Morgunblaðið - 30.12.1989, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989
Gallupkönnun:
7 5% telja málrækt
hafa míkíð gildi
eftir Ólaf Örn
Haraldsson
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að málræktarátak hefur
staðið yfir á þessu ári. Verkefni
þetta var unnið með þeim hætti
að eftirtektarvert var og líklegt
að árangur yrði góður. Mikilvægt
er að þessu átaki sé ekki mætt
með tómlæti heldur að sem flestir
leggi eitthvað af mörkum málinu
til stuðnings. Forvitnilegt að
kanna hug landsmanna til stöðu
íslenskrar tungu og málræktará-
taksins.
Gallupstofnunin ákvað þess
vegna að gera slíka könnun nú í
byijun desember með það í huga
að niðurstöðumar kynnu að hvetja
landsmenn til frekari umhugsunar
og starfs á þessu sviði. Úrtakið
var 1.000 manns úr þjóðskrá á
aldrinum 15 og eldir og var spurt
í síma 8.-14. desember sl. Heimtur
voru 69% svör af heildarúrtaki.
Ástæðum þess að Málrækt 1989
var hrundið af stað er best lýst
með tilvitnunun í nóvemberhefti
Málfregna (3. árg. 2. tbl. 1989)
sem er rit íslenskrar málnefndar.
Guðmundur B. Kristmundsson
greinir þar frá verkefninu en
menntamálaráðuneytið réði hann
verkefnisstjóra.
1. „Þjóðfélagshættir, sem
tungan er svo mjög bundin, hafa
breyst, og ungt fólk í nútímaborg-
arsamfélagi virðist eiga erfitt með
að tileinka sér hefðbundinn
íslenskan orðaforða, orðtök, tals-
hætti o.fl.
„Margvíslegar ályktan-
ir má draga af könnun
þessari. Einhveijir
kunna m.a. að kalla það
andvaraleysi að aðeins
þriðjungur þjóðarinnar
telur íslenska tungu í
einhverri hættu.“
2. Æ fleiri sækja sér menntun
til annarra þjóðfélaga og tileinka
sér starfsreynslu á erlendum mál-
um og orðaforða þar að lútandi.
3. Fjölmiðlun eykst að umfangi,
verður sífellt alþjóðlegri, og er-
lendar stöðvar skjóta rótum.
Ólafiir Öm Haraldsson
4. Mjög einhæfur og sterkur
straumur berst frá enskri tungu
og menningu.
5. Móðurmálskennsla virðist
ekki skila jafngóðum árangri og
vænta mætti.
6. Starfshættir ogviðhorf þeirra
sem mest hafa beitt sér í málrækt-
arstarfi virðast ekki eiga greiða
leið að ungu fólki.“
1. Telur þú að íslensk tunga sé í einhverri hættu? (Nettóurtak 690)
Nei
Já
162,1
133,6%
Veit ekki/ neitar HM 4,3%
3. Telur þú að þessi hætta muni vaxa, minnka eða vera álíka á næstu
tuttugu árum? (Nettóúrtak 232)
159,1%
20,7%
6,0%
5. Til hverra eða hvaða aðila þarf helst að beina tilmælum um mál-
rækt? (Nefnið 1 til 2 atriði). (Nettóúrtak 993)
27,6%
25,4%
16,7%
16,3%
Kennara/ skóla
Fjölmiðla
Barna og unglinga
Foreldra ________
Opinberra stofnana ■■ 5,6%
Barnaheimila/ fóstra 11,1 %
Fyrirtækja 10.8%
Allra | 0,2%
Annað/ óvísl 6,3%
2. Telur þú að íslensk tunga sé í mjög mikilli hættu, fremur mikilli
hættu, fremur lítilli hættu eða mjög lítilli hættu? (vegna annarra tungu-
mála eða ákrifa annarar menningar). (Nettóúrtak 232)
Mjög mikilli 9,1%
50,8%
Fremur mikilli |
Fremur lítilli |
Mjög litilli |
Veit ekki/ neitarl
| 31,4%
I 4,7%
I 4,0%
4. Telur þú að málfar, þ.e. orðaforöi, orðfæri og framburður, fari al-
mennt versnandi, fari almennt batnandi eða standi í stað? (Nettóúrtak 690)
Standii stað |
Almennt yersnandi|
Almennt batnandi |
Veit ekki neitar I
143,1%
137,4%
115,4%
I 4,1%
6. Undanfarið hefur staðið yfir átak í málrækt. Hversu mikið gildi telur
þú að átak af þessu tagi hafi til góðs fyrir íslenskt mál? (Nettóúrtak 690)
Mjög mikið
Fremur mikið
Fremur lítið
Mjög lítið
Ekkert
Veit ekki
145,4%
29,9%
Aðför að íslenskri byggingarlist
eftir Jes Einar
Þorsteinsson
Að undanfömu hefur nokkuð
verið rætt um fyrirhugaðar breyt-
ingar á innra skipulagi Þjóðleik-
hússins.
í fyrravetur lýstu forráðamenn
Þjóðleikhússins því yfir, að bygg-
ingin væri í algjörri niðurníðslu
og lægi undir skemmdum, eins og
fjöldi annarra opinberra bygginga.
Menntamálaráðherra brá skjótt
við og skipaði byggingarnefnd til
þess að kanna vandann og gera
tillögur um úrbætur.
Nefndin hefur starfað að undan-
förnu í nánum tengslum við starfs-
menn Þjóðleikhússins og embætti
húsameistara ríkisins og erlendur
sérfræðingur í leikhúsfræðum hef-
ur verið kallaður til aðstoðar.
Á haustmánuðum, er bygging-
amefnd kynnti tillögur sínar, ber
svo við, að lítið fer fyrir tillögum
um lagfæringar og endurbætur,
en aftur á móti rísa hæst tillögur.
um verulegar breytingar á innra
skipulagi og rekur þar hvert her-
virkið annað. Aðaláherslan er lögð
á gagngerar breytingar á áhorf-
„Ég treysti því að
breytingatillaga bygg-
ingarnefndar verði tek-
in til endurskoðunar og
þessari aðför að ís-
lenskri byggingarlist
þarmeð hrundið.“
endarými salar, en talið er nauð-
synlegt að breyta sjónsviði áhorf-
enda svo að nútímaleg sviðssetn-
ing fái betur notið sín.
Þá er einnig gert ráð fyrir veru-
legum breytingum í gangarými,
skálum og anddyri.
Þó að flestir séu sammála um
að brýnt sé að bæta stórlega
starfsaðstöðu á sviði og baksviðs,
þá er kveðið svo á í skipunarbréfi
byggingamefndar, að breytingar
í áhorfendarými hafi forgang.
Margt af því sem fram kemur
í skýrslu byggingarnefndar eru
eðlilegar og nauðsynlegar endur-
bætur, annað verkar mjög tvímæl-
is.
Hugmyndir um stórvægilegar
breytingar í sal eru háskalegar og
í raun fela þær í sér algjöra rösk-
un á rými og hlutföllum. Kjarni
þessa leikhúss er salurinn og því
óhugsandi að gera verulegar
breytingar á honum.
Húsameistari ríkisins gerir til-
lögur um minniháttar breytingar
í sal, en hann lýsir því jafnframt
yfir, að hann muni útfæra, gegn
betri vitund, tillögu byggingar-
nefndar verði hún fyrir valinu.
Kostnaður við umræddar breyt-
ingar skiptir hundmðum milljóna
og er því hér um að ræða mjög
fjárfreka framkvæmd.
Það er áhyggjuefni, að fyrir-
hugað sé að ráðast í þessa fram-
kvæmd meðan enn er ólokið við
Þjóðarbókhlöðu og hugmyndir em
uppi um byggingu Tónlistarhúss.
Þjóðleikhúsið er mesta verk
Guðjóns Samúelssonar og þar
koma fram bestu og sterkustu
stíleinkenni í byggingarlist hans.
Þjóðleikhúsið hefur því miður
ekki enn verið friðað, en Húsafrið-
unamefnd hefur lýst yfir andstöðu
sinni við fyrirhugaðar breytingar.
Sagt er, að höfundarréttur Guð-
jóns Samúelssonar sé í höndum
núverandi húsameistara ríkisins,
en draga má í efa, að arkitekt sem
hefur bundnar hendur af ríkisvald-
inu geti verið ábyrgur handhafi
höfundarréttar.
Guðjón Samúelsson ánafnaði
Arkitektafélagi íslands stóran
hluta eigna sinna og sýndi með
því það traust sem hann bar til
félagsins. Það er hlutverk AÍ að
standa vörð um höfundarrétt Guð-
jóns sem og annarra látinna fé-
laga.
Skipun manna í byggingar-
nefnd hlýtur að vekja tortryggni,
þar situr enginn arkitekt og þó
að bent sé á tengsl húsameistara
ríkisins og nefndarinnar dregur
það ekki úr tortryggninni.
Þjóðleikhúsið er eitt af menn-
ingarverðmætum þjóðarinnar, sem
ber að varðveita. Ég treysti því
að breytingatillaga byggingar-
nefndar verði tekin til endurskoð-
unar og þessari aðför að íslenskri
byggingarlist þarmeð hmndið.
Höfundur er arkitekt.
Við val og gerð spurninga í
könnuninni var höfð hliðsjón af
þessum framangreindum ástæð-
um en augljóst er að rannsóknin
nær aðeins til hluta viðfangsefnis-
ins. Helstu niðurstöður em eftir-
farandi:
1. Um þriðjungur landsmanna
telur að íslensk tunga sé í'ein-
hverri hættu.
2. Þegar þessi þriðjungur er
spurður í hversu mikilli hættu
íslensk tunga sé, telja um 60% að
hún sé í mjög mikilli eða fremur
mikilli hættu.
3. Þessi sami þriðjungur var
síðan spurður hvort þessi hætta
muni vaxa, minnka eða verða álíka
á næstu tuttugu árum. Töldu þá
tæplega 60% að hættan færi vax-
andi.
4. Allir í úrtakinu vom spurðir
hvort þeir teldu málfar fara al-
mennt batnandi, versnandi eða
væri svipað. Um 37% töldu að
málfar færi versnandi, um 15%
batnandi og um 43% að breyting
væri lítil eða engin.
5. Um fjórðungur telur að helst
þurfi að beina tilmælum um mál-
rækt til kennara og skóla; annar
fjórðungur að helst þurfi að beina
tilmælum til fjölmiðla og um 16%
til foreldra og um 17% til barna
og unglinga.
6. Um 75% telja málræktarátak
svipað því sem staðið hefur yfir
hafi mjög mikið eða fremur mikið
gildi og sé til góðs fyrir íslenskt
mál.
Niðurstöður vom greindar með
ýmsum hætti og m.a. gætt að
hvort munur væri á afstöðu eftir
aldri, kyni og búsetu. Það verður
að telja það ánægjulegt að skoðan-
ir landsmanna reynast ekki skipt-
ast eftir þessum hópum. Þannig
hefur ungt fólk ekki síður áhyggj-
ur af stöðu og þróun íslensks
máls og það telur ekki síður en
þeir eldri að málræktarátak hafi
mikið gildi.
Margvíslegar ályktanir má
draga af könnun þessari. Ein-
hveijir kunna m.a. að kalla það
andvaraleysi að aðeins þriðjungur
þjóðarinnar telur íslenska tungu í
einhverri hættu. Aðalatriðið er þó,
að fólk virðist tilbúið til að varð-
veita íslenska tungu og vanda
málfar ef góð forysta fæst um
viðfangsefnið. Það er því fagnað-
arefni að áfram verður unnið
skipulega að málrækt.
Hötundur er framkvæmdastjóri
Gallup á íslandi.
Svepparækt:
Innflutning-
ur á rot-
massa verð-
ur stöðvaður
ÁKVEÐIÐ heftir verið að
stöðva innflutning á rotm-
assa til svepparæktar tíma-
bundið eða til lengri tíma.
Rotmassinn, sem fluttur
heftir verið inn fr'á Bret-
landi, inniheldur meðal ann-
ars hálm, en samkvæmt lög-
um frá 1928 um búfjársjúk-
dóma er innflutningur á
hálmi óheimill án undan-
tekninga.
Að sögn Sigurgeirs Ólafs-
sonar hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins er hálmurinn í
rotmassanum sótthreinsaður,
og var innflutningurinn leyfð-
ur á síðasta ári að settum
ákveðnum skilyrðum. Komið
hefði í ljós að ekki hefði verið
grundvöllur fyrir þeirri heim-
ild, og skýr úrskurður hefði
boríst frá landbúnaðarráðu-
neytinu um að innflutningur
rotmassans bryti í bága við lög
um, búfjársjúkdóma.