum, sem Haraldur dáði mest í fari manna. Sjálfur taldi hann sig meira líkjast móðurfólki sínu. Annað lán sem Haraldur prísaði mjög voru bernskukynni af þeim sem húsum réðu í Landakoti og skólanum þar. Einkum taldi hann sig standa í ævilangri þakkarskuld við systur Clementiu, og má sjá vott ræktarsemi hans við minningu hennar í Andvara 1981. Þá átti Haraldur ljúfar minningar frá barnsaldri, þegar hann var í sveit í Hjörleifshöfða. Einnig þar kynntist hann góðu fólki, sem hann rækti vináttu við meðan ævin entist. Sígild tónlist, ekki sízt sungin, var gildur þáttur í þeim lífsgæðum sem Haraldur sóttist eftir, en á þeim vettvangi var hann lengst af bæði veitandi og þiggjandi. Enga látna snillinga hygg ég hann hafa metið meira en Mozart, og á fáum samferðamönnum hafði hann meiri mætur en þeim Jóni Halldórssyni söngstjóra og dr. Victor Urbancic. Lofaði hann það lán að hafa getað orðið báðum þessum mönnum að liði, svo mikla þakkarskuld sem hann taldi sig eiga þeim að gjalda. Haraldur var ör í lund og ákafa- maður, óhvikull vinur vina sinna, en gat orðið býsna þykkjuþungur í garð þeirra, sem hann taldi hafa troðið sér um tær eða beitt sig rang- indum. Sem fyrr segir var Haraldur mik- ill fegurðardýrkandi, og aðdáun hans á myndarlegu verkslagi og fögru handbragði var fölskvalaus. Helzt hefði hann viljað sjá sem flest- ar bækur í handunnu skinnbandi, og fáa menn dáði hann meira en þá mætu bókbindara, sem hann hafði valið sér og stofnun sinni. Átti hann ófáar ánægjustundir á vinnustofunni hjá Guðmundi Þor- kelssyni, sem hann mat mikils, enda var samstarf þeirra farsælt og báð- um ánægjulegt. Um ríflega tveggja áratuga skeið unnum við Haraldur mikið saman að ýmsum verkefnum, m.a. flokkun og skrásetningu bréfa og skjala Tryggva Gunnarssonar. Stundum sökktum við okkur niður í þessi verk dag eftir dag, ekki sízt um heigar, en svo urðu oft löng hlé á milli sökum annarra anna. Margt bar á góma meðan á þessum störf- um stóð, en svo sprettum við úr spori á milli. Líka skiptumst við oft á orðum og skoðunum símleiðis, því að Haraldur hafði löngum þann hátt á að leita álits vina og kunn- ingja, þegar hann var að vinna að einhverju og átti úr vöndu að ráða. Sparaði hann þá enga fyrirhöfn til þess að komast að viðunandi niður- stöðu um hvað eina, því ekki mátti kasta höndunum til neins. Yfirleitt held ég að honum hafi látið betur að vera í verki með öðrum en vinna í einrúmi, og oft fannst mér verk- slag hans fremur vera listamanns- ins en fræðimannsins. Er þó hreint ekki svo að skilja að hann hafi slak- að í kröfunum sígildu um að hafa það sem sannast reyndist. En feg- urðarsjónarmiðin voru aldrei langt undan. Ekki efa ég, að í auðugri eða fjölmennari löndum hefði listamað- urinn í Haraldi fengið meira og verðugra viðnám krafta sinna. En um árabil nutu metnaðarmestu kór- arnir í Reykjavík mikillar og fagurr- ar raddar hans og sönggleði. Þegar Haraldur leit um öxl fannst. honum lífið hafa verið sér gjöfult, og á það hljóta flestir að fallast. Hann átti ástríka foreldra, sem gátu veitt honum sitthvað, sem ekki féll þorra jafnaldra hans í skaut. Þar á meðal var löng skóla- ganga og góð menntun hérlendis og erlendis, og það á þeim áirnm, þegar heimskreppan drap flest í dróma. En hann bar líka gæfu og atgervi til þess að notfæra sér tæki- færin og hyggindi til að ætla sér af. Margvísleg áhugamál gáfu lífinu nauðsynlega fyllingu, kynni af mætu og ágætu fólki og síðast en ekki sízt hvert óskastarfið á fætur öðru, sem hann naut af heilum huga að reyna sig við. Á námsárun- um vann hann á sumrin í Lands- bankanum, síðar á fréttastofu Ríkisútvarpsins, þá við bókhald á skrifstofu bæjarverkfræðings og loks síðustu tuttugu starfsárin stýrði hann, myndaði og mótaði skjala-, bóka- og myntsafn Seðla- bankans. Samhliða þessu sinnti hann tóm- stundastörfum af slíkum myndar- skap, að þeirra mun margra hverra um langan aldur sjá stað. Kemur þá fyrst í hug Nonna-safn. En ekki má gleyma því, að Nonnamir í lífi hans urðu fleiri en Jón Stefán Sveinsson. Varði Haraldur miklum tíma og ærinni fyrirhöfn í vinnu við handritasafn Jóns Pálssonar banka- gjaldkera og við að skipuleggja og raða skjölum Jóns Árnasonar bankastjóra. Þá sá hann um útgáfu á ævisögu Voga-Jóns, og ekki má gleyma afskiptum hans af myndum og ferðasögu brezka málarans Coll- ingwoods. Loks var hann einn af hvatamönnum þess að farið var að gefa út rit Jóns Þorlákssonar borg- arsijóra, en á honum hafði Harald- ur hinar mestu mætur. Eg hef einungis nafngreint fáa þeirra mörgu, sem Haraldur þreytt- ist aldrei á að lofa. Einum má þó til með að bæta við, Freysteini Gunnarssyni skólastjóra, þýðanda flestra Nonna-bókanna, taldi hann hafa kennt sér fleira og meira en flestir aðrir, sem hann átti samleið með um dagana. Ekki efa ég, að það var hárrétt mat Haralds, þegar hann sagði að ekki hefði lánið hvað sízt verið sér hliðhollt, þegar hann eignaðist Ragnheiði Hannesdóttur fyrir konu. Hún er sunnlenzk eins og bóndi hennar var, frá Vestmannaeyjum, ættuð undan Eyjaíjöllum. Hefði hún ekki skipað sess sinn eins og raun ber vitni, er ég hræddur um að færri sjáanleg verk lægju nú eftir Harald. Mun sanni næst að fáar konur hefðu ljúflegar eða af meira jafnað- argeði og myndarskap brugðizt við ýmsu óhagræði, sem óhjákvæmi- lega hlaut stundum að fylgja þeim störfum bóndans, sem hann bar heim með sér eða kaus að vinna að þar. Þó að seint sé, langar mig að leiðarlokum að þakka Haraldi ógleymanlegt samstarf, allar sam- verustundirnar og samræðurnar, sem venjulega skildu sitthvað eftir sem betra var að hafa en vera án. Fór þó fjarri að við værum ávallt sammála um hvað eina. Eins og ævinlega, þegar vinir og samferðamenn hverfa af sjónar- sviðinu, deyr með þeim hluti af okkur hinum, sem eftir stöndum og bíðum eigin skapadægurs. Ekkju Haralds, syni þeirra og öðrum ástvinum sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur mínar og konu minnar. Bergsteinn Jónsson Sumum er svo farið, að þeir áorka mestu og njóta sín bezt á vettvangi víðsíjarri þeim, sem áform og menntun stóðu til í önd- verðu. Mér er ókunnugt um tildrög þess, að Haraldur Hannessson lagði ungur stund á hagfræði og lauk tilskildum prófum í þeirri grein. Hitt veit ég með vissu, að sex ára námsdvöl í stórborgum Þýzkalands og Bretlands, snertingin við ýmis- legt hið bezta í menningu Evrópu millistríðsáranna, skildi eftir hjá honum sterk og mótandi áhrif, sem hann bjó að alla ævina síðan, — hvað sem hagvísindunum leið. Það fór raunar svo, að Haraldur starfaði lítt eða ekki að fræðigrein sinni, þótt prýðileg menntun hans kæmi óefað að góðum notum við þau margvíslegu verkefni, sem hann- tókst á við um dagana og tengjast nafni hans, öðru fremur. Mér fannst Haraldur vera í senn marglyndur og heilsteyptur. Hugð- arefnin voru mörg og lágu á býsna ólíkum sviðum. Hann var hneigður til fróðleiksiðkana og söfnunar, bar einkar gott skyn á fagurt og fágað handverk, og hlotnaðist sú gæfa að fá nýtt þessa eiginleika í dagleg- um störfum. Þá var hann einlægur unnandi góðrar sönglistar, og voru hinar stóru, sígildu ópenir honum sérstaklega hugstæðar. Varð hon- um tíðrætt um þá sterku upplifun, Minning: Finnbogi Péturs- son, Isafírði Svo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds. Eg vii með nokkrum línum minn- ast vinar míns Finnboga Pétursson- ar. Mér brá mikið er ég frétti lát hans. Hann sem alltaf var svo hress og kátur, með spaugsyrði á vör. Þannig er nú samt lífsins gangan okkar allra, að enginn veit fyrir hvenær kailið kemur. Finnbogi Pétursson fæddist í Litlabæ í Skötufirði, sonur hjón- anna Stefaníu Jensdóttur og Péturs Finnbogasonar. Þau fluttust síðar að Hjöllum í sama firði, þar sem Bogi ólst upp í stórum systkina- hópi. Að þeirra tíma sið bytjaði hann ungur að vinna að heimilis- störfum, bæði úti og inni, en rúm- lega tvítugur flyst hann til Isafjarð- ar og hefur átt hér heima síðan. Ég kynntist honum fyrst 1945 þegar við vorum skipveijar á Hug- anum II frá ísafirði. Vinátta okkar hefur haldist síðan og aldrei borið skugga á. Hann var mörg ár til sjós ýmist á bátum eða togaranum Sólborgu. Hann var eftirsóttur til allra starfa til sjós og lands. í þau ár sem ég var formaður Sjómanna- dagsráðs ísafjarðar var hann alltaf mín styrkasta stoð. Við gengum í Lionsklúbb ísafjarðar fyrir 12-14 árum. Þar sýndi hann vel hvem mann hann hafði að geyma. Alltaf í fararbroddi fyrir allri vinnu, sem þar var framkvæmd. Ég tel ekki á neinn hallað þó sagt sé að við frá- fall hans hafi farið einn sterkasti hlekkur þeirrar keðju og að það skarð verði vandfyllt. Kristján J. Jónsson í blaðaviðtali nýlega sagði fyrr- verandi sóknarprestur okkar ísfirð- inga, séra Jakob Hjálmarsson, að við værum villimenn. Séra Jakob sagði þetta ekki af illgirni í okkar garð eða að hann bæri slæman hug til okkar fyrrum sóknarbarna sinna. I þessum orðuní prestsins felst meiri skilningur og innsýn í fjöl- breytileika mannlífsins og hinn raunverulega mun sem er milli fólksins í litlu sjávarplássúnum á Vestfjörðum og stórborgarfólksins á Reykjavíkursvæðinu. Ég er að mörgu leyti sammála sér Jakob, veit reyndar að hann hefur næma þekkingu á fólki og þar sem ég sé fegurð og stórleika í þessari villí- mennsku okkar þá telst sá maður sem við nú kveðjum hinstu kveðju meðal hinna göfugustu þessa fólks. Finnbogi Pétursson var að ætt, uppruna og lífsstíl tengdur barát- tunni við náttúruöflin og hinni al- mennu baráttu alþýðumannsins, sem fæddist í fátækt fjárhagslegra efna, en ríkidæmi sjálfsbjargar og framtaks. Við Finnbogi vorum báð- ir tengdir inn í sömu góðu fjölskyld- una og þegar ég kom þar fyrst við sögu var hann farinn að búa í Aðal- stræti 32 með Sigríði konu sinni og börnum en í húsinu bjuggu jafn- framt Margrét systir hennar og tengdmóðir mín ásamt Gísla Ein- arssyni eiginmanni sínum og börn- um en jafnframt bjó þarna og býr reyndar enn Óskar bróðir systranna ásamt fjölskyldu sinni. Þótt rúm tuttugu ár skildu okkur Boga að þá vorum við samt búnir að kaupa þilfarsbát saman, skömmu eftir að ég tengdist honum fjölskyldubönd- um. Báturinn Guðrún Ágústa ÍS- 143 var illa farinn eftir sjóskaða. Við unnum að viðgerð bátsins um veturinn og þá strax lærðist mér hverskonar gull af manni hann var. Ég með mína 10 þumalfingur gerði að sjálfsögðu ekkert sem skipti máli, en þegar Bogi var búinn að smíða bátinn upp, var aldrei látið í annað skína en fullt jafnræði hefði verið með okkur í smíðunum. Við hófum sjóróðra með línu um vorið •og kom þá í ljós að hann þekkti ekki bara öll fiskimið í Isaíjarðar- djúpi, heldur var hann afburða lag- inn sjómaður svo að allt sem að fiskveiðum laut Iék í höndum hans. Ein saga frá þessu vori rifjast upp fyrir mér sem sýnir kannski í hnot- skurn annað hugarfar okkar villi- mannanna en aðrir eiga að venjast. Við höfðum lagt línuna út með Stigahlíðinni og ákváðum að halda inn til Bolungarvíkur á meðan við gæfum leguna. Rétt eftir að við erum búnir að blnda þar kemur verkstjóri frá Einari Guðfinnssyni sem Bogi þekkti og sagði okkur að hann væri að skipa út saltfiski, en væri alveg mannalaus. Já, blessaður vertu, við komum eins og skot og hjálpum þér að lesta sagði Bogi. Við höfðum ekki lengi stúað í lest- inni þegar ég sá haus með hattkúf skima yfir lestina og segja síðan: „Þetta gengur ekkert með þessum mannskap." Síðan snaraði maður- inn sem átti hausinn sér yfir lúg- una, klifraði ofan í lestina og hóf að stúa saltfisknum við hlið okkar. Þarna var þá kominn sjálfur kon- ungurinn Einar Guðfinnsson. Einn þessara sérstöku villimanna sem fór fyrir sínu fólki hvar svo sem vinna þurfti störfin. Finnbogi Péturssorr var gæfu- maður í öllu sínu lífi. Yfii"veguð rósemi og þekking á viðfangsefninu hveiju sinni kom honum ávallt klakklaust áfram hvort sem það var í baráttunni við hafið eða í um- gengni við nágranna og samstarfs- fólk. Hann hlaut nánast enga skóla- menntun, en var samt vel að sér, hann var hlédrægur meðal ókunn- ugra en hrókur alls fagnaðar í vina- hópi. Þótt hann væri lítið fyrir hirð- siði heldra fólksins var gæska hans og göfuglyndi merki um siðmennt- un sem lá dýpra en á ysta borði. Mér er enn minnisstæð ferðin okkar Lionsmanna til Evrópu 1981. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og snerist í kring um Öddu vinkonu sína með ástúð og nærfærni. Mannúðarstarf Lionsmanna var honum hjartans mál. Og á þeim vettvangi ræddum við síðast saman einslega. Við vorum að smíða að fiskhjalli Lionsklúbbsins í Amardal. Vakandi áhuga hans á málefnum klúbbsins bar hæst í umræðunni. Hann hafði mestar áhyggjur af því að engan fisk yrði að fá í haust því nú færi allur góðfiskur í gáma. Honum fannnst að við yrðum allir að leggjast á eitt til að fylla hjall- inn, því þetta væri okkar stærsta fjáröflun. Við lukum viðgerðinni og hjallurinn stendur nú tilbúinn til brúks. Það verður því í minningu Finn- boga Péturssonar sem við Lions- menn fyllum hjallinn á þessum vetri, til styrktar þeim sem minna mega sín. Við hjónin og synir okkar þökk- um honum af alhug samferðina í gegn um lífið og biðjum Guð að styrkja hans nánustu ástvini á þess- ari tregastund. __ Ulfar Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.