Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinnovember 1989næsti mánaðurin
    mifrlesu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 14.11.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 14.11.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989 17 unum án tillits til þess hvort þær hafa haft til þess burði eða ekki. Án þess að hægt sé að fara nánar út í það þá verður að geta þess að hætta á ýmsum kvillum, s.s. bijóstameinum og blæðingum, er samkvæmt rannsóknum talin auk- ast mjög við of stutta sængurlegu. Ætlum við sem sagt að skera niður enn frekar en orðið er fyllstu kröfur um öryggi fæðandi kvenna og ný- fæddra bama? Hugsjónastarf á hrakhólum — viðhald þjóðarinnar Nú ætlar borgin sem sagt að láta eftir fullbúna 1. og 2. hæðina á meðan þrengt er að fæðandi kon- um. Ný forstöðukona Fæðingar- heimilisins, Sólveig Þórðardóttir, fæðingarlæknarnir og annað starfs- fólk, sem öll eru nánast í hugsjóna- starfi við að byggja upp bættan valkost til verðandi foreldra, höfðu rennt hýru auga til 18 rúmanna á 2. hæðinni, sem sannarlega hefðu komið í góðar þarfir. Höfðu reyndar sent stjórn sjúkrastofnana bréf um vanda heimilisins, talið sig fá já- kvæð viðbrögð og uggðu ekki að sér. Enda vissi enginn um bak- tjaldamakk meirihlutans fyrr en málið virðist nánast í höfn. Ekki er þetta ný bóla en alltaf verður venjulegt fólk jafn hissa á vinnu- brögðunum. Á að einkavæða fæðingarhjálpina? Mörgum spurningum er ósvarað í mínum huga um þessa fram- kvæmd. Er það í hlutverki borgar- innar að leigja læknum, þess vegna hveijum sem er, húsnæði og full- kominn búnað í eigu borgarinnar undir einkarekstur? Hvernig verður greiðslum háttað? Eykst greiðslu- byrði sjúklinga og jafnframt hins opinbera? Eykst sérfræðingakostn- aður? Erum við að tala um hinn eina sanna „pilsfaldakapítalisma" þar sem svo kallað einkaframtak mjólkar opinbera sjóði í þess nafni? Er þetta e.t.v. síðasta skrefið í að leggja Fæðingarheimilið niður? Hvernig verður þörfum fæðandi kvenna þá mætt 'í borginni? Eða stendur ekkert til að mæta þeirri þörf? Á jafnvel að einkavæða fæð- ingarhjálpina og mæðraverndina, er það næsta skrefið? Konur, unum þessu ekki — látum í okkur heyra Að lokum: Það er ekki ábatasamt að hjálpa^ nýjum einstaklingum í heiminn. Á því verður enginn ríkur. Fólk sem þau störf vinnur starfar í kyrrþéy við erfiðar aðstæður og mikið vinnuálag. Og konur sem eru að viðhalda þjóðinni búa við minnk- andi þjónustu og vaxandi öryggis- leysi. Við krefjumst þess að þeirri þróun verði snúið við og að einka- bransinn verði sér úti um annað húsnæði en þetta undir sína gull- grafarastarfsemi. Fari það og veri, við munum ekki una þessu, og alls ekki þegj- andi. Konur, látum í okkur heyra. Hafið samband á Laugaveg 17. Höfundur er borgarfulltrúi Kvennalist-ans. Sigríður Björnsdóttir ■ NÁMSKEIÐí myndþerapíu hjá Sigríði Björnsdóttur hefst á morg- un að Nönnugötu 1. Námskeiðið er verklegt og fyrst og fremst ætl- að kennurum, fóstrum, þroskaþjálf- um, hjúkrunarfólki og öðru fagfólki í kennslu-, uppeldis- og heilbrigðis- stéttum, svo og þeim sem áhuga hafa á að kynnast myndþerapíu af eigin raun. ■ BÓKAVERSLUN Sigfusar Eymundssonar efndi til skóla- markaðar í nýju húsnæði verslunar- innar í Mjódd í september sl. Við- skiptavinir skólamarkaðarins áttu þess kost að taka þátt í laufléttri getraun og eygðu um leið mögu- leika á að vinna Sögu mannkyns — Ritröð AB í 12 bindum. Nýlega var dregið úr réttum lausnum og vinningshöfum afhent verðlaun. Á myndinni eru vinningshafarnir Hulda E. Helgadóttir, Áslaug Grímsdóttir og Snævar Sigurðs- son, sem tekur við verðlaunum sínum úr höndum Áslaugar Grímsdóttur verslunarstjóra. ■ VERSL UNIN Berglist stendur fyrir námskeiði 24.-26. nóvember. Á námskeiðinu gefst þátttakendum kostur á að þroska með sér dýpra innsæi og hæfileika til náinna sam- skipta, segir í frétt frá Berglist. Leiðbeinandi er John W. Alden Ijölskylduráðgjafi frá Banda- ríkjunum. ■ STEFÁN Bergmann lektor flytur í dag, þriðjudag, fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála er nefn- ist „Staða líffræðikennslu, ýmis álitamái". Þetta er fimmti fyrirlest- urinn á vegum RUM um náttúru- fræðikennslu í grunn- og fram- haldsskólum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heimill aðgangur. ■ BJORN Þorsteinsson varði doktorsritgerð sína í plöntulíf- eðlisfræði við Stokkhólms- háskóla þann 29. september sl. Björn fæddist 3. febrúar 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978 og_BS-prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1981. Hann vann að doktorsverkefninu við grasa- fræðistofnun Stokkhólmsháskóla frá 1983. Björn mun fljótlega heíja störf við Búvísindadeild Hvann- eyrarskólans. Á 22 SENTDVŒm LETO SKAPAST MIKIL VERÐMÆTI FLUTNIN G AÞJÓNU STA EYKUR VERÐMÆTI Flutningur til kaupenda erlendis er loka- skrefið í íslenskri gjaldeyrisöflun en þá er að baki mikil vinna við hráefnisöflun, framleiðslu og markaðsstarf. Vara, sem komin er heilu og höldnu til viðtakenda, er mun verðmætari en þegar hún stóð við verksmiðjudymar hér heima. Því þarf útflytjandi að vanda val á flutn- ingafyrirtæld - ekki síst ef um viðkvæma vöru er að ræða og þegar áreiðanlegrar tfmasetningar er krafist. VÍÐTÆKT FLUTNINGANET ___________EIMSKIPS______________ Flutningaleiðir EIMSKIPS liggja víða um heim. Aðaláhersla er lögð á flutninga til helstu viðskiptaríkja okkar og er siglt vikulega til áætlunarhafna á meginlandi Evrópu, Bret- landi og Norðurlöndum og hálfsmánaðar- lega til Ameríku. Auk þess sér fyrirtækið um áætlunar- flutninga til fjarlægari staða, svo sem Jap- ans og annarra landa í SA-Asíu. ÖFLUGT DREIFIKERFI GREIÐIR FYRIR VIÐSKIPTUM Forráðamenn fyrirtækja vita að í áætl- unum sínum geta þeir reitt sig á fag- lega þjónustu og þróað flutningakerfi EIMSKIPS. Þeir geta jafnframt litið á hvort tveggja sem hluta af eigin markaðs- og sölukerfi. Kaupandi erlendis getur treyst á að fá vörur sfnar reglulega og stillt birgðahaldi í hóf - og þannig vex áhugi á frekari víð- skiptum. Reynsla viðskiptavina af þjónustu EIMSKIPS og traust á fyrirtækinu eru tví- mælalaust meginá; tæður fyrir sterkri stöðu þess á íslenska flumingamarkaðinum. Það er fyrirtækinu kappsmál að halda þeirri stöðu með því að vera vakandi yfir síbreytilegum þörfum viðskiptavina sinna. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 260. tölublað (14.11.1989)
https://timarit.is/issue/122880

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

260. tölublað (14.11.1989)

Gongd: