Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 22
'22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTOBER Reykingamaður númer eitt - „Þýðir ekkert að kasta til höndunum“ segir Jóhannes Esra Ingólfsson Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Jóhannes „reykingamaður" við störf. Frá Grími Gíslasyni í wl VESTM.EYJUM L EYJAMENN hafa löngum ver- ~ :ð þekktir fyrir fuglaveiði sína og bjargmennsku. Kattliprir bjargmenn hafa vakið aðdáun fyrir fimi sína og veiðimenn liafa oft verið í sviðsljósinu. En það er langt frá því að bráð- in sé tilbúin í pottana þegar veiðimaðurinn hefur fangað hana. Þá á eftir að hamfletta eða reyta fiðurfénaðinn og verka síðan eftir hinum ýmsu kúnstarinnar reglum. Einn þeirra manna sem hvað at- kvæðamestur hefur verið í verkun bjargfugla í Eyjum hin síðari ár er Jóhannes Esra Ingólfsson. Hann hefur um margra ára skeið reykt lunda og ýmislegt fleira í frístund- um sínum en hefur nú stofnað fyrir- tækið Kofareykingu hf. og vinnur við það hluta úr degi. Morgunblaðið heimsótti Esra á vinnustað hans í reykhúsinu við Hásteinsveg einn daginn fyrir skömmu. Hefur fengið mjög góða dóma fyrir laxinn „Ég bytjaði að fikta við að reykja lunda þegar ég var 16 ára gamall og hef verið meira og minna í þessu ^fiau 25 ár sem eru liðin síðan. Fyrst var þetta tómstundagaman fyrir fjölskylduna en síðan fóru vinir og kunningjar að biðja mig um þetta þannig að þetta vatt smátt og smátt upp á sig. Ég hef alltaf haft ákaf- lega gaman af þessu og þetta hefur fyrst og fremst verið áhugamál hjá mér að standa í þessu,“ sagði Esra. Esra hefur mikið starfað við matargerð. Hann hefur verið kokk- ur og einnig starfað við kjötiðn. Fyrir ári stofnaði hann fyrirtæki sitt Kofareykingu og vinnur þar hluta úr degi en hans aðalstarf er við kjötiðn hjá Kaupfélaginu í Eyj- um. Ésra er með reykhús á tveimur stöðum. I Dölum er hann með tað- reykingu, þar sem hann reykir fugla og annað kjötmeti en í húsnæðinu við Hásteinsveg reykir hann lax í reykofni. Eyjabúar hafa um áraraðir róm- að verkun Esra á reykta matnum og nú er hróður hans farinn að berast út fyrir Eyjarnar og meira að segja út fyrir landsteinana. „Ég reyki mikið af laxi sem kemur úr eldinu hjá Isno hér á Klettsvíkinni. Laxinn sel ég síðan mikið til Banda-- ríkjanna og einpig hefur hann farið til Benidorm. Ég hef fengið ákaf- lega góða dóma fyrir laxinn og eft- irspurn eftir honum er sífellt að aukast þannig_að hann er nú orðin uppistaðan í vinnslunni hjá mér,“ sagði Esra. Verkar bróðurpartinn af feng bjargveiðimanna Hann verkar svartfugl, súlu og lunda og reykir mikið magn af því á hverjuári. í sumar keypti hann bróðurpartinn af lunda þeim sem veiddur var í Eyjum. Lundann kaup- ir hann í fiðrinu og hamflettir hann. Síðan selur hann lundann í umbúð- um, tilbúinn í pottinn, bæði reyktan og nýjan. Esra hefur náð að vinna markað erlendis fyrir lunda þann er hann verkar og hefur selt bæði til Færeyja og Svíþjóðar. Hann sagði að það væru engin vand- kvæði á að losna við þessar afurðir því fuglakjötið væri vinsæll matur- og veitingastaðir á höfuðborgar- svæðinu sæktust grimmt eftir öllum tegundum fuglakjöts. Þegar Morgunblaðið heimsótti Esra var hann önnum kafinn við að verka súlu. Súluhrúga lá á gólf- inu og fagmannlegum höndum fletti hann hamnum af fuglunum og flak- aði síðan kjötið af beinunum. „Ég gæti selt mun meira af súlunni en það vantar bara hráefni. Það kom hingað til Eyja kokkur af einu stóru veitingahúsi í Reykjavík í gæi'. Hann hafði smakkað súlu á veit- ingastaðnum Muninn og var svo hrifinn að hann pantaði hjá mér eins mikið og ég gæti útvegað hon- um. Súlan þykir afbragðsgóður matur og margir segja að hún sé langbesti maturinn af þessum sjó- fuglum. Hún er borðuð bæði steikt og einnig reykt og þykir mikið lost- æti,“ sagði Esra. Reyktu sviðin hafa fengið góðar viðtökur En það er ekki bara fuglakjöt og lax sem Esra verkar. Hann hef- ur gert mikið af því að reykja lambakjöt og útbýr hangikjöt, Lon- donlamb o.fl. Fyrir tveimur árum fór hann að gera tilraunir með að reykja sviðahausa og tókst það svo vel að nú eru reyktu sviðin frá hon- um orðin mjög vinsæl. „Ég gerði þetta svona að gamni mínu að prófa að reykja nokkra sviðahausa. Ég hafði aldrei heyrt um að þetta væri gert en grunaði að það yrði mjög gott. Fólki leist nú ekki allt of vel á að prófa þetta fyrst en flestir sem hafa smakkað reyktu sviðin eru mjög hrifnir og nú er farið að selj- ast talsvert af þeim og þykir mörg- um þetta vera hinn mesti veislumat- ur“, sagði Esra. Ekkert auglýst en nóg að gera Esra sagði að galdurinn við að ná góðum árangri við reykingu á mat væri að leggja sig allan í það sem verið væri að gera. „Það þýðir ekkert að kasta til hendinni. Maður verður að hafa áhuga á þessu og nánast vera í þessu af lífi og sál. Það liggur mikil vinna á bak við svona verkun og ég er hræddur um að tímakaupið gæti oft orðið lágt ef maður ætti að fara að telja til allar þær stundir sem í þetta fara. Ég hef gaman af þessu og meðan að ég get sameinað áhugamál mitt vinnu óg haft eitthvert lifibrauð af því þá er ég ánægður. Ég hef ekk- ert auglýst þessa starfsemi mína en samt hef ég haft nóg að gera og það hlýtur að vera vegna þess að varan er góð og hefur auglýst sig sjálf. Meðan svo er er ég ánægð- ur og ætla að halda þessu áfrarn," sagði Esra að lokum og kepptist við að verka súlurnar sem í vetur verða á diskum veislugesta veit- ingahúsa á höfuðborgarsvæðinu. £ I I Multiplan 4.0 Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun hins vinsæla töflureiknis Multiplan 4.0. Leiðbeinandi: Gíáli Friðgeirsson verkfræðingur. Tími: 26/10, 27/10, 2/11 og 3/11, kl. 13-17. ÍTM Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590 I I I I I I I I I I I I I I I I iJ Góðar fréttir frá sólríkri Kýpur DIDACTA International I.A.T.A.- U.F.T.A.A. viðurkenmtur skóli íslensku nemendurnir vöktu svo aðdáun skólastjórans, að hann ákvað að bjóða 15 nemendum til viðbótar 50% af- slátt af námskeiðunum sem hefjast í janúar og apríl 1990. Ef þú hefur áhuga á ferðamálum og ferðamannaþjónustu og vilt öðlast þau réttindi, sem I.A.T.A. veitir þér, sendu þá úrklippuna til: Unnur Matthíasdóttir, pósthólf 3084, 123 Reykjavík, sem jafnframt veitir frekarí upplýsingar í síma 91-17872 eftir kl. 20.00 virka daga. Nafn........ Heimilisfang Bleika dúfan Ed Koch borgarstjóri féll sem kunnugt er í forkjöri demó- krata vegna fyrirhugaðra borgar- stjórakosninga í New York. Hann er því úr sögunni. Éins og aðrir frambjóðendur lofaði hann borgarbúum gulli og grænum skógum. Eitt af vandamálum borgarinn- ar er mikill fjöldi af dúfum sem eru til óþurftar. Koch setti því heilsíðu auglýsingu í. New York Times þar sem hann hét hveijum þeim, sem gæti losað borgina við dúfumar, .25 þúsund dollurum. Fljótlega kom náungi nokkur og sagðist geta framkvæmt verkið. Hann var beðinn að hefjast handa og nokkrum dögum seinna mætti hann á staðinn með fuglabúr sem í var bleik dúfa. Hvað er þetta, sagði Koch, við viljum losna við dúfurnar en ekki fá fleiri! Bíddu rólegur, sagði náunginn og sleppti dúfunni úr búrinu. Hún hóf sig hátt á loft og hnit- aði nokkra hringi yfir miðborg- inni. Brátt tóku hinar dúfurnar eftir þessari óvenjulegu bleiku dúfu og tóku að elta hana. Þá tók bleika dúfan stefnu út á Atlants- hafið. Og hinar á eftir. Eftir því sem lengra dró frá landi steyptust þær niður hver á eftir annarri þangáð til engin var eftir nema sú bleika. Þá sneri hún til baka og fór í búr eiganda síns. Koch greiddi manninum orða- laust og glaður í bragði 25 þúsund dollarana. Um leið og hann af- henti honum peninga hallað hann sér að honum og spurði lágum rórni: „Þú átt ekki bleikan svertingja í fórum þínum?“ Frá A. St., St. Cloud HÚSGANGAR okkar á milli ... ■ BANADARÍKJAMENN eyða samkvæmt tímaritinu Priority Management fimm árum af ævi sinni standandi í biðröðum, tveimur í að reyna að ná sam- bandi við einhvern sem hafði hringt í þá og átta mánuðum í að opna póst. Heil sex ár fara í að borða og eitt ár í að leita að týndum hlutum. -STS ■ ÞO að fjöldi ferðamanna heim- sæki Vestur-Þýskaland árlega staldra þeir flestir stutt við og hafa þýsk ferðamálayfirvöld af „ því áhyggjur að menn líti einung- is á Þýskaland sem stað þar sem hægt er að komast greitt yfir til næsta áfangastaðar. Þannig dveljast ferðamenn að meðaltali 2,58 daga í Vestur-Þýskalapdi, 5,44 daga í Austurríki, 4,99 daga á Italíu og næstum því heila viku á Spáni. -STS ■ ÞYSK garðhús má ekki nota til næturgistingar og þau mega ekki vera allt of heimilisleg. Að þessari niðurstöðu komst þýskur dómstóll af einhverri ástæðu á dögunum. Segir í dómnum að garðhús megi nota til skammtímadvalar og þá fyrst og fremst til varnar gegni veðri og vindum en ekki til næsturgisting- ar. Hið raunverulega hlutverk þeirra sé að þjóna sem geyinslu- staður undir garðverkfæri. -STS ■ SÆNSKyfirvölduppgötvuðu um daginn að hægt er að flytja nýtt eiturlyf inn til landsins. Lög- lega. A þessu ári hafa verið flutt inn 1.049 kíló af þessu eiturefni og tollverðir geta ekkert annað gert en að skrá niður innflutning- inn þar sem plantan sem eiturlyf- ið er unnið úr er í sænskum toll- skrám ekki skráð sem eiturlyf heldur „eldhúsplanta". Planta þessi heitir „khat“ og er afrísk að uppruna. Hún er flokkuð með amfetamíni hvað styrkleika varð- ar og hefur innflutningur á khat til Noregs verið bannaður frá síðustu áramótum. -STS ■ HRAÐAAKSTURSMET sum- arsins á vestur-þýskur ferðamað- ur í Frakklandi. A þjóðveginum (ekki hraðbrautinni) milli bæj- anna Arles og Martigues í Suð- ur-Frakklandi mældist Porsche- bifreið Þjóðverjans á 218 kíló- metra hraða. Franska vegalög- reglan beið róleg þangað til mað- urinn var kominn á leiðarenda, gómaði hann þá þar og svipti hann ökuleyfi. -STS ■ SJÓN hins fjörutíu og tveggja ára Grikkja Stavros Karakostas hefur greinilega farið förlandi með aldrinum. Stavros brá sér á refaveiðar í sumar í Larissa- héraðinu í Norður-Grikklandi. Þegar hann koin loks auga á ref eftir mikla leit mundaði liann haglabyssu sína og hleypti af. Tvisvar til vonar og vara. „Refur- inn“ öskraði hins vegar furðu- lega og þegar Stavros athugaði málið aðeins nánar reyndist hann þá hafa hitt afturhluta tveggja bænda. -STS ■ ALLIR olíuborpallar í norskri landhelgi verða fljótlega aö vera útbúnir sérstöku tæki er sendir út viðvörunarmerki til kafbáta Varsjábandalagsins og Atlants- hafsbandalagsins. Var ákvörðun um þetta tekin eftir að vestur- þýskur kafbátur sigldi á olíubor- pall og olli tjóni upp á tæplega tvö hundruð milljónir íslenskra króna. Hið nýja kerfi gerir kaf- bátunum kleyft að vara sig á olíu- borpöllunum í fimm til átta kiló- metra fjarlægð. -STS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.