Morgunblaðið - 24.10.1989, Side 55

Morgunblaðið - 24.10.1989, Side 55
MÓRGUNBLAÐIl) þÍiÖJUÓÁÓÓr'sÍ; OKTÓBER 1989 MorgunDiaoio/ujorn rsjomsson Vopnafirði. Síldarsöltun á Vopnafírði SÖLTUN er nú hafin hjá söltunarstöð Tanga hf. á Vopnafirði. Um 100 tonn hafa borist af síld síðan veiðar hófust. Að sögn verkstjóra í söltunarstöðinni er síldin mjög góð, vel stór og mátulega feit. Saltað er fyrir markað í Svíþjóð. Þeir bátar sem leggja upp hjá söltunarstöð Tanga hf. eru Lýtingur frá Vopnafirði og Sigþór frá Húsavík. - B.B. Júlíus Sólnes: Mjög fiirðulegt ef menn vilja að ráð- herrar búi á þriðja flokks hótelum JÚLÍUS Sólnes hagstofuráðherra segist varla geta ímyndað sér að þjóðin vilji að ráðherrar séu hafðir á þannig dagpeningum, að þeir þurfi að búa á einhverjum þriðja fiokks hótelum. „Mér finnst mjög furðulegt ef það er sú steftaa, sem menn vilja taka upp,“ sagði Júlíus er hann var spurður álits á athugasemdum yfirskoðunarmanna ríkis- sjóðs við ferðakostnað ráðherra og hátt settra embættismanna. sem kannski getur verið hagkvæmt og ef til vill er hægt að leysa ágrein- ingsmál þjóða með þeim hætti. Ég skal ekki um það segja. ég sé ekki að það út af fyrir sig sé stórmál í þessari umræðu,“ sagði Júlíus. Spurningaleikur Kringlunnar: 10.000 svör RÚMLEGA 10.000 svör bárust í spurningaleik, sem Kringlan efiidi til meðal viðskiptavina sinna í tilefni ítalskra daga, sem haldnir voru í verzlanamiðstöð- inni í byrjun október. Nýlega var dregið úr réttum svörum í leiknum. Vinningshafinn er Sigurbjörn Bachmann, Nóatúni 32, Reykjavík. Hann fær í verðlaun ferð fyrir tvo til Caorle á Norður- Ítalíu, ásamt vikudvöl og uppihaldi á hóteli. Auk Kringlunnar stóður að þessum spumingaleik Alitalia, Flugleiðir og ferðamálaráð Caorle. (Fréttatilkynning) Ráðsteftia um hugbúnaðagerð SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ís- lands stendur fyrir ráðstefiiu um hugbúnað, bætt vinnubrög og breytt viðhorf, miðvikudaginnn 25. október, á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni verða kynntar nýj- ungar við hugbúnaðargerð en ráð- stefnan er ætluð starfsfólki tölvu- deilda, stjórnendum og þeim sem hafa með skipulags og stefnumörk- un fyrirtækja að gera. Fyrirlesarar kynna nýjustu tækni á sviði hugbúnaðargerðar og hvern- ig auka megi gæðin og draga úr kostnaði. Skráning fer fram á skrifstofu Skýrslutæknifélags íslands. Snilldarverk VISE-GRIP er samheiti fjölhæf- ustu handverkfæra sem smíöuð hafa verið. VISE-GRIP lástangir koma í stacf^ fjölmargra verkfæra. Með VISE-GRIP getur þú hert, losað, dregið, klippt, klemmt, sveigt, beygt, rétt og gripið. Varist eftiriíkingar. UMJ.UAU\.IU.\.TWX!*M Júlíus sagði að íslenzkir embætt- ismenn hefðu oft lent í vandræðum út af því á erlendum fundum og ráðstefnum að dagpeningar þeirra hefðu verið svo lágir að þeir hefðu varla efni á að búa á hótelunum, þar sem fundirnir væru haldnir. „Ef menn vilja taka upp svoleiðis stefnu er það bara til að rýra álit á æðstu stjórn út á við. Menn verða að fara aðeins varfærnislega í hvernig menn túlka svona. Ég er hins vegar ekkert á móti því að það verði sett- ar einhveijar ákveðnar reglur um þetta,“ sagði Júlíus. Hvað varðaði greiðslur ríkisins fyrir ferðalög ráðherra á vegum flokka eða félaga, sagðist Júlíus ekki þekkja þann bransa; hans flokkur hefði ekki stundað nein slík ferðalög. „Allir gömlu flokkarnir hafa hins vegar notað þetta óspart, skilst mér. Það komu þær skýringar að sumar þessara ráðstefna væru með þeim hætti að þar næðist sam- band við vissa pólitíska leiðtoga, Þorsteinn Pálsson um ferðakostnað ráðherra: Nær að hækka launin ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist taka und- ir það með yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings að rétt sé að breyta þeim reglum,- sem lengi hafi gilt, um ferðapeninga ráðherra og nokk- urra æðstu yfirmanna annarra í stjórnarráðinu. Nær sé að breyta launum viðkomandi en að þeir fái aukagreiðslur í formi hærri ferða- peninga. „Án þess að ég þekki forsögu málsins á þessi skipan vafalaust rætur að rekja til þess að það hefur verið litið á þetta sem einhvers konar launauppbót. Að mínu mati væri miklu nær að viðurkenna það þá og hafa launin í samræmi við það sem menn vilja, en ferðakostn- aðarreglurnar þá takmarkaðri," sagði Þorsteinn. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings telja einnig óeðlilegt að ferðalög á vegum stjórnmálaflokka, samtaka eða einkaaðila greiðist af almanna- fé. „Ég held að þarna sé eðlilegt að setja einhver mörk um hvað heimilað er í þessu skyni. Um það yrðu þá að gilda sambærilegar regl- ur fyrir Alþingi og stjómarráðið," sagði Þorsteinn. Ingi Björn Albertsson: Er sammála yfir- skoðunarmönnum „MÉR finnst óeðlilegt að ráðuneytin greiði ferðir fyrir ráðherra eða háttsetta menn, sem fara á fundi á vegum flokka eða annarra fé- laga. Ég vil taka fyrir allt slíkt,“ sagði Ingi Björn Albertsson, formað- ur Frjálslynda hægri flokksins. Ingi Björn sagðist jafnframt telja eðlilegt -að ráðherrar og háttsettir embættismenn fengju jafnháa dag- peninga og almennir ríkisstarfs- menn, sérstaklega með hliðsjón af því að allur hótelkostnaður og risna væri greidd. Dagpeningarnir væru því hrein aukagreiðsla í vasa þess- ara embættismanna. „Á meðan allt er greitt fyrir þessa menn, hótel- kostnaður, risna og hvaðeina, er engin ástæða til þess að þeir fái jafnháa dagpeninga og raun ber vitni,“ sagði Ingi Björn. „Ég er al- veg sammála yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings um að það ber að taka þessi mál til skoðunar og skera þennan lið verulega niður.“ TOSHIBA örbylgjuofnarnir eru langvinsælustu ofnarnir á íslandi! - Veistu hvers vegna? Surfa-Touch línan - það nýjasta • Toshiba er stærsti framleiðandi ör- bylgjuofna í heimi. Tækninýjungarnar koma frá Toshiba. • Toshiba örbylgjuofnarnir eru búnir full- komnasta öryggisbúnaði sem völ er á. • Deltawave-dreifing á örbylgjunum er tækniþróun Toshiba. Þú færð ekki jafn- ari hitun. • Við bjóðum upp á langmesta úrvalið í örbylgjuofnum. Þú færð örugglega rétt- an ofn fyrir þarfir þínar. Meira en 15 gerðir. Verð við allra hæfi. • Það nýjasta: Ofnar með vigt. Ofnar með hitablæstri, grilli og sjálfhreinsandi. • Fullkomin leiðbeiningahandbók á íslensku með fjölda uppskrifta fylgir. • Þér er boðin þátttaka í Toshiba-uppskriftar- klúbbnum. Þú færð réttar uppskriftir fyrir ofninn þinn. • Þér gefst kostur á matreiðslunámskeiði án endurgjalds hjá Dröfn H. Farestveit, hús- stjórnarkennara, sérmenntaðri í matreiðslu í örbylgjuofnum. Aðeins 10 eigendur á hverju námskeiði. íslensk námsgögn. Verið veikomin í hóp ánægðra eigenda Toshiba ofna. Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚN 28, SÍMAR: (91116995 OO 622900 - M/EO BlLASTÆÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.