Morgunblaðið - 26.10.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 26.10.1989, Síða 26
26 MÓRGDNBLAÐIÐ Í'ÍMtó'UÖAGl/á 26. ÖicfL l’áéð Ingrid Jónsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverkum sínum í „Isaðar gellum“. Síðustu sjóiingar á Isuðum gellum Alþýðuleikhúsið sýnir í Iðnó nú um helgina leikritið „Isaðar gellur" eftir breska höfundinn Frederick Harrison. Þetta eru síðustu sýningar. í verkinu segir frá dvöl þriggja stúlkna frá Hull á Englandi í sjáv- arþorpi á norðanverðum Vest- fjörðum. Þær hafa flúið bágt at- vinnuástand heima fyrir í von um betri Iífsafkomu og bjartari framtíð á íslandi. Leikritið snýst síðan um þann raunveruleika sem við þeim blas- ir í fiskvinnu í íslensku sjvarþorpi og kynni þeirra af Islendingum. Verkið er kryddað hispurslausri gamansemi og fá Islendingar sinn skammt ekki síður en aðrir sem við sögu koma. Verkið „ísaðar gellur“ var frumsýnt í Hull í apríl sl. og hef- ur sýningin farið víða um Eng- land. Leikarar í „ísaðar gellur" eru Ása Hlín Svavarsdóttir, Halldór Bjömsson, Ingrid Jónsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Leik- mynd og búninga gerir Gerla, lýsingu annast Sveinn Benedikts- son og leikstjóri er Hávar Sigur- jónsson. Sýningar verða á föstudag klukkan 14.30 og miðnætursýn- ing á laugardag klukkan 23.30. (Fréttatilkynning) Breytingar á skipan iðn- fræðslumála á þingi iðnnema 47. ÞING Iðnnemasambands íslands verður haldið í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi, Breiðholti, dagana 27., 28. og 29. október 1989. Á þessu þingi INSI verður fjall- að um helstu hagsmunamál iðn- nema, má þar nefna kjaramál, iðnfræðslumál, félagsmál hreyf- ingarinnar og önnur málefni er varða iðnnema. Á þinginu verða teknar sér- staklega til umfjöllunar breyting- ar á skipan iðnfræðslumála í landinu með tilkomu laga um framhaldsskóla og setningu reglugerða í kjölfar þeirra nú á næstu misserum. Þing Iðnnemasambandsins hefstkl. 16 föstudaginn 27. októ- ber með setningu formanns sam- bandsins Georgs Páls Skúlason- ar, síðan munu gestir þingsins flytja ávörp en þeir verða Ás- mundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Jó- hanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra. Krossanesverksmiðjan; Misst úr heila vertíð á síðustu þremur árum SIÐASTLIÐNAR þrjár loðnuvertíðar hefur Krossanesverksmiðjan misst sem svarar til sex mánaða vinnslu miðað við þann tíma sem áður var talið eðlilegt að vinnslan hæfist. Geir Zoéga frámkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar sagði að oft hefðu skipin farið á veiðar upp úr verslunarmannahelgi og vinnsla hefði hafist í byijun septembermán- aðar. Síðastliðnar þijár vertíðar hefði vinnsla hins vegar hafist um Múlagöngin orðin 2.300 metra löng GÖNGIN í gegnum ÓlafsQarð- armúla er nú orðin um tveggja kílómetra löng, Ólafsljarðarmeg- in, en auk þess var í haust unnið Dalvíkurmegin í göngunum og farið 300 metra inn í fjallið þeim megin. Björn Harðarson staðarverk- fræðingur Vegagerðarinnar sagði að verkið gengi eðlilega fyrir sig og væri það heldur á undan áætl- un. Göngin eru alls orðin 2.300 metra löng og eru þá 840 metrar eftir. Björn sagði allt líta út fyrir að í mars á næsta ári yrði búið að sprengja fyrir göngunum, en þá væri eftir heilmikill frágangur. „Ætli það sé ekki svona eitt ár í að menn getið ekið hér í gegn,“ sagði Björn. I dag verður lokið við að steypa upp vegskálann Ólafsfjarðarmegin, en Fjölnismenn frá Akureyri hafa unnið við það verk í sumar. Verkinu við vegskálann lýkur í næstu viku, en um er að ræða 165 metra lang- an -skála. Næsta vor verður hafist handa við að byggja vegskála Dalvíkurmegin, en hann er 100 metra langur. Alls vinna um 45 manns nú við göngin í gegnum Ólafsfjarðarmúla. tveimur mánuðum síðar, sem þýddi að engin vinnsla hefði verið um sex mánaða skeið samanlagt, eða um það _bil ein heil loðnuvertíð. „Ársvelta fyrirtækisins er um 500 milljónir króna og því segir það sig sjálft að það munar um heila vertíð," sagði Geir. Hann sagði að það kæmi mun verr við Krossanes- verksmiðjuna, heldur en verksmiðj- ur t.d. fyrir sunnan að vertíðin hæfist svo seint. Þegar vertíðin hæfist seint kepptust skip við að klára kvótann og lönduðu því í næstu höfn, en lengra væri að fara með aflann norður. Morgunblaðið/Rúnar Þór Skiptyfírá vetrardekkin „Það var alveg á mörkunum að maður kæmist í vinnuna í morgun,“ sagði Páll Tómasson, en hann var að skipta yfir á vetrarhjólbarðana í gærmorgun. Jörð var alhvít á Akureyri og snjóaði fram eftir degi. Fjölmargir bifreiðaeigendur lögðu því leið sína á hjólbarðaverkstæði og létu vetrardekkin undir bílinn, enda betra að vera viðbúinn komu vetrarins. Vegleg vetraríþróttahátíð á Akureyri; Sovéskt verðlaunapar sýnir listdans á skautum Von á íjölmörgum erlendum keppendum SOVÉSKT verðlaunapar í listdansi mun sýna við opnun vetraríþrótta- hátíðar sem haldin verður í þriðja sinn á Akureyri í mars næstkom- andi. Hátíðin verður öll hin veglegasta og fjölmargt verður í boði. Vetrarhátíðarnefhd var skipuð í ágúst á síðasta ári og hefur nefnd- in haldið 25 fundi vegna undirbúnings hátíðarinnar. Þröstur Guðjóns- son hefur verið ráðinn í hálft starf sem framkvæmdasljóri hátíðarinn- ar. Dagskráin var kynnt á blaðamannafiindi í gær. Vetraríþróttahátíðin stendur í 15 ar um íþróttamál og var þá gengið Vélfrysta skautasvell- ið opnað VÉLFRYSTA skautasvæðið á Krókeyri verður opnað á laugar- dag, 28. október, kl. 20.30. Frá þeim tíma verður svellið opið almenningi öll kvöld nema þriðjudagskvöld frá kl. 20.30- 22.30. Einnig verður opið fyrir almenning á laugardögum og sunnudögum frá 14-16. Boðið verður upp á námskeið og æfingar í skautaíþrótt, m.a. grunnnámskeið þar sem þátttak- endur fá leiðbeiningar um undir- stöðuatriði skautaíþróttarinnar, einnig verða æfingar í íshokkí og listhlaupi fyrir alla aldursflokka. í fréttatilkynningu frá Skautafé- lagi Akureyrar kemur fram að markmið félagsins sé að fá sem flesta til þátttöku í hollri og skemmtilegri íþrótt, en skautaferðir sameini útiveru og hreyfingu í skemmdeginu þegar fólk þurfi mest á slíku að halda. Skólar, félög, eða hópar geta fengið leigða tíma á svellinu eftir samkomulagi. daga og verður hún sett þann 23. mars og henni slitið 1. apríl. Á fund- inum kom fram að aðstaða í Hlíðar- fjalli er á heimsmælikvarða, en þar hefur m.a. verið reist hús fyrir tíma- tökur í skíðagöngu og þar eru einn- ig snyrtingar, aðstaða fyrir fjömiðla og salur fyrir áhorfendur. Hvað alpagreinar varðar verður haldið unglingamót þar sem gert er ráð fyrir 160-180 keppendum. Keppendum stendur til boða að koma í æfingabúðir nokkru fyrir keppnina. Þá verða haldin alþjóðleg mót í flokki karla og kvenna, fjögur fyrir hvorn flokk og fara þau fram á Akureyri og Dalvík. Landskeppni fer fram í boðgöngu og hefur Dönum og Englendingum verið boðin þátttaka í þeirri keppni og fyrirspurnir hafa borist frá Finn- landi og Austurríki vegna keppn- innar. Einnig verður alþjóðlegt mót í karla og kvennaflokkum í skíða- göngu, sem og unglingamót. Ski- cross er grein sem ætlunin er að keppa í, en þar er um að ræða eins konar þrautabrautakeppni þar sem tveir keppendur fara af stað samtímist og vinnur sá er fyrstur kemur í mark. Gert er ráð fyrir að útlendingar taki þátt í þessari keppni, en aðeins einu sinni hefur verið keppt í henni hér á landi áður. Mikið verður um að vera á vél- frysta skautasvellinu við Krókeyri og ber þar hæst komu sovésks verð- launapars í listdansi, sem halda mun sérstakar sýningar auk þess að sýna við opnunarhátíðina. Fyrst var um komu listdansaranna rætt fyrir um þremur árum, en nú fyrir skömmu er Kolbeinn Sigurbjörns- son var staddur í Moskvu ræddi hann við Alexander Kozlovsky varaformann ríkisnefndar sem fjail- frá málinu. Enn er ekki ljóst hvaða par mun sýna listir sínar á skauta- svellinu. íshokkykeppni verður á svellinu og sýningar af ýmsu tagi, trimm og fleiri uppákomur. Auk þess sem áður er talið verð- ur boðið upp á hestreiðar á ís og jafnvel munu Léttisfélagar fara um bæinn með hestakerrur, þar sem bæjarbúum og gestum gefst kostur á ferðum um bæinn. Vélsleðamenn verða á ferðinni og verður bæði keppnir og sýningar á vélsleðum. Þá þefur verið leitað til Iþróttafé- lags fatlaðra varðandi sýningu á vetraríþróttum fatlaðra. Skátar taka einnig þátt í hátíðinni og bjóða upp á fjallgöngur, útilegur og ýmis- legt fleira. Fyrirlestrar verða haldn- ir og skemmtanir og einnig er gert ráð fyrir að alla daga verði í boðið upp á útiveru í hinum ýmsu vetrar- íþróttagreinum. Að lokum má geta þess að sett verður upp sögusýning, þar sem brugðið verður ljósi á sögu vetrarí- þrótta. Landsþing Búsetafélaga: Hafa sótt um lán til bygginga 326 íbúða BÚSETI, landssamband húsnæðissamvinnufélaga hefur sótt um lán vegna byggingar 326 íbúða samkvæmt lögum um kaupleiguíbúðir. Landsþing Búseta var haldið á Akureyri síðastliðinn laugardag. Á þinginu voru um 30 fulltrúar frá 11 Búsetafélögum í landinu, en alls eru um 6.000 manns í Búsetafélögum víðs vegar um landið. Reynir Ingibjartsson starfsmaður Búseta sagði að á þinginu hefði verið ákveðið að stórefla starf landssambandsins og þjónustu við félögin. í því skyni var ákveðið að 1% af byggingakostnaði hverrar íbúðar sem félögin byggja renni til sameiginlegs þjónustustarfs. „Bú- setafélögin eru að fara út í miklar framkvæmdir og því þótti okkur hentugt að hafa öfluga skrifstofu sem væri í stakk búin að þjónusta félögin," sagði Reynir. Fyrir 1. oktober síðastliðin voru Búsetafélögin í sameiningu búin að leggja inn lánsumsóknir vegna byggingar 326 íbúða samkvæmt lögum um kaupleiguíbúðir. Um þessar mundir eru að hefjast fram- kvæmdir vegna byggingar um 60 íbúða. Búsetafélög eru starfandi á höf- uðborgarsvæðinu, á Akureyri, í Ól- afsfirði, Húsávík, Fljótsdalshéraði, Norðfirði, Árnessýslu, Garði, Garðabæ, Mosfellsbæ og í Borgar- firði. Ný stjórn landssambandsins var kjörin á landsþinginu og er Guðni Jóhannesson, Reykjavík formaður hennar, en aðrir í stjórn eru Jónína Pálsdóttir, Akureyri, Snorri Styrk- ársson, Neskaupstað, Anna Beni- diktsdóttir, Mosfellsbæ og Guð- munda Helgadóttir, Reykjavík. VERSLUNIN ÞORPIÐ Móasíðu 1 Opið alla daga kl. 8-23.30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.