Morgunblaðið - 24.10.1989, Side 44
M.0ÉbÍ!N8jÍAéfi>! riííffij'UöMGÖÍf^löRÍ'ÓBfcR 1989>M
Minning:
Þórarinn Andrés-
son, kaupmaður
Fæddur 15. októbér 1911
Dáinn 14. október 1989
í dag verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju vinur minn og
stjúpfaðir Þórarinn Andrésson, sem
varð bráðkvaddur að morgni laug-
ardagsins 14. október sl. Þórarinn
var borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur. Foreldrar hans voru
Halldóra Þórarinsdóttir og Andrés
Andrésson klæðskerameistari sem
bæði eru látin.
Halldóra og Aridrés eignuðust
tvö böm, Þórarin og Hólmfríði.
Halldóra Þórarinsdóttir lést á miðj-
um aldri, en Andrés Andrésson gift-
ist síðar Ingibjörgu Stefánsdóttur.
Andrés og Ingibjörg eignuðust fjög-
ur böm, Sigrúnu, Berglind, Andrés
og Stefán. Ingibjörg lifði mann sinn
en er nú látin og einnig elsta dóttir
þeirra, Sigrún. Þórarinn Andrésson
giftist Kristínu Hinriksdóttur 1949,
en Kristín hafði áður verið gift
Höskuldi Geirfinnssyni. Þórarinn
og Kristín eignuðust þrjú böm, Jó-
hann, Andrés og Halldóru, en Hall-
dóra lést bam að aldri.
Kynni okkar Þórarins hófust er
ég flutti 16 ára inn á heimili hans
og móður minnar haustið 1952, en
ég hafði áður dvalist hjá föður
mínum. Ég eignaðist á ný móður
eftir margra ára aðskilnað, þrjú
systkini og stjúpföður.
Þórarinn varð mér í raun tryggur
vinur og entist sú vinátta meðan
báðir lifðu. Þrátt fyrir 25 ára ald-
ursmun þá áttum við gott með að
tala saman. Þórarinn var mikill
bjartsýnis- og athafnamaður og
ræddi hann við mig um drauma
sína og athafnir af fullri einlægni
en slíkt varð unglingnum upp-
spretta eigin framtíðardrauTria.
Hagur íjölskyldunnar var Þór-
arni mikið hjartans mál. Hann hafði
alist upp í ástríki á sínu bernsku-
heimili og var samband hans og
Hólmfríðar systur hans sérstaklega
innilegt. Honum var það eðlislægt
að hlúa að velferð fjölskyldunnar
og var ég þar engin homreka.
Þórarinn hafði eins og móðir mín
unun af að fá góða gesti í heimsókn
og minnist ég margra ánægjulegra
kvölda með vinum og venslafólki á
heimili þeirra.
Þórarinn ólst ekki'bara upp á
ástríku heimili heldur einnig innan
íjöiskyldufyrirtækisins Klæðaversl-
un Andrésar Andréssonar, sem fað-
ir hans stofnaði og veitti forstöðu
meðan kraftar entust. Klæðaversl-
un Andrésar starfaði lengst af á
Laugavegi 3 og voru þar bæði fata-
verslanir og saumaverkstæði. Þór-
arinn byijaði ungur að starfa við
fyrirtækið og fór t.d. á vegum þess
til Englands á kreppuámnum til að
leita nýrra ieiða til að auka fram-
leiðni í saumaiðnaði, sem þá átti í
erfiðleikum. Innleiddi Þórarinn m.a.
hraðsaumaverkstæði er var bylting
hér á þeim tíma í framleiðslu karl-
mannafata.
Ég vann nokkuð við verslunina
á ámnum 1953 og 1955 og minnist
Þórarins þá sem hins trausta manns
er gekk í flest þau störf er þurfti
að leysa.
Eftir lát föður síns tók Þórarinn
við rekstri verslana og fatafram-
leiðslu. Innlepdar saumastofur áttu
á þessum tíma í vemlegum erfið-
leikum m.a. vegna harðnandi er-
lendrar samkeppni. Þórarinn vildi
þó sitja meðan sætt var en þar kom
að rekstri saumastofa var hætt og
verslunarrekstur dreginn vemlega
saman.
t Innilegar þakkir sendum við öllum vinarhug við andlát og útför sem sýndu okkur samúð og
AÐALHEIÐAR KJARTANSDÓTTUR,
Blönduhlíð 31.
Magnús Árnason, Ásdís Sæmundsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir, Gunnlaugur Karlsson,
Málfríður Garðarsdóttir, Magnús Gunnlaugsson,
Kjartan Ó. Kjartansson, Guðrún Gunnlaugsdóttir.
t
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu samúð og vináttu við
andlát og útför
GUÐMUNDU EGGERTSDÓTTUR,
frá Kothúsum,
Garði.
Fyrir hönd aðstandenda, Guðríður Pétursdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar og tengdasonar,
ÁSGEIRS GUNNARSSONAR,
Garðaflöt 21,
Garðabœ.
Guðlaug Konráðsdóttir, Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir,
Gunnar Ásgeirsson, Valgerður Stefánsdóttir,
Konráð Gislason, Guðrún Svava Guðmundsdóttir.
t
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð
við andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföö-
ur, afa og. langafa,
SIGURJÓNS GUÐJÓNSSONAR,
Hólagötu 10,
Vestmannaeyjum.
Sigurbjörg Jónsdóttir,
Ingi Sigurjónsson,
Erna Sigurjónsdóttir, Sigurður Magnússon,
Sigurjón Pálsson, Gunnhildur Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Það var mikið áfall fyrir Þórarin
að þurfa að segja upp nær öllu
starfsfólki sem margt hafði unnið
með honum í áratugi. Nú kynnu
ýmsir að hafa gefist upp en slíkt
var Þórarni Andréssyni víðsíjarri
jafnvel þótt sjúkdómar herjuðu á
um líkt leyti. Við Þórarinn ræddum
oft málin á þessum erfiðleikaárum
og dáðist ég oft að því hve þraut-
seigur hann var og ákveðinn í að
horfa aðeins fram á veginn til nýrr-
ar sóknar og athafna. Á síðustu
árum hef ég oft farið með Þórarni
í innkaupaferðir og kom þá skýrt
fram hversu yfirgripsmikillar þekk-
ingar hann hafði aflað sér á öllu
er laut að framleiðslu karlmanna-
fata. Þórarinn hafði einnig yndi af
ferðalögum og var því síðasta ferð-
in sem hann fór táknræn á margan
hátt.
Þórarinn og Kristín móðir mín
fóru í hópferð til Thailands og var
tilgangur ferðarinnar tvíþættur,
annarsvegar að skoða framandi
land í glöðum hópi og meðal annars
halda upp á afmæli sitt. Hinn til-
gangur ferðarinnar, sem fáir vissu,
var að afla nýrra viðskiptasam-
banda, ef vera mætti að hægt væri
að gera enn betur en áður. Þórarinn
hafði lokið viðskiptaþætti ferðar-
innar og fríið var rétt að byija þeg-
ar kallið kom. Það var móður minni
mikið áfall hvemig fór, en frábær
hjálp íslensku og thailensku farar-
stjóranna í Thailandi ásamt um-
hyggju samferðafólksins linuðu
þjáningar hennar svo sem auðið var.
Ástvinamissir er ætíð sár, en ég
trúi því að minningin um góðan
dreng er ætíð vildi láta gott af sér
leiða verði um síðir sorginni yfír-
sterkari.
Ásgeir Höskuldsson
Minning:
Magnús Magnússon
fv. sérkennslufiilltrúi
Við fráfall vinar míns Magnúsar
Magnússonar er mér efst í huga
brautryðjendastarf hans í íslensk-
um skólamálum. Sá vettvangur sem
hann valdi sér varpar skýru ljósi á
lífssýn hans og mannúð og það er
að minni hyggju órækur vitnis-
burður um skaphöfn hans og dugn-
að hversu honum varð ágengt þann
þriðjung aldar sem hann stóð að
verki.
Þegar Magnús kom aftur heim
til starfa að afloknu framhaldsnámi
í sérkennslufræðum við Heilpeda-
gogische Seminar í Ziirich og upp-
eldis- og sálarfræði við Háskólann
í Miinchen árið 1956, var skilningur
kennara og skólastjómenda á þörf-
um barna með námserfiðleika tak-
markaður og viðhorf fræðsluyfir-
valda í besta falli hlutlaust ef ekki
neikvætt. Þá er engum fjármunum
varið til stuðnings við nemendur
með sérþarfír og stórum hópi
þroskaheftra auk þess neitað um
skólavist.
Með ráðningu Magnúsar til ráð-
gjafarstarfa í skólum Reykjavíkur
hófst markviss starf af opinberri
hálfu til styrktar þeim sem erfitt
áttu með nám. Að frumkvæði
Magnúsar voru skipulagðir fámenn-
ir hjálparbekkir fyrir nemendur með
mikla námsörðugleika, þar sem
gerbreytt var um starfshætti, hefð-
bundnum námsviðmiðunum sleppt,
en áhersla lögð á að efla almennan
þroska og færni á hagnýtum sviðum
með því m.a. að velja viðfangsefni
í samræmi við getu nemenda.
Með viðræðum við kennara og
skólastjóra, námskeiðahaldi, hvatn-
ingarræðum á hvers konar fundum
kennara og stofnun „Félags kenn-
ara til hjálpar afbrigðilegum börn-
um“ tókst Magnúsi að vekja kenn-
ara og stjórnendur fræðslumála til
vitundar um ábyrgð sína gagnvart
bömum með námserfiðleika, enda
fylgdi í kjölfarið gróskumikil þróun
í sérkennslu innan almennu
skólanna í Reykjavík. Vangefín
börn áttu ekki kost á skólavist á
þessum árum og var Magnúsi mjög
í mun að bæta úr því. Hann linnti
ekki látum fyrr en Jónas B. Jóns-
son, sá framsýni stjórnandi skóla-
mála í Reykjavík, setti á laggirnar
sérskóla fyrir þennan hóp barna. I
þessum skóla, Höfðaskólanum svo-
nefnda, hóf Magnús árið 1961 ann-
an áfanga brauðtryðjendastarfs
síns, í fyrstu með einn kennara sér
við hlið, en brátt jukust umsvifin.
Að fáum árum liðnum hafði skól-
inn unnið sér traustan sess í skóla-
kerfinu, enda var þar faglega unnið
undir styrkri stjórn Magnúsar.
Nemendum fjölgaði ár frá ári, enda
sóttu böm þangað hvaðanæva af
landinu. Þessi þróun leiddi til þess
að hafin var bygging vemdaðs
skólahúss í Öskjuhlíð og skömmu
síðar tók ríkið við rekstri skólans
af Reykjavíkurborg. Skólinn hélt
áfram að dafna á nýjum stað og
var fengið hliðarverkefni við grein-
ingu og ráðgjöf, enn kom til rekst-
urs dag- og sólarhringsheimila.
Með setningu laga um gmnn-
skóla árið 1974 fengust víðtækar
heimildir til sérkennslu. Þá vora í
lögunum ákvæði um samningu
áætlunar um framkvæmdir á þessu
sviði ásamt útgáfu reglugerðar.
Framundan var vandsamt stjómun-
arstarf á ráðuneytisplani og var
leitað til Magnúsar um að taka það
að sér.
Magnús lét þá af skólastjórn
Öskjuhlíðarskóla og\ hóf þriðja
áfanga brautryðjendastarfs síns
með vinnu við framsmíð reglugerð-
ar um sérkennslu, sem enst hefur
svo vel að hún er enn í gildi.
Tvímælalaust er setning reglu-
gerðar um sérkennslu árið 1977
ásamt því stórvirki að hrinda henni
í framkvæmd stærsta átakið í sér-
kennslumálum á íslandi til þessa.
Þá var loks uppfyllt lagaskyldan
um námstilboð fyrir öll börn með
stofnun þjálfunarskólanna fyrir al-
varlega vangefna og fjölfötluð börn.
Að auki var sérkennslan í almennu
skólunum stórefld og mismunandi
aðstaða fræðsluumdæma jöfnuð.
Enn skal drepið á starf Magnús-
ar að menntun sérkennara og virkni
hans í félagsmálum þeirra. Bæði
Félag íslenskra sérkennara og Fé-
lag sérkennslufræðinga hafa vottað
honum virðingu sína og þökk með
því að gera hann að fyrsta og eina
Minning:
Ingimar Hallgríms
son húsameistari
Fæddur 11. apríl 1911
Dáinn 13. október 1989
. Þetta eiga að vera aðeins fáeinar
þakkarlínur um frænda minn, Ingi-
mar Hallgrímsson, eins og ég man
hann frá því ég var iítil telpa heima
á Arnarstöðum í Núpasveit. Ævi-
ferill hans verður ekki rakinn hér.
Ingimar frændi, eins óg hann var
alltaf kallaður heima, var tryggur,
vinfastur, örlátur, góðgjarn og gjaf-
mildur. Orlætið og gjafmildin virt-
ust honum í blóð borin. Ég sá þetta
svo vel, því þegar hann eignaðist
aura, keypti hann alltaf gjafir
handa okkur litlu krökkunum — þá
sá ég hann hvað glaðastan, við að
gefa.og gleðja aðra. Að þessu leyti
var hann lifandi eftirmynd móður
sinnar. Hefði hún auraráð, varði
hún þeim til gjafa handa öðram,
keypti gjafir handa Ingimar til að
gefa okkur. í rauninni var hann
mér sem „stóri bróðir", þó ég ætti
líka minn eigin stórabróður.
Sem fullorðinn maður var hann
samviskusamur, áreiðanlegur, at-
orku- og afkastamikill, enda eftir-
sóttur til vinnu.
Frændi minn var sá gæfumaður
að eignast hugljúfa og góða eigin-
konu — konu, sem aldrei skipti
skapi, en var alltaf eins og sólar-
geisli, á hveiju sem gekk. Hún hét
Jóhanna Ólafsdóttir.
Þegar ég kom ung að árum til
Reykjavíkur mætti mér á heimili
þeirra sama ástúðin og ég átti að
venjast frá honum heima á Arnar-
stöðum. Ég get með sanni sagt, að
heimilið þeirra stóð ‘mér opið svo
sem væri það mitt eigið. Þó ég
væri Jóhönnu með öllu ókunnug,
tók hún mér með sömu hlýjunni og
hann.
Konuna sína missti frændi 19.
febrúar 1980. Þá var nærri honum
og allri fjölskyldunni höggvið, því
Jóhanna var allt í senn, mikil hús-
móðir, ástrík eiginkona, móðir og
amma.
Þegar við Guðjón, eiginmaður
minn, stofnuðum heimili okkar,
bundust þessi tvö heimili tryggða-
böndum, sem entust allt til dauða-
dags frænda og Jóhönnu. í ljósi
þessara tryggða og nánu vináttu
hefur líka verið höggvið nærri okk-
ur hjónunum og söknuðurinn sár.
Spakmælið „Eins og maðurinn
sáir mun hann og upp skera“, sann-
aðist á Ingimar frænda. Þegar hann
stóð uppi eiginkonulaus, naut hann
ástríkis og umönnunar barna sinna
og tengdabama allt til hinstu stund-
ar. Hvergi skorti á í umhyggju
þeirra og alúð, svo sem hann hafði
sýnt þeim.
Elsku Stella mín. Við hjónin vott-
um ykkur ástvinunum og aðstand-
endum okkar innilegustu samúð og
biðjum Guð að blessa ykkur öll og
styrkja. Blessuð sé minning frænda
míns.
Ingibjörg Rebekka Jónsdóttir
í dag kveðjum við Ingimar afa
okkar. Á einum fallegasta degi
haustsins Iagði hann af stað í sína
hinstu för. Okkur þykir undarlegt
og tómlegt að hann skuli ekki leng-
ur taka á móti okkur með hlýlegu
brosi þegar við komum upp í Hraun-
bæ.