Morgunblaðið - 24.10.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.10.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTOBER 1989 17 Guðlaugur Björgvinsson „Sala á fasteignum Mjólkursamsölunnar við Bitruháls og flutn- ingur pökkunar fyrir höfuborgarsvæðið til Selfoss og Borgarness myndi kalla, á auk óhagræðis byggingu dreifingarstöðvar í Reykjavík, mikla stækkun mjólkursam- lagsins á Selfossi og verulegar breytingar á samlaginu í Borgar- nesi.“ lagning þessara vara hefur mikil áhrif á rekstrarafkomu Mjólkur- samsölunnar. Verð á hrámjólk til hennar hefur farið stighækkandi frá 90% til 112% af grundvallar- verði á þessurrr árum, (sl. 4 ár). Afreikningur á öðrum vörum hefur einnig verið að breytast á þessum árum. Verkaskipting milli búanna á 1. sölusvæði getur haft mismun- andi áhrif á rekstur einstakra búa, þótt hún komi fram sem hagstæð K lausn fyrir svæðið í heild. Rekstrar- afkoma svæðisins í heild er því eina marktæka niðurstaðan. Myndatökur frá kr. 6.500,- út októbermánuð, öllum tökum fylgja tvær prufustækkarnir 20x25 cm. Ljósmyndastofan Mynd sími 5 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 Á sl. 10 árum hefur 1. sölusvæði þurft á greiðslum að halda úr Verð- miðlunarsjóði árin 1985—1988 þ.e. 4 ár.“ í skýrslunni kemur fram að verð- miðlun til 1. sölusvæðis nam kr. 0,94 pr. ltr. á ofangreindu tímabili, en kr. 2,41 pr. ltr. að meðaltali til annarra mjólkursamlaga í landinu. Á þessu 10 ára tímabili hefur 1. sölusvæði staðið skil á rúmlega ein- um milljarði til sjóðsins. Þau 4 ár sem svæðið hefur fengið til baka greiðslur úr sjóðnum nema þær samtals kr. 498 millj. (Allar þessar tölur eru framreiknaðar til verðlags 1988.) Nýbyg-g-ing- við Bitruháls Þegar ákveðið var árið 1980 að byggja í Reykjavík yfir vinnslu, pökkun og dreifingu á mjólk, fyrir höfuðborgarsvæðið, var það gert á grundvelli ítarlegrar könnunar sem sýndi að sú staðsetning var á allan máta besti kosturinn með tilliti til rekstrar og arðsemi. Aðalforsendur þeirrar niðurstöðu hafa ekki breyst, þrátt fyrir töluverðan samdrátt í mjólkurframleiðslu á 1. sölusvæði. Sala á fasteignum Mjólkursam- sölunnar við Bitruháls og flutningur pökkunar fyrir höfuborgarsvæðið til Selfoss og Borgarness myndi kalla á, auk óhagræðis byggingu dreifingarstöðvar í Reykjavík, mikla stækkun mjólkursamlagsins á Sel- fossi og verulegar breytingar á samlaginu í Borgarnesi. Það er því enn einn misskilning- urinn að halda að sala eigna MS í Reykjavík leiddi til sparnaðar. Höfundur er forstjóri Mjólkursamsölunnar. Tölvunám fyrir eigendur fyrirtækja Námskeið fyrir þá sem vilja létta sér vinnu við bókhald og lilboðsgerð. Kennd er tölvuvinnsla bókhalds, ritvinnsla og notkun töflureikna. Námið er 80 tímar að lengd og fer kennslan fram á kvöldin. Tölvuskóli Islands s: 67 14 66, opið tii kl. 22 Fer inn á lang flest heimili landsins! VMmmsmm Hollenskar franskar íil jituminni steikingar í ofni og grilli. franskar til Hollenskar djúpsteik- ingar. í verksmiðju, sem er ein hin fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum, eru hollenskar gæðakartöflur sneiddar niður í strimla með hárfínum vatnsbunum og tilreiddar í franskar eins og franskar eiga að vera. Kartöflunum er pakkað hjá Sól hf. íþar til gerðri vélasamstæðu svo að einstök bragðgæði skili sér beint til íslenskra neytenda. Núna bjóðum við þessar hollensk-frönsku úrvals kartöftur á sérstöku tilboðsverði í verslunum um land allt. SOL Franskar frd Sól - gceðin framar öllu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.