Morgunblaðið - 24.10.1989, Side 1

Morgunblaðið - 24.10.1989, Side 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 242. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTOBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ungverjaland lýst lýðveldi á 33 ára afinæli uppreisnarinnar 1956: Frjálst ríki grundvallað á gildismati lýðræðisins - sagði Matyas Szuros, starfandi forseti landsins, er hann lýsti yfir stofnun lýðveldisins Mikill íjöldi fólks kom saman í Búdapest í gærkvöldi til að fagna lýðveldisstofnuninni og voru drengirnir tveir á meðal þeirra. Sá til vinstri heldur á þjóðfána landsins en svo sem sjá má hefiir miðjan verið skorin úr honum, hamarinn og sigðin, tákn kommúnis- mans. Slíka fána mátti víða sjá i borginni í gær en þetta var táknræn athöfh því ein- mitt þetta gerði ungversk al- þýða er hún reis upp gegn ofríki kommúnista árið 1956. Reuter Búdajpest. Reuter. ALÞYÐULYÐVELDUM sögunnar fækkaði um eitt í gær er lýst var ylir stofnun lýðveldisins Ungveijalands. Tugþúsundir manna fylgd- ust með er Matyas Szuros, sem gegnir embætti forseta til bráða- birgða, ávarpaði viðstadda af svölum þinghússins í Búdapest, en á þessum sömu svölum stóð Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverja- lands, fyrir réttum 33 árum og talaði til alþýðu manna sem risið hafði upp gegn alræði ungverska kommúnistaflokksins. í ræðu sinni sagði Szuros að Ungveijaland yrði framvegis sjálfstætt lýðræðisríki sem grundvallað væri á verðmætamati borgaralegs lýðræðis og lýð- ræðislegs sósíalisma. Szuros lýsti yfir stofnun lýðveld- isins á hádegi j gær og fögnuðu viðstaddir ákaff er hann lét orðin „lýðveldið Ungveijaland“ (Magyar Koztarsasag) falla. Mikill mann- fjöldi var saman kominn á þing- hústorginu, en í gær voru 33 ár liðin frá því Imre Nagy, leiðtogi ungverskra umbótasinna, flutti ávarp af svölum þinghússins, sem almennt er talið marka upphaf upp- reisnarinnar í Ungvetjalandi árið 1956. Innrásarlið Sovétmanna batt enda á uppreisnina 13 dögum síðar eftir að Nagy hafði myndað fjöl- flokka ríkisstjórn og lýst yfir því að Ungveijar hygðust segja sig úr Varsjárbandalaginu. Nagy var tek- inn af lífi en lík hans var sem kunn- ugt er grafið upp úr ómerktri gröf fyrr á þessu ári og jarðsett með viðhöfn. Með yfirlýsingu forsetans fækk- aði alþýðulýðveldunum um eitt en flest kommúnistaríkin í Austur- Evrópu kenna sig ýmist við alþýðu eða sósíalisma. Samkvæmt stjórn- arskrá Ungveijalands er landið enn alþýðulýðveldi en samkvæmt s'kil- greiningu eru völdin í höndum verkalýðsins í slíku ríki auk þess sem kveðið er á um „forystuhlut- verk“ kommúnistaflokksins. Verið er að endurskrifa stjórnarskrá landsins og er búist við að þing- h.eimur leggi blessun sína yfir hana á næsta ári er nýtt þing kemur saman eftir fyrstu fijálsu kosning- arnar í Ungveijalandi frá árinu 1947. Auk þess sem alþýðulýðveldið Ungveijaland heyrir nú sögunni til sást það greinilega í gær að svo er einnig farið um mörg helstu tákn kommúnismans. Rauða stjarnan hefur verið ijarlægð af þinghúsinu í miðborg Búdapest og hún hefur einnig verið skorin úr fána landsins ásamt hamrinum og sigðinni. Hið sama var gert í uppreisninni 1956. Þá skreytir rauð stjarna ekki lengur húfur ungverskra lögreglumanna. Viðmælendur Reuters-fréttastof- unnar í Búdapest höfðu orð á því að ótrúlegur hraði hefði einkennt stjórnmálaumbætur í Ungveija- landi og riíjuðu upp að á síðasta ári hefði lögreglusveitum verið sig- að á fólk sem safnast hafði saman til að heiðra minningu þeirra sem fórnuðu lífi sínu í uppreisninni árið 1956. Talið er að 25.000 hafi týnt lífi í innrás Sovétmanna og hreins- unum þeim sem henni fylgdu. en um 200.000 manns flúðu'heimaland sitt. Reuter 100 slasast í sprengingu Um 100 manns slösuðust í gærkvöldi er gífurlega öflug sprenging varð í efnaverksmiðju Phillips-olíufyrirtækisins í Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Risastór eldhnöttur steig á loft og drunurnar heyrðusf í i-úmlega 30 kílómetra fjarlægð. Sjóharvottar sögðu engu líkara en kjarnorkusprengju hefði verið varpað á verksmiðjuna. Talsmaður neyð- arvarna í Houston sagði að liklega hefðu um 100 manns slasast í sprengingunni og hefðu þeir verið fluttir í sjúkrahús. Vegum var lokað í nágrenninu sem og Houston-skipaskurðinum en ijöldi olíufyrirtækja starfrækir hreinsunarstöðvar á þessum slóðum. Var ekki viiað hvort tjón hefði orðið víðar er Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Austur-þýskir kommúnistar sæta vaxandi þrýstingi: Verkamenn stofiia fyrsta fijálsa verkalýðsfélagið Rúmlega 200.000 manns kreQast umbóta í Leipzig Austur-Berlín. Reuter, Tlie Daily Telegraph. VERKAMENN í verksmiðju einni nærri Austur-Berlín hafa stofnað fyrsta fjálsa verkalýðsfélag Austur-Þýskalands. Skýrt var frá stofnun félagsins í gær en fram til þessa hafa verkalýðssamtök í landinu lotið stjórn austur-þýska kommúnistaflokksins. Rúmlega 200.000 nianns tóku þátt í mótmælagöngu í Leipzig síðdegis í gær og fréttir bárust einnig af mótmælum í þremur borgum öðrum. I yfirlýsingu sem verkamennirn- ir, sem starfa við Wilhelm Pieek- verksmiðjuna, sendu frá sér segir að þeir hafi afráðið að segja skilið við hina opinberu hreyfingu aust- ur-þýskra verkamanna vegna tengsla hennar við flokkinn auk þess sem hagsmunir verkalýðsins hafi verið hundsaðir. Hafi þeir því afráðið að stofna nýtt verkalýðs- félag sem nefnist „Umbætur". Verkamennirnir kváðust jafn- framt krefjast þess að þeim yrði tryggður verkfallsréttur og réttur til mótmæla en önnur helstu stefnu- mál sín sögðu þeir vera afnám rit- skoðunar og forréttinda valdastétt- arinnar í Austur-Þýskalandi og að almenningi yrði leyft að ferðast úr landi. Kröfur þessar þykja uni margt minna á þær sem pólskir verkamenn settu á oddinn árið 1980 er þeir risu upp gegn ofurvaldi kommúnistaflokksins og stofnuðu Samstöðu. Vestur-þýska dagblaðið Bild kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því að gerðar yrðu miklar breyting- ar á forystuliði austur-þýskra kommúnista í næsta mánuði og yrði fimm annáluðum harðlínu- mönnum komið frá. Blaðið skýrði fyrst fjölmiðla frá því að Erich Honecker myndi láta af embætti flokksleiðtoga eins og kom á daginn á fundi miðstjórnar flokksins í síðustu viku. Heimildarmenn Reuters-irétta- stofunnar í Leipzig sögðu rúmlega 200.000 manns hafa tekið þátt í mótmælagöngu um borgina og eru þetta fjölmennustu mótmæli í sögu landsins. Hvatti fólkið Egon Krenz, hinn nýja leiðtoga kommúnista- flokksins, til að láta fara fram fijálsar kosningar og krafðist þess að pólitískum föngum yrði sleppt úr haldi. Nokkur þúsund manns tóku þátt í sams konar mótmælum í Austui-Berlín, Dresden og Halle í suðvesturhluta landsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.