Morgunblaðið - 26.10.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.10.1989, Qupperneq 20
ítf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1689. Kjarnorkuáætlananefiid NATO: Skora á Sovétmenn að fækka skamm- drægum flaugum Vilamoura í Portúgal. Reuter. Varnarmálaráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins lýstu því yfir í gær að þrátt fyrir umbætur í Austur-Evrópu þyrfti bandalagið enn á sterkum vörnum að halda, þar á meðal kjarnorkuvörnum. Kom þetta fram í lok tveggja daga ráðherrafundar kjarnorkuáætlunar- nefndar NATO í Almansil í Portúgal sem lauk í gær. Ráðherrarnir hvöttu Sovétmenn m.a. til að fækka einhliða skotpöllum fyrir skamm- drægar kjarnorkueldflaugar í Austur-Evrópu niður í þá tölu sem NATO hefúr yfír að ráða. Mest var rætt um þróun mála í Austur-Evrópu á fundinum. í loka- yfirlýsingu er umbótum þar fagnað og þeim einhliða fækkunum í hefð- bundnum herafla sem Varsjárbanda- lagið hefur staðið fyrir. En minnt er á að sovésk stjórnvöld endumýi nú langdræg kjarnorkuvopn sín og njóti gífurlegra yfirburða á sviði skamm- drægra kjarnorkueldflauga, þ.e. þeirra sem draga skemmra en 500 km. Er skorað á Sovétmenn að fækka skotpöllum fyrir skammdrægar flaugar niður á sambærilegt stig við NATO. Talið er að Sovétmenn ráði yfir 1.400-1.600 skotpöllum. NATO hefur 88 skotpalla í Evrópu fyrir skammdrægar Lance-eldflaugar. íslendingar eiga áheymarfulltrúa í kjarnorkuáætlananefndinni. Reuter í víking til Napólí Napólíbúar fengu óvenjulega heimsókn í gær. Þar vora á ferð 800 Líbýumenn um borð í feiju sem komnir vora til að minnast ættingja sinna sem létu lífið sökum ítalskrar nýlendustjórnar í Líbýu á árunum 1911- 1943. Einnig var ætlunin að leggja áherslu á kröfur líbýsku stjórnárinnar um skaðabætur fyrir „kúgun og harðræði ítölsku nýlenduherranna“. Líbýustjórn hefur hótað hefndum ef skaðabætur verða ekki greidd- ar. ítalska stjórnin hefur hafnað slíkum kröfum og segir málið löngu útkljáð. Bretland: Deilt um ráðgjafa St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. SIR Alan Walters, sérstakur efnahagsráðgjafí Margaretar Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, er andvígur þátt- töku Breta í evrópska mynt- kerfinu. Nigel Lawson fjár- málaráðherra hefúr vísað því á bug að ráðgjafinn túlki stefhu bresku ríkisstjórnarinnar. Það hefur lengi verið vitað að ágreiningur væri með Walters og Lawsons. Walters hefur nú birt ritgerð í bandarísku hagfræð- itímariti, þar sem hann heldur því fram að ráð sín hafi haft mikil áhrif á stefnu bresku stjóm- arinnar í efnahagsmálum og að það sé gagnslaust fyrir Breta að taka þátt í evrópska myndkerf- inu. Mikill þrýstingur sé innan stjórnkerfisins og í Evrópu á að það verði gert, en ekki séu nokk- ur gild hagfræðileg rök fyrir því. Sir Geoffrey Howe aðstoðar- forsætisráðherra og Nigel Law- son fjármálaráðherra vísuðu því á bug að ráðgjafinn væri að lýsa skoðun stjómarinnar. Lawson gekk svo langt að segja að ráð- gjafar háttsettra stjómmála- manna ættu hvorki að tala né skrifa opinberlega. Leiðtogar stjómarandstöðunn- ar hafa krafist þess að Thatcher forsætisráðherra taki af skarið með hver væri stefna hennar í efnahagsmálum. „Þingmenn krefjast brottreksturs eða þagnar Walters" segir í fyrirsögn breska dagblaðsins The Times í gær. Skotland: Heimilað að reisa endur- vinnslustöð í Dounreay St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Skotlandsmálaráðherra bresku sljómarinnar, Malcolm Rifkind, heimilaði í gær, að reist yrði endurvinnslustöð fyr- ir kjarnorkuúrgang í Dounreay á norðurströnd Skotlands. Þyk- ir víst, að þessi ákvörðun eigi eftir að valda deilum. Rifkind hefur undirbúið þessa ákvörðun í þrjú ár eða síðan opin- berri könnun á byggingunni lauk. Ef af verður er talið, að byggingar- Réttarhöld yfír John Poindexter: Minnisbóka Reagans krafist Washington. Reulor. DÓMARI í Washington gaf á þriðjudag út stefnu á hendur Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hann þyrfti að leggja fram dagbækur sínar og minnisbækur vegna Iran-kontra málsins. Veijandi Johns Poindexters, fyrmm þjóðaröryggisráð- gjafa, hafði krafist þess að skjölin yrðu lögð fram í réttarhöldum til að varpa ljósi á þátt Reagans í málinu. Veijandinn heldur því fram að Reagan hafi vitað um og verið sammála embættisfærslu Poindexters. Búist er við því að Reagan áfrýji dómnum. Fimm ákærar hafa verið lagðar fram gegn Poindexter. Hann er sakaður um samsæri, að hafa hindr- að störf þingsins og að hafa gefið út rangar yfirlýsingar til að hylma yfir hneykslið. Poindexter var þjóðaröryggisráðgjafi Reagans þegar íran-kontra hneykslið varð opinbert árið 1986. Talið er að dagbækur og minnis- bækur Ronalds Reagans veiti mjög miklar upplýsingar um aðild forset- ans fyrrverandi að vopnasölunni til írans. Ágóðinn af sölunni var notað- ur til að styrkja kontra-skæruliða í Nicaragua. Verjendur Olivers Norths aðstoð- armanns Poindexters kröfðust þess einnig á sínum tíma að umrædd skjöl yrðu lögð fram. Dómari hafn- aði kröfunni og sagði þau ekki skipta það miklu máli fyrir dóms- meðferðina að réttlætti inngrip í friðhelgi framkvæmdavaldsins. Harold Greene dómari hafnaði hins vegar kröfu veijanda Poindext- ers um að minnisbækur George Bush forseta Bandaríríkjanan úr varaforsetatíð hans yrðu lagðar fram. Var kröfunni hafnað á þeirri forsendu að Bush hefði sem vara- forseti ekki haft skipunarvald yfir Poindexter. Veijandi Poindexters hélt því fram að minnisbækur Bush væra mikilvægt málsgagn því Po- indexter hefði öðru hveiju borið ákvarðanir sínar undir Bush. kostnaðurinn verði að minnsta kosti 30 niilljarðar ísl. kr. Á síðustu þremur áram hafa að- stæður breyst mikið en upphaflega átti Dounreay-stöðin að vera ein af þremur endurvinnslustöðvum fyrir kjarnorkuúrgang í Evrópu. Nú er aftur á móti talið, að ekki verði þörf fyrir nema eina slíka stöð í fyrirsjáanlegri framtíð og fremur ólíklegt hefur þótt, að hún yrði í Dounreay. Smíði endurvinnslustöðvarinnar hefur verið mjög umdeild vegna mengunar- og slysahættu en tals- menn kjarnorkuiðnaðarins eru án- ægðir með ákvörðunina og segjast vissir um, að stöðin muni rísa. And- stæðingar stöðvarinnar era hins vegar jafn staðráðnir og áður í að beijast gegn henni. Þeir telja þó fulla ástæðu tii að óttast, að Do- unreay-stöðin verði stækkuð fyrir endurvinnslu og bentu á það i gær, að nýlega hefði verði gerður samn- ingur við Vestur-Þjóðveija um inn- flutning og endurvinnslu kjarnorku- úrgangs. VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! Frá og með 1. nóvember n.k. falla niður síðdegisafgreiðslur bankans á fimmtudögum á eftirtöldum stöðum: Bankastræti, Háaleitisbraut, Bíldshöfða, Hafnarfirði, Selfossi og Sauðárkróki. Áfram verður opið á Suðurlandsbraut 18 og á Akranesi. SAMVINNUBANKI fSLANDS HF. PC Byrjenda- námskeið * IMumuTST'.i Skemmtilegt og gagnlegt nám- —_____________s! skeið fyrir þá sem eru að byrja að fást við tölvur. Tími: 31. okt., 2., 7., og 9. nóv. kl. 20-23. BSRB, ASÍ og VR styðja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. Leiðbeinandi: Stefán Magnússon. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.