Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 36
tfgnnUUifrtfr FLORIDA/* einmitt núna MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101JŒYKJA VÍK TELEX 2127. PÓSTFAX 681811, iLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 S UNNUDA G UR 22. OKTOBER VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Verktakasambandið um virðisaukaskatt: Verð á íbúðum & hækkar um 5-8% Lækkar verð atvinnuhúsnæðis um 12-15% MARKAÐSVERÐ á atvinnuhúsnæði mun lækka um 12-15%, þegar virðisaukaskatturinn gengur í gildi um næstu áramót. Ibúðarhús- næði mun aftur á móti hækka um 5-8%. Kemur þetta álit fram í greinargerð um áhrif virðisaukaskatts á mannvirkjagerð, verk- samninga o.fl. frá Verktakasambandi Islands. Þetta er rök- \ muni hafa neikvæð áhrif á trygg- í I etta er rök- stutt með því, að sala allra fast- eigna sé undan- þegin virðisauka- skatti. A atvinnu- húsnæði hvíli þegar greiddur sölu- s'kattur af aðföngum. Því sé fyrir- sjáanlegt, að markaðsverð atvinnu- húsnæðis muni lækka sem skattin- um nemur vegna lækkunar nýbygg- ingakostnaðar. Fasteignamat at- vinnuhúsnæðis mun því væntanlega lækka í takt við þetta og þá um leið eiginfjárstaða margra fyrir- tækja, einkum þeirra sem eiga hlut- fallslega miklar eignir bundnar í slíku húsnæði. I greinargerðinni segir ennfrem- ur, að ljóst sé, að þessar breytingar Sovétmenn vilja kaupa héðanloðnu tilreykingar SOVÉTMENN hafa lýst áhuga sínum á auknu samstarfí við Islendinga, einkum hvað varð- ar sameiginlegan atvinnurekst- r af einhverju tagi. Þá hafa þeir sýnt áhuga á kaupum á loðnu héðan til reykingar í verksmiðju eystra. Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráð- herra, var fyrir skömmu í opin- berri heimsókn í Sovétríkjunum og fundaði þar með ýmsum ráðamönnum og skoðaði auk þess fiskiðnað við Múrmansk. „Sovétmenn hafa undanfarið lýst áhuga sínum á auknu samstarfi við okkur íslendinga, meðal annars með stofnun einhvers konar sam- -AÍ3ginlegs atvinnurekstrar," sagði sjávarútvegsráðherra. „Þeir hafa verið að breyta ýmsu í grundvallar- skipulagi þjóðfélagsins, meðal ann- ars með auknu samstarfi við aðrar þjóðir. Þar má meðal annars nefna að mörg sovézk fiskiskip verða send í breytingar og búin nýtízku tækjum og búnaði í Vestur-Þýzkalandi og á móti landa sovézk fiskiskip fryst- um fiski í Þýzkalandi. Ég ræddi við þá um ýmsa mögu- leika. Þar má nefna samvinnu í fisk- eldi og framleiðslu fiskrétta. Þegar loðnuveiðin var sem mest í Barents- hafinu byggðu Sovétmenn mikla verksmiðju til reykingar á loðnu. Nú fæst engin loðna á þessum slóð- um og þeir hafa lýst yfir áhuga sínum á kaupum á loðnu til reyking- ar. í framhaldi þessara viðræðna hef ég skipað nefnd fulltrúa úr at- vinnulífinu undir forsæti Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjáv- arútvegsráðuneytinu," sagði Hall- dór Ásgrímsson. ingar lánastofnana vegna minm veðhæfni fasteigna. Á sama tíma megi búast við verulegri hækkun vísitalna og þar með hækkun fjár- magnskostnaðar. Greiðslubyrði og skuldir margra fyrirtækja munu því væntanlega aukast nokkuð á sama tíma og eignir þeirra munu rýrna í byijun næsta árs. Samkvæmt lögunum um virðis- aukaskatt verður bygging íbúðar- húsnæðis að fullu skattskyld og innskattur af öllum byggingar- kostnaði nýtur ekki frádráttar- heimildar. Þetta þýðir, að nýjar íbúðir munu bera fullan virðisauka- skatt við sölu ólíkt því, sem gilda mun um atvinnuhúsnæði. Því má einnig búast við einhveijum verð- hækkunum á notuðum íbúðum eftir skattkerfisbreytinguna vegna hækkunar á byggingarkostnaði íbúða, en hún er talin verða um 10-13%. Áætla megi, að verð- hækkun notaðra íbúða verði á bilinu 5-8% vegna skattkerfisbreytingar- innar. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir einhvetjum verðhækkunum á notuðum íbúðum í byijun næsta árs vegna áhrifa húsbréfakerfisins, sem taka á gildi 15. nóvember nk. Segir í greinargerðinni, að varlega megi áætla, að raunhækkun á verði not- aðra íbúða verði um 10% í byijun næsta árs vegna samverkandi áhrifa skattkerfisbreytingarinnar og húsbréfakerfisins. Morgunblaðið/RAX Aflraunir á Hornafírði Fríhöfnin í Keflavík sú 65. söluhæsta FRÍHÖFNIN í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var sú 65. söluhæsta I heimi á síðasta ári, samkvæmt lista sem birtur er í bandaríska tímaritinu Time. Heildarsala Fríhafnarinnar er þar sögð vera 25,5 milljónir Bandaríkjadala eða í kring uin 1.570 milljónir íslenzkra króna. Fríhafnarverzlanirnar í Toronto í Kanada og hjá Alitalia á ít- alíu eru með álíka sölu og Fríhöfn- in í Keflavík, en á toppi listans eru fríhafnirnar í Honolulu, Lundúnum, Hong Kong og Amsterdam. Þegar litið er á sölu til hvers farþega er Fríhöfnin í 13. sæti, selur hveijum farþega vörur fyrir tæplega 35 Bandaríkjadali, eða 2.135 krónur. í Honolulu á Hawaii verzlar hver farþegi hins vegar fyr- ir 204 dali að meðaltali, eða um sex sinnum meira en í Keflavík. Tennumar þoldu ekki veginn Núpi. „VEGURINN var svo holóttur að ég varð hreinlega að taka út úr mér fólsku tennurnar, þær glömruðu svo mikið," sagði Gunnar Sigurðsson kaupmaður á Þingeyri er hann stóð tannlaus á hlaðinu á Núpi, eftir akstur fyrir Dýrafjiirð. Vegurinn fyrir fjörðinn hefur verið mjög slæmur að und- anförnu en segja má að langt sé gengið þegar menn verða að aka hann tannlausir. Kári. Fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir að HHÍ fjármagni Þjóðarbókhlöðu: Ráðagerðin í senn lögbrot og lítilsvirðing við landsmenn Verður ekki við unáð án andspymu, sagði háskólarektor við brottskráningu kandídata í gær „ÞESSI atlaga að tekjustofui Þjóðarbókhlöðu og tekjustofni Ilá- skóla íslands er í senn lögbrot og lítilsvirðing við landsmenn. Með slíku gerræði er bygging Bókhlöðunnar tafin fram yfir aldamót og frekari þróun og uppbygging Háskólans stöðvuð. Við það verður ekki unað án andspyrnu," sagði dr. Sigmundur Guðbjarnason há- skólarektor við brottskráningu kandídata frá Háskóla íslands í gær. Rektor gerðist þar harðorður i garð fjármálaráðherra fyrir þá ráðagerð að ætla Happdrætti Háskólans að greiða 60 milljónir króna til byggingar Þjóðarbókhlöðu á næsta ári, en Iáta hluta af sérstökum eignarskatti vegna byggingarinnar renna annað. Sigmundur sagði að Há- skólinn myndi leggja sitt af mörkum til þess að spara og skera niður, þar sem þjóðin byggi við efnahagsvanda. Við slíka érfið- leika vöknuðu á ný hugmyndir um að krefja nem- endur um raunveruleg skólagjöld eða taka upp fjöldatakmarkanir ; fleiri greinum, en leitað yrði ann- arra leiða. „Það er ekki stefna Háskóla Islands að takmarka að- gang nemenda að Háskólanum, það má ekki verða þrátt fyrir þrengri fjárhag," sagði rektor. Hann sagði að stórum alvarlegri væri hins vegar fyrirætlan fjár- málaráðherra. Eina framkvæmdafé Háskólans væri nú tekjur af happ- drættinu, sem í meira en hálfa öld hefði fjármagnað nær alla upp- byggingu skólans. Islendingar hefðu fúsir keypt happdrættismiða og þannig byggt skólann með ein- stæðum hætti, í raun með ftjálsum framlögum. „Því væri það reiðar- slag ef svipta á Háskóla íslands ráðstöfunarrétti á eigin tekjum, svipta hann þessu fjárhagslega sjálfræði. Háskóli íslands bíður, eins og raunar öll þjóðin, eftir því að byggingu Þjóðarbókhlöðu ljúki,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að þótt vissulega væri ávinningur af aðstöðu Háskólabókasafns í bók- hlöðunni mikill, þá væru jafnvel brýnni þarfir fyrir framkvæmdaféð við uppbyggingu á annarri starfs- aðstöðu kennara og nemenda, sem væri allsendis ófullnægjandi. Brýn- ustu verkefnin væru að ljúka Læknadeildarhúsi og hugvísinda- húsinu Odda. „Verkefnin eru mörg og brýn og tekur meir en 10 ár að ná settu marki með fjármögnun af happdrættishagnaði einum sam- an,“ sagði rektor. Hann sagði að samkvæmt lögum bæri að veija hagnaði af Háskóla- happdrættinu til bygginga á vegum skólans, viðhalds og tækjakaupa. Varla fyrirfyndist annar ríkisrek- inn háskóli, sem með sama hætti reisti sjálfur byggingar, greiddi við- hald og fjármagnaði tækjakaup. Öll þróun og uppbygging skólans væri háð þessari fjármögnun. Auknar tekjur happdrættisins á síðustu árum hefðu komið til vegna eigin frumkvæðis og nýmæla, ekki að frumkvæði ríkisvaldsins. Rektor kallaði það skammsýni að ætla að stöðva uppbyggir.gu og þróun Há- skólans með þeim hætti sem ríkis- stjórnin hygðist fyrir. „Ríkisstjórnir koma og ríkisstjórnir fara en sum- ar þeirra lifa í minningu þjóðarinn- ar fyrir sérstök heilla- og fram- faraspor. Við verðum að treysta því að Alþingi láti ekki fótum troða Háskóla Islands og Þjóðarbókhlöð- una og lítilsvirði þjóðina með þess- um hætti,“ sagði rektor og bætti því við að skólinn þyrfti stuðning kandídata og landsmanna allra, sem gerðu sér grein fyrir mikil- vægi öflugs Háskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.