Morgunblaðið - 24.10.1989, Page 52
... stundum misskiln-
ingur.
TM Reg. U.S. Pat OH — all rights reserved
• 1989 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
0920
Mér var sagt að ekkert
yrði tekið með ...
HÖGNI HREKKVISI
LÍTT ÖRLAR Á ÚRRÆÐUM
Til Velvakanda.
Ef orð Jesú Krists sjálfs eru bor-
in saman við allt annað efni Biblí-
unnar, kemur fram grundvallar-
munur á lífsskoðun og gildismati,
með fáeinum undantekningum þó,
er gætu stafað af ritskoðun fyrri
tíma. Afstaða Jesú til alls umhverf-
is virðist langtum skyldari hugsana-
gangi fyrirþjóða Vesturheims og
Eyjaálfu en meirihluta íbúa hins
svonefnda „gamla heims“. Gæti
þarna verið um að ræða örlagamun
lífs og dauða, mjóa veginn til lífsins
og endurnýjunar þess, og þess
breiða er liggur beint til glötunar-
innar, í orðsins fyllstu merkingu,
anda sem efnis á jörðinni.
Ekki þarf lengi að lesa guðspjöll-
in til að komast að því, að dvöl á
himnum, þ.e. einhvers staðar úti í
geimnum, er ekki sjáTfgefin og ef
skilyrðin eru krufin, þá blasir við
að prósenta þeirra sem fullnægja
kröfum er langtum hærri í fjalla-
þorpum Ecuador en í sex sveitarfé-
laga klaufalega skipulagðri þorpa-
samstæðu norður á Fróni, að börn-
um undir skólaaldri frátöldum.
Jerúsalem var hvorki betri né verri
en aðrar borgir í Rómaveldi þá er
Jesús grét yfir henni. Allir helstu
lestir nútíma borgar voru þá þegar
fyrir hendi. Mun Jesús hafa örvænt
um að gildismat essena, trúflokks
frá eyðimörkinni við Qumran, næði
nokkurri útbreiðslu.
Móður náttúru er um megn að
greiða herkostnaðinn af keppnis-
andanum og græðgi manna: milli
ríkja, á vinnustað, í götunni, á leik-
vangi, á skemmtistað og inni á
heimilinum. Er nú svo komið að
lífríki heims eru að hruni komin,
öll sem eitt, af völdum iðnaðarm-
engunar og græðgi landbúnaðar,
oft hvorutveggja til staðar í sama
héraðinu. Gagnslaust er að uppræta
mengun með því að breyta einni
tegund hennar í aðra eða stækka
mengunarsvæðið: t.d. með því að
hylja sorp með grasrót, lengri skor-
steinum eða skólpleiðslum út á sex-
tugt dýpi.
Ríki Rómvetja og Grikkja voru
sízt til eftirbreytni. Rangindi voru
þar með ólíkindum. Starfsstéttum
mennta og réttinda, sem sækja arf
sinn til þeirra, má líkja við Neró
keisara sem söng og lék undir á
fiðlu, á meðan að Róm var að
brenna.
Enginn vill bera skipstjóra-
ábyrgðina á flotinu að feigðarósn-
um: gróður- og dýralífseyðing,
mengun, bruðl, spilling, tekjumis-
rétti, vímuefnaneysla, umferðar-
slys, streita, firring, nágranna-
andúð, aimennt talið er litið á þessi
mannlegu fyrirbæri sem óhjá-
Flóttamaður í Níl
Til Velvakanda.
Menn voru svo uppteknir af
landsfundi íhaldsins að þeir máttu
ekki vera að því að fylgjast með
mjög merkilegri heimsókn sam-
gönguráðherra til Egyptalands, en
þangað hélt hann á dögunum ásamt
17 — sautján — manna fríðu föru-
neyti. Enginn má heldur vera að
því að spyija hvað ferðin kosti.
Allir eru nú uppteknir við að fylgj-
ast með nýjasta „Löðri“ ríkisstjórn-
arinnar, en slíkir þættir íslenskir
er á borð bornir daglega. Þá hefur
heldur enginn spurt um hvað stóð
í bréfinu, sem samgönguráðherra
færði Múbarak frá Steingrími for-
sætis. Sjálfsagt hefir þar í verið
fjallað um stuðning við Arafat enda
segir Þjóðviljinn 11. þ.m. að þetta
17 manna flakk hafi verið: „Ferða-
lag til friðar“ og sagði Steingrímur
samgöngu við blaðið að hann von-
aðist til að fá Egypta í heimsókn
hingað „á næsta ári og þá í sam-
bandi við „Ferðalög til friðar““.
Enda kominn tími til, þar sem arab-
ar hafa ekki komið til Islands í sér-
stakar heimsóknir síðan árið 1627.
Annars var erindi þessara lína
að vekja athygli á stórmerkilegri
frétt í Mogga frá 10. okt. frá Kaíró,
þar sem segir: „Fát kom á öryggis-
verði í siglingu yfir Nílarfljót, þegar
íslenski samgöngumálaráðherrann
stakk sér til sunds og synti að ár-
bakkanum vestan megin fljótsins.
Á heimleiðinni bættust kafarar í
hóp öryggisvarða."
Skýringin á þessu tiltæki
Steingríms úr Alþýðubandalaginu
mun vera háalvarlegs eðlis. Hermt
er að Steingrímur hafi lesið sér til
óbóta um flótta Austur-Þjóðveija
sem mjög leggjast til sunds vestur
yfir stórfljótin og kafa þá jafnan
ákaflega til að forðast skothríð að
austan. Þegar svo arabarnir sigldu
af stað með hann austur yfir fékk
hann „fóbíu“, varpaði sér fyrir borð
og synti æði djúpskreiður í vestur
til sama lands. Þessvegna tóku
arabarnir með sér kafara til vonar
og vara þegar önnur tilraun var
gerð.
Melamaður
kvæmileg líkt og náttúruöflin. Losni
eftirsótt valda- og fríðindastaða,
skortir ekki nám og hæfileika um-
sækjenda að eigin áliti.
Lítt örlar á úrræðum, nú sem
fyrr, enda menn orðnir glötunarferl-
inu svo vanir, að mjói vegurinn til
lífsins sést hreint ekki. Þó mun
ýmsum hafa dottið í hug að lengja
skólainnrætingu enn, einkum í
yngstu árgöngunum. Árangurinn
gæti skilað sér sem víðsýni, um-
burðarlyndi og skilningur í ályktun-
um hús-, gatna-, hverfa- og stéttar-
félaga síðar á ævinni.
Bjarni Valdimarsson
Mjög lítil svið
Til Velvakanda.
Ég tók þátt í að kaupa tíu slátur
í slátursölunni í Glæsibæ. Allur inn-
matur var úr sæmilega stórum
lömbum. Reyndar var borgað fyrir
þijár aukavambir en ekki nema ein
fylgdi. En látum það vera. En svið-
in voru slíkt smælki að ég hefi
aldrei séð annað eins. Það var
ámóta mikill matur í hveijum haus
og í miðlungs kjamma. Venjulega
fylgja stórir hausar slátri en svona
lagað er fyrir neðan allar hellur og
tel ég þetta hrein vörusvik. Varla
kemur mikið á markaðinn af svona
litlum lömbum og er mér ráðgáta
hvers vegna þetta hefir verið valið
úr handa okkur.
Þórunn Guðmundsdóttir
Hver á þenn-
an kött?
Þessi köttur hefur að undanfömu
leitað skjóls á Kópavogsbraut 80.
Hann er að mestu hvítur en með
nokkra bröndótta díla og dökka
rófu. Vafalaust er hans sárt saknað
einhvers staðar því hann er einstak-
lega gæfur og blíðlyndur. Þeir sem
kannast við kisa eru vinsamlegast
beðnir að hringja í síma 43492.
Víkverii skrifar
Einn af viðmælendum Víkveija
hafði orð á því fyrir nokkru, að
mikil breyting til hins verra hefði
orðið á þjónustu Strætisvagna
Reykjavíkur, þegar leið 1 hætti að
aka um Klapparstíg og Njálsgötu,
eins og gert hafði verið í áratugi, og
tekinn var upp sá háttur að aka inn
Hverfisgötu. Þessi fyrrverandi við-
skiptamaður SVR sagði, að þessi
vagn hefði verið notaður mikið af
eldra fólki, sem býr í hinum gömlu
borgarhverfum við Skólavörðuholtið
og á ekki gott með að ganga upp
brekkumar úr Kvosinni.
Þegar Vfkveiji hafði orð á því, að
sennilega væri skýringin sú, að vagn-
ar SVR ættu einfaidlega erfítt með
að komast leiðar sinnar um Njáls-
götuna vegna þrengsla, sagði við-
komandi, að borgaiyfírvöld gætu
sjálfum sér um kennt vegna þess,
að þau væru búin að gera Njáls-
götuna að einu allsheijar bílastæði.
Dálkar Víkveija eru að sjálfsögðu
opnir fyrir sjónarmið SVR í þessu
máli.
XXX
Hvemig stendur á því, að Stöð 2
hefur tekið upp þann ósið að
ijúfa útsendingu mynda til þess að
skjóta inn auglýsingum, eins og
tíðkast í Ameríku öllum til ama og
leiðinda? Til hvers er þetta gert? Til
þess að laða að auglýsendur? Forr-
áðamenn Stöðvar 2 verða að hafa
það í huga, að um leið fæla þeir frá
áhorfendur.
1 flestum löndum ríkja strangar
reglur um það, hvernig auglýsingar
eru settar inn í dagskrá sjónvarps-
stöðva. Hér er augljóslega á ferðinni
mál, sem útvarpsréttamefnd á að
láta til sín taka og vemda þar með
rétt áhorfandans. Það væri mikil aft-
urför, ef þessi regla yrði tekin upp
hér. Ef Stöð 2 heldur þessu áfram
má alveg eins búast við, að Ríkissjón-
varpið telji sig knúið til að taka upp
sömu vinnubrögð. Islenzkir sjón-
vaipsáhorfendur munu áreiðanlega
ekki þola sjónvarpsstöðvunum þetta
til lengdar.
XXX
Víkveiji keypti nokkra lítra af
undanrennu um daginn. í ljós
kom hins vegar, að þar var ekki um
undanrennu að ræða heldur venju-
lega mjólk. Er framleiðslueftirlitið
ekki betra en þetta hjá Mjólkursam-
sölunni í Reykjavík?