Morgunblaðið - 30.12.1989, Síða 10
, . MORGUNfjLÍAÐIÐ IAUGARDAGUR 30. DRSKMBKR 1989
id
eftir Birgi ísl.
Gunnarsson
Eitt af því sem einkennt hefur
vinstri stjómir á íslandi er að vera
stöðugt að agnúast út í sveitarfé-
lögin í landinu. Þrátt fyrir fögur
orð um valddreifingu og sjálfstæði
sveitarfélaga á hátíðarstundum
ganga verkin í þveröfuga átt. Sjálf-
stæð og vel rekin sveitarfélög virð-
ast fara í taugarnar á hinum
stjómlyndu vinstri ráðhermm og
störf þeirra mótast því af stöðugri
viðleitni til að ná taki á þeim og
ráðskast með málefni þeirra.
Þessi vinstri stjóm er engin
undantekning og virðist reyndar
ætla að ganga lengra en ýmsar
fyrri vinstri stjórnir. Þetta birtist
okkur í ýmsum myndum einmitt
þessa dagana. Við skulum aðeins
líta á grófustu dæmin.
Virðisaukaskattur
Nú er ljóst að við upptöku virðis-
aukaskatts á að leggja hann á
ýmsa starfsemi sveitarfélaga sem
ékki var áður söluskattsskyld.
Þetta er einsdæmi. Upplýsingar
em um það að virðisaukaskattur
er í nágrannalöndum okkar ekki
greiddur af þjónustustarfsemi
sveitarfélaga sem ekki er í neinni
samkeppni við aðila í atvinnulífinu.
Dæmi um slíka starfsemi, sem nú
verður virðisaukaskattskyld, em
gatnagerðarframkvæmdir, við-
haldsverk af ýmsu tagi, byggingar-
framkvæmdir, þ.á.m. byggingar
skóla og dagheimila og fram-
kvæmd verkefna á sviði útivistar
og umhverfismála. Það er auðvitað
Birgir fsl. Gunnarsson
mjög óeðlilegt að ríkisvaldið geri
sér slíka starfsemi að féþúfu en
nú er talið að þessi álagning á
starfsemi sveitarfélaga muni gefa
ríkissjóði í tekjur um 800 millj. kr.
Skattur á orkufyrirtæki
Þá er fyrirhugað að leggja sér-
stakan tekjuskatt á orkufyrirtæki
landsmanna, þ.e. rafveitur og hita-
veitur. Þegar þetta er ritað er
margt á huldu um þann skatt.
Frumvarp hefur að vísu verið lagt
fram á Alþingi, en ýmis atriði þess
em óljós, m.a. virðist að orkufyrir-
tæki landsins þurfi að gjörbreyta
sínu bókhaldi, t.d. varðandi fyrn-
ingareglur, gagngert vegna þess-
arar skattlagningar. Rafmagns-
og hitaveitur landsins em flestar
í eigu sveitarfélaga og að auki er
Landsvirkjun, sem að hálfu er eign
ríkisins og að hálfu Akureyrar og
Reykjavíkur. Þetta em þjónustu-
fyrirtæki fólksins í viðkomandi
byggðarlögum og því afar óeðlilegt
að ríkið skuli ætla að hefja stór-
fellda skattheimtu á hendur þess-
um fyrirtækjum sveitarfélaganna.
Það kallar auðvitað á hærra orku-
verð og mun því enn rýra kaup-
mátt fólksins í landinu.
Sjúkrastofiianir
Þriðja dæmið sem ég vil nefna
er þessi sérkennilega deila sem upp
er komin um forræði sjúkrastofn-
ana í landinu. Heilbrigðisráðherra
hefur án alls samráðs við sveitarfé-
lögin flutt fmmvarp á Alþingi um
nýja skipun á stjórnun sjúkrahúsa.
Sveitarfélögin hafa mótmælt ög
þá ekki síst Reykjavíkurborg, sem
á mikilla hagsmuna að gæta þar
sem er Borgarspítalinn. Fjármála-
ráðherrann greip þessi mótmæli á
lofti og hefur með afar ósmekkleg-
um hætti hótað að draga úr fram-
lögum til sveitafélaga vegna upp-
gjörs í tengslum við nýja verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Fyrst var hótuninni beint gegn öll-
um sveitarfélögum, en síðan dregið
í land og hótuninni beint gegn
Reykjavík einni. Síðustu dagana,
fyrir jól tókst sjálfstæðismönnum
að knýja ríkisstjómina til undan-
halds í þessu máli, en öll þessi
deila sýnir virðingarleysi þessarar
ríkisstjórnar fyrir sveitarfélögun-
um í landinu og mikið skilnings-
leysi á sjálfstæði þeirra.
Hbfundur er einn af
alþingismönnum Sjálfstíeðisflokks
í Reykjavíkurkjördæmi.
■ JÓLATRÉSSKEMMTUN Átt-
hagafélags Strandamanna verður
í Domus Medica laugardaginn 30.
desember kl. 15.00. Skemmtunin
verður með hefðbundnum hætti —
jólasveinar koma í heimsókn og
seldar verða veitingar fyrir börn og
fullorðna.
■ DANSLEIKUR fyrir sextán
ára og eldri verður á Hótel Borg
á gamlárskvöld. Miðverð verður
1.400 krónur og er forsala hafin á
Hótel Borg.
21150-21370
LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. L0GG. FASTEIGIJASr
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
í tvíbýlishúsi - hagkvæm skipti
5 herb. efri hœð á útsýnisst. í Gbæ 131 fm. Allt sér. Rúmg., ræktuð
lóö. Góður, nýl. bílsk. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íb. í Gbæ m/bilsk.
Þríbýli - allt sér - mikið útsýni
5 herb. efri hæð v/Digranesveg, Kóp. Allt sér. Þarfnast nokkurra endur-
bóta. Bílskréttur. Skipti mögul. á minna húsnæöl.
Ágætar íbúðir í gamla bænum
2ja herb. í reisul. steinh. v/Hringbraut, (öll nýendurbyggð) og Laugaveg
(mikið endurnýjuð). Vinsaml. leitið nánari uppl.
Nokkrar stærri eignir
Sérh., rað.- og parhús i skiptum fyrir minni eignir. Nánari uppl. á skrifst.
Þurfum að útvega traustum kaupendum:
I Hafnarfirði lítið einbhús má vera timburhús eða íb. í Norðurbæ,
Hafnarfirði helst m.4 svefnherb.
3ja-4ra herb. íb. helst í Fossvogi, Smáibhverfi eða nágrenni. Skipti
mögul. á 2ja herb. úrvalsíb. í Fossvogi.
Einbhús í borginni eða nágrenni af meðalstærð.
Raðhús og einbhús óskast í borginni og nágr. helst á einni hæð.
Einbhús á Álftanesi helst nýlegt á einni hæð.
í Háaleitishverfi eða nágrenni óskast góðar 3ja og 4ra herb. íbúðir.
Ennfremur raðhús á einni hæð.
Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign.
op,S,d.9k, ,o-ie AIMENNA
f ASTEIGHASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
r
Tí
Viö viljum vekja athygli verslunarfólks og allra þeirra
sem taka viö tékkum sem greiðslu á eftirfarandi:
íslandsbanki ábyrgist alla tékka sem
gefnir eru út af reikningseiganda, allt aö 10.000 kr.,
án þess aö bankakorti sé framvísaö.
Viðtakendur tékka eru eindregiö hvattir til
aö biðja útgefanda um aö framvísa persónuskilríkjum
og að skrá sjálfir kennitölu undir nafnritun hans.
Þannig getur viötakandi best gengið úr skugga um að
tékkinn sé útgefinn af reikningseiganda, en það er
skilyrði fyrir ofangreindri ábyrgð.
S <
I <
i <
I <
< ■
<
i
<
<
<
<
<
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
ISLANDSBA NKI
- í takt við nýja tíma!
k.
- ■■ I i..........................
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
519.þáttur
í 515. þætti spurði ég hvort
orðasambandið að vera í slag-
togi með einhverjum hefði
hlutlausa eða niðrandi merk-
ingu. Líklega hefur ýmsum ykk-
ar þótt sem ekki væri fróðlega
spurt, því að fá svör hafa bor-
ist. En hér kemur bréf, þar sem
vikið er að þessu. Baldur Ingólfs-
son í Reykjavík segir:
„Kæri Gísli!
Þú varst að spyija um merk-
ingu orðasambandsins' „að vera
í slagtogi með einhveijum". Ég
þekki það aðeins í neikvæðri
merkingu: að vera í (heldur)
vondum félagsskap. Dæmi:
Hann er í slagtogi með óknytta-
strákum, hún er í slagtogi með
alls konar kvensum, Jón er
ósjálfstæður og léndir oft í slag-
togi með óreglumönnum.
Þegar ég átti heima á Akur-
eyri milli 1940 og 1950 var tal-
að um að fara út í Fjörðu, þegar
átt var við Þorgeirsfjörð og
Hvalvatnsfjörð. Nú heyri ég
Akureyringa tala um að fara „út
í Fjörður", og það þykir mér
ekki fallegt, svo ekki sé meira
sagt. Ég þekki hér nokkra
Hríseyinga, og þeir segjast að-
eins þekkja „Fjörður“. Hvað
skyldu þeir segja austan Eyja-
fjarðar?
Það væri gaman að heyra
fleiri vísur í stíl þeirra feðga á
Tjörn. Hjörtur orti einu sinni í
yfirsetu á Sal:
Ottó dreymir um dýrleg fjjóð,
daðrar Baldur við germönsk fræði,
Hjörtur yrkir af miklum móð,
á meðan krakkarnir svindla í næði.
Bestu kveðjur.“
★
Ég þakka Baldri bréf ið, geymi
mér „Fjörðurnar" þangað til
seinna, en tek til við orðasam-
bandið sem fyrst var á minnst.
Ég er sammála Baldri um það,
og svo er um fleiri. Með hjálp
Orðabókar Háskólans tíni ég
til nokkur dæmi því til stuðn-
ings.
Elsta dæmi, sem OH hefur,
er frá 17. öld. Guðmundur Andr-
ésson (d. 1654) segir svo í ritinu
Þekktu sjálfan þig:
„í fjórða máta fyrir andagift
þénar mörgum jarðneskur að-
blástur vildismanna og stór-
höfuðbenda. Sé þá í því slagtogi
sá nágöngulasti vinurinn veitar-
ans, það hjálpar næst guði (vel
ef ekki fram fyrir guð), sá sami
virðist ekki hafa brest á nokk-
urri gjöf, jafnvel þó hunda siðu
hafi haft á sér eður sé einsýnn
sem Yggur forðum.“
Úr kristilegu riti frá 1704 eða
1705, því sem Björn Þorleifsson
biskup þýddi: „Djöfullinn hefur
í slagtogi með sér ótal illþýðis."
Síðan verður löng eyða í dæmi
OH, og líður fram á 19. öld.
Nokkur dæmi:
1) Úr bréfi Gríms Thomsens
til Jóns Sigurðssonar: „Annars
hef eg verið í „slagtógi" (svo)
með Englendingum, Rússum
(sem eg kann mikið vel við) og
þýsku :saxnesku kvenfólki, sem
eg kann best við, að Frökkum
undanskildum, sem eg kann
langbest við.“
2) Ólafur Davíðsson í Ég læt
allt fjúka: „Ég skvampaði
fjandans miklu í mig fyrsta vet-
urinn, sem ég var hér. Bæði var
það reaktion eftir skólavistina,
því þar var ég alltaf dæmalaus
skikkelsismaður. Svo komst ég
í slagtog með þeim, sem voru
einna mestir þjórarar hér, en er
nú orðinn frábitinn öllum
drykkjuskap."
3) Benedikt Gröndal í Dægra-
dvöl: „Egill var mesti reglumað-
ur lengst af, þangað til hann fór
til Hafnar og komst í slagtog
með íslendingum þar, þá var
öllu lokið“.
Þetta voru 19. aldar dæmi og
eitt (Gríms) reyndar ekki niðr-
andi og svo kemur að lokum
eitt frá 20. öld: Bjarni Bene-
diktsson í Land og lýðveldi:
„En stjórnarstuðningsmenn
töldu slíka aðferð óþinglega og
neituðu þess vegna að greiða
atkvæði. í það slagtog fengust
nógu margir þingmenn."
★
Kannski við lofum honum
Guðmundi heitnum Andréssyni
að segja svolítið meira: „Einn
ungkálfur, meðan hann er lítill
og skammt til gildis kominn, þá
er hann hvöiju barni meinlaus,
hann hænist að þeim honum
tærir, þar kusi þekkir þá kopp
sinn og jötu; en nær hann er
orðinn gamall oxi eður boli er
hann mannýgður og metnugur,
hefur allt á homum sér, eikinn
og andvígur, stangar og stapp-
ar, öskrar og ískrar sem hann
sé óyfirvinnanlegt dýr, enþó
ekki leggist meira fyrir hann
eftir á heldur en eitt sleggjuslag
eður sæfimoijárn.“
Eikinn merkir illur viðureign-
ar, og umsjónarmaður heldur að
hið undarlega orð sæfimorjárn
merki þess konar drápstól sem
í sveit hans hét svæfingaijárn
og stórgripir voru mænustungn-
ir með.
★
Úr „nöldri frá nafnlausum":
1) Svo sem þúsund sinnum
hef ég heyrt eða séð að þessi
eða hinn íþróttamaðurinn hafi
„átt góðan leik“ eða „átt góðan
dag“. Hvemig væri nú að hafa
þetta á mannamáli og segja að
maðurinn hafi staðið sig vel?
[Umsjónarmanni líst vel á það].
2) Ljótt þykir mér og dönsku-
legt að sleppa afturbeygða for-
nafninu með sögninni að hvíla,
þegar sagt er frá íþróttum.
Betra væri: Björn var rekinn út
af og fékk að hvíla sig í tvær
mínútur.
3) Enn heyrðist steingeld þol-
mynd í fréttum útvarpsins:
„Staðið verður vörð um“ o.s.frv.
í staðinn fyrir: staðinn verður
vörður.
Já, von er manninum blöskri.
★
Hlymrekur handan kvað:
Hann Jónmundur Stígsson á Steðja
er staðráðinn í því að gleðja
sig og sitt kok,
þegar sér fram á lok
þess árs sem er alveg að kveðja.
Umsjónarmaður óskar ykkur
gleðilegs árs og þakkar liðið.
<6-