Morgunblaðið - 30.12.1989, Side 32

Morgunblaðið - 30.12.1989, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 Minning: Helga Stefánsdóttir frá Hjaltabakka Með örfáum orðum langar mig til að minnast Helgu Stefánsdóttur frá Hjaltabakka sem hefði orðið 77 ára 10. desember en hún lést 22. ágúst sl. og var jarðsungin 26. ágúst. Helga fæddist árið 1912 í Kambakoti í Vindhælishreppi og var næstelst 12 systkina. Foreidrar hennar voru hjónin Stefán Stefáns- son bóndi í Kambakoti og kona hans, Salóme Jósefsdóttir. Helga var aðeins í foreldrahúsum til 5 ára aldurs. Þá brenndist hún illa og þurfti að vera lengi undir læknis- hendi á Akureyri í umsjá föðursyst- ur sinnar, Sigurlaugar. Eftir það var hún tekin í fóstur af Þuríði Sæmundssen á Blönduósi. Leit hún síðan alltaf á þá fjölskyldu sem sína eigin. Helga gekk í Kvennaskólann á Blönduósi og vann eftir það við sauma á Akureyri en hélt síðan til Reykjavíkur. Vann hún í 6 ár á heimili Sigurðar Sigurðssonar þá- verandi landlæknis og konu hans og var síðan ætíð mjög hlýtt sam- band milli hennar og fjölskyldu hans. Hún réðst árið 1947 sem ráðs- kona til Jóns Þórarinssonar bónda á Hjaltabakka í Austur-Húnavatns- sýslu sem hafði þá hafið búskap á ættaijörð sinni. Þau urðu síðan hjón og eignuðust 5 börn. Elsta barnið lést í fæðingu. Þau sem upp kom- ust eru: Þorvaldur Stefán verk- fræðingur sem á einn son og fóstur- son með sambýliskonu sinni, Sigríði Guðjónsdóttur, Sigríður Hrefna skrifstofumaður sem á eina dóttur, Þóra Þuríður hjúkrunarfræðingur gift Finnboga Guðmundssyni. Eiga þau hjón 3 börn. Yngst barna þeirra Helgu og Jóns er Hildur Hansína sem á eina dóttur. Þrjú barnaböm Helgu bera nafn hennar. Kynni mín af þeim Helgu og Jóni hófust 1953 þegar ég kom til þeirra til sumardvalar 14 ára gam- all. Sumrin hjá þeim urðu alls þijú og eru enn í minningunni einhver ánægjulegasti tími ævi minnar. Það vom mikil viðbrigði fyrir ungan pilt úr sjávarkaupstáð að koma í sveitina. Jon og Helga bjuggu þá allmiklu búi og veitti ekki af hjálp- arhendi um sumartímann. Kaupa- maðurinn ungi varð strax og ætíð síðan sem einn úr fjölskyldunni. Helga réð öllu innan dyra og sá til þess að ungir vaxandi menn hefðu nóg að borða og alltaf mátti finna sér aukabita. Ég fékk að ganga inn í öll störf utan dyra og kynntist vel verk- menningu þess tíma. Þá var enn Minning: ------O Fæddur 5. júní 1915 Dáinn 21. desember 1989 Það bregður mörgum við, sagði eldri kona við mig, þegar hún heyrði að Hebbi eða Herbert Jónsson væri látinn og sömuleiðis fóru rútubíl- stjórar ekki leynt með það þegar ég hitti þá, svo duglegur og örugg- ur var hann að bera inn pakkana sem komu með þeim og láta vita ef þess þurfti með. Og margan blettinn sló hann fyrir eldri borgar- ana hér og eins margan skaflinn klauf hann frá dyrum, þegar snjó- aði vel hér í Hólminum, já, sagði ein konan, og ég þurfti ekki einu sinni að biðja hann um þetta. Hann vissi hvað kom sér vel. Og þær eru unnið með hestum og naut ég þess mjög að kynnast þessum skemmti- legu dýrum. Minningarnar um ótaldar grafirnar sem hann tók hér upp í garði fyrir aðstandendur og ýmislegt annað mætti til greina og þá var ekki talað um greiðslu, sér- staklega ef hann vissi um efnahag- inn. Frændur mínir Guðni og Krist- inn þekktu hann vel og oft kom hann til þeirra eða þeir tóku hann með sér. Já, það bregður mörgum við. Og svo líka að sjá hann ekki meðal okkar lengur. Hann átti mörg góð tilsvör sem komu manni til að brosa. Og engum var hann meins maður. Þetta er sú kynning sem ég hafði af honum. Hann fæddist í Stykkishólmi og hér átti hann sína daga. Hann var einn af 10 bömum Bjömínu Sigurð- ardóttur og Jons Larussonar. Hann rekstur fram í Sauðadal og Auð- kúluheiði og síðar göngur á haustin standa mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. I minningunni er þessi tími líkari stórkostlegu sumarleyfi þar sem blandast saman skemmtileg vinna og útivera, veiðar, útreiðar, jeppa- akstur og gott atlæti í hvívetna. Eftir sumrin þijú fór ég annað til sumarvinnu en alltaf var komið við á Hjaltabakka með eigin fjöl- skyldu þegar ekið var um Húna- vatnssýslu. Svo skemmtilega vildi til að Sigríður Baldursdóttir sem síðar varð mágkona mín kom þang- að einnig til sumardvalar. ■ Bróðir minn og hún settust síðar að á Blönduósi og urðu sem annar angi af Hjaitabakkafjölskyldunni svo kynnin héldust enn frekar. önnur dætra þeirra ber einnig nafn Helgu. Jón og Helga brugðu búi árið 1981 og keyptu sér hús í Hvamms- gerði 4 í Reykjavík. Þar var jafn- gott að koma og á Hjaltabakka og enn var boðið upp á uppáhaldssmá- kökur mínar með kaffinu, einkum um jólin. Jón byggði þeim siðar lítinn sumarbústað á fögrum stað fór fljótt að létta undir með hinu þunga heimili, og um tíma var hann í sveit. Snemma fór hann á sjóinn og var margar vertíðir á bátum héðan. Á flóabátnum Baldri var Herbert Jónsson, Stykkishólmi t Elskuleg móðir okkar og ammma, SIGURLIUA PÉTURSDÓTTIR, áður Hofsvallagötu 17, Reykjavík, lést á öldrunardeild Hvítabandsins 29. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Kjartansson, Haraldur Kjartansson, Guðmunda Kjartansdóttir og barnabörn. t GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Höfðahólum, Skagaströnd, til heimllis í Hátúni 10b, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Systkinin frá Höfðahólum og aðrlr œttingjar. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, IMARFI ÞORSTEINSSON, Hvassaleiti 85, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 3. janúar kl. 10.30. Þelr sem vilja heiðra mlnningu hans vlnsamlega láti heima- hlynningu Krabbameinsfólagsins njóta þess. Gyða Guðjónsdóttir, Ragnheiður Narfadóttir, Gunnar Helgi Guðmundsson, Guðrún Narfadóttir, Snorrl Baldursson, Þorsteinn Narfason, Björg Jónsdóttir og barnabörn. Minning: Bergþóra Jónsdóttir &á Vestmannaeyjum Fædd 10. október 1894 Dáin 20. desember 1989 Gengin er á vit feðra sinna Begga frá Reykjum I Vestmannaeyjum, Fullu nafni hét hún Bergþóra, Um áratuga skeið setti hún svip á Hflð í Eyjum sem móðir og húsmóðir á stóru heimili. Hún var Eyfellingur, fædd að Syðra-Bakkakoti undir Austur-Eyjafjöllum. Dóttir hjón- anna Jóhönnu Magnúsdóttur og Jóns Einarssonar. Hún fór með for- eldrum sínum að Steinum og þar ólst hún upp í hópi mannvænlegra systkina og í skjóli foreldra sinna. Fræðimaðurinn Þórður Tómasson frá Valnatúni skrifar mikinn og góðan þátt um Jóhönnu, móður Bergþóru, í fyrsta hefti bókar sinnar „Sagnagestur“, útg. Reykjavík 1963. Árið 1917 urðu örlagarík þátta- skil í lífi Bergþóru. 9. júnf það ár giftist hún Guðjóm Jónssyni frá Björnskoti undir Eyjafjöllum. Guð- jón var sonur hjónanna Jóns Filipus- sonar og Guðbjargar Sigurðardótt- ur. Þau hófu búskap undir Eyjaijöll- um, að Rimahúsum, en fluttust til Vestmannaeyja árið 1920. Þar gerðist Guðjón sjómaður um árabil, jafnvígur til sjós og lands og virtist ávallt störfum hlaðinn. Þau hjón byggðu sér vandað og stórt íbúðar- hús og kölluðu það Reyki, sem stað- ið hefir af sér eldgos og náttúru- hamfarir, stendur hús þeirra við Vestmannabraut. Það rúmt var á Reykjum, þótt börnin væru mörg, að þar var leigt öðrum fjölskyldum um árabil. Bergþóra var mlkilhæf húsmóðir og góður uppalandi barna sinna, Sjálf hafði hún fengið gott vega- nesti og miðlaði hún því til barna sinna. Guðjón var forsjáll húsbóndi og skaffaði sér og sínum nægjan- legt iifibrauð. Hafði skepnur og lét heimili sitt njóta afrakstursins. Auk þess vann hann mikið við slátrun og hlutaði kjötið í sundur og seidi á blóðvelli. Fengu Eyjamenn þar mikið og gott kjöt. Guðjón var áreið- anlegur I viðskiptum og gekk ekki á annarra hlut. Sem vinnufélagi hans kynntist ég honum sem orð- vörum og góðum dreng, sem ekki iagði öðrum illt til. Hann var sterkur og laginn og mjög minnisstæður maður. Börn þeirra tíu voru mikið myndarfólk og gegnir borgarar. Kynntist ég bræðrunum frá Reykjum og sýndu þeir allir sig sem góðir liðsmenn á vettvangi lífsins. Þorleif skipstjóra þekki ég vel. Hann var heppinn skipstjóri og aflasæli. Hann og skipshöfn hans af vb. Glað bjargað- ist, eftir nærri sólarhrings veru í gúmmíbát í vondu veðri við Suður- land. Um 14 ára skeið var ég eftir- litsmaður gúmmíbáta í Eyjum. Miðlaði Þorleifur mér mikið af niður við sjóinn í landi Hjaltabakka og dvöldu þau þar flest sumur. Síðastliðið ár veiktist Helga af sjúkdómi þeim sem ekki varð yfír- unninn. Hún hresstist nokkuð eftir skurðaðgerð og gat dvalið lengst af heima með aðstoð eiginmanns, barna og annarra nákominna. Síðastliðið vor taldi hún sig það hressa að hún gæti enn dvalið sum- arlangt í sumarbústaðnum við Hjaltabakka. Skömmu eftir komuna norður hrakaði henni. Dvaldi hún um tíma á heimili mágkonu minnar og bróður en þurfti síðar að leggj- ast á Héraðshælið þaðan sem hún átti_ ekki afturkvæmt. Útför hennar var gerð frá gömlu kirkjunni á Blönduósi í fögru veðri þann 26. ágúst. Fyigdi mikill fjöldi fólks henni til grafar og var haft á orði hversu mörg af sumarbörnun- um hennar komu langt að til að fylgja henni síðasta spölinn. Þótt nokkuð sé um liðið frá láti hennar og útför votta ég eigin- manni hennar og bömum samúð okkar hjónanna og þakka fyrir ánægjulegar samverustundir. Birgir Guðjónsson hann nokkur ár og seinustu árin var starf hans við bensínstöðina hér í bænum. Þar hóf hann störf þegar Stefán Siggeirsson hafði bensín- og olíusölu með höndum. Á seinustu árum átti hann lítið einbýlishús og einnig bíl og sá um sig sjálfur enda góður matreiðslumaður, eftir því sem kunnugir hafa sagt mér. Lítið gaf hann sig að félagsmálum, en ég kynntist honum fyrst að störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og tryggð hans við flokkinn entist ævilangt. Það fór ekki mikið fyrir honum, en það var tekið eftir honum og þá sérstaklega þegar hann var að vinna sjálfboðastörf fyrir þá sem vom þurfandi og þeir vom margir. Við hittumst oft, sérstaklega fyrri hluta vem minnar í Hólminum og oft var hann mér efni í gamanvísur og að því hiógum við báðir. Hann leyndi á sér. Um leið og ég festi þessi fáu orð á blað vil ég bera fram þakkir mínar til hans og biðja honum blessunar Guðs á nýjum vegum sem við efuð- umst aldrei um. Og systkinum hans og venslamönnum færi ég samúðar- kveðjur. Árni Helgason reynslu sinni og.þekkingu, sem var honum dýrkeypt. í 47 ár vorum við í nágrenni við Bergþóru, bæði á Arnarhóli og eins í Betel. Kveð ég látna heiðurskonu með virðingu og þakklæti. í septem- ber sl. heimsótti ég Bergþóm á sjúkranús í Eyjum, þá var hún þar eftir sjúkdómsáfall klædd, en mátti ekki mæla. Ég settist við borð henn- ar ásamt Magnúsi syni hennar. Andaði frá henni sama vinsemdin og hlýjan, sem hún bar með sér allt lífið. Fann ég glöggt að þar fór kona sem viðbúin var að ganga á Drottins fund. Blessuð veri minning hennar. Einar frá Arnarhóli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.