Morgunblaðið - 26.10.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989
Fötlim ekki lengnr
einkamál örfárra
efíir Astu B.
Þorsteinsdóttur
í síðastliðinni viku*efndu Lands-
sarhtökin Þroskahjálp, Öryrkja-
bandalag íslands ásamt Alþýðu-
bandalagi íslands, Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja, banda-
lagi háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna og Bandalagi kennarafélaga
til fjöldafundar fyrir framan Al-
þingishúsið. Tilgangurinn var að
vekja athygli alþjóðar á því neyðar-
ástandi sem ríkir í húsnæðismálum
alvarlega fatlaðs fólks á Islandi._
Árið 1983 samþykkti Alþingi ís-
lendinga þau lög sem áttu að stuðla
að því að fatlað fólk hér á landi nyti
í grundvallaratriðum sömu lífskjara
og aðrir, en þetta eru Lög um mál-
efni fatlaðra. Menn höfðu gert sér
grein fyrir að átaks væri þörf ef
koma ætti kjörum þessa hóps í
mannsæmandi horf. Þeir sem lögin
skópu höfðu án efa háleit markmið
og lögðu til að árlega skyldi renna
í Framkvæmdasjóð fatlaðra 55
milljónir króna verðtryggðar næstu
fimm árin. Ennfremur ættu tekjur
Erfðafjársjóðs að renna í sjóðinn.
Lög um málefni fatlaðra eru samin
af metnaði, eða eins og þar segir:
Markmið þeirra er að tryggja fotl-
uðum jafnrétti og sambærileg
lífskjör við aðra þjóðfélags-
þegna ...“ Hefur þetta markmið
náðst?
Nei — því miður.
Þess vegna hafa hagsmunasam-
tök fatlaðra og fjölmennustu laun-
þegasamtök í landinu reynt að vekja
athygli ráðamanna og alls almenn-
ings á því að á annað hundrað
manns eru á biðlistum hjá svæðis-
stjórnum. Alvarlega fatlað fólk sem
býr við algjört neyðarástand í
umönnunar- og húsnæðismálum,
þrátt fyrir þá uppbyggingu á und-
anförnum árum. Auk þess er vitað
um a.m.k. 250 manns á biðlista hjá
Öryrkjabandalagi íslands, sveitar-
félögum og svæðisstjórnum.
Sjálfsagt er engin ein skýring á
því hvers vegna við stöndum enn í
þessum sporum og eigum svo langt
í land sem raun ber vitni þar til
markmiðum umræddra laga er náð.
Ein skýringin er óneitanlega sú
að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna
um fjármagn til uppbyggingar hef-
ur Alþingi ekki borið gæfu til að
standa við þau, en í stað þess skor-
ið fjármagn til sjóðsins niður árlega
þannig að mörg hundruð milljónir
vantar þar á. Fénu hefur verið var-
ið til annarra verkefna. Sennilega
trúðu flestir fatlaðir og aðstandend-
ur þeirra því, að vilji manna á Al-
þingi til að beita sér fyrir stórátaki
til uppbyggingar væri einlægur.
Þeim mun sárari voru vonbrigðin
þegar hið gagnstæða kom í ljós.
Trúlega er önnur skýringin sú að
menn gerðu sér enga grein fyrir
því hversu víðfemt vandamálið væri
í raun og veru. Fjölskyldur fatlaðra
höfðu ekki haft það til siðs að bera
vandamál sín á torg og vandinn því
Ásta B. Þorsteinsdóttir
„Það er einlæg von okk-
ar að allir stjórnmála-
flokkar sem sæti eiga á
Alþingi láti flokkspóli-
tísk sjónarmið eða
ósamlyndi á stjórn-
málasviðinu víkja og
taki höndum saman og
tryggi nauðsynlegt
íjármagn til framgangs
þessa máls. Það er sið-
ferðileg skylda þeirra
svo og samfélagsins
alls.“
lengi vel dulinn. Hagsmunasamtök
fatlaðra hafa æ ofan í æ vakið at-
hygli stjómmálamanna á því
ástandi, sem enn ríkir í þessum
málum. Vandann þarf að leysa með
skjótum hætti af ábyrgð og festu.
Sífellt bætast fleiri í þennan hóp
bæði af völdum slysa og sjúkdóma.
Þótt mótsagnakennt sé hefur aukin
tæknivæðing og þekking á sviði
læknavísinda orðið þess valdandi
að hópurinn hefur enn stækkað.
Talað fyrir daufum eyrum
stj órnmálamanna
Það hefur valdið okkur alvarleg-
um vonbrigðum að finna að við
höfum talað fyrir daufum eyrum
stjórnmálamanna. Stefnuskrár
stjórnmálaflokka era skreyttar með
ákvæðum um að rétta hag fatlaðra,
en á Alþingi er lítið minnst á þenn-
an vanda. Þó er mér skylt að minn-
ast á örfáar tilraunir til að taka á
einstökum vandamálum eins og
þegar nokkrir þingmenn fluttu
þingsályktun um lausnir á hús-
næðisvanda fólks sem fatlast hefur
af völdum slysa. Sú tilraun bar
engan árangur, og var það ekki
fyrr en félagasamtök tóku af skarið
og söfnuðu fé hjá almenningi. Loks
fór að hylla undir lausn fyrir þetta
fólk sem hefur í mörg ár búið við
lítt mannsæmandi aðstæður. En
það virðist einmitt oft vera stefna
ríkisvaldsins að bíða svo lengi með
aðgerðir að einhveijum félagasam-
tökum ofbýður aðbúnaður fólks og
grípur til þess ráðs að safna fé hjá
almenningi. En á að leysa vandann
á þann hátt?
Öryrkjar hafa orðið
útundan í velmegnninni
Undanfarið hefur efnahagsleg
velmegun vaxið verulega meðal
þorra almennings. Með það í huga
er fróðlegt að lesa könnun sem land-
læknisembættið lét gera á aðbúnaði
og lífsháttum öryrkja á höfuðborg-
arsvæðinu. Þar kemur í ljós að hag-
ur þeirra hefur alls ekki batnað
samanborið við aðra þjóðfélagshópa
— þeir hafa að mestu orðið útundan
í velmeguninni.
Stjómvöld verða að sjá til þess
aij- skipting lífsgæða sé jafnari, og
-^draga þannig úr andstæðum og
aðstöðumun í þjóðfélaginu. Að öðr-
um kosti er sameiginlegri framtíð
okkar hætta búin. Svo virðist sem
slagsíða sé komin á velferðarþjóð-
félagið, en það sýna allar þær að-
gerðir sem margir hagsmunaaðilar
gangast fyrir um þessar mundir.
Stjórnmálamenn virðast ekki
hafa uppgötvað að fötlun er ekki
lengur álitin harmsaga eða einka-
mál þeirra sem fatlast heldur sam-
félagsmál sem á að ræða og Ieysa
á vettvangi stjómmála. Og þeir að
skynja réttmæti þess að sameigin-
legir sjóðir landsmanna standi
straum af uppbyggingunni, alveg á
sama hátt og önnur mál samfélags-
ins era leyst.
En hvað blasír við núna?
Á annað hundrað manns, alvar-
lega fatlaðir, bíða eftir heimili og
umönnun sýnir könnun sem hags-
munasamtök fatlaðra hafa gert um
landið. í húfi er heill og hamingja
fjölda fólks — ekki aðeins þessara
rúmlega 100 sem um ræðir heldur
jafnframt fjölskyldna þeirra —
fjölda sem vel getur samsvarað
íbúaijölda í litlu sjávarplássi. Þessar
fjölskyldur hafa áratugum saman
annast fötluð börn sín heima —
börn sem urðu fullorðið fólk án
þess að fá réttmæt tækifæri til að
flytja úr foreldrahúsum í fyllingu
tímans líkt og aðrir jafnaldrar. Þess
í stað dvelja þau undir verndarvæng
fjölskyldna sem sumar hveijar era
að kikna undan stöðugu álagi. í
þessum hópi fatlaðra eru einnig
þeir sem misst hafa foreldra sína
eða hafa vistast á sjúkrahúsum eða
eilliheimilum.
Framlag enn einu
sinni skert
Við lestur fjárlagaframvarps er
ljóst að ríkisstjómin ætlar enn einu
Málræktarátak í Heym-
ley singj askólanum
í SKÓLUM landsins er í þessari viku 23.-27. október efnt til móður-
málsviku og af því tilefni verður í Heymleysingjaskólanum málrækt-
arátak með sérstakri kynningu á móðurmáli heyrnarlausra, táknmáli.
Heyrnarskert börn sem eru að
hluta til í almennu grannskólunum
munu koma með bekkjarfélaga sína
í heimsókn og nemendur Heyrnleys-
ingjaskólans munu kynna tákn-
málið fyrir þeim, í öðram tilvikum
munu herynarlaus börn fara í
heimaskóla sína og kynna tákn-
málið.
í jþessari táknmálsviku verður
einnig efnt til kynningar fyrir al-
menning á táknmáli með opnum
fyrirlestri í Heyrnleysingjaskólan-
um í kvöld, fimmmtudagskvöldið
26. október, klukkan 20.30, og
nefnist kynningin Hvað er táknmál?
Með táknmálsvikunni vill Heyrn-
leysingjaskólinn benda á þá stað-
reynd að móðurmál nemenda
skólans er ekki íslenska heldur-
táknmál heyrnarlausra, mál með
eigin formgerð og eigin málfræði.
(Frcttatilkynning)
sinni að horfa fram hjá vandanum.
Framlag til málefna fatlaðra heldur
ekki einu sinni verðgildi sínu. Það
er enn einu sinni skert eða jafn
hátt í krónum talið og fyrir ári, 201
milljón, þrátt fýrir 20—30 prósent
verðbólgu. Þetta er staðreynd þrátt
fyrir fullyrðingar um hið gagn-
stæða. Nú er beðið eftir svari ríkis-
stjómarinnar um það hvort hún sé
reiðubúin að svara kalli hagsmuna-
samtakanna.
Það er einlæg von okkar að allir
stjómmálaflokkar sem sæti eiga á
Alþingi láti flokkspólitísk sjónarmið
eða ósamlyndi á stjórnmálasviðinu
víkja og taki höndum saman og
tryggi nauðsynlegt ijármagn til
framgangs þessa máls. Það er sið-
ferðileg skylda þeirra svo og sam-
félagsins alls.
Hér er ekki beðið um nýja skatta
eða álögur á þjóðina. Enda hafa
skattahækkanir sem þjóðin hefur
þolað á síðustu tímum engan veginn
aukið fjárstreymi málefnum fatl-
aðra til framdráttar.
Það er einfaldlega farið fram á
það að stjórnmálamenn forgangs-
hraði verkefnum á annan veg. Sá
stuðningur og samstáða sem öll
stærstu launþegasamtök hafa sýnt
fötluðum með þátttöku í þessu átaki
speglar, svo ekki verður um villst,
vilja almennings hér í landinu —
vilja sem stjómmálamenn geta ekki
lengur horft fram hjá.
Á þessum útifundi var Ríkis-
stjóm íslands afhent svohljóðandi
ályktun:
Til ríkisstjórnar íslands
Heildarsamtök fatlaðra, Oryrkja-
bandalag íslands og Landssamtökin
Þroskahjálp, ásamt Alþýðusam-
bandi Islands, Bandalagi háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna,
Bandalagi kennarafélaga beina
þeim eindregnu tilmælum til Ríkis-
stjómar íslands að nú í þingbytjun
verði gerð fjögurra ára áætlun um
byggingu eða kaup á vernduðu
húsnæði fyrir mikið fatlað fólk sem
nú býr við alls óviðunandi aðstæð-
ur. Einnig verði jafnhliða sett inn
í fjárlög fjármagn til reksturs þessa
húsnæðis.
Samkvæmt upplýsingum frá
svæisstjórnum era 108 manns sem
búa við alls óviðunandi aðstæður í
húsnæðismálum og umönnun. Auk
þess er um að ræða 250 manna
biðlista eftir húsnæði hjá Öryrkja-
bandaiagi íslands auk almennra
biðlista hjá sveitarfélögunum.
Jafnframt beina áðurnefnd sam-
tök því til ríkisstjómarinnar að hún
fýlgist með högum fjölfatlaðra
bama sem þurfa framtíðarheimili.
Þannig verði í framtíðinni tryggt
að húnsæðisvandi þeirra verði leyst-
ur.
Þau samtök sem standa að þess-
ári ályktun óska eftir svari ríkis-
stjórnarinnar innan mánaðar.
Virðingarfýllst,
f.h. þeirra samtaka sem
standa að þessari ályktun,
Arnþór Helgason formaður
Öryrkjabandalags íslands,
Ásta B. Þorsteinsdóttir for-
maður Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
Höfandur er formaður
Landssamtakanna Þroskahjálpar.
KULDASKOR
Stærðir: 40-46
Litur: Svart + brúnt
Efni: Skinn
Verð: 4.790.-
ff.H
KRINGMN
KöMeNM
S. «89212
C
21212
5% staögreiðsluafsláttur
Pústsendum samdægurs.
1989
Eigum einn Honda Accord EX, sjálfskiptan,
árgerð 1989 á frábæru afsláttarverði.
HONDA Á ÍSLANDI,
Vatnagörðum 24, sími 689900.