Morgunblaðið - 30.12.1989, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.12.1989, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 Ríkisendurskoðun: Morgunblaðið/PPJ Hjónin Jytte Marcher og Helgi Jónsson framan við nýju Jetstream- vélina „Þund“ á Reykjavíkurflugvelli. Odin Air kaup- ir skrúfiiþotu NY farþegaflugvél bættist í flugflota Islendinga að kvöldi aðfanga- dags jóla þegar Helgi Jónsson flugsljóri lenti á Reykjavíkurflugvelli á Handley Page Jetstream skrúfuþotu sem flugfélag Helga og fjöl- skyldu hans, Odin Air, hefur keypt vestur í Bandaríkjunum. Vélin hefur fengið nafnið „Þund- ur“ sem er gamalt Oðinsheiti úr ásatrú og ber hún einkennisstafina TF-ODI. Nýja vélin er sú fyrsta af þremur sams konar flugvélum sem Odin Air hefur fest kaup á, en hin- ar vélarnar tvær eru væntanlegar þegar líður á veturinn. Með Helga í flugferðinni voru Jóns sonur hans flugmaður og Guðjón Sigurgeirsson f lugvirki en hann hafði umsjón með breytingum og endurnýjun tækja- búnaðar vélanna þriggja. Jetstream-vélar Odin Air eru búnar sætum fýrir 18 farþegá og eru fyrstu flugvélarnar í sínum stærðarflokki á íslandi sem bún'ar eru jafnþrýstibúnaði í farþegaklefa. Skipt hefur verið um öll siglinga- og fjarskiptatæki vélanna, sett í þær ný farþegainnrétting og þær málaðar í litum Odin Air. Þær eru knúnar tveimur 913 hestafla Turbomeca Astazou-skrúfuhverfl- um og er farf lugshraði vélanna um 450 km/klst. Jetstream flugvélar Odin Air munu leysa af hólmi Mitsubishi MU-2-skrúfuþotur bæði á áætlunarleið félagsins milli Reykjavíkur og Kulusuk á austur- strönd Grænlands og í leiguflugi hér innanlands og milli landa. - PPJ Deilt um skiptakjör á frystitogurunum ítrekað að reglugerð- ir hafi skort lagastoð Ríkisendurskoðun hefur sent Alþingi greinargerð, þar sem ítrekað er það álit stofiiunarinnar, að reglugerðir sem Jón Helgason þáver- andi landbúnaðarráðherra gaf út árið 1987 á grundvelli búvörulaga og búvörusamnings, hafi ekki haft lagastoð. Ríkisendurskoðun sendi í apríl frá sér skýrslu um framkvæmd búvörulaganna. Samkvæmt lögun- um gerir ráðherra samning við Stéttasamband bænda um að ríkið ábyrgist fullt verð til bænda fyrir landbúnaðarafurðir upp að ákveðnu marki. Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að með setningu tveggja reglugerða árið 1987, sem juku þessa verðábyrgð ríkisins um- fram- búvörusamninginn sem þá var í gildi, hafi landbúnaðarráðherra gengið lengra en búvörulögin heim- iluðu. Dregið var í efa að ríkisvald- ið væri bundið greiðsluskyldu vegna hluta þess fullvirðisréttar sem út- hlutað hefði verið með þessum hætti. Nokkrir hagsmunaðilar í land- búnaði óskuðu þá eftir því við lög- fræðingana Tiyggva Gunnarsson og Þorgeir Örlygsson að þeir segðu álit sitt á skýrslu ríkisendurskoðun- ar, og í álitsgerð þeirra var niður- stöðum ríkisendurskoðunar alger- lega hafnað. í greinargerð, sem Ríkisendur- skoðun hefur nú sent frá sér vegna álitsgerðar lögfræðinganna, kemur fram að landbúnaðarráðherra hafi ótvírætt haft heimildir til að gefa út reglugerðir á grundvelli búvöru- laganna. Hins vegar geri búvöru- lögin ekki ráð fyrir því að land- búnaðarráðherra geti með reglu- gerð breytt magntölum búvöru- samninga. Umsamið magn í bú- vörusamningum marki þvert á móti þann ramma sem ráðherra verði að taka tillit til. Ríkisendurskoðun telur einnig, að þótt ekki sé að finna klárt ákvæði í búvörulögunum, sem mæli fyrir um hvaða búvörumagn landbúnaðarráðherra sé heimilt að semja um við Stéttasambandið, megi engu að síður ráða af ýmsu að honum sé óheimilt að fara fram úr tilteknum mörkum' í því sam- bandi. Þannig geti ráðherra til dæmis ekki samið um að auka það magn búvöru sem ríkissjóður ábyrgist fullt verð fyrir þegar neysla sé bersýnilega að dragast saman. Ríkisendurskoðun telur síðan, að ríkissjóður hafi ekki getað gert beinar endurkröfur á hendur bænd- um, á grundvelli þess að umræddar reglugerðir hafi ekki lagastoð. Hins vegar telur stofnunin að ríkissjóður hefði getað gert kröfu um að það magn umfram búvörusamninginn, sem hann ábyrgðist og greiddi á grundvelli reglugerðanna, kæmi til frádráttar því magni sem ekki var hafin framleiðsla á og falla myndi til að síðari hluta samningstímans. „VIÐ HÖFUM upplýsingar um að Iqarasamningar hafí ekki alls staðar verið virtir hvað varðar skiptakjör á frystitogurum og við erum að athuga hversu víðtækt þetta getur verið,“ sagði Benedikt Valsson, hagfræðingur Farmanna- og fískimannasambands Islands, í samtali við Morgunblaðið. „Verð til sjómanna fer eftir verðmæti afurðanna, sem eru ýmist seldar á fob-verði eða cif-verði. Sumar útgerðir gera hins vegar upp samkvæmt fob-verði, enda þótt varan sé seld samkvæmt cif-verði, sem er fob-verð að viðbættri frakt og tryggingum," sagði Benedikt Valsson. Olíufélögin verða alltaf að skila ver ðj öftiunargj aldi segir Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, sagði að kjarasamningar segðu að ef varan væri seld á cif-verði eigi að gera upp samkvæmt því verði. Sveinn Hjörtur sagði að þegar samningar um kjör sjómanna á frystitogurum hefðu upphaflega verið gerðir, árið 1984, hefði skilningur manna þó verið sá að ekki ætti að skipta meginmáli hvort gert væri upp samkvæmt cif- eða fob-verði. Af- urðir frystitogaranna hefðu aðal- lega verið seldar til Evrópu og Bandaríkjanna og reiknað hefði verið með flutningskostnaði þang- að. „Nú eru afurðir frystitogaranna hins vegar einnig seldar til Japans og Kóreu og það er hrein ósann- girniskrafa, sem við getum ekki með nokkru móti fallist á, að mönnum sé greiddur hlutur sam- kvæmt rándýrum flutningum þangað. Þar fást ef til vill 800 Bandaríkjadalir fyrir tonnið af karfa en þar af er fraktin 300 dalir, þannig að fob-verðið er 500 dalir. í þessu tilfelli kæmu 544 dalir til skipta samkvæmt cif-verði en 367,5 dalir samkvæmt fob- verði, þar sem skiptaverðmætis- hlutfallið er 68% af cif-verði frysts bolfisks en 73,5% af fob-verði hans, samkvæmt samningi frá 1. desember síðastliðnum,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson. VILHJÁLMUR Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf vísar á bug ásökun- um Krisljáns Ragnarssonar framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem fram komu hér í blaðinu í gær, þess efhis að olíufélögin láti íslenskar útgerðir greiða verðjölhun af olíu sem seld er ódýrara í erlend skip. „Olíufélögin verða alltaf að skila verðjöftiunargjaldi af allri þeirri olíu sem þau seíja, alveg sama hverj- um þau selja og hvar,“ segir Villyálmur. Vilhjálmur kvaðst ekkert hafa um það að segja, hvort olíufélögin selji útlendingum olíu á lægra verði en til íslenskra útgerða og vildi hvorki staðfesta það né neita. Kristján Ragnarsson sagði olíu- verð vera undarlega hátt hér á landi, á sama tíma og verð er í hámarki á heimsmarkaði kostaði gasolíulítrinn minna í Þýskalandi en hér á landi fyrir hækkun. „Fyrir um mánuði síðan athugaði ég þetta svolítið,“ segir Vilhjálmur. „Þá vor- um við með einna ódýrasta olíu hér. Við vorum með miklu lægra verð heldur en í Færeyjum og á Norðurlöndunum." Þetta segir Vil- hjálmur vera vegna þess að verð- lagningarkerfi hér sé með öðru sniði en ytra, hér sé tekið tillit til verðs þeirra birgða sem til eru í landinu, en til dæmis á Norðurlönd- unum sé hækkað verð á olíu um leið og dýrari innkaup komi, á sama hátt lækkað um leið og ódýrari inn- kaup komi í birgðimar. „Það vita allir að það kostar þó nokkuð að flytja olíu til íslands og það er auðvitað ekkert óeðlilegt við það að hún sé eitthvað dýrari hér heldur en til dæmis í Hamborg eða Rotterdam,“ sagði Vilhjálmur Jóns- son. 29A30.2)£S. SlORSÖNGKONAN ÁSAMT HUOMSVEITINNI EINSDÆMI OPIDKL.22-3. MIDAV.750 MlMISBAR OPINN FRA KL.19 mS&T/V AW/SMGA/Æ)/ HOTELSAGA, S. 29900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.