Morgunblaðið - 24.10.1989, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER .1989
Ný lög um tekjustofiia sveitarfélaga:
Alagningarstofii fasteigna-
skatts hækkar allt að 7 5%
NÝ lög um tekjustofna sveitarfélaga hafa það meðal annars í fór með
sér að álagningarstofh fasteignagjalda hækkar um 30-70% í þremur
bæjum á Vesturlandi og VestQörðum og um 75% i sveitahrepp á Suður-
landi. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Fasteignamats ríkisins
og Matsmannafélags íslands.
Lagabreytmgin, sem þessu veldur,
nær til fasteignaskattsins sjálfs. I
3. grein laganna segir að stofn til
álagningar fasteignaskattsins á hús
og mannvirki skuli vera afskrifað
endurstofnverð þeirra margfaldað
með markaðsstuðli fasteigna í
Reykjavík skv. matsreglum Fast-
eignamatsins. Stofn til álagningar
fasteignaskatts á aðrar fasteignir
skal vera fasteignamat þeirra."
í fréttabréfinu segir að greinin
Hollustuvernd ríkisins:
Engar upplýsingar um
kínversku sveppina
HOLLUSTUVERND ríkisins
hafa ekki borist upplýsingar um
þá ákvörðun bandaríska lyfja- og
matvælaeftirlitsins að banna inn-
flutning og sölu á niðursoðnum
sveppum frá Kína vegna fjölda
matareitrunartilfella.
Niðursoðnir kínverskir sveppir
eru fluttir inn og seldir á íslandi.
Jón Ásbergsson, forstjóri Hag-
kaups, sagði að fyrirtækið flytti inn
„Malin“-sveppi frá Kina. Kvaðst
Jón ekkert hafa heyrt um mál þetta
og vísaði til Hollustuvemdar.
þýði í raun, að nú gildi sami álagn-
ingarstofn um allt land fyrir hús og
mannvirki. Gjaldstofn fasteigna-
skatts annarra eigna, landa, lóða og
hlunninda, sé eftir sem áður fast-
eignamat. Samkvæmt þessu sé gjald-
stofn fasteignaskattsins, til dæmis á
íbúð með lóð, hinn nýi álagningar-
stofn. íbúðarinnar að viðbættu fast-
eignamati lóðarinnar. Það hækkar
álagningarstofninn að miða við
markaðsstuðul fasteigna í Reykjavík,
þar sem að jafnaði fæst allmiklu
hærra verð fyrir húseignir þar en
sambærilegar eignir úti á landi.
í lögunum eru breytt ákvæði um
álagningarprósentu. Hún er allt að
0,5% í lægri flokki, en allt að 1,0%
í hærri flokki. Sveitarstjórnum er
heimilt að hækka þessa álagningar-
prósentu um allt að 25%, þannig að
hún getur verið allt að 0,625% í lægri
flókknum, en 1,25% í hinum efri.
Undanþágum frá fasteignaskatti
verður fækkað, til dæmis fá félags-
heimili, samkomuhús, stúdentagarð-
ar og orlofsheimili launþegasamtaka
ekki undanþágu lengur.
VEÐURHORFUR í DAG, 24. OKTÓBER:
YFIRLIT í GÆR: Norðaustanátt á landinu víðast gola eða kaidi.
Skúrir voru á norðanverðum Austfjörðum, él við norðanverða Vest-
firði, en víða léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti 1 til 8 stig,
hlýjast suðaustanlands.
SPÁ: Allhvöss austanátt með slyddu eða rigningu um landiö norðan-
vert en hægari vindur og skúrir syðra. Hiti 2-7 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðan- og norðaust-
anátt, heldur minnkandi á fimmtudag. Él á Norður- og Austurlandi
og líklega einnig við suðausturströndina en þurrt suðvestan- og
vestanlands. Kólnandi veður og vægt frost um mest allt land á
fimmtudag.
TÁKN:
S \ Alskýjað
y, Norðan, A vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
# / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■jq Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
(T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri Reykjavik 3 4 alskýjað skýjað
Bergen 11 skýjað
Helsinki 10 skýjað
Kaupmannah. 13 skýjað
Narssarssuaq 0 skafrenningur
Nuuk +6 léttskýjað
Osló 13 skýjað
Stokkhólmur 13 skýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Algarve 22 skúr -
Amsterdam 15 rigning
Barcelona vantar
Berlín 20 skýjað
Chicago 8 alskýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 21 léttskýjað
Glasgow 13 hálfskýjað
Hambory 16 alskýjað
Las Palmas 23 skýjað
London 16 skýjað
Los Angeles 18 þoka
Lúxemborg 18 heiðskfrt
Madríd 20 skýjað
Malaga 22 alskýjað
Mallorca 24 skýjað
Montreal 4 úrkoma
New York 9 heiðskírt
Orlando 16 léttskýjað
París 21 skýjað
Róm 23 heiðskírt
Vin 20 léttskýjað
Washington 7 skýjað
Winnipeg 7 léttskýjað
Morgunblaðið/Ámi Saéberg
Grunnur að nýjum skála Breiða-
bliks.
Þrír skálar
í byggingu
í BláQöllum
ÞRIR nýir skálar eru í byggingu
í Bláfjöllimi og verða líklega
teknir í notkun í vetur.
Skíðadeild Fram er langt komin
með skála og er stefnt að því að
hann opni snemma í vetur. Ár-
menningar eru einnig komnir vel á
veg með nýjan skála sem opnar
líklega í byijun næsta árs. Loks
hafa Breiðblik og Kópavogur hafíst
handa við byggingu skála og er
stefnt að því að hann verði fok-
heldur í vetur.
Bláfjallanefnd, sem er samstarf
tólf sveitarfélaga, keypti fyrir
skömmu svæði Breiðabliks, lyftu
og skála.
11 milljónir með
sölu K-lykils
KIWANISFÉLAGAR söfnuðu 11
milljónum með sölu K-lykils til
styrktar geðsjúkum um helgina.
Endanieg tala liggur þó ekki
fyrir fyrr en í lok vikunnar þeg-
ar félög á landsbyggðinni hafa
gert skil til söfhunarinnar.
Að sögn Jóns K. Ólafssonar
formanns K-dagsnefndar var sölu-
mönnum hvarvetna vel tekið eina
vandamálið var að ná til allra sem
vildu styrkja söfnunina. „Það er
full ástæða til að þakka fyrir undir-
tektirnar," sagði Jón.
Ákveðið hefur verið að halda
söfnuninni áfram meðal fyrirtækja
út þessa viku auk þess sem stofnað-
ur hefur verið gíróreikningur nr.
654000 fyrir þá sem óska eftir að
styrkja söfnunina.
Fimm umsóknir
um embætti
sakadómara
FIMM umsóknir bárust um em-
bætti dómara við Sakadóm
Reykjavíkur en Ármann Krist-
insson sakadómari hefúr sagt
embætti sínu lausu frá síðustu
mánaðamótum.
Umsækjendurnir fimm eru:
Halla Bachmann Ólafsdóttir, full-
trúi yfirsakadómara, Hjörtur O.
Aðalsteinsson, aðalfulltrúi yfir-
sakadómara, Júlíus Georgsson,
fulltrúi yfirsakadómara, Ragnheið-
ur Thorlacius, fulltrúi sýslumanns-
ins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
og Þorsteinn Skúlason, héraðs-
dómari á Selfossi.
Verður Sólon banka-
stjóri Búnaðarbankans?
Beðið eftir afstöðu Stefáns Valgeirssonar
SÓLON Sigurðsson, aöstoðarbankastjóri Búnaðarbankans er líklegast-
ur til þess að verða arftaki Stefáns Hilmarssonar, í stöðu bankastjóra,
verði það sjónarmið látið ráða að ráða bankamann í starfið en ekki
stjórnmálamann. Þeir Friðjón Þórðarson og Halldór Blöndal, fulltrúar
sjálfstæðisflokksins í bankaráði Búnaðarbankans munu báðir þcirrar
skoðunar að ráða beri Sólon, en þeir bíða þess að Stefán Valgeirsson,
formaður bankaráðs geri upp hug
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er Stefán Valgeirsson beitt-
ur þrýstingi frá fulltrúum A-flokk-
anna, þar sem báðir flokkar telja
reyndar að þeim beri þessi banka-
stjórastaða. Alþýðubandalagsmenn
horfa til þess möguleika að setja
Geir Gunnarsson, alþingismann í
starfið og losa þar með þingsæti fyr-
ir formanninn, Ólaf Ragnar
Grímsson. Á hinn bóginn er talið
ólíklegt að A-flokkamir geti náð
samstöðu um hveijum þeir vilja
mæla með, og það er talið auka
möguleika Sólons.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
bankaráðinu og starfsmenn Búnað-
sinn.
arbankans eru eindregið þeirrar
skoðunar að ráða beri bankamann
tilstarfans en ekki stjómmálamann.
Aðstoðarbankastjórar Búnaðarbank-
ans eru flórir. Þeir era Sólon Sigurðs-
son, Sveinn Jónsson, Hannes Pálsson
og Kristinn Ziemsen. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins nýtur
Sólon mests stuðnings innan Búnað-
arbankans, en einnig munu ákveðnir
menn gjarnan vilja að Sveinn Jónsson
hljóti stöðuna. Það verður ekki fyrr
en Stefán Valgeirsson hefur gefið
upp hvern hann hyggist styðja, sem
fæst úr því skorið hver verður arf-
taki Stefáns Hilmarssonar.
Carl Billich látinn
CARL Billich, tónlistarmaður, lést
í gær á Landakotsspítalanum. Hann
fæddist 23. júlí 1911 í Vínarborg
og lagði þar stund á tónlistarnám.
Hann kom til íslands 1933 og var
strax mjög virkur í íslensku tónlist-
arlífi. Hann lék með mörgum kvart-
ettum, þ.á.m. Leikbræðrum,
Smárakvartettinum og aðstoðaði
MA-kvartettinn, auk þess að útsetja
fjölmörg lög.
Árið 1940 var Carl Billich hand-
tekinn af breska hernum og fluttur
í fangabúðir. Þar dvaldi hann til
stríðsloka en kom aftur til íslands
árið 1947 og fékk íslenskan ríkis-
borgararétt skömmu síðar.
Carl starfaði við tónlistarflutning
af ýmsum toga, lék í 16 ár í Naust-
inu og lék undir hjá Fóstbræðrum.
Hann var kór- og hljómsveitarstjóri
Þjóðleikhússins frá 1964 og lét af
þeim störfum árið 1981.
Carl fékk fálkaorðuna fyrir störf
sín í þágu tónlistar á íslandi og
einnig sérstakar viðurkenningar frá
Carl Billich
finnskum og austurrískum stjórn-
völdum.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Þuríður Billich.