Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 17 óútreiknanlegu tjóni á umhverfinu. En jafnvel smærri átök spilla landinu, eyðileggja uppskeru og eitra jarðveg og vatn, auk mann- dauðans sem þeim fylgir. Umhverfisvandinn verður ekki leystur nema menn endurskoði lifn- aðarhætti sína. Víða aðhyllast menn þægindakröfur og neysluhyggju án þess að hirða um tjónið sem slíkt veldur. í því birtist hinn djúptæki siðferðisháski sem steðjar að mönn- um. Ef menn vanmeta mannlegt líf, hætta þeir að skeyta um mann- inn og heiminn. Menn verða að taka upp einfaldleika, hóf, aga og fómar- lund svo að allir gjaldi ekki hirðu- leysis fárra. Menn verða að læra að þeir bera ábyrgð á umhverfinu. Það verður ekki kennt með tilfinningatali einu eða óskhyggju. Slík menntun verður að standa ofar hugmyndafræði og stjórnmálum og að henni verða all- ir aðilar þjóðfélagsins að standa. En fyrst verða menn að læra þá lexíu á heimilum sínum. Og ekki mega menn gleyma fegurð sköpun- arverksins né þeirri fegurð sem gerð er af manna höndum. Umhverfisvandinn er nú orðinn slíkur að ábyrgðin hvflir á hvers manns herðum. Ríki, einstaklingar og stofnanir verða að vinna saman að lausn hans. Skipulag alheimsins verður að vemda og mönnum er skylt að skila því af sér óspilltu. Ekki þarf trúaða menn til þess að gera sér ljóst hvflík skylda hvflir á herðum manna í þessu efni. Allir sem trúa á Guð og Skapara og þá sérstaklega kristnir menn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Að lokum bendi ég bræðmm mínum og systmm í kaþólsku kirkj- unni á að ég tilnefndi árið 1979 heilagan Frans frá Assisi verndar- dýrling þeirra sem vinna að um- hverfisvernd. Hann gaf mönnum fordæmi um virðingu fyrir sköpun- arverkinu. Hann var vinur fátækra og bað allt og alla að heiðra og lofa Drottin. Megi hann minna okk- ur á þá alvarlegu skyldu okkar að vernda lífsgæðin sem Guð gaf okk- Afmæliskveðja: Ólafiir Magnús- son irá Mosfelli g Utdráttinn úr bréfi páfa gerði Torfi lafsson.) Ég man varla fyrr eftir mér á þriðja áratugnum en nafn Ólafs Magnússonar á Mosfelli bar á góma á heimili foreldra minna og reyndar við ýmis önnur tækifæri sökum þess að hann var farinn að syngja fyrir fólk, opinberlega. Söngur og músík vom í heiðri höfð á Reykjum í þá daga og húsbændur á þeim bæ vel með á nótunum. Það fór ekki fram hjá neinum að þau systkinin frá Mosfelli vom mikið söngfólk og mynduðu um árabil uppistöðu í sönglífi Mosfellssveitar en þó eink- um í kirkjukómum. Á nýársdag 1990 verður Ólafur áttræður. Þau systkinin frá Mosfelli vom vel til þess fær að syngja í kór og einnig sem einsöngvarar en þar má helst nefna þau Þorstein, Guð- rúnu og Ólaf en hann var sá sem var þekktastur fyrir söng og leiklist í áratugi. Sennilega má segja að hin systkinin hafi ekki haft sig svo mjög í frammi hvað þetta snertir enda þótt hæfileikar og geta hafi verjð meir en nóg. Ólafur tók sér framanaf þá vinnu sem féll til en varð á lokum fastur starfsmaður í Heilsuverndarstöð- inni í Reykjavík, þar sem hann hætti fyrir aldurssakir fyrir nokkr- um ámm. Hugðarefni Ólafs vom ætíð svo sem áður er greint frá stunduð eftir að hann settist að í Reykjavík og það mun hafa verið um 1934 að hann varð söngmaður í Karlakór Reykjavíkur og er nú einn af fáum heiðursfélögum hans. Þetta lét hann sér engan veginn nægja heldur tók til við söng og leikstarfsemi í höfuðborginni við hin ýmsu tækifæri en var auk þess oft einsöngvari með Karlakór Reykjavíkur. Frægast er þó meðal MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Gaml- ársdagur: Messa kl. 11 og á nýárs- dag kl. 14. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelfía: Gamlársdagur: Safnaðarsamkoma kl. 11. Ræðumaður Einar J. Gísla- son. Nýársdagur: Nýársguðsþjón- usta kl. 16.30. Ræðumaður Sam Daniel Glad. HJÁLPRÆÐISHERINN: Síðasta hjálpræðissamkoman á árinu kl. 14. Brigaderarnir Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jónsson tala og stjórna. Hersöngsveitin syngur. Jóiafórnin tekin. Nýársdagur: Nýársfagnaður kl. 16. Kafteinarnir Anne Marie og Harold Reinholdtsen stjórna og tala. Herkaffi. Þriðjudagur 2. jan- úar: Söngstund á Hrafnistu í Hafn- arfirði kl. 16 og söngstund á Elli- heimilinu Grund kl. 16. KFUM & KFUK: Nýársdagur: Ný- árssamkoma kl. 20.30 á Amt- mannsstíg 2B. Upphafsorð Málfríð- ur Finnbogadóttir. Ræða Skúli Svavarsson kristniboði. Einleikur á pianó Ann Torild Lindstad. MOSFELLSPRESTAKALL: Gaml- ársdagur: Aftansöngur ( Mosfells- kirkju kl. 18. Sr. BirglrÁsgeirsson. GARÐAKIRKJA: Nýársdagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunn- laugur Garðarsson messar. Hljóm- eyki syngur. Organisti Þröstur Eirtksson. GARÐAKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Bragi Frið- riksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Gamlársdagur: Messa kl. 10 og nýársdag á sama tíma. VÍÐISTAÐASÓKN: Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 16 í Hrafnistu. Aft- ansöngur í Víðistaðakirkju kl. 18. Nýársdagur: Hátíðarmessa í Víði- staðakirkju kl. 14. Ester Helga Guð- mundsdóttir og Elsa Waage syngja ásamt kór Víðistaðasóknar. Organ- isti Kristín Jóhannsdóttir. Sr. Sig- urður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Guðný Árnadóttir messósópran syngur einsöng. Nýársdagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. Sigþór Sigurðsson sóknarnefndarmaður þrédikar. Sr. Gunnþór Ingason. FRlKIRKJAN, Hafnarfirði: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósepsspítala: Gamlársdagur: Messa kl. 10.30. Nýársdagur: Messa kl. 14. KARMELKLAUSTUR: Gamlárs- kvöld: Miðnæturmessa kl. 24. Ný- ársdagur: Messa kl. 11. KÁLFAT J ARN ARKIRKJ A: Gaml- ársdagur: Messa kl. 18. Sr. Gunn- laugur Garðarsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18. Nýárs- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ómar Steindórsson umdæmisstjóri Rótarý á íslandi flytur hátíðarræðu. ÚTSKÁLAKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVALSNESKIRKJA: Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. For- söngvari Lilja Hafsteinsdóttir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Gamlárs- dagur: Messa kl. 18. Sóknarprest- ur. STOKKSEYRARKIRKJA: Nýárs- dagur: Messa kl. 14. Sóknarprest- ur. HVERAGERÐISKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Tóm- as Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 18. EinsöngurGuð- rún Ellertsdóttir. Nýársdagur: Há- tíðarmessa kl. 14. Organisti Einar Örn Einarsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Gamlárs- dagur: Messa kl. 13.30. Aftansöng- ur í Borgarneskirkju kl. 18. Sóknar- prestur. GLERÁRKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Hátíðarguðs- þjónusta nýársdag kl. 17. Ræðu- maður Bjarni Guðleifsson ráðu- nautur. Jón Baldvinsson organisti. Sr. Pétur Þórarinsson. almennings hlutverk hans sem álfa- konungs við hin ýmsu tækifæri þegar félög og samtök efndu til álfabrennu, þá var til hans leitað að gegna hlutverki álfakonungs og fleysti hann það hlutverk með slíkum ágætum og reisn að erfítt hefír verið að manna þá stöðu síðan eft- ir að hann hætti. Ólafur var þó alltaf Mosfellingur og kunn er sú sga er þeir bræður festu kaup á landskika í landi Hrísbrúar og komu heim í heiðar- dalinn því tengslin rofnuðu aldrei við æskustöðvarnar. Á seinni árum fóru margar frístundir Ólafs í fegr- un og snyrtingu lóðarinnar, og það var mikið heilsubótarverk eins og hann raunar bendir á sjálfur. Skjól- garður lóðarinnar er þó nafnkennd- astur en í honum eru 100 þúsund hjólbörur sem hann hefir ekið í garðinn og einu sinni var hann raunar færður til. Það var mikið verk og heilsusamlegt og þar var þjálfun hans í söngnum sem stund- um er orðað að efla styrk til þess að röddin svari vel. Þegar Ólafur hætti sem fastur söngmaður í Karlakór Reykjavíkur tók hann virkan þátt í að starfa með eldri félögum þar og í fram- haldi af því hefir hann stundað all- mikið söng við útfarir með hópi þessara félaga sinna. Þegar Óli var nú sestur að í Mosfellsdal að nýju kom það eins og af sjálfu sér að vera með í Karla- kórnum Stefni í Kjósarsýslu. Þar var Ólafi tekið opnum örmum og þar hefir hann sungið í nokkur ár. Tilkoma Óla í Stefni virkaði eins og vítamínsprauta á kórstarfið svo sem vænta mátti. Við Stefnismenn þökkum honum samstarfið og ósk- um honum nú allra heilla á af- mælinu sem hann mun væntanlega halda uppá í hópi sinna nánustu á nýársdag. Þess er vert að geta hér að lokum að Ólafur réðst í það stórvirki að syngja inná plötu í tilefni af af- mæli sínu er hann varð 75 ára með undirleik Jónasar Ingimundarsonar og tókst það með miklum glæsi- brag. Það er mál manna að Ólafí hafi tekist alveg sérlega vel upp með plötuna og sumir hafa þá skoð- un að kannski hafi röddin aldrei verið betri og flutningur laganna er með miklum ágætum og smekk- vísi. Ólafur hafði nú það fram yfír aðra söngvara að halda röddinni fram á efri ár og geta nýtt áratuga reynslu sína á sviði og í söng til þess að ná því besta sem kannski frá honum hefir farið á plötu en ekki skal ég dæma um það nú. Um svipað leyti og hann gaf út plötuna lét hann sig ekki muna um það að halda sjálfstæða söng- skemmtun með fullu húsi í Hlé- garði og var skrifað um þá skemmt- un þá og hlaut hún lofsamlega dóma og tókst vel enda þótt Óli væri þá hálfáttræður. Mér vitanlega hafa fáir menn'leikið þetta eftir á þessum aidri nema ef vera kynni hann Prímó Montanari sem kom hér um árið og fyllti Gamla bíó og þótti það hið mesta afrek þá, á áttræðisaldri að sagt var. Við vinir og söngfélagar í dalnum og sveitinni sendum honum og eig- inkonunni Rósu hugheilar ámaðar- óskir á afmælisdaginn og óskum honum alls hins besta um ókomna tíð. Lifðu heill. Jón M. Guðmundsson ^^etsiunum okkar. \ ö\\um KAUPSTAÐUR A1IKLIG4RDUR / MJÓDD OG EDDUFELLI markaður við sund vesturíbæ ENGIHJALLA ■ MIÐVANGI r r ■ Jfr'jl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.