Morgunblaðið - 26.10.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 26.10.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. flt * ER 1989 n Iðnó til sölu: Einkaaðilar sýna áhuga „ÞAÐ er líflegt í kringnm Iðnó og nokkrir aðilar jjafa sýnt áhuga á að kaupa húsið,“ sagði Sverrir Kristinsson hjá Eignatniðluninni, sem sér um sölu á Iðnó. Sagði hann, að það væru einkaaðilar sem hefðu sýnt húsinu áhuga og væru þeir að velta ýmsum möguleikum fyrir sér en engin kauptilboð hafa verið gerð enn þá. „Menn sjá að verðmæti stað- arins fer vaxandi í framtíðinni þegar ráðhúsið verður fullbúið," sagði Sverrir. „Það er til dæmis hægt að hafa þarna kaffistofu með útsýn yfir Tjörnina og ráð- húsið. A annarri hæð mætti hugsa sér að hafa aðrar veiting- ar. Þarna mætti einnig hugsa sér ferðamannaverslun og auk þess auðvitað félags- og leiklist- arstarfsemi. Húsið býður upp á ýmsa möguleika.“ Flugleiðir: Islendingar búsettir erlendis: Rýmri reglur um kosningarétt ÍSLENSKIR ríkisborgarar sem búið hafa erlendis lengur en átta ár, geta sótt um það að vera tekn- ir á kjörskrá hérlendis við AI- þingis- og forsetakosningar og gildir slík skrásetnipg í fjögur ár, frá 1. desember að 'telja eftir umsókn. Með lögum sem samþykkt voru á síðasta Alþingi var breytt reglum um kosningarétt íslenskra ríkis- borgara sem búsettir eru erlendis. Samkvæmt hinum nýju reglum- halda íslenskir ríkisborgarar kosn- ingarétti við Alþingiskosningar og forsetakjör í átta ár í stað fjögurra áður, frá því að þeir fluttu úr landi, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Eru viðkomandi sjálfkrafa skráðir á kjörskrá í því sveitarfélagi sem þeir síðast áttu lögheimili. Þeir sem búið hafa erlendis leng- ur en átta ár verða hins vegar að sækja um það sérstaklega. I til- kynningu frá dómsmálaráðuneytinu er greint frá því að umsóknareyðu- blöðum hafi þegar verið dreift til allra sendiráða íslands og ræðis- mannsskrifstofa og fastanefnda ís- lands við alþjóðastofnanir. Auk þess liggja þau fyrir á Hagstofunni. Fraktrými til Evrópu tvöfaldað FLUGLEIÐIR hafa, I kjölfar vaxandi eftirspurnar, tvöfaldað fraktrými á beinu flugi til Evr- ópu og aukið rými á beinu frakt- flugi til Bandaríkjanna. Áætlað hafði verið að fljúga beint til New York, London og Billund á Jótlandi, með Boeing 727-100 vél Flugleiða. Eftirspurn hefur hinsvegar verið svo mikil að Flugleiðir leigja DC 8 frakt- flutningavél til vikulegs flug til Bandaríkjanna, til viðbótar eig- in vél, og Qölga Evrópuferðum úr einni í tvær, á viku. Flogið er til New York, London, Ost- ende í Belgíu og Billund á Jót- landi. Samkvæmt fraktáætlun Flug- leiða er flogið til Billund og Lond- on á miðvikudögum og sunnudög- um, til Ostende á fimmtudögum og sunnudögum, og til New York á miðvikudögum og laugardögum. í frétt frá Flugleiðum segir að fiskútflutningur hafi aukist veru-- lega síðustu misseri. Flutningar þessir hafa að mestu verið á vet- urna en það virðist þó vera að jafnast út og var óvenjumikið flutt af fiski í sumar. V er ðlagsstofiiun: Ekki talin ástæða til aðgerða gegn Vífilfelli VERÐLAGSSTOFNUN telur að ekki sé ástæða til frekari aðgerða vegna kæru sem stofnuninni hef- ur borist frá Sanitas hf. um meint brot Verksmiðjunnar Vífilfells hf. á lögum um verð, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti. í fréttatilkynningu frá Verðlags- stofnun kemur fram að forráða- menn Vífilfells hafi með bréfum og á fundum hjá Verðlagsstofnun skýrt sjónarmið fyrirtækisins. Þar sem Verðlagsstofnun hafi ástæðu til að treysta því að Vífilfell muni fara eftir fyrirmælum stofnunarinn- ar um framkvæmd afsláttartilboða fyrirtækisins, og sjá til þess að starfsmenn fyrirtækisins gæti ákvæða laganna um samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti, þá sjái stofnunin ekki ástæðu til frekari aðgerða í málinu. Kveikt í bíl KVEIKT var I Daihatsu Charade bíl á bílastæði við veitingahúsið Hollywood i Ármúla um klukkau þrjú aðfaranótt síðastliðins laug- ardags. Tusku hafði verið troðið inn undir grill bílsins og eldur bor- inn að. Bíllinn skemmdist tals- vert. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að málinu og óskar eftir að þeir sem kunna að hafa orð- ið þessa atviks varir að hafa við sig samband. Kuldafatnaður á góðu verði hjá EUingsen Nokkur dæmi um úrvalið: Hlýjar enskar nylonúlpur með loðkanti í skærgulum öryggislit. Henta þeim sem þurfa að sjást öryggisins vegna. Stroff á ermum og hægt að þrengja í mittið, marglr vasar og þægileg hetta. Kr. 4.650,- Hlýjar enskar nylonúlpur, dökkbláar með loðkanti. Stroff á ermum og hægt að þrengja í mittið, margir vas- ar og þægileg hetta. Kr. 4.650,- Norsku Stil ullarnærfötin. Dæmi um verð: Barnabuxur st. 10-12 kr. 1.275- Dömubuxur kr. 1.610- Herrabuxur kr. 1.946— Langermabolir kr. 1.998— Barna langermabolir st. 10-12 kr. 1.398- Norsku Stii ullarnærfötin eru nú fáanleg tvöföld, þ.e. fóðruð með mjúku 100% Dacron efni. Dæmi um verð: Dömubuxur kr. 1.694-. herrabuxur kr. 2.040— og bollr kr. 2.247-. Barnastærðlr eru væntan- legar. íslensku nærfötin frá Fínull úr 100% angóruull. Einnig heilsunærföt úr sama efni sem halda hita á hluta líkamans hverju sinni. Dæmi um verð: Herrabuxur kr. 2.818- mittisskjól kr. 1.500— axlaskjól kr. 1.230- og hnéskjól kr. 1.070- SENDUM UM ALLT LAND wmmssi Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.