Morgunblaðið - 30.12.1989, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 30.12.1989, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Er hægt að ganga fram- hjá Guðna Kjarlanssyni? Þjálfaranum sem hefur náð bestum árangri með íslenska landsliðið GUÐNI Kjartansson er sá landsliðsþjálfari sem hefur náð bestum árangri með knatt- spyrnulandslið íslands á und- anförnum árum. Guðni hefur stjórnað landsliðinu Í22 leikj- um og hefur árangur hans ver- ið 59,1%. Landsliðið hefur unn- ið tíu leiki undir stjórn Guðna, gert sex sinnum jafntefli og tapað sex leikjum. Guðni hefur einnig náð góðum árangri sem þjálfari 21 árs landsliðsins. Þrátt fyrir góðan árangur Guðna hafa forráðamenn AF KSÍ ekki rætt við INNLENDUM hann í leit sinni að VETTVANGI næsta landsliðs- ( . þjálfara. Það hefur verið rætt við r sænskan þjálfara og KSÍ hefur tilkynnt að finnskur þjálfari hafi sýnt áhuga á að taka við landsliði íslands. Það hefur vakið mikla athygli að KSÍ hefur ekki auglýst landsliðs- þjálfarastöðu íslands lausa, eins og áður hefur verið gert. Aftur á móti hefur verið rætt við sænskan þjálf- ara og honum gert tilboð. Spuming- in er hvort þetta séu rétt vinnu- brögð. Er ekki eðlilegt að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna lausa og láta það koma í ljós hvaða þjálfarar hafa áhuga á að taka við stjóm landsliðs Islands. Kanna þjálfara- feril þeirra og árangur. SigmundurÓ. Steinarsson skrifar Guöni hreinsaði upp eftir Sedov og Held Margir eru á því að Guðni Kjart- ansson eigi að taka við landsliðinu og stjóma því í Evrópukeppni lands- liða, sem er næsta stórverkefni landsliðsins. Guðni tók við stjórn 21 árs landsliðsins af Júra Sedov, sem hætti sem þjálfari eftir tvo leiki í Evrópukeppninni, og skilaði Guðni góðu starfi. Þá tók Guðni við stjóm landsliðsins þegar Siegfried Held óskaði eftir því að fá að sleppa við að stjóma liðinu í heimsmeistaraleik Hér sést súlurit sem sýnir árangur síðustu fimm landsliðsþjálf- ara - bœði með og án landsleikja gegn Færeyjum og Grænlandi. Siegfried Held. Jóhannes Atlason. gegn Tyrkjum. Guðni hreinsaði þá einnig upp eftir Held og sigur vannst. Yfiriýsingar, en ekki rætt viö Guðna Eftir góðan árangur liðanna tveggja. undir stjóm Guðna lýsti Ellert B. Schram, þáverandi for- maður KSÍ, því yfir að erfítt væri að ganga fram hjá Guðna þegar landsliðsþjálfari yrði ráðinn og það sama sögðu Gylfi Þórðarson, for- maður landsliðsnefndar, og Gunnar Sigurðsson, formaður 21 árs lands- liðsnefndarinnar. Þrátt fýrir þessar yfirlýsingar þriggja góðra manna, sem gáfu ekki áfram kost á sér í Guðni Kjartansson hefur náð bestum árangri sem landsliðsþjálfari. Dr. Youri llitchev. Tony Knapp. Árangur síðustu 5 þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu Landsleikir við Færeyinga og Grænlendinga ekki meðtaidir Tony Knapp Dr. Youri Guðni Jóhannes Siegfried llitchev Kjartanss. Atlason Held MbUGÓt $(+=/0= Laugardagur kl.14:55 52. LEIKVIKA- 30. des. 1989 lil m 2 Leikur 1 Aston Villa - Arsenal Leikur 2 C. Palace - Norwich Leikur 3 Derby - Coventry Leikur 4 Luton - Chelsea Leikur 5 Man. City - Millwall Leikur 6 Q.P.R. - Everton Leikur 7 Southampton - Sheff. Wed. Leikur 8 Tottenham - Nott. For. Leikur 9 Wimbledon - Man. Utd. Leikur 10 Leicester - West Ham Leikur 11 Swindon - Newcastle Leikur 12 Wolves - Bournemouth Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 ; Gleöileqt ar!! stjóm KSÍ, hefur ekki verið rætt við Guðna. Aftur á móti rætt við óþekktan sænskan þjálfara og KSÍ hefur tilkynnt að fínnskur þjálfari hafi einnig áhuga á að taka við landsliðinu. Maður hefur það á til- fínningunni að forystusveit KSÍ hafi hug á að fara yfír lækinn til að sækja vatn. Það virðist svo vera að sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri með íslenska landsliðið, sé ekki inni í myndinni. Heldur hefur KSÍ augastað á óþekktum erlendum þjálfumm. Það er óneitanlega furðulegt. Árangur þjálfara Eins og áður segir þá hefur Guðni náð 59,1% árangri með landsliðið. Undir hans stjóm hefur landsliðið leikið 22 leiki, unnið tíu, gert sex jafntefli og tapað sex. Markatalan er 38 mörk gegn 34. Ef leikir gegn Færeyjum og Grænlandi eru teknir frá, þá er árangurinn 46,9%. 16 leikir leiknir, fímm unnir, fimm jafntefli og sex töp. Markatalan er 21 mark gegn 32. Jóhannes Atlason er sá þjálfari sem kæmi í Öðru sæti á listanum yfír árangur. Undir hans stjóm lék landsliðið 16 leiki, vann fjóra, gerði þijú jafntefli og tapaði níu. 20 mörk voru skomð í þessum leikjum gegn 23. Árangur Jóhannesar fellur ef leikir gegn Færeyjum og Græn- landi era teknir frá. Þá er árangur- inn 19,2%. Þrettán leikir, einn vinn- ingur, þrjú jafntefli og níu töp. Markatalan 6 gegn 22. Tony Knapp náði 33,8% árangri með landsliðið. Undir hans stjóm lék liðið 34 leiki, vann níu, gerði fimm jafntefli og tapaði tuttugu leikjum. Markatalan var 37 mörk gegn 48. Ef þrír leikir gegn Færeyj- um era teknir frá, er árangur Knapps 27,4%. 31 leikur, sex vinn- ingar, fimm jafntefli og tuttugu töp. Markatalan 22 mörk gegn 45. Siegfried Held kemur næstur á blaði með 24,3% árangur. Undir hans stjóm lék landsliðið 37 leiki, vann fimm, gerði átta jafntefli og tapaði 24 leikjum. Markatalan var 21 mark gegn 61. Ef einn leikur gegn Færeyjum, sem vannst 1:0, er tekinn frá, er árangurinn 22,25%. Dr. Youri Ilitchev frá Sovétríkj- unum stjórnaði landsliðinu í 11 leikjum og náði 9,1% árangri. Eng- inn sigur vannst á áranum 1978 og 1979, tvö jafntefli vora gerð og níu sinnum tapaði landsliðið. Aðeins þijú mörk vora skorað, en liðið fékk á sig 24 mörk. Guðni er maðurinn! Þegar að er gáð í sambandi við árangur þjálfara frá 1974 kemur í ljós að Guðni Kjartansson hefur skotið þremur erlendum þjálfurum, frá Englandi, Sovétríkjunum og V-Þýskalandi, ref fyrir rass. Það á því ekki að þurfa að sækja vatnið yfír lækinn. Guðni Kjartansson er hér á landi. Hann er maðurinn sem þekkir landsliðsmenn íslands eins og puttana á sér og veit vel hver styrkur þeirra er - og hvemig leik- skipulag hentar þeim best. Guðni hefur bæði þjálfað landsliðið og 21 árs landsliðið. Þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari - bæði landsliðsins og Ólympíulandsliðsins. Guðni er maður með reynslu, sem á að koma okkur vel. Við eigum ekki að þurfa erlendan þjálfara aðeins vegna þess _að hann talar framandi tungu. íslenskir þjálfarar hafa sannað sig undanfar- in ár. Á síðustu áram hefur nær undantekningalaust íslenskur þjálf- ari hampað íslandsmeistaratitlin- um, þrátt fyrir að margir hæfir erlendir þjálfarar hafa starfað hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.