Morgunblaðið - 24.10.1989, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989
Svarta stj ómin
Valdasvindlið er versta svindlið
eftir EyjólfKonráð
Jónsson
Stundum er verið að biðja mig
að skýra þær hugmyndir um fijáls-
lyndi í efnahags-, atvinnu- og pen-
ingamálum, sem ég hef barist fyrir
sérstaklega nú síðasta rúman ára-
tug. Þær eru raunar hvorki frum-
legar né flóknar. Um þær var Sjálf-
stæðisflokkurinn stofnaður fyrir 60
árum. Þær ættu því allir að þekkja.
En tímarnir hafa breyst og síðasta
áratuginn, óheillaáratug íslenskra
stjórnmála, hafa þær Ofstjórn og
Óstjórn nærst á vaxandi gripdeild
ríkisvaldsins, ofsköttun og brengl-
uðu siðferði þess sem valdið hefur
og knýr það áfram.
Þessar síðustu vikur Svörtu
stjórnarinnar sem mynduð var
svarta sunnudaginn 10. september
sjá menn fyrir sér afleiðingar of-
stjórnarvaldsins, en valdasvindl er
og hefur alltaf verið versta svindlið.
Víða um veröld, jafnvel í kommún-
istaríkjum, eru menn nú að reyna
að brjóta af sér þetta vald en þá
er hert á því hér, svo að ódauninn
leggur af því í allar áttir og fjölda-
gjaldþrot fjölskyldna og fyrirtækja
blasa hvarvetna við. „Róm brennur“
og „þjóðargjaldþrot" blasir við, svo
að gripið sé niður í snilliyrðasafn
forsætisráðherrans. En hverjir
skyldu nú þegar upp verður staðið
fara verst út úr afleiðingum stjórn-
„í mínum huga er alveg
Ijóst að afgangsstærðin
í þj óðfélagsbygging-
unni á að vera ríkissjóð-
ur. Halda ber aftur af
honum og láta hann
hafa eins lítið skattfé
og kostur er og líka
takmarkað lánsfé þótt
reginmunur sé á því að
taka lán með vöxtum
og hinu að svipta borg-
arana eignarráðum.“
hyggjunnar? Kynnu það kannske
að verða valdhyggjumennirnir sjálf-
ir? „I góðsemi vegur þar hver ann-
an.“
Kannske varð þetta allt yfir okk-
ur að ganga svo að menn risu upp,
stigju í fætuma og endurheimtu það
frelsi sem hveijum og einum ber,
frelsi til athafna og jafnréttis. Til
þess er einföld og auðfarin leið.
Fyrstu skrefin gætu verið þessi:
Stórlækkun skatta, en í eðli sínu
eru allir skattar auðvitað upptaka
og'millifærsla eigna frá einstakling-
um og fyrirtækjum yfir í ríkishít-
ina. Þeir eru þó nauðsynlegir að
vissu marki, um það er ekki deilt.
En þegar þeir eru í sífellu hækkað-
ir, ekki bara i krónutölu heldur
hundraðshlutum eins og allar ríkis-
stjórnir síðasta áratuginn hafa gert
sig sekar um, er voðinn vís. En
hvað verður þá um gífurlegan og
sívaxandi halla ríkissjóðs? Eg spyr
á móti, hefur hann minnkað við
skattahækkanir síðustu ára? Auð-
vitað ekki enda hafa fjármálaráð-
herrar bljúgir skýrt frá því að tekj-
ur ríkisins hafi minnkað en gjöldin
aukist, því miður!
Skattahækkanirnar hafa keyrt
verðbólgu áfram, minnkað kaup-
getu og þar með tekjur ríkissjóðs
sem eru að langmestu leyti neyslu-
skattar. En þá hafa svör svartnætt-
isstjórnenda verið: Minni þensla —
meira atvinnuleysi, minni fram-
kvæmdir — meira í hítina. Og meira
af spekinni nenni ég ekki að nefna.
Uppáhaldskreppan
Nú hefur verið ákveðið að stór-
hækka álögur við upptöku virðis-
aukaskatts og verður hann miklu
hærri en heimilt er í Evrópubanda-
lagslöndum eftir 1992, og líklega
sá hæsti í heimi — heimsmet hér
og heimsmet þar þótt ekki sé miðað
við mannijölda. Samt er sagt að
atvinnuvegimir verði sem óðast að
aðlaga sig nýjum aðstæðum.
Já, ríkissjóður er uppáhalds-
skepna stjómlyndisafla. Hallalaus
fjárlög, þá er allt klappað og klárt.
Nú er mér ekki kunnugt um að
„hallalaus" ijárlög þekkist nokkurs
staðar í hinum vestræna heimi.
Eyjólfúr Konráð Jónsson
Alls staðar er verulegt fjármagn
tekið að láni til framkvæmda ríkis-
sjóðs (og sveitarfélaga). Ef lánsféð
er innlent er ríkið, sameiginlegur
sjóður borgaranna, skuldari, en ef
til er skuldari verður einhver að
vera kröfuhafi. Og hver er hann,
auðvitað þjóðin sjálf, þeir einstakl-
ingar, sem með sparnaði hafa eign-
ast fé, sjóðir og stofnanir sem keypt
hafa skuldabréfin. Þjóðin skuldar
sjálfri sér og engum öðmm. Svona
einfalt er nú málið þegar öllum
blekkingarvef kerfiskarlanna er
svipt af því. Og fjárlög verða auðvit-
að aldrei hallalaus ef fólkinu í
landinu og atvinnuvegum er gert
ókleift að afla verulegra tekna og
mynda eignir.
í mínum huga er alveg Ijóst að
afgangsstærðin í þjóðfélagsbygg-
ingunni á að vera ríkissjóður. Halda
ber aftur af honum og láta hann
hafa eins lítið skattfé og kostur er
___________________________11
og líka takmarkað lánsfé þótt regin-
munur sé á því að taka lán með
vöxtum og hinu að svipta borgarana
eignarráðum. Eign ríkisskuldabréfa
er eins og allir vita veigamikill þátt-
ur í auðstjóm almennings eða ijár-
stjórn ijöldans í flestum fijálsum
löndum og mest í þeim sem orðið
hafa auðugust eins og Japan,
Bandaríkin og Þýskaland.
Engirþuklarar
Auðstjórn almennings felst líka
í hlutabréfaeign fólksins í almenn-
ingshlutafélögum. Hún felst í eign
íbúðarhúsnæðis, einkaeign fyrir-
tækja o.s.frv. Engir þuklarar geta
haft puttana á þessum eignum eða
notað handafl til að lækka almenna
vexti og arð, allra sist nú þegar
alheimspeningamarkaður er að
myndast með tölvum og öðrum fjár-
skiptum. Þetta gera þjóðirnar sér
nú ljóst — allir nema íslendingar!
Nei, „vér skipuleggjum", það er
lóðið.
Sjálfsagt em málin hér einfölduð,
en þeir sem em sammála þeim
gmndvallarskoðunum sem fram em
settar geta auðveldlega lesið á milli
línanna, þeir sem eru andvígir þeim
hafa fullan rétt á því og munu
áfram beijast fyrir sínum „hugsjón-
um“. Svarta stjórnin er staðreynd
og hún mun reyna að hanga og
draga þrótt úr þjóðlífinu. En það
er skylda þeirra sem sjá hvert
stefnir að reyna með öllum heiðar-
legum ráðum að fella hana í hörku-
baráttu hið fyrsta. Kannski vega
ráðherrarnir hver annan, af nógu
er að taka í vígaferlum stjórn-
hyggjuherranna — eða hvað?
Höfundur er einn afþingniönnum
SjAlfstæðisHokksins fyrir
Reykjavíkurkjördæmi.
Byggingariðnaður:
Atvinnuástand fer ört
versnandi um land allt
í ÁLYKTUN Meistara og verktakasambands byggingarmanna, sem
samþykkt var fyrir skömmu, segir að atvinnuástand fari versnandi
í öllum greinum byggingariðnaðar um land allt og landflótti, sam-
dráttur og óvissa ríki á flestum sviðum þjóðlifsins.
Bent er á að nærtækustu möguleik- 11 þúsund manns. „Það er einnig
ar til þess að forða hruni í bygginga-
riðnaði sé stækkun álversins í
Straumsvík með tengdum virkjana-
framkvæmdum. Lögð er þung
áhersla á að það sé sú lyftistöng
sem byggingariðnaður og atvinnulíf
þarf á að halda, en þar starfi um
áréttað að íslensk byggingarfyrir-
tæki og íslenskir iðnaðarmenn eru
fullfærir um byggingu mannvirkja,
sem reist eru á Islandi og sterklega
varað við hugmyndum sem heyrst
hafa að fela eigi erlendum aðilum
byggingu álvers,“ segir síðan.
Tískuvöruverslun
- húsnæði
Höfum kaupanda að lítilli, smekklegri tískuvöru-
verslun fyrir dömur. Einnig kemur til greina að
taka til leigu gott húsnæði ca 60-80 fm undir
slíka starfsemi.
SUD URVE R I
SÍMAR 82040 OG 84755. REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Land íMosfellssveit
Til sölu rúml. 10 ha eignarland úr landi jarðarinnar
Minna-Mosfells í Mosfellssveit. Land er girt. Hentar
vel fyrir hrossabeit. Uppdráttur og nánari uppl. á skrif-
stofunni (ekki í síma).
EIGIVAMIÐLUIMIX
2 77 11
ÞINGHOLTSSTRÆTl 3
Svcrrir Kristinsson, sölustjóri - Þorlcifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.-Unnstcinn Beck, hrl., sími 12320
ENDURNÝJAÐU NÚNA
u
NÝTTU ÞÉR KYNNINGARTILBOÐIÐ Á
■ ■ ***
úamixa blondunartækjunum
4 ARCHITECT LINE
Með útdmganlegum barka
Afsl. 10%
ARCHITECT LINE ►
Stíll og stöðugleiki
Áfsl. 10%
50LÍNAN
Best i eingripstækjum
Afsl. 10%
30 LÍNAN
Einföld og ódýr
Áðurkr. 2.428,- Nú kr. 2.185,-
Útsöluabilar: Járn & Skip Keflavík
HÁ
Byggingavörur, Selfossi
Byggingavörur, Hornafirði
COSMO UNE
Pað allra nýjasta í hönnun
Áður kr. 9.765,-Nú kr. 8.789,-
20LÍNAN
Sígild og örugg
Áður kr. 7.001,-
Nú kr. 5.951,-
<
ý
<
i
i
i
(
I