Morgunblaðið - 14.11.1989, Page 27

Morgunblaðið - 14.11.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989 27 Reuter Kálkaupmaður hallar sér upp að birgðunum. Allir kaupi „föð- urlandskálið44 Peking. Reuter. Stjórnvöld í Kína hafa skorað á íbúa Pekingborgar að sýna fóðurlandsástina í verki með því að kaupa upp gífurlegar birgðir af káli, sem tekið er að rotna í ríkisverslunum. Vegna þess hve uppskeran var góð að þessu sinni situr ríkið uppi með einhver ókjör af káli en of- framboðið er einnig skrifað á reikning áætlanasmiðanna. Ríkið er þegar búið að borga fyrir fram- leiðsluna, sem síðan er seld á nið- ursettu verði, og því ekki að undra þótt það vilji fá eitthvað til baka. Þess vegna hafa allir þjóðhollir menn verið hvattir lögeggjan til að kaupa „föðurlandskálið" eins og gárungarnir kalla það. „Ég mun aldrei geta selt allt þetta kál,“ sagði afgreiðslustúlka í einni ríkisverslananna og eftir öðrum er haft, að ríkisstjórnin reyni að draga úr fyrirsjáaniegu tapi af kálkaupunum með því að neyða ríkisfyrirtæki og ráðuneyti til að kaupa kál. „í minni deild urðu allir að kaupa 100 pund af káii,“ sagði einn ríkisstarfsmaðurinn, „og ég veit ekkert hvað ég á að gera við það.“ fS\rn / •■unrjiu.T Sovetnkin: Sérfræðing'ar á fiindi hrörnun eftiahagslífsins Moskvu. Reuter. HELSTU efnahagssérfræðingar í Sovétríkjunum koma saman nú í vik- unni til að ræða ástæður þess, að umbætur síðustu fjögurra ára hafa litlu sem engu fengið áorkað í því að auka framleiðslu og vöruúrval. Ætla þeir að ræða um hvað sé til ráða en sovéskur almenningur verð- ur sífellt óánægðari með ástandið og versnandi lífskjör. Leoníd Abalkín, aðstoðarforsætis- ráðherra og helsti ráðgjafi Míkhaíls Gorbatsjovs forseta, mun stjórna fundinum en þar verður rætt um áætlanir um aukinn markaðsbúskap og minni verðhömlur samtímis því, að ríkið tryggi velferð þegnanna. Er búist við, að flestir vilji fara bil beggja, auka fijálsræðið í ýmsum greinum en viðhalda miðstýringu í öðrum. Iðnframleiðsla í Sovétríkjunum einkennist af stöðnun, útflutningur hefur dregist saman og vegna þess að skortur er á öllum neysluvarningi bólgna sparireikningar almennings út í bönkunum. Tölur, sem birtar . voru í síðasta mánuði, um efnahags- starfsemina á fyrstu níu mánuðum ársins, benda til, að um raunverulegt neyðarástand sé að ræða. Innflutn- ingur hefur aukist tíu sinnum meira en útflutningur og horfir nú þannig, að vöruskiptajöfnuðurinn verði óhag- stæður í fyrsta sinn frá árinu 1976. Abalkín sagði í viðtali við Prövdu,málgagn kommúnistaflokks- ins, á laugardag, að bæta yrði úr vöruskortinum strax á næsta ári til að koma í veg fyrir, að afturhaldið næði undirtökunum með allri þeirri miðstýringu, sem því fylgdi. „Þá yrði freistandi að hverfa aftur til tilskip- anakerfisins en það breytti engu um efnahagsástandið. Með því yrði bundinn endi á allar umbætur,“ sagði Abalkín. Abalkín virðist þó vilja fara hægt í sakirnar til að hlífa almenningi við of miklum umskiptum en róttækasti umbótamaðurinn, Vasílíj Seljúnín, segir í síðasta tölublaði af mánaðar- ritinu Novíj Mír, að talsmenn örra umbóta muni beijast fyrir allsheijar- breytingu. „Síðustu fjögur ár hafa sýnt okk- ur, að það er ekki hægt að hafa tvennt í huga samtímis — að upp- fylla áætlunina og koma á efnahags- legum umbótum. „Perestrojkunni" er ekki um að kenna hvernig komið er í efnahagsmálunum, heldur þvf, að umbætumar hafa verið dregnar á langinn," sagði Seljúnín. Portugal bíður þínumjólin. Kúmdumeð Evrópuferðir Klapparstíg 25, símar628181 og 27830. Bifreiðin hefur verið sýningarbíll Glóbus hf., Saab umboðsins, og er búin öllum hugsanlegum aukabúnaði, sem hægt er að fá frá Sáab. fifff M TAID/1 DlL/l I C/flCÍ BETRIBÍLASALA Verð kr. 1.550.000.- NÓATÚN 2 -SfMI 621033 Bókmenntakvöld Máls Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon Kristín Ómarsdóttir Sjón Sigfús Bjartmarsson Björn Th. Bjömsson Nýjar jólabœkur á þriðjudags- kvöld á Borginni. Fráb/ert tækif/eri til að heyra höfundana lesa sjálfa. Allir velkomnir - aðgangur ókeypis. Dagur Ingibjörg Haraldsdóttir Thor Vilhjálmsson Einar Kárason Stefán Hörður Grímsson Gyrðir Elíasson Mál og menning bjður til bók- menntakvölds þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 2100 á Hótel Borg, til að kynna nýjar útgáfubcekur sínar fyrir þessi jól. Eftirfarandi höfundar munu lesa úr frumsömdum verkum: og menmng

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.